Tíminn - 13.01.1983, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983
5
Kaffid undanþeg-
ið hámarksverði
■ Nokkrar iðnaðarvörutegundir,
sem framleiddar eru hér á landi en eiga
í harðri samkeppni við innflutning,
hafa verið undanþegnar hámarksverði
samkvæmt ákvörðun verðlagsráðs.
Hér er um að ræða öl og gosdrykki,
brennt og malað kaffi, niðursuðu-
vörur, s.s. fiskbúðing og fiskbollur.
Ákvörðunin hefur það í för með sér,
að ekki þarf að leggja beiðnir um
hækkun á umræddum vörum fyrir
verðlagsráð, heldur afgrciðir verðlags-
stofnun beiðnina, meðan ekki er farið
fram á meira en 15% hækkun.
Hér er aðeins um að ræða verð frá
framleiðandanum sjálfum, en ekki
smásöluálagningu.
■Sjó
Bruni í
Hafnarfirði
■ Eldur kom upp í risíbúð í þriggja
hæða timburhúsi við Hverfisgötu í Hafii-
arfirði s.l. mánudagskvöld. Gekk greið-
lega að slökkva, en innbú risíbúðarinn-
ar var allt ónýtt eftir. íbúarnir, móðir
og þrjú börn urðu að yfirgefa íbúðina,
en viðgerð er þegar hafin og gert ráð
fyrir að hún taki mánuð. Allt innbúið
var vátryggt.
Litlar skemmdir urðu á húsinu að
öðru leyti. íbúar miðhæðarinnar yfir-
gáfu húsið í fyrrinótt en fluttú aftur inn
í gær. Neðsta hæðin slapp aiveg við
skemmdir, enda notaði slökkviliðið
eins lítið vatn og það gat komist af
með, að sögn slökkviliðsstjórans,
Helga ívarssonar.
JGK
Varamaður launalaus meðan borgarfulltrúi fer f
barnseignarfrf:
„GRÐTT SÉftSTAKLEGA
FYMR HVERN FIIND”
— segir Magnús Óskarsson, borgarlögmadur
■ Kvennaframboðskonur í borgar-
stjórn Reykjavíkur eru ósáttar við þær
reglur sem í gildi eru varðandi fæðingar-
orlof borgarfulltrúa. Ingibjórg Sólrún
Gísladóttir, sem nú er barnshafandi,
segir í bréfi til borgarráðs að enn hafi
ekki fundist lausn varðandi greiðslur til
varamanns hennar í barnsburðarleyfi
sem hún telji viðunandi.
„Ég tel ósanngjarnt að varamaður,
sem í rauninni er að taka að sér þriggja
mánaða starf, sitji við sama borð og
varamaður sem kemur á einstaka fundi
með litlum eða engum fyrirvara og/eða
engum undirbúningi," segir Ingibjörg
Sólrún m.a. í umræddu bréfi.
„Samkvæmt þeim reglum og lögum
sem nú eru í gildi eru lögfræðingar á
þeirri skoðun að við þiggjum ekki laun
heldur þóknun fyrir störf okkar. Og þar
með feli það í sér að ekki sé sjálfgefið
að í kjölfarið fylgi réttindi launþega
almennt," sagði Guðrún Jónsdóttir,
borgarfulltrúi Kvennaframboðsins, þeg-
ar Tíminn ræddi við hana um málið.
Magnús Óskarsson, borgarlögmaður,
sagði að það lægi alveg ljóst fyrir hvaða
reglur giltu í þessu sambandi, en hins
vegar væri kannski ágreiningur um
hvaða reglur ættu að gilda. „í forföllum
aðalmanns á varamaður að fá sérstak-
lega greitt fyrir hvern fund, en aðalmað-
urinn heldur sínum launum óskertum,“
sagði Magnús.
-Sjó
Ný markaðsskrifstofa
Eimskip í Rotterdam
■ Eimskip mun hefja rekstur sérstakr-
ar markaðsskrifstofu í Rotterdam á
næstunni, og verður hún rekin í samstarfi
við Meyer og co., umboðsmenn félagsins
þar. Opnun skrifstofunnar er liður í
þeirri markaðsstarfsemi sem Eimskip
hefur staðið fyrir erlendis á liðnum árum
og áratugum, og verður hlutverk þessar-
ar skrifstofu að tengja enn betur við-
skiptasambönd Eimskips, auka þjónustu
og bæta þjónustunetið erlendis, segir í
frétt frá Eimskip.
Guðmundur Halldórsson, núverandi
starfsmannastjóri Eimskips, mun veita
markaðsskrifstofunni í Rotterdam for-
stöðu, og tekur hann við því starfi um
miðjan janúar. Á skrifstofunni mun
einnig starfa Hollendingur að nafni Jan
Barendrecht, en hann hefur hingað til
unnið hjá Meyer og co. Skrifstofan í
Rotterdam mun starfa í nánu samstarfi
við aðalskrifstofu Eimskips í Reykjavtk,
og tilheyrir hún meginlandsdeild.
Verkefni markaðsskrifstofunnar í
Rotterdam verður að vinna að skipu-
lagningu markaðsmála Eimskips í Evr-
ópu. Starfsmenn hennar munu einnig
leita nýrra og hagkvæmari flutningaleiða
á vöru sem er upprunnin fjarri núverandi
áætlanahöfnum'. Mikið hefur verið unn-
ið að undirbúningi þessara mála að
undanförnu, og er opnun þjónustuhafn-
ar Eimskips í Mílanó dæmi um árangur
þess starfs.
Sjó
Jónas Ámason
■ Atli Heimir
Sveinsson
Þjódleikhúsid:
Jónas Ámason
og Atli
Heimir rádnir
■ Undanfarin ár hefur Þjóðleikhúsið haft
þann hátt á að fastráða til sín höfunda.
Síðastliðin ár hafa verið ráðnir að húsinu
rithöfundarnir Guðmundur Steinsson,
Oddur Björnsson og Birgir Sigurðsson.
Þjóðleikhúsið hefur nú ráðið til sín tvo
höfunda fyrir árið 1983, þá Jónas Árnason
og Atla Heimi Sveinsson tónskáld.
Jónas Árnason hefur starfað sem kennari,
blaðamaður, ritstjóri, alþingismaður og rit-
höfundur. Meðal leikrita sem sett hafa verið
á svið eftir hann má nefna Delerium
Búbonis, Járnhausinn. Þið munið hann
Jörund, Skjaldharmar, Valmúinn springur út
á nóttunni og einþáttungana Táp og fjör,
Drottins dýrðár koppalogn, Halleljúja og
Okkar maður. (Tvö þau fyrstnefndu voru
samin í samvinnu við Jón Múla Árnason).
Atli Heimir lauk námi í píanóleik frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík þar sem
kennari hans var Röngvaldur Sigurjónsson.
Síðan stundaði hann framhaldsnám í Köln
og síðar í Hollandi. Hann hefur stundað
kennslu og stjórnun en er lang kunnastur
fyrir tónsmíðar sínar. Hann fékk Tónskálda-
verðlaun Norðurlandaráðs árið 1974 og
nýjasta verk hans, óperan Silkitromman
hefur vakið athygli og áhuga leikhúsanna
víða um lönd:
JGK
Skrifstofustarf
Laust er til umsóknar starf á skrifstofu Dalvíkur-
bæjar.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 1. febr. n.k.
Umsóknum skal skila til undirritaðs sem ásamt
bæjarritara veitir allar nánari upplýsingar.
Bæjarstjórinn á Dalvík
Verktakar- Ræktunarsambönd
TD-8B,70 hestöfl til á lager
f ^ 1
Bilaleigan\§
CAR RENTAL «o«Í
29090 ina^oa 323 OAIHATSU
REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVÍK
Kvöldsimi: 82063
Nýir bílar - Notaðir bílar
Leim ÞU KEMUR -
upplýsinga OG SEMUR
Opið laugardaga kl. 10-16.
BÍLASALAN BUK s/f
SlÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVÍK
SÍMI: 86477
Staða yfirlæknis
Staða yfirlæknis (hlutastaða 75%) við Sjúkrahús-
ið í Húsavík er laus til umsóknar. Staðan veitist
til eins árs og er óskað eftir að umsækjandi hafi
sérmenntun í handlækningum.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 1983.
Allar nánari upplýsingar veita yfirlæknir og
framkvæmdastjóri. Sími 96-41333.
Sjúkrahúsið í Húsavík s.f.
mM.
Hafið samband við sölumenn okkar