Tíminn - 13.01.1983, Síða 3

Tíminn - 13.01.1983, Síða 3
FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983 3 fréttir Ástæðulaust að óttast rafmagnsleysi í vetur: YFIRBORÐ ÞÖRISVATHS FJÚRUM METRUM HÆRRA — en á sama tíma í fyrra ■ Samkvæmt upplýsingum Halldórs Jónatanssonar hjá Landsvirkjun er vatnsyfirborð Þórisvatns nú tæplega fjórum metrum hærra en á sama tíma í fyrra og því ástæðulaust að óttast rafmagnsleysi það sem eftir er vetrar. Ástæðu þessa mikla vatnsmagns kvað Halldór einkum og sér í lagi mega þakka því að allar þrjár vélar Hrauneyjafoss eru nú komnar í gagnið og vatnið nýtist því mun betur en ella. Auk þess hefur Járnblendiverksmiðjan einungis notað annan ofn sinn frá því um miðjan október, af markaðsástæðum, en helm- ingur þessa 4 metra munar stafar af þeirri takmörkun á rekstri Járnblendi- verksmiðjunnar. Þá hefur verksmiðjan verið alveg lokuð undanfarna 10 daga. Það er því ekki útlit fyrir annað en að Landsvirkjun verði aflögufær í vetur, hún er nú, að sögn Halldórs, mun betur í stakk búin en áður. Munar þá mest um Hrauneyjafossvirkjun, en fyrsta vél hennar var tekin í notkun í október 1981, önnur í janúar 1982 og sú þriðja í desember s.l. Helming þess umftam vatnsmagns sem hér um ræðir má þakka því að allar þrjár vélar Hrauneyjafoss- virkjunar eru nú komnar í gagnið. Þótt Járnblendiverksmiðjan tæki báða ot'na sína í notkun og veður og rennsli i ám sé svipað og í fyrra hefðum við samt nóg fyrir stóriðju og almennan markað. „Það er Hrauneyjafossvirkjunin sem ræður úrslitum og við þurfum engu að kvíða", sagði Halldór að lokum. ■ Þótt Akureyringar hafi ekki farið varhluta af illviðrum síðustu daga, þá hefur snjórinn þar nyrðra ekki verið á borð við það sein menn hafa orðið að umbera hér í Reykjavík, og „var mál til kontið,“ eins og góður Akureyringur orðaði það við okkur. En Akureyringar hafa svo sem nógan snjó saint, eins og má sjá á myndinni hér sem tekin var í gær frá Ráðhústorgi af nýju göngugötunni, Hafnarstræti. Ljósmynd G.K. Ófærðin hefur kostað borgarbúa 3.000.000 ■ „Við erum búnir að leggja um þrjár milljónir í snjómokstur af götum borgar- innar það sem af er árinu, en heildarfjár- veitingin er 11 milljónir," sagði Ingi U. Magnússon, gatnamálastjóri í Reykja- vík, þegar hann var spurður um útgjöld vegna ófærðarinnar í borginni að undan- förnu. Ingi sagði að nærri léti að mokstur og önnur vetrarþjónusta hefði kostað 250 þúsund krónur á sólarhring það sem af er árinu og útlit væri fyrir að næstu daga þyrfti enn að verja miklu fé í að greiða götu vegfarenda. Talsvert vantaði á að búið væri að moka af bílastæðum og einnig þyrfti víða að fjarlægja snjóhrúg- ur. Þegar mest er, vinna um 100 manns við snjómokstur. „Með sama áframhaldi verður fjárveitingin búin í byrjun febrú- ar,“ sagði Ingi. Hjörleifur Ólafsson, vegaeftirlitsmað- ur, sagði í samtali við Tímann, að ekki kæmi á óvart þótt kostnaður Vegagerð- arinnar við snjómokstur og aðra vetrar- þjónustu færi í 10 milljónir í desember, en nákvæmar tölur um það liggja ekki fyrir fyrr en viku af febrúar. Hjörleifur nefndi sem dæmi, að í Reykjaneskjör- dæmi einu, hefði kostað frá 60 til 220 þúsund krónur á dag að halda þjóðveg- unum opnum. Á nýliðnu ári fór Végagerðin tæpar tvær milljónir fram yfir fjárveitingu til vetrarþjónustu, en hún var 44 milljónir miðað við meðalverð ársins. Miðað við sama meðalverð fóru 59 milljónir í vetrarþjónustu árið 1981, en það var, að sögn Hjörleifs, mjög slæmt ár. -Sjó Vardskipin flytja fólk af Vestfjördum: ppFlutningarnir eru algjör neyd” — engin adstaða um borð en brýnustu öryggiskröfum sinnt Heimildir um hátt á annan tug rostunga ■ Þótt ekki séu rostungar tíðir gestir hér Aið land munu þeir ekki eins sjaldséðir og haft var eftir vísinda- mönnum í fjölmiðlum í kjölfar fréttar af rostungi á Rifi á Snæfellsnesi í gær. Ævar Petersen, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, hcfur nú komist yfir heimildir um hátt á annan tug rostunga sem sést hafa hér við land á þessari öld: Vitað er til að árið 1915 sást til rostungs í Loðmundarfirði, 1920 sást annar við land á Tjörnesi, í Bolungarvík á Homströndum sáust hvorki meira né minna en fjórir á árunum 1925og’26. Nú, rostungurvar unninn Vopnafirðiáriðt932. Þremur árum siðar sást einn á sundi á Eyjafirði og annar norður á Melrakkasléttu. Til rostungs sást á Skjálfandaflóa veturinn 1950. 1957 var rostungur á ísafirði, 1959 á Bjarnarey á Vopna- firði, 1960 á Borgarfirði eystra og einhverntíma seint á sjöunda áratugn- um sáust tveir rostungar, annar á Skjálfandaflóa éti hinn við Langanes. Hugsanlegt er að mun fleiri rostung- ar hafi sést hér við land og ef svo er biður Náttúrufræðistofnun sjónarvotta að láta sig vita. -Sjó „Aðstaðan eins og svefnaðstaða er engin en reynt að sjá til þess að fólkið fái eitthvað að borða. Neyðin er bara svo mikil og fólkið veit hvað það leggur út í.“ -FRI Sáttanefnd skipud í f lug- umferðarstjóradeilunni ■ „Þessir flutningar eru algjör neyð og við vorum tilneyddir til að taka þetta að okkur og bjarga málunum þar sem samgöngur hafa legið svo lengi niðri við þennan landshluta“, sagði Benedikt Guðmundsson hjá Landhelgisgæslunni í samtali við Tímann en varðskipin Týr og Ægir hafa flutt fólk frá Vestfjörðum til Reykjavíkur og til baka í þeirri ófærð sem óveðrið hér á dögunum skapaði. „Við tókum um borð auka björgunar- báta og björgunartæki vegna þessara ferða þannig að segja má að brýnustu öryggiskröfum hafi verið sinnt en hins- vegar er engin aðstaða um borð fyrir fólkið og það liggur á göngum og víðar um skipið og mætti þannig séð flokka þetta undir gripaflutninga." Hvað matar- og hreinlætisaðstöðu varðar sagði Benedikt að menn hlytu að sjá það í hcndi sér að hún væri erfið. ■ Jón Þorsteinsson hrl. og Gestur Jónsson hrl. hafa verið tilnefndir af utanríkisráðuneytinu til þess að eiga sæti í sáttanefnd sem fjallar um deilu Ólafs Haraldssonar og Félags íslenskra flug- umferðarstjóra og af hálfu Félags ís- lenskra flugumferðarstjóra hafa verið tilnefndir í nefndina Hilmar Ingimund- arson hrl. og Skúli Thoroddsen lögfræð- ingur. I erindisbréfi sáttanefndarinnar er henni falið að reyna að leita sátta í ágreiningi sem er á milli Ólafs Haralds- sonar, og Félags íslenskra flugumferðar- stjóra, en eins og lesendur Tímans eflaust muna, þá vék félagið Ólafi úr félaginu á síðasta ári, sem hafði það í för með sér að hann gat ekki lengur starfað sem yfirflugumferðarstjóri á Keflavíkurflugvelli, því enginn félags- manna má, samkvæmt lögum félagsins, starfa með flugumferðarstjóra sem ekki er í félaginu. Kemur nefndin saman seinni hlutann í næstu viku á sinn fyrsta fund. AB

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.