Tíminn - 13.01.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.01.1983, Blaðsíða 2
Hlaðrúm úr furu í viðarlit og brúnbæsuðci. Áhersla er. lögð 4' vandaðalökkun. Stærðir: 65x161 cm og 75x190 cm. Sendum gegn póstkröfu. Furuhúsið hf., Suðurlandsbraut 30, sími 86605. STEINOLÍU- OFNAR AFARHAGS17ETTVERÐ Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 ÍSLENDINGUM FJÖLGAÐI UM 3372 A SÍÐASTA ARI Fjöldi aðfluttra umfram brottflutta með þvf mesta sem gerst hefur ■ Á síðasta ári - 1. des. 1981 til 1. des. 1982 - fjölgaði íslendingum um 3.372 eða 1,46% samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Á síðustu 15 árum (frá 1967) hefur íslendingum aðeins tvisvar fjölgað hlutfallslega meira á einu ári, þ.e. árin 1972og 1974 enþávarmikiðum heimflutning íslendinga frá útlöndum. Þótt tölur um slíkt liggi ekki fyrir ennþá segir Hagstofan að svo virðist sem fjöldi aðfluttra umfram brottflutta hafi í fyrra verið með því mesta sem gerst hefur, ef ekki hærri. Ekki fjölgarþó fólki í öllum landshlut- um því Vestfirðingum fækkaði á síðasta ári um 0,6% eða um 61 íbúa. En það hefur ekki átt sér stað frá árinu 1974. Mest varð fækkunin 4,5% í V-ísafjarðar- sýslu. Reykvíkingum fjölgaði nú um 1.313 eða 1,55% sem er mesta fjölgun þar frá árinu 1963. Árin 1976-78 var um fækkun að ræða í Reykjavík og aðeins 0,2% meðalfjölgun s.l. 10 ár. í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði íbúum um 3,2% sem er örlítið meira en meðalfjölgun síðustu 10 ára. Hlutfallslega fjölgaði íbúum mest í Mosfellssveit 6,6%, Garðabæ 6,2% og Seltjarnarnesi 5,3%. í Reykjameskjördæmi utan höfuðborg- arsvæðisins fjölgaði íbúum um 1,8% og á Vesturlandi um 1%. í öðrum landshlut- um (að Vestfjörðum undanskildum) fjölgaði íbúum aðeins um 0,53-0,85%. í sveitarfélögum með yfir 1.000 íbúa (auk þeirra fyrrnefndu) varð 5,5% fjölgun á Blönduósi, 5,3% á Egils- stöðum, 4,8% í Garði, 4,6% í Sandgerði um 4% í Ölfusi og Hveragerði, 3,9% á Sauðárkróki og 3,2% á Dalvík. Fækkun varð hins vegar á þrem þessara staða, á Siglufirði 2,1% á Neskaupstað 1,2% og í Vestmannaeyjum um 1,9%. Á Siglu- firði hafa íbúar ekki verið færri frá árinu 1929 og Eyjamönnum hefur ekki fækkað svo mikið frá árinu 1946, að árunum eftir gosið 1973 frátöldum. -HEO Eingöngu byggt fyrir happ- drættisfé hjá Háskólanum f árs Allt opinbert fé til greidslu á gjöldum tækja á tannlæknadeild ■ Hjá Háskóla íslands verður eingöngu byggt fyrir happdrættis- fé frá Happdrætti Háskóla íslands á þessu ári. Tannlæknakennsla er að flytjast 12 hæðir i hinu nyja hu fjárskorts veröur ekki unnt að framkvæmdahraða á þessu ári. framkvæmda fer beint til greii tannlæknadeildar. Petta kom meðal annars fram í máli Guðmundar Magnússonar háskóla- rektors í hófi rtHÍ á Hótel Sögu en hann sagði einnig að þess bæri að geta að hluti af ágóða happdrættisins fer til viðhalds á eldri byggingum, innrétting- um á nýju húsnæði og til tækjakaupa í þágu allra deilda og nántsbrauta. Þá renna 20% af rekstrarafgangi happdrættisins til rannsóknarstofn- ana atvinnuveganna. ’Fjöldi némenda í HÍ verður á þessu ári um 4000. Aðsókn hefur aukist mjög mikið á síðustu árum og nær si á Landspítalalóðinni. Sakir halda áfram fyrirhuguðum Allt fé úr ríkissjóði til opinberra gjalda af tækjum þriðji hver íslendingur tekur nú stúdentspróf í stað sjöunda hvers árið 1970. Af þessu cr Ijóst að háskólinn þarf á auknu húsnæði að halda. Eigið húsnæði háskólans er um 21,5 þús. fermetrar en á leigu víðsvegar um bæinn hcfur háskólinn 5 þús. fermetra. Samkvæmt breskum staðli ætti háskóli af okkar stærð og að teknu tilliti til skiptingar nemenda milli deilda að vera í um 50 þús. fermetra húsnæði í stað þeirra 26,5 þús. fermetra sem hann hefur. -FRI Gífurleg aukning á vanskilamálum ■ Gífurleg aukning, eða tæp 61%, hefur orðið í fjölda vanskilamála sem komið hafa til meðferðar hjá borgar- dómaraembættinu svo sem vegna víxla og skuldabréfa ekki síst í sambandi við ýmisskonar afborgunarviðskipti á heim- ilistækjum og slíkum hlutum. Á síðasta ári voru afgreidd hjá borgardómaraembættinu 5.926 svo- nefnd áskorunarmál miðað við 3.688 slík mál árið áður. „Þetta eru þessi einföldu skuldamál sem yfirleitt er ekki haldið uppi miklum vörnum í, svo sem vegna lausafjárkaupa og slíkra mála“, sagði Björn Ingvarsson yfirborgardóm- ari spurður hvers konar mál þetta væru. Sérstaklega sagði hann hafa orðið mikið stökk í þessum málaflokki síðari hluta ársins 1982, sem hann telur að miklu leyti mega rekja til erfiðari efnahags hjá fólki, sem flestir hafi líklega orðið varir við. Alls voru þingfestingar hjá embættinu 8.660 á síðasta ári, sem er aukning frá 6.805 árið 1981. -HEI Nýtt sölumet Snorra Sturlusonar: Seldi 200 tonn fyrir 4,4 millj. ■ Togari Bæjarútgerðar Reykjavíkur, Heildaraflinn var 197,5 tonn, aðallega Snorri Sturluson, seldi afla sinn í karfi. Söluverð var tæplega 4,4 milljón- Cuxhaven í Þýskalandi í gærmorgun ir íslenskra króna. Meðalverð á kíló var fyrir hæsta meðalverð sem fengist hefur 22 krónur og 23 aurar. í þýskum mörkum. -Sjó Færð víðast hvar sæmileg ■ Greiðfært var frá Reykjavík og suður um Suðurnes, einnig austur um Þrengsli og um Suðurlandsveg þegar Tíminn hafði samband við vegaeftirlitið í gærkvöldi. Suðurlandsvegur var fær allt austur á Austfirði. í Ámessýslu var víða skaf- renningur og þungfært af hans völdum, aðallega þó í uppsveitum. Fært var frá Reykjavík fyrir Hvalfjörð og í Borgar- nes. Á Norðurleiðinni var víða skafrenn- ingur og þungfært var orðið í Norðurár- dal og á Holtavörðuheiði og jafnvel ófært víða í Húnavatnssýslum. Fært var vestur Mýrar og um Heydal, vestur í Dali og einnig um norðanvert Snæfellsnes. -Sjó Fasteignagjöldin 364.5 milljónir á þessu ári Gjaldseðlar sendir út þessa dagana ■ Fyrsti gjalddagi fasteignagjalda árs- ins 1983 er 15. janúar, þ.e. n.k. laugardag og er nú þessa dagana verið að senda út alls 33.806 gjaldseðla til eigenda fasteigna í Reykjavík. Falla þá f gjalddaga 134.025.122 krónur, en_ innifalin í þeirri upphæð er um 12,5 millj. kr. eftirstöðvaskuldir frá fyrra ári. Næstu gjalddagar eru 1. mars og 15. apríl n.k., en dráttarvextir reiknast ekki fyrr en mánuði eftir gjalddaga hverju sinni. Heildarinnheimta fasteignagjalda í Reykjavík í ár nemur tæpum 364,5 milljónum króna. Meðalupphæð á fast- eign er því alls 10.780 krónur. Hæstu gjöld vegna einstakrar fasteign- ar á s.l. ári var vegna Holtagarða Sambandsins. Ý msar opinberar bygging- ar svo sem skólar og sjúkrahús eru undanþegnar fasteignasköttum, en af þeim skal þó greiða hin ýmsu þjónustu- gjöld, svo sem vantsskatt og slík gjöld. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.