Tíminn - 13.01.1983, Side 20
Opið virka daga
9-19.
Laugardaga 10-16
hedd
Skemmuvegi 20 Kopavogi
Simar (91)7-75-51 & 7 80-30
Varahlutir
Mikið úrval
Sendum um land allt
Ábyrgð á öllu
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
Gagnkvæmt
tryggingaféJag
labnel
HÖGGDEYFAR
(JJvarahlutir
Armiila 24
Sfmi 36510
Ávísana-
falsid á
Akureyri
upplýst:
2 MENN
JÁTUÐU
■ Ávísanafals það sem upp
kom á Akureyri skömmu fyrir
jólin í fyrra er upplýst. Að sögn
Ófeigs Baldurssonar fulltrúa
rannsóknarlögreglunnar játuðu
tveir menn verknaðinn en um
var að ræða kaup í tveimur
búðum á sjónvarpi annarsvegar
og myndbandi hinsvegar og var
borgað fyrir tækin í báðum
tilvikum með fölsuðum ávísun-
um, samtals að upphæð 52
þúsund kr. Sagði Öfeigur að
báðir mennirnir hefðu verið
utanbæjarmenn og hefði verið
unnið að rannsókn málsins ■
samvinnu við rannsóknarlög-
regluna hér fyrir sunnan.
Ófeigur sagði ennfremur að
innbrotið í Krókanesstöðina um
síðustu helgi væri upplýst en
þaðan var stolið talsverðu magni
af tóbaki og áfengi. Þann verkn-
að játuðu tveir unglingar. -FRI
Frétt Tímans af ávísanafals-
Blaðburðarbörn
óskast)
Tímann
vantar
• fólk til
blaðburðar,
í eftirtalin
hverfi: /
Sundlaugarvegur
Laugarteigur /
Miðbraut
Melabraut
Sörlaskjól
Wímirm jSími: 86300
Japanskt
flutninga-
skip
strandadi í
Vestmanna-
eyjahöfn:
■ Flutningaskip frá Japan
strandaði í Vestmannaeyjahöfn
í gær eftir að hafa farið þar inn
án þess að bíða eftir hafnsögu-
manni.
„Jú, hann bað um lóðs. En við
þurftum að koma öðru skipi -
„SAU HERIOLF FARA OG
SKELLTU SÉR A EFTIR”
Svaninum - út áður og færa
annað stórt skip til í höfninni því
það var svo þröngt. Á meðan við
vorum að þessu hafa þeir séð
Herjólf fara inn og skelltu sér á
eftir honum,“ sagði Ágúst
Bergsson, hafnsögumaður í
Vestmannaeyjum í samtali í
gærkvöldi.
Japanska skipið komst inn úr
hafnarmynninu en lenti síðan
upp í sandeyri austan við Naust-
hamarsbryggjuna. Norðan
strekkingur var og háflóð, en
' þó tókst mjög vel að ná skipinu
á flot aftur.
„Við settum tóg yfir í Lóðsinn
og ýttum síðan á skipið með
Létti og þannig tókst að snúa
skipinu út af eyrinni. Þegar það
flaut aftur undir miðju settu Jap-
arnir á fulla ferð og höfðu sig
þannig út með þessari aðstoð.
Þetta tók ekki nema svona
klukkutíma“, sagði Ágúst. Ekki
sagði hann neinar sýnilegar
skemmdir á skipinu, en það mun
verða kannað betur á morgun.
Skipið mun vera 2-3 þús. tonn
að stærð.
-HEI
Karmelítaklaustrinu í Hafnarfirði lokad:
pHJORTU OKKAR VERÐA
ÁFRAM HÉR Á ÍSLANDI
v
— segja systir Verónika og systir Miriam príorína
■ Nú hefur verið ákveöið að loka
klaustrinu í Hafnariirði einhvern
tíma eftir páskana. Klaustrið sem
tiiheyrir reglu Karmelita var stofnað
árið 1939 af systur Elísabetu prior-
ínu, en samferða henni til Islands
voru systir Martína og systir Vcrón-
íka. Tvær fyrrnefndu systurnar eru
nú látnar en systir Veróníka er enn
i klaustrinu í Hafnarfirði. Tíminn
hitti systir Veróníku og príorínuna,
systur Miriam, að máli í gær og
spurði þær um klausturlífiö.
„Við tilheyrum Karmelitaregl-
unni, en hún er nefnd eftir fjallinu
Karmel í Palestínu. Spámaðurinn
Elía stundaði bænagerðir uppi á
þessu fjalli, en tilgangur hans var að
lifa^fyrir guð. Það er einnig okkar
tilgangur. Okkar aðalstarf er að
biðja og við biðjum í fimm klukku-
stundir á dag. í bænum okkar
tilbiðjum við guð og biðjum fyrir
fólki. Við biðjum sérstaklega fyrir
íslendingum, til þess erum við hér.
Þegar við förum til Hollands munum
við halda áfram að biðja fyrir
fslendingum. Þó að við förum verða
hjörtu okkar áfram á Islandi."
- Hvers vegna verður klaustrinu
lokað?
„Við erum svo fáar en klaustrið
er svo stórt. Það er mjög mikil vinna
að hugsa um svo stórt hús og auk
þess þarf að hugsa um hænsnin, og
vinna í garðinum og búðinni. Við
erum líka orðnar svo gamlar, elsta
systirin getur t.d. ekkert unnið
lengur þannig að öll vinnan leggst á
fjórar yngstu systurnar. Ef við
værum ungar væri þetta allt í lagi,
þá þyrftum við ekki að fara. Við
Karmelita-systurnar eru nú cinungis átta eftir í klaustrinu í Hafnarfirði en voru flestar sextán.
höfum skrifað til annarra landa og
reynt að fá fleiri systur til liðs við
okkur, en það vill engin koma
hingað. Nafnið ísland lætur svo
kuldalega í eyrum. Okkur þykir
mjög leiðinlegt að þurfa að fara
héðan. Þó við séum frá Hollandi og
förum þangað aftur erum við fyrir
löngu orðnar íslenskar, við höfum
allar íslenskan ríkisborgararétt."
- Hafa engar íslenskar konur sótt
um upptöku í regluna?
„Stundum koma hingað íslenskar
stúlkur og spyrjast fyrir og við
segjum við þær: Þú mátt alltaf koma
aftur - en þær koma aldrei aftur. Ég
held að þær vilji vera frjálsar", segir
systir Miriam.
- Hvernig verjið þið deginum?
„Við förum á fætur klukkan 5.45
og síðan er bænagerð kl. 6.15. Kl.
6.30 -7.30 er hugleiðing, þá hug-
leiðum við saman í kór kapellunnar.
Kl. 8.00 kemur presturinn, sem býr
á Jófríðarstöðum og messar í kapell-
unni. Síðan er morgunverður kl.
8.30. Við vinnum svo á milli kl. 9
og 11, en hver systir hefur sitt
verksvið. Kl. 11.00 er svo aftur
bænagerð og miðdegisverður kl.
11.30. Kl. 12-1 er samkomustund og
þá tölum við saman og gerum
eitthvað í höndunum, prjónum eða
saumum. Svo förum við aftur að
vinna kl. 1-2. Kl. 2 er svo andlegur
lestur, en þá er hver systir útaf fyrir
sig í sínu herbergi. Kl. 3-4.30 er
aftur vinna og svo bænagerð kl.
4.30. Þá er hugleiðing milli 5 og 6
og síðan kvöldverður kl. 6. Milli kl.
6.30 og 7.30 er svo aftur samkomu-
stund, síðan bænagerð kl. 7.30. Við
eigum svo frí kl. 8-9 en þá er
bænagerð til kl. 9.45. Að þeirri
bænagerð lokinni förum við svo að
sofa.“
- Horfið þið ekki á sjónvarp?
„Nei, við höfum ekkert sjónvarp,
það mundi trufla hugann of mikið
frá hugleiðingunum um guð.“
- I hverju felst vinna ykkar aðal-
lega?
„Vinnan felst aðallega í því að
hreinsa húsið, hugsa um hænsnin og
garðinn og svo römmum við inn
myndir fyrir fólk. Verslunin okkar
er alltaf opin kl. 10-8 nema á
sunnudögum. Það koma nú reyndar
ekki margir til að kaupa, en við
seljum trúarlega muni og einnig
handavinnu okkar, svo sem ullar-
sokka og vettlinga.“
- Hvers vegna fer fólk í klaustur?
„Maður velur að lifa fyrir guð en
ekki sjálfan sig“, segir systir Miriam,
„ég var 15 ára þegar ég hugsaði fyrst
um að velja þessa leið, ég var þá ein
í kirkju að biðja og mér fannst sem
guð kallaði mig til sín. Þetta er
köllun og það er líka nokkurs konar
köllun að giftast, hvorki betri né
verri köllun, bara öðru vísi.“
-sbj.
Iropar
Spámaður
blámanna
kominn fram
■ Félag áhugamanna um
heimspeki gekkst sem oftar
fyrir fundi um hugðarefni sín,
sl. sunnudag, og -var gestur
fundarins og frummælandi
Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son, sem flutti erindi um efni
tengd eignarrétti og heim-
spekilegum þönkum þar að
lútandi.
Margt markvert gerðist á
fundinum, sem Þorsteinn
Gylfason stýrði. Til að byrja
með skal greint frá því að í
inngangi fyrirlestrar síns, sann-
aði Hannes Hólmsteinn það,
að blámenn mega svo sannar-
lega vera þakklátir fvrir það að
þeir voru teknir og scldir
mannsali frá Afríku hér forð-
um daga, til Ameríku. Þeir
hefðu það svo sannarlega mun
betra í henni Ameríku, hvort
sem um væri að ræða Missus-
ouri eða Alabama. Þar væri
vistin fyrir blámennina mun
notalegri heldur en í barbara-
ríkjum eins og Zaire eða Chad!
Þorsteini hitn-
ar í hamsi
■ Ekki var blámannasagan
það markverðasta sem fram
kom á fundinum, heldur ein-
stök fundarstjórn Þorsteins
Gylfasonar, sem verður sjálf-
sagt lengi í minnum höfð.
Þorsteinn var ekki par hrifinn
af framsöguerindi Hannesar
Hólmsteins, og lét hann af því
vita, strax og framsögu var
lokið. Hugðist Þorsteinn að
vísu aðeins segja örfá orð,
áður en umræður og fyrirspum
ir gætu hafist, en örfáu orðin
snérust upp í hatramma
skammarræðu, þar sem ber-
lega kom fram fyrirlitning sú
sem Þorsteinn hefur á Hann-
esi Hólmsteini og fræði-
mennsku hans. Gleymdi fund-
arstjórinn með öllu hlutverki
sínu sem fundarstjóri og réðst
með óbótum og skömmum að
gesti fundarins, sem í fyrstu
reyndi að bera hönd fyrir
höfuð sér, en gafst fljótt upp á
slíkum tilraunum, því Þor-
steinn espaðist einungis við
hverja tilraun hans. Þarf vart að
geta þess hér, að þegar Þor-
steinn um síðir hafði lokið sér
af, var ekki mikill tími til
umræðna, enda kannski ekki
mikill áhugi fjölmargra fund-
armanna fyrir slíku, eftir að
hafa orðið áheyrendur og
áhorfendur að mjög svo óaka-
demískri framkomu
heimspekilektorsins.
Krummi ...
... er að velta því fyrir sér hvort
enn eitt bandalag jafnaðar-
manna Iíti nú dagsins Ijós...