Tíminn - 05.01.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.01.1983, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1983 Fjölbrautaskóli Suðurnesja, - öldungadeild - Lokaskráning í öldungadeild á vorönn 1983 fer fram i skrifstofu skólans dagana 5.-7. janúar kl. 16-18. Kennsla veröur í eftirtöldum áföngum ef næg þátttaka fæst. Bókfærslu 103 Bókfærslu 203 Dönsku103 Ensku103 Ensku 202 Islensku103 íslensku 203 Íslensku363 Þátttökugjald sem ákveðið er af menntamálaráðuneytinu greiðist við skráningu. Gjaldið er hið sama fyrir alla án tillits til áfangafjölda. Aðastoðarskólameistari. Laxveiðimenn Árnar Laxá og Norðurá í Engihlíðarog Vindhælis- hreppum A-Húnavatnssýslu eru til leigu næsta sumar. Tilboðum sé skilað fyrir 25. janúar til Árna Jónssonar Sölvabakka, 541 Blönduós sími 95-4329 og veitir hann allar nánari upplýsingar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. f.h. Veiðifélagsins Hængs, Árni Jónsson. Líffræði 103 Sögu103 Stærðfræði 103 Stærðfræði 203 Stærðfræði 232 Tölvufræði103 Vélritun Þýsku 203 Kjarnaborun Tökum ur steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5'', 6" og 7" borar. HLJÓÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst isetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjarnaborun sf. Simar 38203-33882 NÝIR KAUPENDUR HRINGIÐ BLADIÐ C|p#i éft KEMUR UM HÆL SÍMI 86300 ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönr:jn • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIÐJAN £ddi Cl HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 Hlaðrúm úr furu í viðarlit li og brúnbæsuðu. Áhersla er ■ lögð é' vandaða lökkun. Stærðir: 65x161 cm og 75x190 cm. Sendum gegn póstkröfu. Furuhúsið hf., Suðurlandsbraut 30, sími 86605. fréttir Skiptar skoðanir um kaup á húsi fyrir elliheimilið í Grundarfirði: Soffanías býðst til að gefa helming verð- sins — 1,3 milljónir ■ Eitt efsta mál á baugi meðal Grundfirðinga þessa dagana er það hvort menn vilji ganga að tilboði Soffaníasar Cesilssonar um kaup á húsi hans fyrir væntanlegt clliheimili. Hefur Soffanías þá boðist til að gefa helming verðsins. Húsið sem er u.þ.b. . 350 fermetrar að flatarmáli hefur Ycrið metið á um 2,6 millj. króna, þannigað gjöf Soffaníasar næmi því 1,3 millj. króna. Eitt skilyrði setur hann þó, þ,e. að öllum sveitarstjórnarmönnum þyki tilboðið þess virði að ganga að því en þar stendur hnífurinn í kúnni. Það var á s.l. vori sem farið var að ræða um það á Grundarfirði að byggja cða kaupa húsnæði fyrir væntanlegt dvalarheimili fyrir aldraða. Þá kom þetta tilboð Soffaníasar fram, og var samþykkt af öllum þávcrandi sveitar- stjórnarmönnum. Máliðbeiðþó meðan kosningar fóru fram í Grundarfirði. Síðan tók töluverðan tíma að koma saman nýjum meirihluta. í haust var svo haldinn undirbúningsfundur um stofnun sjálfseignarfélags um rekstur væntanlegs dvalarheimilis. Þegar síðan málið var tekið upp á ný í hrcppsnefnd hafði fulltrúum Alþýðubandalagsins snúist hugur. töldu húsið of dýrt og of erfitt fyrir hreppinn að ráða við kaupin. Við úttekt á húsinu nú í haust var verð þess áætlað 2,6 millj. króna, sem fyrr segir. Jafnframt var áætiað að kosta mundi um 1 millj. að breyta því og laga til nýs hlutvcrks, á verðlagi í nóvember, að sögn Guðna Hallgríms- sonar oddvita. Áætlað er að húsið mundi rúma 7-9 vistmenn. Sá helmingur húsverðsins sem Soff- anías ætlaði að fá greiddan voru um 488 þús.kr. 5. mars og 5. júní n.k. og síðan 375 þús.kr. eftirstöðvar lánaðar tii fjögurra ára. Húsið býðst hann til að afhcnda í vor, þannig að hægt væri að taka það í notkun á þessu ári. Þá er áætlað að helmingur af heildarverði hússins fullbúins komi sem framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Endanlegur stofnfundur félags um rekstur dvalarheimilis verður haldinn n.k. fimmtudag og þá á jafnframt endaniegtr svar sveitarstjórnarmanna að liggja fyrir. Spurður um verðsamanburð við nýbyggingu nefndi Guðni, að í Búðar- dal sé verið að byggja heimili fyrir 16 aidraða. Áætlaður byggingarkostnað- ur þar í nóvember sl. hafi vcrið um 8 millj. kr. -HEI Mikið fjör í starfi Vinafélags eldri borgara í Ólafsvík ■ Revkjakirkja í Tungusveit eftir endurbyggingu. Mynd Á.S. Góðar gjafir til Reykja- Ólafsvík: „Vinafélag eldri borgara" í Ólafsvík sem enn hefur ekki náð eins árs. aldri én þykir þó hafa skila'ð mjög miklum og ánægjulegum árangri. Þa.ð eru 10 félög og klúbbar sem standa að félaginu, en markmið þes. er að efla félaginu- og tómstundastarf eldra fólks á félagssvæðinu. Fljótlega eftir stofnun félagsins síð- ari hluta janúar 1982 var farið að efna til mánaðarlegra skemmtisamkomj. Einnig var skipulagt ferðalag með viðkomu að Hótel Búðum þar sem slegið var upp balli. Fyrir nokkru var efnt til lcikhúsferð- ar í Stykkishólm þar sem rifjuð voru upp kynnin við leikritið Skuggasvein. Fyrir jólahátíðina var haldið föndur- námskeið þar sem fóiki var leiðbeint við gerð ýmissa muna og jólaskreyt- inga. Og um jólin efndi félagið til jóla- fagnaðar. „Árangur af þessu starfi er í stuttu máli sá, að mikil gleði og fjör hefur ríkt á þessum samkomum og hefur sú gleði verið gagnkvæm, hvað snertir þiggjendur og veitendur. En hin ýmsu aðildarfélög hafa skipst á um að annast samkomurnar", segir Stefán Jóhann Sigurðsson í Ólafsvík. í Ólafsvík cru framkvæmdir hafnar við byggingu íbúða fyrir aldraða. Grunnur fyrir 260 fermetra hús á tveim hæðum er uppsteyptur og húið að tryggja fjármagn til smtði hússins, sem á að verða fokhelt á næsta ári. -HEI Skagafjörður: Á síðasta ári var getið um ýmsar gjafir, sem öllum 4 kirkjun- um í Mælifellsprestakalli höfðu borizt á sl. vetri og vori. Hefur enn bætzt við og skal þeirra gjafa nú getið og fyrir þær þakkað. Neonljóskross, sem nú lýsir á æ fleiri kirkjum víða um land, var gefinn kirkjunni á Reykjum íTungusveit á sl. vori. Er krossinn minningagjöf frá fjölskyldunni á Daufá um Valgeir Guðjónsson bónda þar. sem lézt hinn 21. desember 1981, aðeins 51 árs að aldri. Meðal margvíslegra félagsmáia- og trúnaðarstarfa, sem Valgeir beitti sér fyrir af miklum áhuga og ósérhlífni var endurbygging Reykjakirkju fyrir fáum árum, en hann var þá formaður sóknarnefndarinnar. - Ljóskrossinum var komið fyrir hátt á turni kirkjunnar og sér hann vítt yfir. Þá hafa Goðdalakirkju í Vesturdal borizt fagur dúkur á skírnarborð frá Stefaníu Jóhannesdóttur fyrrum Itús- freyju á Bústöðum í Austurdal, og orgelstóll frá Þóreyju Guðmundsdótt- ur í Litluhlíð og fjölskyldu hennar. Kirkjunni var gefið nýtt og vandað hljóðfæri á sl. vetri til minningar um hjónin í Litluhlíð, Guðmund Ólafsson og Ólavíu Sveinsdóttur. Enginn stóll fylgdi og var hann ekki til áður í kirkjunni, svo að Þórey dóttir þeirra hjóna fékk til hinn vandaðasta stól, er smíðaður var á Sauðárkróki. Fyrir hinar góðu gjafir þakka söfnuðir og sóknarprestur Reykja- og Goðdalakirkna af alhug. -Á.S. Mælifelli. „ÓTRÚLEG STAKKASKIPTI” Reyðarfjörður: „Ótrúleg stakkaskipti hafa orðið á húsinu þótt því sé haldið í sinni upphaflegu mynd hið ytra", segir í Fréttabréfi KHB um Byggingar- vörudeild kaupfélagsins á Reyðarfirði sem nýlega er komin í endanlegt horf eftir ntiklar breytingar og endurbætur á gamla pakkhúsinu sem hún var í. Búðin er nú á tveim hæðum - málningarvörur, dúkar, teppi.hreinlæt- is- og heimilistæki ásamt útvarpstækj- um á neðri hæð og verkfæri og allskonar smávörur á þeirri efri. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.