Tíminn - 13.01.1983, Blaðsíða 4
4
Tilkynning til
launaskattsgreið-
enda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að
gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina nóvember
og desember er 15. janúar n.k.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til
innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra,
og afhenda um leið launaskattskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.
Eigum fyrirliggjandi
CAV 12 volta startari:
Bedford M. Ferguson
Perkins Zetor
L. RoverD. Ursusofl.
CAV 24 volta startari:
Perkings
Scania
JCB o.fl.
Lucas 12 volta startari:
M. Ferguson
Ford Tractor ofl.
CAV 24 volta alternator:
35 amper einangruð jörð
65 amper einangruð jörð
Butec 24 volta alternator:
55 ampers einangruð jörð
Einnig startarar og alternatorar fyrir allar
gerðir af japönskum og enskum bifreiðum.
Þyrill s.f.
Hverfisgötu 84
101 Reykjavík
Sími 29080
FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983
Akureyri:
Nrtján nýjar
leiguíbúðir
AKUREYRI: Á Akureyri voru nú
fyrir áramótin teknar í notkun 19 nýjar
leiguíbúðir í þriggja stigaganga fjölbýl-
ishúsi við Keilusíðu. Eru leiguíbúðir
Akureyrarbæjar þá orðnar um 70
talsins, að sögn Helga Guðmundssonar
bæjarfulltrúa.
Helgi var spurður að því hvað hæft
væri í að staðið hafi til að selja hluta
þessara íbúða en enginn hafi viljað
kaupa vegna þess hve þær eru dýrar.
En frá þessu var skýrt í einu dagblað-
anna nýlega.
- Það er ekki rétt að enginn hafi
viljað kaupa, því -eftir að skiptar
skoðanirhöfðu verið uppi um það hjá
meirhlutanum hvort selja ætti 5 af
þessum íbúðum náðist loks samkom-
lag um það að hætta við alla sölu. Það
var því aldrei tekin afstaða til þeirra
15 umsokna sem borist höfðu um kaup
þessara 5 íbúða.
Helgi kvað hins vegar rétt að íbúðir
þessar væru fremur dýrar enda væru
þær vandaðar og meira borið í húsið
en almennt gerist um fjölbýlishús.
íbúðimar væru því í dýrari klassa, og
geysifallegar.
Ekki vildi Helgi meina að rekstur
leiguíbúðanna ætti að íþyngja bæjar-
sjóði Akureyrar tiltakanlega þar sem
sú afstaða hafi verið tekin að leigja
þessar nýju og nýlegar íbúðir nokkuð
hátt, eða á 2 - 3 þús. kr. á mánuði.
„Við höfum áhuga á að eiga töluvert
af góðum leiguíbúðum til leigu
fyrir almenning, en ekki sem einhverja
félagslega aðstoð. Þurfi fólk á slíku að
halda væri það það þá frekar gert eftir
öðrum leiðum", sagði Helgi.
Auk þess kom fram að mikið er
byggt af íbúðumí verkamannabústöð
um um þessar mundir. Á síðasta ári
voru afhentar 22 slíkar, 18 verða
væntanlega afhentar með vorinuo_g25
síðari hluta ársins 1983.
- HEI
Aheit og
gjafir
til Landakirkju
um 50 þús.
VESTMANNAEYJAR: „Margt smátt
gerir eitt stórt", sannast enn einn
ganginn þegar lögð eru saman áheit og
gjafir til Landakirkju í Vestmannaeyjum
á liðnu ári. Frá því í maf til áramóta á
síðasta ári nam upphæðin 35,094 kr. og
því samtals 49.228 krónum á öllu árinu
1982.
Stærstu upphæðirnar bárust frá: Sæ-
borgu s.f. 5.000 kr., íþróttafélaginu Þór
3.500 kr., árgangi 1952 í minningu
látinna jafnaldra 1.600 kr. og frjáls
framlög í kirkjukaffi 1.556 kr. En alls
bárust kirkjunni um 75 gjafir frá þvf í
maí til áramóta auk þess er safnaðist í
söfnunarkistil í anddyri kirkjunnar.
Hugsa því greinilega margir hlýtt til
Landakirkju. Þeim og velunnurum
kirkjunnar eru færðar alúðarþakkir frá
gjaldkera Landakirkju.
- HEI
Línuafli mun lakari
en haustið 1981
VESTFIRÐIR: Afli þeirra 22 báta
sem róið hafa með línu frá Vestfjörð-
um í haust hefur verið mun lakari en
haustið 1981. Munar um þriðjung á
afla hjá aflahæstu bátunum á haust-
vertíðinni sem aflinn var minni 1982
heldur en 1981, en afli var þá
óvenjulega góður.
Aflahæstu línubátamir á haust-
vertíðinni voru: Orri, ísafirði 428,3
lestir í 56 róðrum, Víkingur III,
ísafirði 425,6 lestir í 64 róðrum,
Hugrún, Bolungarvík 377,1 lest í 70
róðrum, Núpur, Tálknafirði 368,7
lestir í 80 róðrum og Sigurvon,
Suðureyri 366,9 lestir í 61 róðri.
I desember var María Júlfa frá
Patreksfirði aflahæst með 110,4 lestir
í 15 róðrum. í sama mánuði árið 1981
var hins vegar Framnes frá Þingeyri
með 126,6 lestir í 11 róðrum. Einn
bátur var á netum í desember,
þannig að alls rém þá 23 bátar frá
Vestfjörðum til botnfiskveiða. Auk
þess var einn á rækju frá fsafirði og
sex bátar á ske’ftskveiðum,þrír frá
fsafirði og þrír frá Bíldudal.
Heildaraflinn í hverri verstöð í
desember var sem hér segir: Patreks-
fjörður 665 lestir (614 1. 1981),
Tálknafjörður 427 (233), Bíldudalur
199 (230), Þingeyri 315 (465), Flat-
eyri 404 (298), Suðureyri 308 (495),
Bolungarvík 792 (899), ísafjörður
1.801 (1.643), Súðavík 346 (278) og
Hólmavík 49 (62 lestir 1981). Sem
sjá má er afli sums staðar töluvert
meiri en árið áður, en á öðrum
stöðum miklu minni.
- HEI
Opin skídamót á bestu
skíðasvæðumaustanlands
„Hríseyinga
vantar
tilfinnan-
lega
organista”
HRÍSEY: „Við þurfum síður en svo að
kvarta yfir dræmri kirkjusókn því mikill
fjöldi sótti hér guðsþjónustur yfir hátíð-
amar. Á aðfangadagskvöld komu t.d. 114
manns til guðsþjónustu hér í Hrísey og
það þrátt fyrir að engan hefðum við
organistann", sagði sr. Sigurður Am-
grímsson sem nýlega er tekinn við sem
sóknarprestur í Hrísey.
Til messu í Stærra-Arskógi á jóladag
komu síðan 164. Það mun hlutfallslega
samsvara því að um 50.000 manns sæktu
messu þann sama dag í Reykjavík, sem
líklega þætti tíðindum sæta.
- HEI
AUSTURLAND: „Mótaskrá Ung-
menna- og íþróttasambands Austur-
lands (UÍA) er nú komin í endanlegt
horf. Helstu nýjungar eru þær að
stefnt er nú að opnum skíða-
mótum á sem flestum bestu skíða-
svæðum austan!ands,“ segir m.a. í
nýju Fréttabréfi UÍA. Eitt þessara
skíðamóta hefur verið ákveðið í
Fagradal 12.-13. mars n.k. en önnur
á að auglýsa jafn óðum og þau verða
ákveðin.
Samkvæmt mótaskrá UÍA verður
ekki lítið um að vera á vegum
félagsins næstu mánuðina. Hinn 29.
janúar verður 2. deildar mót í
körfuknattleik á Reyðarfirði. Helg-
ina á eftir - 5. febrúar - verður
meistarmót UÍA í frjálsum íþróttum
innanhúss fyrir 15 ára ogeldri einnig
á Reyðarfirði. Hinn 12 febrúar
verður síðan meistaramót í frjálsum
innanhúss fyrir 14 ára og yngri á
EskifirðLÞá verða Austurlandsmót í
knattspymu haldin á Reyðarfirði
26.-17. febrúar fyrir eldri flokka og
5.-6. mars fyrir yngri flokka. Borð-
tennismót Austuriands sem fyrirhugað
er halda hinn 13. mars hefur ekki
verið staðsett ennþá. En helgina á
eftir 19.-20. marsverður Austurlands-
mót í körfuknattleik á Reyðarfirði.
Þá verður skíðamót Austurlands í
eldri flokkum haldið á Seyðisfirði
dagana 26.-27. mars og fyrir yngri
flokka Oddsskarði dagana 16.-17.
apríl. 23. apríl verður úrslitakeppni
í Skólahlaupi UÍA á Seyðisfirði og
hinn 1. maí víðavangshlaup UÍA á
Egilsstöðum.
Ekki verður mótaskrá þessi rakin
lengra að sinni, en með vorinu taka
við frjálsíþróttamótin, sundmót,
sumarhátíðir og knattspymuskóli
sem hugmyndin er að stofnaður
verði þar eystra í sumar. í frétta-
bréfinu segir að heyrst hafi að Njáll
Eiðsson knattspymukappi frá Borg-
arfirði eystra sé fáanlegur til að
kcnna við þennan knattspymuskóla
og hiklaust myndi það setja vissan
gæðastimpil á mótið. Njáll hafi víða
getið sérgott orð bæði sem leikmaður
og þjálfari.
- HEI