Tíminn - 05.01.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.01.1983, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1983 7 ■ Systurnar söngvísu Lulu (t.h.) og Eddi Nú er litla systir Lulu líka farin að syngja ■ Söngkonan Lulu á sitthvaö sameiginlegt meö Diönu prins- essu. Hún ól son sinn Jordan, sem nú er 5 ára, á sama sjúkrahúsi og Diana ól litla prinsinn og sami fæðingar- læknir annaðist þær báðar. Breskum sjónvarpsmynda- framleiðendum þótti því ekki nema sjálfsagt að leita til Lulu, þegar til stóð að gera þátt í tilefni fæðingar Williams litla prins. Þar fékk Jordan að þreyta frumraun sína á sjón- varpsskerminum. Hann skemmti sér alveg konunglega, þegar hann fékk að sjá árang- urinn. Vel að merkja þótti honum sérstaklega skemmti- legt að sjá sjálfan sig. Hann var hins vegar ekkert uppnæmur yfir því að sjá móður sína, enda alvanur því að sjá hana í sjónvarpi. Nú er búið að gera dýran og íburðamikinn sjónvarpsþátt, sem sýndur verður í Bretlandi í vetur. Þar fer Lulu með aðalhlutverk. Ekki fær Jordan að vera með í þetta skipti. í staðinn fær systir Lulu, Eddi, að koma þar fram. Hún er 22 ára og er að hasla sér völl sem söngkona. Þar með fetar í spor stóru systur, sem gefur henni bestu meðmæli. og taka niður beiðnir fólks um mokstur. Við reynum eftir föng- um að sinna þeim, yfirleitt erum við með tæki úti í hverfunum, þannig að það kemur að öllum að lokum, þótt það gangi kannske seinna fyrir sig en margir kysu. Svo kemur það aftur oft fyrir að þegar við höfum rutt einhverja götu samkvæmt beiðni þá er kannske hringt aftur og kvartað yfir hryggjum við innkeyrslur og öðru þess háttar. Svo það má segja að erfitt sé að gera svo öllum líki. Svo eru til götur sem er afskaplega erfitt að eiga við vegna þrengsla. En þrátt fyrir allt hefur tekist að halda opnu í borginni síðustu vikuna er ekki svo? Jú, - það má segja það. Strætis- vagnaleiðirnar hafa verið opnar og þaö hefur aðeins tekist vegna þess að byrjað hefur að ryðja um miðjar nætur. Til dæmis get ég nefnt að það var með naumind- um að ég komst í vinnuna í gærmorgun ofan úr Breiðholti og niður á Ártúnshöfða vegna byls og ófærðar. Það var kl.4.00 um nótt og þegar borgarbúar fóru á fætur á venjulegum fóta- ferðartíma þá var orðið fært um bæinn. Svo að það er ekki víst að fólk taki alltaf eftir því hvað unnið er í þessu. Hvað um gangstétta- hreinsanir? Það er afskaplega lítið um það að við séum látnir hreinsa gang- stéttir, enda mundi kostnaður að minnsta kosti tvöfaldast ef svo yrði gert og er hann þó ærinn fyrir. Ég held að það séu einfaldlega ekki þeir fjármunir fyrir hendi, sem þyrftu, ef ætti, að aka snjó burtu af gangstéttum borgarinnar. En það má svo sem koma fram að raunar byrjuðum við að hreinsa gangstéttir við Laugaveginn í gær og byrjuðum við Hlemm en það reyndist ekki vinnandi verk, vegna átroðnings bíla sem óku niður Laugaveginn, þótt við lokuðum götunni og gekk það svo langt að það var ekið á einn starfsmann okkar, þar sem hann var að koma fyrir akstursbannsmerki. -JGK erlent yfirlit ■ í síðustu viku baðst finnska ríkisstjórnin lausnar og glímir Mauno Koivisto forseti við þann vanda, hvort hann á að biðja hana um að sitja áfram fram yfir kosningar eða hvort hann á að mynda utanþingsstjórn, sem fari með völd meðan á kosningahríð- inni stendur. Þingkosningar eiga að fara fram í fyrrihluta marzmánaðar. Kosningabaráttan er hafin fyrir nokkru og hefur vafalítið átt meginþátt í lausnarbeiðni ríkis- stjórnarinnar. Eftir að Koivisto var kjörinn forseti fyrir tæpu ári, fól hann flokksbróður sínum, Kalevi Sorsa, stjórnarmyndun. Hann myndaði samsteypustjórn sömu flokka og áður höfðu verið í stjórn undir forustu Koivistos, þ.e. sósíaldemókrata, kommún- ista, Miðflokksins og Sænska þjóðarflokksins. Stjórnarsamvinnan hefur gengið öllu lakar undir forustu Sorsa en Koivistos, enda flokk- arnir farnir að óróast vegna kosninganna. Einkum hafa þó kommúnistar óróast. Mikill klofningur hefur verið í flokki þeirra um langt skeið. Á síðastliðnu ári var reynt að leysa hann með því að kjósa nýjan formann, Kalevi Kivistö menntamálaráðherra. Honum HHfpN ShmÉm ■ Sorsa forsætisráðherra Hörð kosningabarátta er hafin í Finnlandi Verður Hægri flokkurinn í næstu stjórn? hefur ekki tekizt að sameina flokkinn, nema síður sé. Mikill ágreiningur reis innan stjórnarinnar í sambandi við gengisfellinguna á síðastliðnu hausti. Kommúnistar lýstu sig andvíga henni og hótuðu að greiða atkvæði gegn löggjöf, sent þurfti að fylgja henni. Deilan leystist á þann hátt, að kommúnistar sátu hjá við at- kvæðagreiðslur í þinginu. ÖNNUR DEILA, sem ekki reyndist minna alvarleg, reis fyrir skömmu, þegar þingið fékk til meðferðar aukafjárveitingu til landvarna. Aðallega var þar um að ræða kaup á radartækjum og öðrum slíkum útbúnaði fráSovétríkjun- um og smíði minni herskipa, sem finnskar skipasmíðastöðvar áttu að annast. Þegar mál þetta kom til með- ferðir í þinginu, snerust komm- únistar strax gegn og töldu umræddu fjármagni á flestan annan hátt betur varið en til hergagnakaupa. Sorsa forsætisráðherra hugðist leysa þessa deildu á svipaðan hátt og í sambandi við gengisfellinguna, þ.e. að komm- únistar fengust til að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Þessu höfnuðu kommúnistar og greiddu atkvæði gegn fjárveit- ingunni. Sorsa sneri sér þá til Koivistos forsætisráðherra og baðst lausnar fyrir stjórnina. Koivisto virðist geta valið um tvo kosti. Annar er sá að biðja Sorsa um að fara með stjórn áfram, en hann mun þá láta ráðherra kommúnista víkja. Stjórnin mun þá styðjast við þrjá flokka, eða sósíaldemó- krata, Miðflokkinn og Sænska þjóðarflokkinn. Samanlagt hafa þessir flokkar 102 þingsæti af 200 alls. Hinn kosturinn, sem Koivisto hefur, er að mynda utanþings- stjórn og láta hana fara með völd fram yfir kosningar. Heldur þyk- ir ólíklegt, að hann taki þann kostinn. MJÖG er nú rætt um það í Finnlandi hvers konar ríkisstjórn verði mynduð að kosningum loknum. Þessar umræður setja verulegan svip á kosningabarátt- una. Hægri flokknum hefur fram til þessa verið haldið utan ríkis- stjórnar. Stjórnarþátttaka hans er talin hafa strandað á því að Rússar væru henni mótfallnir. Það hcfur hins vegar ekki reynzt Hægri flokknum óhag- stætt að vera utan stjórnar og geta þannig aflað sér fylgis óánægðra kjósenda. Flokkurinn hefur aukið fylgi sitt verulega að undanförnu, ef marka má skoð- anakannanir. Samkvæmt síðustu skoðana- könnun munaði litlu á fylgi hans og sósíaldemókrata, sem hafa verið stærsti flokkurinn. Sósíal- demókratar fengu 25.5%, en Hægri flokkurinn 24.1.%. Samkvæmt sömu skoðana- könnun fékk Miðflokkurinn 19.1% og kommúnistar 15.9%. Þetta var hagstæðari úkoma hjá kommúnistum, en flestir bjugg- ust við. Yfirleitt hafði því verið spáð, að þeir fengu ekki yfir 14%. Margt bendir til, að Sovét- menn séu ekki eins andvígir því og áður að Hægri flokkurinn taki þátt í ríkisstjórninni. Sáorðróm- ur komst því á kreik fyrir nokkru, að ráðbrugg væri uppi um samstjórn borgaralegra flokka eftir kosningarnar, þ.e. Miðflokksins, Hægri flokksins og Sænska þjóðarflokksins, en líkur gætu bent til, að þessir flokkar hefðu meirihluta á þingi eftir kosningarnar. Svo magnaður varð þessi orð- rómur, að það þótti víst hver yrði forsætisráðherra þessarar stjórnar, ef til kæmi. Það átti að verða Athi Karjalainen. þjóð- bankastjóri, sem er einn af heztu leiðtogum miðflokksins. Karja- lainen sameinar það tvennt að vera vel séður bæði hjá Rússum og leiðtogum Hægri flokksins. Það ýtti ekki lítið undir þenn- an orðróm, þegar Sorsa forsætis- ráðherra gerði hann að umtals- efni og fordæmdi ráðgerða sam- vinnu borgaralegu flokkanna. Þegar nánar er aðgætt, virðist þessi orðrómur þó ekki trúlegur. Hitt er líklegra, að komi til stjórnarþáttöku Hægri flokksins, verði bæði sósíaldemókratar og Miðflokkurinn einnig með í stjórninni. Slík stjórnarmyndun yrði þó engan veginn auðveld. Koivisto getur því fengið tor- leyst verkefni, þegar til þess kemur að mynda ríkisstjórn að þingkosningunum loknum. Þörarinn Þórarinsson, M ritstjóri, skrifar Km

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.