Tíminn - 13.01.1983, Side 9
FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983
landbúnaðurinn 1982
Jónas Jónsson, búnadarmálastjóri:
Vid skipulagningu er mikil-
vægt að saman fari hagur
hvers bónda og heildarinnar
Fjárfesting og
framkvæmdir
Ekki liggja fyrir endanlegar tölur um
jarðræktarframkvæmdir eða húsabætur
sem njóta framlaga samkvæmt jarðrækt-
arlögum. En samkvæmt bráðabirgðayf-
iriiti teknu eftir jarðræktarskýrslum,
sem þegar hafa borist hefur framræsla
orðið verulega meiri en árið áður (eða
um 40%). Þetta er hinsvegar svipað og
árin þar á undan. Nokkuð var um
plógræslu á árinu (um 875 km) en hún
var nær engin árið áður (104 km).
Nýræktun túna virðist enn hafa dregist
verulega saman eða um 24% og því varla
orðið meiri en 1450 ha. Endurræktun
túna hefur hinsvegar aukist verulega eða
um 45% (orðið nálega 2500 ha). Kemur
þar til hve mikið þurfti að endurvinna
af túnum eftir kalið mikla vorið 1981.
Grænfóðurræktun virðist hinsvegar hafa
orðið nokkru minni en sl. ár um 5%
(nálega 5000 ha).
Af byggingaframkvæmdum sem fram-
laga njóta má nefna að samdráttur í
byggingu á þurrheyshlöðum hefur orðið
nál. 16%. Hinsvegar virðast byggingar
á votheyshlöðum hafa meira en tvöfald-
ast miðað við árið áður (aukning 116%)
og vinnur votheysgerðin greinilega
stöðugt á.
Nokkur samdráttur eða um 10-20%
hefur orðið í gerð súgþurrkunarkerfa en
þar hefur mikið unnist á undanfarandi
ár.
Lánveitingar Stofnlánadeildar land-
búnaðarins og Lífeyrissjóðs bænda gefa
yfirlit yfir fjárfestingu bænda og vinnslu-
stöðva þeirra.
í heild hefur lánum farið fækkandi
síðustu árin. Þannig voru öll ián Stofn-
lánadeildar 600 á sl. ári 655 árið 1981 og
791 árið 1980. Af þessu verður best séð
að framkvæmdir svo sem nýbyggingar
fjósa og fjárhúsa hafa dregist verulega
saman.
Heildarupphæð lána, sem Stofnlána-
deildin veitti var hins vegar um 53%
hærri en 1981, sem er svipuð hækkun og
orðið hefur á byggingakostnaði á milli
áranna 1981 og 1982.
Lánum úr Lífeyrissjóði bænda fjölgaði
nokkuð eða úr 265,1981/í 287. Heildar-
upphæð þeirra hækkaði hinsvegar veru-
lega eða um 70%. Einkum var aukin
eftirsókn eftir lánum úr lífeyrissjóðnum
sem bundin eru við ákveðin réttindastig
en ekki þurfa að vera bundin ákveðnum
framkvæmdum, þau lán hækkuðu um-
fram verðbólgu og reyndist ekki hægt að
fullnægja öllum beiðnum um þau á
árinu.
Yfiriit yfir fjölda og upphæðir lána:
Byggðasjóður
Lán og styrkir til landbúnaðar úr Byggðasjóði skiptast þannig eftir greinum:
Tala lána
Upphæð þús.kr.
1982 1981 1982 1981
Vinnslustöðvar (sláturhús frystihús og mjólkurbú) 10 13 3.360 5.073
Hænsnasláturhús 2 1 400 382
Fiskeldi 15 12 1.500 853
Loðdýrarækt 15 10 2.599 1.350
Ræktunarsamb. 3 3 250 520
Landbúnaðaráætl. 11 2 653 52
Samtals 56 41 8.762 8.230
Sala helstu búvéla hefur orðið sem hér segir:
1980 1981 1892
Dráttarvélar 468 442 ca. 301
Heybindivélar 119 134 ca. 132
Sláttuvélar 265 303 ca. 237
Heyhleðsluvagnar 112 122 ca. 76
Jarðvegstætarar 79 70 ca. 83
Af framansögðu er ljóst að um
verulegan samdrátt er að ræða í
fjárfestingu vegna aðalbúgreinanna
nautgripa- og sauðfjárræktar.
Á það hefur oft verið bent að þrátt
fyrir samdrátt í framleiðslu kjöt og
mjólkur er hvorki eðlilegt né æskilegt að
byggingar útihúsa eða ræktun falli niður
eða dragist um of saman. í mörgum
tilfellum er hér um eðlilega og nauðsyn-
lega endurnýjun að ræða. Of mikil
stöðnun í framkvæmdum hlýtur að leiða
til afturfarar.
Hvað er framundan?
Þó að verulega hafi miðað er aðlögun
framleiðslunnar að markaðsmögu-
leikum enn lang stærsta og alvarlegasta
viðfangsefni í málum landbúnaðarins.
í því máli verður að sjálfsögðu margs
að gæta.
Hve mikið á að framleiða í hverri
grein - eða hve langt skal ganga í
samdrætti framleiðslunnar?
Hvernig á að standa að samdrætti t.d.
í sauðfjárrækt og hvernig er hægt að
stjórna honum þannig að mikilvægustu
sjónarmiða sé gætt? Sjónarmiða eins og
viðhaldi byggðar, eðlilegrar landnýting-
ar - og ekki hvað síst að sjá til þess að
samdrátturinn skapi sem minnsta röskun
á afkomu fólks, sem lifir af viðkomandi
framleiðslu.
Síðast en ekki síst er svo það hvaða
atvinnustarfsemi, framleiðslu eða aðra
tekjuöflun er hægt að byggja upp til að
fylla í skörð vegna samdráttarins.
Upphæðir
1982 1981 1980 1982 1981
Útihúsabyggingar
og ræktun 272 300 328 42.800.200 28.183.630
Dráttarvélar Vinnslustöðvar 128 179 184 7.152.260 5.631.557
landbúnaðarins 39 32 36 18.180.810 13.605.790
Til ræktunarsamb. 4 5 5 1.634.460 1.654.130
Minka- og refabú 70 21 12 8.320.230 1.949.520
513 537 565 78.087.960 51.024.627
Jarðakaupalán 87 96 89 14.175.270 7.520.400
íbúðarhús 0 22 38 0 897.860
Samtals úr Stofnlánadeild 600 655 791 92.263.230 59.442.887
Lán úr Lífeyrissjóði bænda:
Fiöldi lána Upphæðir
1982 1981 1980 1982 1981
Bústofnskaupalán Lífeyrissjóðslán 86 73 81 5.503.140 2.949.620
v/íbúðarbygginga og réttindastiga 201 192 146 15.369.630 9.329.360
Samtals úr Lífeyrissj. 287 265 227 20.872.770 12.278.980
Samtals heildar
lánveitingar 887 920 919 113.136.000 71.721.867
Því betur fyrir sveitirnar, landbúnað-
inn og þjóðina í heild þarf samdráttur í
framleiðslu hefðbundinna búgreina og
nokkurra ára stöðnun eða bið eftir því
að hægt verði að auka þá framleiðslu
ekki að þýða samsvarandi stöðnun í
landbúnaðarframieiðslu - þar eru aðrir
möguleikar fyrir hendi ef menn vilja
nota þá.
Möguleikar loðdýraræktar
Ef menn eru staðráðnir í að stunda
hér loðdýrarækt og taka á því sviði upp
samkeppni við nágrannaþjóðirnar í
fullri alvöru þá eru þar vissulega mögu-
leikar til stórs atvinnurekstrar - sem
skapar mikla atvinnu og breytir verðlitl-
um úrgangi úr fiskvinnslu og sláturhús-
um í verðmæta útflutningsvöru.
Hér falla til á milli eitt og tvö hundruð
þúsund lestir af fiskúrgangi. Það er
verulega meira en Danir nota til loðdýra-
ræktar og eru þó um 2500 loðdýrabænd-
ur í Danmörku, sem framleiða yfir 4
milljónir minkaskinn og nokkuð á annað
hundrað þúsund refaskinn að saman-
lögðu verðmæti, sem svaraði til meira
en 2 milljarða íslenskra króna.
Ef allt það fóður, sem hér fellur til
væri notað í loðdýrarækt - gætum við
framleitt 2-3 milljónir refaskinna eða 6-9
milljónir minkaskinna. Þetta gæti orðið
atvinnuvegur sem svaraði 2-3000 vísi-
tölubúa.
Hér eru því vissulega mjög miklir
möguleikar fyrir hendi.
En til þess að nýta þá á farsælan hátt
þarf mikla skipulagningu. Það þarf að
skipuleggja fóðurnýtinguna fremur öllu
öðru. Það þarf að byggja fóðurstöðvar
á skipulegan hátt. Tryggja að sem mest
sé hægt að nýta af fóðrinu ófryst - og
skipuleggja fóðurflutninga á sem ódýr-
astan hátt. Tryggja þarf með þessu að
fóðrið komið heim til bændanna verði,
sem ódýrast og helst verulega ódýrara
en hjá nágrönnum okkar.
Þá þarf að stórauka alla kennslu og
fræðslustarfsemi í sambandi við loðdýra-
ræktina og veita rannsóknaþjónustu.
í samkeppni sem hér um ræðir, þar
sem vitað er að varan er háð verðsveifl-
um og tísku, ríður meira á því en í
flestum öðrum greinum að geta framleitt
góða vöru. Bestu skinnin seljast alltaf
fyrst og á hæsta verði.
Þegar er fengin reynsla fyrir því að
hér er gott að framleiða loðskinn -
fóðrið er gott og dýrin vaxa vel. Góð
skinn fást með nægri kunnáttu alúð og
vandaðri vinnu. Þekking gærunnar get-
um við hæglega aflað okkur og er því
grátlegt til þess að vita að fjárveitingar-
valdið synjaði Búnaðarfélagi íslands um
þá tiltölulega litlu fjárhæð, sem farið var
fram á til að standa straum af aukinni
ráðunautaþjónustu í loðdýrarækt. Það
skilningsleysi getur orðið okkur dýr-
keypt ef ekki fæst úr bætt.
Þó að ýmsir möguleikar aðrir kunni
að vera fyrir hendi í nýjum búgreinum
og auknum tekjuöflunarleiðum, en loð-
dýrarækt virðist augljóst að engin ein
grein sé svipað því eins vænleg eins og
nú horfir.
Þó er ekki verið að gera lítið úr
möguleikum til fiskræktar aukinnar lax-
veiði og sérstaklega aukinnar silungs-
veiði og betri nýtingar silungsvatna.
Margt fleira mætti til tína sem nýjar
leiðir fyrir landbúnað og þar með
atvinnulíf í landinu.
Verst er ef erfiðleikarnir, sem vissu-
lega eru fyrir hendi hafa dregið dug úr
mönnum svo og ef stjórnmálamenn þora
ekki lengur að taka upp hanskann fyrir
landbúnað og dreifbýlið.
Efnahagur bænda er örugglega mjög
misjafn um þessar mundir. Þó að ekki
liggi fyrir um það óyggjandi tölur hafa
skuldir margra bænda, að talið er aukist,
verulega tvö síðustu árin og má ætla að
þar skilji annars vegar á milli þeirra sem
eru með eldri fjárfestingu og þeirra sem
byggt hafa fyrir verðtryggða fjármuni og
hinsvegar þeirra sem fá gerðar upp
afurðir sínar nokkurnveginn jafnóðum
og hinna sem fá innlegg að mestu aðeins
einu sinni á ári. Þannig uggir menn að
halli verulega á sauðfjárbændur nú upp
á síðkastið.
Eins hlýtur það að valda mönnum
áhyggjum hve þunglega hefur gengið
upp á síðkastið fyrir ullar- og þó einkum
gæruiðnaðinn. - Það er vissulega bags-
muna- og áhugamál bænda hvernig
þessum iðnaði vegnar.
Bændur vilja sjálfír
vinna sig út úr vandanum
En víkjum aðeins nánar að framleiðslu-
málum sauðfjár- og nautgripaafurða.
Bændur sáu strax á sjöunda áratugnum
hvert stefndi og hófu þegar árið 1968
baráttu fyrir því að fá leiddar í lög
heimildir til að stjórna framleiðslunni.
SIÐARI HLUTI
svarar 20-30% af heildsöluverði eða
iafnvel enn lægra verði þannig að
vinnslu- sölu- og flutningskostnað vör-
unnar hefur stundum j afnvel ekki náðst
Þessi staða í sölumálum t.d. dilkakjöts
hefur skapast fyrir margar samverkandi
orsakir. í viðskiptalöndum okkar er
kreppa og atvinnuleysi, þar er víðast
mikil offramleiðsla á landbúnaðar-
vörum, en innlendur landbúnaður mikið
styrktur og vörurnar niðurgreiddar en
þær innfluttu tollaðar. Ástæðan fyrir því
hve möguleikar okkar til útflutnings
búvara hafa versnað síðustu árin er svo
auk þessa þróun efnahagsmála innan-
lands, sem sorfið hefur að landbúnaði
eins og öðrum atvinnuvegum og óþarft
er að lýsa.
Ýmsum kann að finnast að í því felist
uppgjöf að draga enn saman sauðfjár-
ræktina og að ekki sé fullreynt með sölu
á dilkakjöti erlendis. Sjálfsagt er rétt að
reyna þar enn meira fyrir sér og eftir enn
fleiri leiðum. Hinsvegar er það skoðun
þeirra sem best þekkja til að litlar líkur
séu á því að stórævintýri gerist á þessum
sviðum enda væri þá fljótgert að fjölga
fénu á ný. Hitt er svo Ijóst að ef um
Segja má að allt sem unnist hefur á
því sviði hafi náðst fyrir frumkvæði og
baráttu bændasamtakanna, en á stjórn-
málasviðinu skorti skilning samstöðu og
þor til að taka á málunum, þó jafnan
væri þar vinsemd að mæta hjá flestum
þeim sem ferðinni réðu.
Það var fyrst árið 1979 að Framleiðslu-
ráðslögunum var breýtt þannig að hægt
væri að taka á málunum. Breyting á
jarðræktarlögunum, sem einnig var gerð
1979 var spor í þá átt að hægt væri að
vinna sig út úr vandanum með því að
byggja upp nýjar greinar til að mæta
samdrætti í þeim eldri. Því miður hafa
orðið vanefndir á fjárveitingum í sam-
ræmi við þá breytingu og því minna
unnist á en efni hefðu getað staðið til.
Svo virðist sem fjárveitingavaldið hafi
enn ekki áttað sig á því að bændur vilja
almennt vinna sig sjálfir út úr þeim
vanda, sem skapast hefur vegna erfiðra
markaða fyrir hina hefðbundnu fram-
leiðslu og að það er þjóðinni til hags að
þeim sé hjálpað til þess.
Bændum er það ljóst að það er ekki
heildinni í hag að framleiða vörur sem
ekki er hægt að selja fyrir meira en sem
frekari samdrátt á að verða, verður að
taka þau mál enn ákveðnari tökum en
hingað til. Eitt megin atriðið er að allar
aðgerðir til skipulagningar á framleiðsl-
unni séu þannig að. saman fari hagur
hvers og eins bónda og hagur heildarinn-
ar. Þetta er kannski það erfiðasta við að
ákveða aðferðir við framleiðslustjóm.
Bregðist þetta og hópar einstaklinga sjái
sér hag í aukaframleiðslu þegar heildin
þarf að draga saman er allt farið úr
böndunum. Sjái þeir, sem sýnt hafa
þegnskap og dregið framleiðsluna saman
að hinir, sem ekki gerðu slíkt hið sama,
hafa haft af því hag, verður þegar úti
um alla tiltrú á viðkomandi ráðstöf-
unum.
Hér verð ég tímans vegna að láta
staðar numið. Ég óska bændum öllum
velfarnaðar á þessu nýbyrjaða ári. Ég
óska þjóðinni þess að skilningur almenn-
ings og ekki hvað síst ráðamanna, á
mikilvægi landbúnaðarins fyrir þjóðar-
búið megi skerpast á árinu og að þeim
verði ljóst að landbúnaðurinn á þrátt
fyrir stundar erfiðleika mikla möguleika,
til að vera áfram styrk stoð í íslensku
efnahagslífi.