Tíminn - 05.01.1983, Blaðsíða 20
Opiö virka daga
9-19.
Laugardaga 10-16
H
HEDD
Skemmuvegi 20 Kopavogi .
Simar (91)7 75 51 & 7 80 30
Varahlutir
Mikiö úrval
Sendum um land allt
Ábyrgð á öllu
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
Gagnkvæmt
tryggingaféJag
abriel
p HÖGGDEYFAR
B GJvarahlutir áínTísS
Sprengjuhótun á Hótel Borg:
Kvikmynd
um Hall-
gerði
langbrók?
■ Það mun hafa komið til
tals millum forráðamanna
kvikmyndafyrirtækisins ísfilm
að gera kvikmynd um Hall-
gerði langbrók, eina af
þekktustu kvenskörungum Is-
landssögunnar. Kemur þetta
einkum til af því að ísfdm á nú
hátt í tveggja milljóna kr. virði
af leikmunum frá kvikmynd-
inni Útlaginn sem liggja ónot-
aðir. Þeir myndu falla vel inn
í framleiðslu þessarar myndar,
cf af verður.
Stóra spurningin er hinsveg-
ar hver væri með aðalhlutverk-
ið í myndinni því vandfundin
mun sá kvenmaður vera...
Til fundar
við spámanninn
■ Enn fréttist fátt af því
hverjir gegna munu kalli Vil-
niundar Gylfasonar og skipa
sér við hlið hans í fylkingar-
brjósti hins nýja Bandalags
jafnaðarmanna. Leiðtoginn
hefur látið uppi að í hópi
stuðningsmanna muni einkum
verða „ungt og fallegt fólk,“ -
en, menn þykjast nó jafnnær
fyrir því.
í fyrradag fréttist að Vil-
mundur hefði boðað til fundar
með væntanlcgum liðsoddum
sínum í Þórshamri og mættu
fulltróar fjölmiðla á staðinn í
von um að sjá þar bregða fyrir
andlitum þekktra manna, sem
orðaðir hafa verið við spá-
manninn. En só von brást, því
í tíu til fimmtán manna hópi
sem mætti í Þórshamri voru
engir sem fréttaljósmyndarar
dagblaða eiga í myndasafninu,
- þó þeir kunni að vera til í
fjölskyldualbúminu á Aragöt-
unni. A myndinni hér með
sjáum við nokkra fundar-
manna hraða sér yfir Templ-
arasundið til herráðsfundarins.
...og enn af
töframönnum
■ Enn fleiri töframenn en
Vilmundur ætla að dáleiða
landann á nýja árinu. Þeirra á
meðal er Erisinette, scm sendi
okkur hér á Tímanum fallegt
kort með nýársóskum, sem
hann biður okkur að koma á
framfæri til „alle pá Island,“
eins og hann orðar það. Segist
Frisinette ætla að heimsækja
landið að nýju á þessu ári.
Krummi ...
„Utangarna getin merin,
greitt rann til fundar:
Blómabarnahulduhcrinn
hans þarna Vilmundar.“
— segir
Ólafur G.
Einarsson
■ „Sjálfstæðismenn hafa ver-
ið og eru andvígir sjóðamynd-
unum, og tilfærslum á fjár-
magni til niðurgreiðslu á kostn-
að útgerðarinnar, eins og laga-
setning um 4% aukningu á
útflutningsgjaldi hcfði í för
með sér,“ sagði Matthías Á.
Mathíesen alþingismaður,
þegar Tíminn spurði hann
hvort sjálfstæðismenn myndu
samþykkja frumvarp það sem
ríkisstjórnin hyggst leggja fram
þegar þing kemur saman, og
greint er frá á forsíðu hlaðsins.
Matthías sagði jafnframt að
þetta væru að sjálfsögóu það
sem verið hefðu sjónarmið
Sjálfstæðisflokksins, en hann
gæti ekki tjáð sig um frumvarp
seni hann hefði ekki scð. Þó
gæti Itann lýst þeirri persónu-
legu skoðun sinni að hann væri
andvígur því að útflutnings-
gjald væri hækkað um 4%.
Ólafur G. Einarsson, for-
maður þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins sagði, er hann var
spurður sömu spurningar:
„Þcssi leið, sem þarna var
valin, er auðvitaö sú sem við
vildum síst fara, og sú afstaða
okkar er ckkcrt ný af nálinni,
þannig að það er útilokaö að
fá frá okkur loforð um stuðning
viö þessar aðgerðir á þessu
stigi málsins. Við höfum ckki
haldið þingflokksfund um
þetta mál, en sanit sem áöur er
mer óhætt að segja að stuðn-
ingur við þetta er ákaflega
ólíklegur," sagöi Ólalur.
Kjartan Jóhannsson, for-
maður Alþýðuflokksins svar-
aði áðurgreindri spurningu á
eftirfarandi hátt: „Það er ekki
meö okkar samþykki cða að
höfðu samráði við okkur scnt
ríkisstjórnin tók þcssa ákvörð-
un. cn ég vil fá að sj.í
frumvarpið áður c í ég tjái mig
um það.“
dropar
■ Seðlabankinn ákvaö í gær að
fella gengi íslensku krónunnar
um 9%, en eins og lesendum
Tímans er kunnugt um, þá
greindi Tíminn frá því í gær að
ákveðið hefði verið að fella
gengið um 9% og það hefur nú
vcrið staðfest opinberlega.
í kjölfar nýs fiskverðs,- sem
hækkaði um 14% nú um áramót-
in, samþykkti ríkisstjórnin í gær,
að hún fyrir sitt leyti gæti
samþykkt 9% gengisfellingu, og
í framhaldi af því ákvað banka-
stjórn Seðlabankans að höfðu
samráði við bankaráð
Seðlabankans að fella gengið frá
og með deginum í dag um 9%.
í frétt frá Seðlabankanum um
þessa ákvörðun segir m.a.:
„Ljóst er, að þær ákvarðanir,
sem nú hafa verið teknar varð-
andi fiskverð og gengisskrán-
ingu, miða að því að bæta
samkeppnisaðstöðu sjávarút-
vegs og afkomu þeirra sem við
hana vinna. Eigi sú viðleitni að
bera varanlegan árangur án þess
að komi til verulega aukin verð-
bólga og jafnvægisleysi í pen-
ingamálum, telur bankastjórn
og bankaráð Seðlabankans
mikilvægt, að leitað verði allra
ráða til þess að draga úr víxlverk-
unum launa og verðlags í kjölfar
þessarar gengisbreytingar og
þeim þensluáhrifum, sem hún
hefur í för með sér í peningamál-
um.“
-AB
-• <.-•*** *
■ Mikiil viðbúnaður lögreglu- og slökkviliðs var við Hótel Borg vegna sprengjuhótunarinnar.
Tímamynd Ella
Stjórnar-
andstadan:
„Sú leið
sem við
vildum
fara
Seðlabankinn um 9% gengisfellinguna, sem tók gildi í morgun:
DRAGA ÞARF ÚR VfXLVERK-
UNUM LAUNA OG VERÐLAGS
STARFSFOLK OG
GESTIR VORU
FLUTT A BROTT
— lögreglan lokaði naerliggj-
andi götum og slökkvi-
liðs- og sjúkrabílar voru
kallaðir á vettvang
■ Sprengjuhótun barsf
niður á Hótel Borg
skömmu fyrir kl. 23 í
gærkvöldi. Karl-
mannsrödd tilkynnti að
sprengju hefði verið kom-
ið fyrir á hótelinu og
spryngi hún innan
hálftíma. Þegar var haft
samband við lögregluna
sem hafði mikinn viðbún-
að kallaði til slökkviliðs-
bíla og sjúkrabíla, auk
nokkurra lögreglubíla sem
lokuðu nærliggjandi
götum.
Allir gestir hótelsins um
tuttugu að tölu og allt
starfslið hótelsins var flutt
á brott í skyndi og komið
fyrir annarsstaðar.
„Það var ekki hægt ann-
að en taka sprengjuhótun
eins og þessa alvarlega
enda um líf fólks að tefla“,
sagði Guðmundur Guð-
bergsson varðstjóri í
Reykjavíkurlögreglunni í
samtali við Tímann. „Við
vildum gæta fyllsta öryggis
í þessu máli og lokuðum
því nærliggjandi götum og
kölluðum út tiltækt lið.“
Skömmu áður en Tím-
inn fór í prentun hafði svo
lögreglan dregið úr við-
búnaði, áformað leit en að
henni lokinni átti síðan að
flytja gestina aftur á hótel-
ið. -FRI