Tíminn - 05.01.1983, Blaðsíða 3
■ „Vélsleði eina farartækið sem kemst hratt yfir í svona færð,“ segja lögreglumennirnir Eiríkur Beck og Jón Bjartmars.
Vélsledalögregla:
„EINA FARARTÆKIÐ
SEM KEMST HRATT
YFIR í SVONA FÆRД
■ Tveir vígalega búnir lögregluþjón-
ar á vélseða, þeim eina í eigu lögregl-
unnar vekja forvitni Tímamanna. Þeir
eru Eiríkur Beck, sem hcfur hlotið
sérþjálfun á snjósleða í Noregi og Jón
Bjartmars, en fyrr um daginn var
Ellert Vigfússon með Eiríki á sleðan-
um. Við tökum þá tali og spyrjum
hvað hafi nú drifið á dag þeirra þennan
óveðursdag: Eiríkur:
„Við Ellert vorum á sleðanum frá
því fyrir kl. 9 í morgun, og í glórulausri
hríðinni vorum við mest hræddir um
fólk sem hafði fest í vanbúnum
bifeiðum sínum og ókum um til þess
að athuga hvort það yfirgæfi bifreiðar
sínar. Það sem við óttuðumst í því
sambandi var beinlínis að fólkið ör-
magnaðist, því það sá ekki útúr augum
í þessum þreifandi byl. Nú, við vorum
auðvitað að ýta bílum einnig og koma
bílum útfyrir veg, svo að ruðningstæk-
in kæmust að.
Það var á milli klukkan 9 og 10 í
morgun, sem við ókum fram á konu í
Elliðaárbrekku, sem hafði yfirgefið
fastan bíl sinn, og var að berjast upp
brekkuna. Konan var orðin mjög
þreytt, þegar við komum fram á hana
og við tókum hana á sleðann og
kómum henni í hús.
Meginhugmyndin á bak við notkun
svona vélsleða hjá lögreglunni er að
þetta er í rauninni eina farartækið sem
kemst hratt yfir í svona færð, og ef slys
kemur til dæmis upp í heimahúsum,
svo eitthvað sé nefnt, þá cr ætlunin að
vélsléðinn sé fyrstur á vettvang."
-AB
■ Ruðningur gengið vel segja borgarstarfsmenn, en yfirgefnir bílar tefja.
TTRudningur
gengið vel, en
tafir af yfir*
gefnum bílum”
■ Við Blikahóla í Breiðholti ökum
við Tímamenn fram á jarðýtu sem er
stopp sem stendur, því verið er að
bæta á hana olíu. Sá sem stendur fyrir
því er ísak Möller verkstjóri hjá
borginni. Við spyrjum hann hvernig
snjóruðningurinn hafi gengið: „Snjór-
uðningurinn sjálfur hcfur gengið mæt-
avel. Það er alls ekki snjórinn sem
hefur tafið okkur, við enda ágætlega í
stakk búnir til þess að ryðja honum
burt. Hinsvegar höfum við orðið fyrir
ómældum töfum vegna illa útbúinna
bíla sem hafa verið yfirgefnir í tuga,
ef ekki hundruðatali, og heft för
ruðningstækjanna.“
- Hvenær byrjuðu þið að ryðja?
„Við byrjuðum kl. 04 í nótt að
undirbúa og laga til, en allt fór í fullan
gang hjá okkur eftir að bylurinn skall
á í morgun. Við höfum verið á fullu í
allan dag, og um kl. 14.30, eða svo í
dag, voru flestar aðalleiðir, ef ekki
allar orðnar ágætlega færar." -AB
„Hef aðstoðað marga“
■ „Já, ég er að vísu fastur núna, en
mér hefur gengið mjög vel í dag að
komast leiðar minnar," segir einn
fastur bílstjóri á Dalbrautinni, Þórodd-
ur aðnafni.
„Ég er vel útbúinn á vetrardekkjum
og allt það, og hef aðstoðað marga í
dag, en svo þegar ég einu sinni festi
mig, þá virðist enginn ætla að aðstoða
mig,“ segir Þóroddur og er súr. Hann
reynist ekki hafa rétt fyrir sér því
nokkrir ökumenn í öðrum bílum
hlaupa til og aðstoða hann útúr
skaflinum, sem var reyndar ekki með
þeim stærri. -AB
■ „Virðist enginn ætla að aðstoða mig,“ sagði Þóroddur súr á svip.
Ófærð og óveöur
á Vesturlandi:
SJÚKRABfLAR
f HRAKNINGUM
■ Vegagerðin i Borgarnesi stóð í
ströngu að aðstoða menn í brjáluðu
veðri og ófærð, m.a. við tvenna sjúkra-
flutninga. Sjúkrabíll sem lagði af stað
vestan úr Búðardal í gærmorgun festist
endanlega í skafli vestur á Mýrum þar
til vegagerðamcnn með aðstoð tækja
sinna komu honum í Borgames um
fimmleytið í gær, þá leið á Sjúkrahúsið
á Akranesi.
Þá fór sjúkrabíll úr Borgarnesi á móti
snjósleða sem lagði af stað með sjúkling
(álitið botnlangakast) frá Bifröst, sem
einnig náði til Akraness síðdegis.
Að sögn Bragastarfsmanns Vegagerð-
arinnar er við höfðum samband við upp
úr kl. 17 í gær.var þá björgunarleiðangur
á leið frá Borgarnesi til að sækja 2 bíla
er lagt höfðu af stað frá Stykkishólmi
um kl. hálf tíu í gærmorgun. Ekki var
þó vitað með vissu hvar á leiðinni þeir
voru né um ástand þeirra. „Ég hef þó
von um að við vitum svona hér um bil
hvar þeirra er leita“ sagði Bragi.
Gífurleg snjókoma var í Borgarnesi í
fyrrakvöld og fyrrinótt, svo menn segjast
ekki muna annað eins um áraraðir.
Þegar hvessa tók upp úr kl. níu í
gærmorgun varð veður snarbrjálað. Að
sögn Braga varð nánast allt ófært um
Vesturland nema . leiðin Borgarnes-
Reykjavík sem opnaðist aftur síðdegis í
gæt, þegar veðrinu fór aftur að slota.
Að sögn Indriða Albertssonar mjólk-
urbússtjóra í Borgarnesi var útlitið ekki
svo slæmt þegar mjólkurbílstjórarnir
lögðu af stað í gærmorgun. En þeir voru
síðan að brjótast um í ófærðinni í allan
gærdag og allir ókomnir - mörgum
klukkutímum á eftir áætlun - er við
ræddum við Indriða unt kvöldmatarleytið
í gærkvöldi. Hann hafði þó haft samband
við þá alla-sex talsins-og kvaðmjakast
hjá þeint öllum.
Vegagerðin hugðist leggja á stað til að
ntoka nú snemma í morgunsárið - „ef
Guð og Kári lofa“ eins og þeir orðuðu
það þar.
-HEI
Öfærd á Suður-
og Vesturlandi
■ Samkvæmt upplýsingum Hjörleifs
Ólafssonar hjá Vcgagcrð ríkisins var
ófært víðast á Suður- og Vesturlandi
vegna veðurs l'ram yfir hádegi í gær. Þá
fór að rofa til og varð fljótlega fært um
Reykjanesbraut og vcgi á Suðurncsjum;
austur í Árncssýslu um Þrengsli, og cftir
öllum aðalleiðum allt austur í Vík í
Mýrdal.
Þá varð einnig fært upp í Mosfellssveit
cn erfiðlcgar gckk mcö Hvalfjörðinn
því að í Hvammsvík lokaði töluvert stórt
snjóflóð alveg vcginum.
Á Vestfjörðum voru flcstir vcgir
ófærir cn þó fært á milli ísafjarðar og
Bolungarvíkur, og frá ísafirði inn í
Súðavík.
í gær var fyrirhugað að halda opnunt
öllum aðalleiðum um Vesturland,
norður í Íand og austur á firði frá Vík
cn því var síðan frcstað þar til í dag eða
þar til veður lcyfir.
Að sögn Hjörleifs voru vcgir um
austanvcrt Noröurland, Norð-Áustur-
land og Austfirði víðast hvar greiðfærir.-
sbj.
Víða snjóflóðahætta
á vegum í gær:
FIMM SNJÓFLÖD
í ÓLAFSVÍKURENNI
■ Fimm snjóflóð höfðu nrðiö í
Olafsvíkurenni crTíminn hafðisamband
við vegagerðarmenn i Olafsvík síðdegis
í gær. Leiðin var því lokuð og svipað var
sagt um aðra vegi þar á Nesinu. Ekki
var hins vegar vitað um nein meiri háttar
óhöpp.
Kristinn Jónsson hjá Vegagerðinni á
ísafirði kvað víðast hvar hafa verið ófært
þar um slóðir frá því á gamlársdag og
takmarkað hvað hægt væri að moka
vegna snjóflóðahættu. Reynt var að
opna Óshlíðina í fyrradag og aftur í gær,
en hún lokaðist strax aftur vegna
snjóflóða. Einnig kvað Kristinn mikið
hafa verið um snjóflóð í Súðavíkúrhlíð.
Á ísafirði var skafrenningur og bylur frá
hádegi í gær, „en ekki neitt stórviðri",
eins og Kristinn orðaði það, cnda menn
ýmsu vanir þar um slóðir.
Síðdegis í gær var Suðurlandsvegur
opinn austur úr að sögn vegagerðar-
manna á Selfossi, enda minni snjór á
jörð eftir því sem austar dró og nær
sjónum. Töluverð ófærð var hins vegar
víða í uppsveitum Árnessýslu. Enginn
mjólkurbíll var t.d. kominn til baka til
Mjólkurbúsins á Selfossi síðdegis í gær.
Hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki
sögðu menn einnig lítinn snjó á jörð,
þannig að færðin hafi ekki spillst að ráði
meðan óveðrið gekk yfir þar um slóðir.
Um fimm leytið í gær var skollið á
vonskuveður á Akureyri. Þá var alveg
orðið ófært vestur yfir Öxnadalsheiði og
einnig til Dalvíkur og Ólafsfjarðar.
Bílar sem ætluðu í vestur frá Akureyri
sneru allir við. Austan Akureyrar - til
llúsavíkur var þá enn fært um bæði
Dalsmynni og Tjörnes, og Sléttu og allt
til Vopnafjarðar. Svo var og í Mývatns-
sveit. -HEI