Tíminn - 05.01.1983, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.01.1983, Blaðsíða 16
20 MÍÐVIKUDAGUR S. JANÚAR 1983 dagbók ■ Tómas Á. Tómasson sendiherra hefur afhent Mitterrand Frakklandsforseta trúnaðarbréf sitt að viðstöddum Claude Cheysson utanríkisráðherra Frakklands. DENNI DÆMALAUSÍ „Iss, Jói. Þeir eru ekki allir alvörujólasveinar. Þessi náungi er að reyna að ná endurkjöri síðan í fyrra. “ ýmislegt Rauða húsið á Akureyri gefur út bækur ■ Rauða húsið á Akureyri hefur starfað í nær tvö ár og m.a. staðið fyrir myndlistarsýn- ingum og fyrirlestrum en hefur nú bókaút- gáfu. Fyrstu tvær bækurnar sem Rauða húsið sendir frá sér eru Ijóöabækurnar „Stofuljóð" og „Kvæði“. „Stofuljóð" er Ijóðaflokkur eftir Jón Laxdal Halldórsson. Eftir Jón hafa komið út þrjár aðrar bækur en „Stofuljúð" er önnur Ijóðabók hans. 1 „Kvæðum", eftir Guðbrand Siglaugsson, eru þrír kaflar. Þetta er þriðja ljóðabók hans. Bækurnar eru til sölu á eftirtöldum stööum: Bókaverslun Sigfúsar Eymundsson- ar og Bókabúð Máls & Menningar í Reykjavík; Bökaverslun Jónasar Jóhanns- sonar, Bóka- og blaðasölunni og fornbóka- versluninni Fróða á Akureyri. Rauða húsið hyggst gefa út bækur nokkr- um sinnum á ári og er fyrirhugað að næstu bækur komi út í febrúar n.k. Pólyfónkórinn 25 ára: ■ Eitt af öndvegisverkum tónlistarinnar, Mattheusarpassía Johans Sebastians Bachs er komin út hljómplötum á vegum Pólýfón- kórsins. Hljóðritun gerði Ríkisútvarpið á 25 ára afmælishljómleikum Pólýfónkórsins í apríl sl. Flytjendur eru auk Pólýfónkórsins, Hamrahlíðarkórinn, kórstjóri Þorgerður Ingólfsdóttir, Kór Öldutúnsskóla, söngstjóri Egill R. Friðleifsson, tvær kammerhljóm- svéitir og fjöldi einsöngvara. Með hlutverk guðspjallamannsins fer breski tenórsöngvar- inn Michael Goldthorpe og syngur einnig tenóraríur. Hlutverk Krists syngur óperu- söngvarinn Ian Caddy frá London. Sópran- hlutverk syngja Elísabet Erlingsdóttir, Una Elefsen, Margrét Pálmadóttir og Ásdís Gísladóttir, alto-aríur og resitatív syngur Sigríður Ella Magnúsdóttif, en bassahlutverk skiptast milli Kristins Sigmundssonar, sem einnig ;,syngur bassaartur og Simons Vaug- han, sem fer með hlutverk Pítatusar, Péturs og æðsta prestsins. Einleikarar á hljóðfæri eru einnig margir, s.s. gömbuleikarinn frægi Alfreð Lessing frá Pýskalandi, Kristján Þ. Stephensen og Daði Kolbeinsson leika á óbó d’amore, eins og tíðkaðist á dögum Bachs. I resitatívum söngvaranna leika Inga Rós Ingólfsdóttir á selló, Björn Káre Moe frá Noregi á orgel, og Helga Ingólfsdóttir á sembal. Fiðluleikararnir Rut Ingólfsdóttir og Þórhallur Birgisson fara með fræg einleiks- númer, og Bernard Wilkinson leikur fagra flautusóló. - Alls tóku um 320 söngvarar og hljóðfæra- leikarar þátt í flutningnum, sem er sá umfangsmesti á fslandi til þessa. - Útgáfa verksins á hljómplötum með íslenskum flytjendum er stórvirki, og hefur verið vandað til hennar eftir föngum. Stjórnandi flutningsinser Ingólfur Guðbrandsson. Máni Sigurjónsson stjórnaði hljóðritun, vinnslu tónbands og skurð annaðist Tryggvi Tryggva- son í Bretlandi, en pressun fór fram hjá TELDEC, fyrirtæki Telefunken og Decca í Þýskalandi. Vönduð efnisskrá fylgir útgáf- unni með skýringum og texta alls verksins á þýsku og íslensku. Þar eð hér er um fyrsta heildarflutning verksins að ræða á íslandi, má ætla að útgáfa þessi verði safngripur, þegar tímar líða. Tvímælalaust er hér um miklalcynningu að ræða á hinni stórfenglegu tónlist Bachs og vandaða gjöf handa (reim sem unna fagurri tónlist. Norrænni nútímatóniist ógnað ■ Norræna tónskáldaráðið, en í því eiga sæti formenn norrænu tónskáldafélaganna, hélt fundi á Norrænum Músikdögum í Osló í okt s.l. Var þar m.a. til umræðu staða kammer- og hljómsveitartónlistar í tónlistarlífi á Norðurlöndum. Var þaðálit manna, aðstaða samtímatónlistar væri mjög alvarleg - ekki hvað síst vegna ógnunar fjölþjóðlegs tónlist- ariðnaðar við lifandi tónlist. Álitu menn nauðsynlegt að verkefnavalsnefndir, tónlist- arfélög, tónlistarmenn og tónskáld skiptust á nýjum hugmyndum, til þess að stuðla að vaxandi þekkingu Norðurlandabúa á nútíma- tónlist annarra Norðurlanda. Einnig var rætt um samkeppni í tónsmíð- um. Voru menn sammála um að samkeppni væri eigi heppilegt form til að koma nýrri tónlist á framfæri. Fremur ætti að panta verk til flutnings hjá tónskáldum. Ef samkeppni væri samt sem áður haldin, þá ætti aðeins að gera það í samvinnu við tónskáldafélögin, en þau hafa besta aðstöðu til að fjalla um samkeppnisreglur. Morgens Weinkel Holm frá Danmörku var kosinn formaður Norræna tónskáldaráðs- ins og mun Danska Tónskáldafélagið halda Norræna Músikdaga íKaupmannahöfn 1984. Ljóðakvöld Ólöf K. Harðardóttir og Erik Werba ■ Út er komin hljómplata er ber yfirskrift- ina: „Ljóðakvöld.” Olöf K. Harðardóttir syngur við undirleik Eriks Werba lög eftir: Schubert, Schumann, Brahms, Sibelius, Moz- art og Beethoven. Hér er um að ræða nokkrar perlur úr heimi klassískrar ljóðatón- listar m.a. 10 lög við ljóð Goethes er saman gætu borið heitið: „Konur í ljóðum Goet- hes“, þar sem konur syngja um líf sitt og ástina. Ólöfu K. Harðardóttur er óþarft að kynna íslenskum tónlistarunnendum því hún hefur haslað sér völl meðal okkar kunnustu tónlistarmanna. Erik Werba er austurríkis- maður og einn kunnasti undirleikari við Ijóðasöng sem nú er uppi, og á hann fáa sér líka. Hann er einnig prófessor við Tónlistar- háskólana í Vín og Múnchen og kennir þar túlkun sönglaga. Hann hefur og haldið námskeið fyrir Ijóðasöngvara og undirleikara víða um lönd og á síðustu árum m.a. komið reglulega til Islands og haldið námskeið við Söngskólann í Reykjavík. Hljómplata þessi var tekin upp af Ríkisút- varpinu í september 1981, en er gefin út af apótek Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka í Reykjavik vikuna 31. desember til 6. janúar er i Borgar apóteki. Einnig er Reykjavíkur apótek opið til kl. 22.00 öll kvöld vikunnar nema sunnudaga og helgidaga. Hafnartjörður: Hafnarfjarðar apótek og Norðurbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9-18.30 og til skiptis annan hvern laugardag kl. 10-13 og sunnudag kl. 10-12. Upplýsingar i símsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrarapótek og Stjörnuapó- tek eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. A kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19 og frá kl. 21-22. Á helgidögum er opið frá kl. 11-12,15-16 og 20-21. Áöðrum tímum er lyfjarræðingur á bakvakt. Upplýsing- ar eru gefnar i síma 22445. Apótek Keflavíkur: Opið virka daga kl. 9-19. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8-18. Lokað í hádeginu milli kl. 12.30 og 14. Reykjavík: Lögreglasimi 11166. Slökkvilið og sjúkrabíll sími 11100. Seltjarnarnes: Lögregla sími 18455. Sjúkrabíll og slökkvilið 11100. Kópavogur: Lögregla sími 41200. Slökkvi- lið og sjúkrabíll 11100. Hafnarfjörður: Lögregla sími 51166. Slökkvilið og sjúkrabíll 51100. Garðakaupstaður: Lögregla 51166. Slökkvilið og sjúkrabíll 51100. Keflavfk: Lögregla og sjúkrabíll ísíma3333 og í símum sjúkrahússins 1400, 1401 og 1138. Slökkvilið simi 2222. .Grindavik: Sjúkrabill og lögregla sími 8444. Slökkvilið 8380. Vestmannaeyjar: Lögregla og sjúkrabíll simi 1666. Slökkvilið 2222. Sjúkrahúsið simi 1955. Selfoss: Lögregla 1154. Slökkvilið og sjúkrabill 1220. Höfn i Hornafirði: Lögregla8282. Sjúkrabíll 8226. Slökkvilið 8222. Egilsstaðir: Lögregla 1223. Sjúkrabíll 1400. Slökkvilið 1222. Seyðisfjörður: Lögregla og sjúkrabíll 2334. Slökkvilið 2222. Neskaupstaður: Lögregla simi 7332. Eskifjörður: Lögregla og sjúkrabill 6215. Slökkvilið 6222. Húsavík: Lögregla41303,41630. Sjúkrabíll 41385. Slökkvilið 41441. Akureyri: Lögregla 23222, 22323. Slökkvil- ið og sjúkrabíll 22222. Dalvík: Lögregla 61222. Sjúkrabíll 61123 á vinnustað, heima: 61442. Óiafsfjörður: Lögregla og sjúkrabill 62222. Slökkvilið 62115. Siglufjörður: Lögregla og sjúkrabíll 71170. Slökkvilið 71102 og 71496. Sauðárkrókur: Lögregla 5282. Slökkviliö 5550. Blönduós: Lögregla sími 4377. ísafjörður: Lögregla og sjúkrabill 4222. Slökkvilið 3333. Bolungarvík: Lögregla og sjúkrabíll 7310. Slökkviliö 7261. Patreksfjörður: Lögregla 1277. Slökkvilið 1250, 1367, 1221. Borgarnes: Lögregla7166. Slökkvilið 7365. Akranes: Lögregla og sjúkrabill 1166 og 2266. Slökkvilið 2222. Hvolsvöllur: Lögreglan á Hvolsvelli hefur simanúmer 8227 (svæðisnúmer 99) og slökkviliðið á staðnum síma 8425. heilsugæsla Slysavarðstofan í Borgarspítalanum. Sími 81200. Allan sólarhringinn. Læknastofur eru lokaöar á laugardögum og helgidögum, en hægt er að ná sambandi viö lækna á Göngudeild Landspítalans alla virka daga kl. 20-21 og á laugardögum frá kl. 14-16. Simi: 29000. Göngudeild er lokuð á helgidögum. Á virkum dögum kl. 8-17er hægt að ná sambandi við lækni í síma Læknafélags Reykjavíkur 11510, en þvi aðeins að ekki náist i heimilislækni.Eftir kl. 17 virka daga til kl. 8 að morgni og frá kl. 17 á föstudögum til kl. 8 árd. á mánudögum er læknavakt í sima 21230. Nánari upplýsingar um lyfjabúðir og læknaþjónustu eru gefnar í símsvara 13888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er í Heilsuverndarstöðinni á laugardögum og helgidögum kl. 17-18. Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram í Heilsuverndarstöð Reykjavikur á mánudögum kl. 16.30-17.30. Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. SÁÁ. Fræðslu- og leiðbeiningarstöö Síðu- múla 3-5, Reykjavík. Uppiýsingar veittar í síma 82399. — Kvöldsímaþjónusta SÁÁ alla daga ársins frá kl. 17-23 í sima 81515. Athugið nýtt heimilisfang SÁÁ, Síðumúli 3-5, Reykjavík. Hjálparstöð dýra við skeiðvöllinn í Vfðidal. Sími 76620. Opið er milli kl. 14-18 virkadaga. heimsóknartími Heimsóknartímar sjúkrahúsa eru sem hér segir: Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til kl. 16 og kl. 19 til kl. 19.30. Fæðingardeildin: Alla daga kl. 15 til kl. 16 og kl. 19.30 til kl. 20. Barnaspítali Hringsins: Alla daga kl. 15 til kl. 16 og kl. 19 til kl. 19.30. Landakotsspítali: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 19.30. Borgarspítalinn Fossvogi: Mánudaga tii föstudag kl. 18.30 til kl. 19.30. Á laugardögum og sunnudögum kl. 15-18 eða éftir samkomu- lagi. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14 til kl. 17 og kl. 19 til kl. 20. Grensásdeild: Mánudaga til föstudaga kl. 16til kl. 19.30. Laugardagaog sunnudagakl. 14 til kl. 19.30. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15 til kl. 16 og kl. .18.30 til kl. 19.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. Vífilsstaðir: Daglega kl. 15.15 til kl. 16.15 og kl. 19.30 til kl. 20. Vistheimilið Vifilsstöðum: Mánudaga til laugardaga frá kl.20 til kl. 23. Sunnudaga frá kl. 14 til kl. 18 og kl. 20 til kl. 23. Sóivangur, Hafnarfirði: Mánudagatil laug- ardaga kl. 15 til kl. 16 og kl. 19.30 til kl. 20. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15 til kl. 16 og kl. 19 til kl. 19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til 19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30 til 16 og kl. 19 til 19.30. söfn ÁRBÆJARSAFN: Opið samkvæmt umtali. Upplýsingar í síma 84412 milli kl. 9 og 10 alla virka daga. Strætisvagn no: 10 frá Hlemmi. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Opið sunnudaga og miðvikudaga frá kl. 13:30 til kl. 16. ÁSGRÍMSSAFN, Bergstaðastræti 74, er opiö daglega nema laugardaga kl. 13.30 til kl.16. AÐALSAFN - Útlánsdeild, Þingholtsstræti 29a, sími 27155. Opið mánud. til föstud. kl. 9-21, einnig á laugard. í sept. til apríl kl. 13-16. AÐALSAFN - Lestrarsalur, Þingholtsstræti 27, sími 27029. Opið alla daga vikunnar kl. 13-19. Lokað um helgar i mái, júní og ágúst. Lokaö júlímánuð vegna sumarleyfa. SÉRÚTLÁN - afgreiðsla í Þingholtsstræti 29a, sími 27155. Bókakassar lánaðir skipum, heilsuhælum og stofnunum. jíengi íslensku krónunnar Gengisskráning nr. 235 - 30. desember 1982 kl.09.15 Kaup Sala 01-Bandaríkjadollar ................ 16.570 16.620 02-Sterlingspund ...................26.843 26.924 03-Kanadadollar..................... 13.406 13.447 04-Dönsk króna...................... 1.9750 1.9809 05-Norsk króna...................... 2.3554 2.3625 06-Sænsk króna ..................... 2.2706 2.2775 07-Finnskt mark .................... 3.1640 3.1736 08-Franskur franki ................. 2.4585 2.4659 09-Belgískur franki................. 0.3541 0.3551 10- Svissneskur franki ............. 8.2850 8.3100 11- Hollensk gyllini ............... 6.2956 6.3146 12- Vestur-þýskt mark .............. 6.9593 6.9803 13- ítölsk líra .................... 0.01208 0.01212 14- Austurrískur sch................ 0.9907 0.9937 15- Portúg. Escudo ................. 0.1841 0.1847 16- Spánskur peseti ................ 0.1318 0.1322 17- Japanskt yen.................... 0.07092 0.07113 18- írskt pund......................23.132 23.202 20-SDR. (Sérstök dráttarréttindi) .. 18.2804 18.3357 SÓLHEiMASÁFN - Sólheimum 27, sími 36814. Opið mánud. til föstud. kl. 14-21, einnig laugard. sept. til apríl kl. 13-16. BÓKIN HEIM - Sólheimum 27, sími 83780. Símatími: mánud. til fimmtud. kl. 10-12. Heimsendingarþjónusta á bókum fyrir fatlaða og aldraða. HLJÓÐBÓKASAFN - Hólmgarði 34, sími 86922. Opið mánud. til föstud. kl. 10-16. Hljóðbókaþjónusta fyrir sjónskerta. HOFSVALLASAFN - Hofsvallagötu 16, sími 27640. Opiðmánud. tilföstud. kl. 16-19. Lokað I júlímánuði vegna sumarleyfa. BÚSTAÐASAFN - Bústaðakirkju, sími 36270. Opið mánud. til föstud. kl. 9-21, einnig á laugardögum sept. til apríl kl. 13-16. BÓKABÍLAR - Bækistöð í Bústaðarsafni, sími 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. bilanatilkynningar Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Sel- tjarnarnes, sími 18230, Hafnarfjörður, sími 51336, Akureyri sími 11414, Keflavik simi 2039, Vestmannaeyjar, sími 1321. Hitaveitubilanir: Reykjavík, Kópavogur og Hafnarfjörður, simi 25520, Seltjarnarnes, sími15766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Seltjarn- arnes, sími 85477, Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar sími 41575, Akureyri, sími 11414. Keflavík, símar 1550, eftir lokun 1552. Vestmannaeyjar, símar 1088 og 1533, Hafnarfjörður simi 53445. Simabilanir: í Reykjavik, Kópavogi, Sel- tjarnarnesi, Hafnarfiröi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum, tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana: Sími 27311. Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa á aðstoð borgarstofnana að halda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.