Tíminn - 13.01.1983, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983
Tvær tillögur um
afvopnunarmál
Tvær þingsályktunartillögur unt aí-
vopnun liggja nú fyrir Alþingi. Önnur er
borin fram af þrem þingmönnum úr
Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Al-
þýðubandalagi en hin af 19 þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins, þ.e. þeim sem eru
í stjórnarandstöðu.
Ólafur Ragnar Grímsson, Guðmund-
ur G. Þórarinsson og Árni Gunnarsson
leggja fram tillögu um nauðsyn afvopn-
unar og tafarlausa stöðvun á framleiðslu
kjarnorkuvopna. Hún er svohlióðandi:
Alþingi lýsir yfir stuðningi við áskoranir
þingmanna frá fjölda þjóðþinga þar
sem kjarnorkuveldin eru hvött til að
stöðva þegar í stað framleiðslu á
kjarnorkuvopnum og allar tilraunir með
þau. Á þann hátt yrði stigið mikilvægt
skref í áttina af því að stemma stigu við
þeirri ógn sem kjarnorkuvopnin skapa
framíið mannkynsins. Nú þegar eru
tugþúsundir kjarnorkuvopna til reiðu í
vopnabúrum og gereyðingageta þeirra
jafngildir samtals 1. 000.000 af Híró-
símasprengjum.
Alþingi hvetur til samninga um alhliða
afvopnun undir alþjóðlegu eftirliti þar.
sem meðal annars verði samið um
eftirfarandi:
1) Myndun alþjóðlegrar eftirlitsstofn-
unar sem með nýtingu gervihnatta og
reglubundnum eftirlitsferðum væri
fær um að fylgjast með framkvæmd
afvopnunar og upplýsa brot á hinu
alþjóðlega samkomulagi.
2) Stofnun þróunarsjóðs sem veitti
fjármagni, sem áður var ætlað til
hernaðar, til að hjálpa fátækum
ríkjum heims þar sem tugir milljóna
manna deyja úr hungri á sama tíma
og árleg heildarútgjöld til hernaðar í
heiminum nema yfir 500.000 milljón-
um dollara.
Alþingi hvetur til þátttöku í alþjóðlegu
samstarfi þingmanna og almannasam-
taka þar sem kröfur um kjarnorkuaf-
vopnun og útrýmingu fátæktar úr heim-
inum eru meginstcfnumál.
í greinargerð með tillögunni segir:
Fyrir nokkxum árumJ vo'ru stofnuð
Leiðrétting frá
Haraldi
Ólafssyni:
„Ummæli
slitin úr
samhengi”
■ í Tímanum 11. janúar sl. eru glefsur
úr viðtali, sem blaðamaður hafði við mig
vegna prófkjörs framsóknarmanna í
Reykjavík. Þar minntist ég á nauðsyn
þess að auka hlut flokksins í Reykjavík
og á Reykjanesi. Þau ummæli voru slitin
úr samhengi og geta því misskilizt. Það,
sem ég átti við, er að flokkurinn verði
að stuðla að því, að fylgi hans á
Suðvesturlandi nýtist honum betur en til
þessa þegar til úthlutunar þingsæta
kemur. Við síðustu alþingiskosningar
hlaut flokkurinn hér um bil 38 af
hundraði heildarfylgis síns í Reykjavík
og á Reykjanesi. Þó fékk hann ekki
nenta þrjá þingmenn í þessum tveimur
kjördæmum. Það er, að mínu mati,
ótvíræður hagur flokksins, að kjördæma-
kjörnum þingmönnum verði fjölgað í
Reykjavík og á Reykjanesi. Reyndar lít
ég svo á, að það sé nauðsynlegt vegna
framgangs flokksins á næstu árum, að
hann eflist á Suðvesturlandi. Að því
getur hann bezt stuðlað með því að hafa
forystu um, að uppbótarsæti verði
afnumin og kjördæmakjörnum þing-
mönnum fjölgað verulega í Reykjavík
og á Reykjanesi, og jafnframt að tekin
verði upp sú reikningsaðferð við úthlut-
un þingsæta, sem kennd er við Lague.
Göngum hreint til verks og stuðlum
að kjördæmabreytingu, sem er til fram-
búðar, og forðumst kák og flækjur.
Reykjavíkll. 1.1983
Haraldur Ólafsson
alþjóðasamtök þingmanna sem sérstak-
lega beita sér fyrir afvopnun og aukinni
þróunaraðstoð. Samtökin bera heitið
Parliamentarians for World Order. Kanad-
ískir þingmenn höfðu forgöngu um
stofnun þeirra og var Mark MacGuigan
fyrrúm utanríkisráðherra Kanada fyrsti
formaður samtakanna. Núverandi for-
maður er Douglas Roche þingmaður frá
Kanada, en meðal stjórnarmanna eru
George Thomas forseti neðri málstofu
breska þingsins, bresku þingmennirnir
John Silkin fyrrverandi ráðherra, Sains-
bury lávarður og Ioan Evans. Einnig eru
í stjórninni þingmennirnir Harry Aarts
frá Hollandi, Ingvar Bakken frá Noregi.
Digvijay Sin frá Indlandi og Win
Griffiths og Gloria Hooper þingmenn á
Evrópuþinginu.Þingmcnn frá yfir 30
ríkjum eru félagar í samtökunum, þar á
meðal þingmenn frá Danmörku,
Svíþjóð, Noregi, írlandi, ftalíu, Frakk-
landi, Þýskalandi, Bandaríkjunum,
Bretlandi, Hollandi, Kenýa, Nígeríu,
Indlandi og Japan.
Á þessu ári hafa samtökin haft
forgöngu um aukna þáfttöku þingmanna
í umræðum um afvopnunarmál. Á
þeirra vegum var samin ítarleg greinar-
gerð um kjarnorkuafvopnun sem sendi-
nefnd frá samtökunum afhenti í sumar
ríkisstjórnum Sovétríkjanna og Banda-
ríkjanna. Auk formanns samtakanna,
Douglas Roche, skipuðu sendinefndina
Luis Echeverria-alvares fyrrverandi
forseti Mexíkó, John Silkin fýrrverandi
ráðherra frá Bretlandi, N.K.P. Salve
varaformaður þingflokks Congress-
flokksins á Indlandi og Alhaji idris
Ibrahim varaforseti þingsins í Nígeríu.
Samtökin beita sér nú fyrir undirskrift-
■ Ríkisstjórnin hefur lagt fram þings-
ályktunartillögu um fullgildingu samn-
ings um loftmengun sem berst langar
leiðir milli landa og eru röksemdirnar
þcssar:
Með þingsályktunartillögu þessari lcit-
ar ríkisstjórnin heimildar Alþingis til
þcss að fullgilda fyrir íslands hönd
samning frá 13. nóvember 1979 um
loftmengun sem berst langar leiðir milli
landa. Samningurinn er prentaður sem
fylgiskjal með þessari tillögu.
Fyrir allmörgum árum vgrð ljóst að
loftmengun sem átti upptök sín í
verksmiðju í einu landi gæti haft alvarleg
áhrif á lífríki í landi í þúsund kílómetra
fjarlægð. Erfit, er þó að beita venju-
legum þjóðréttarreglum um skaðabóta-
ábyrgð ríkja í slíkum tilfellum þar sem
ekki er unnt að tilgreina nákvæmlega
hversu mikinn þátt einstakar verksmiðj-
ur eiga í menguninni.
Mengun af þessu tagi hefur lítið gert
vart við sig hér á landi en er alvarlegt
um þingmanna í fjölmörgum þjóðþing-
um undir sérstakt ávarp sem ber heitið
Call for Gobal Survival, og hafa nú
þegar yfir 600 þingmenn í tugum
þjóðlanda undirritað ávarpið.
í vetur hafa samtökin ákveðið að
stuðla að því, að fluttar verði á
þjóðþingum margra landa ályktanir um
afvopnunarmál. Sú ályktun, sem hér er
flutt, er liður í því samstarfi, en
hliðstæðar ályktanir hafa verið fluttar á
þjóðþingum Kanada, Ástralíu,
Indlands, Ítalíu, Nýja-Sjálands,
Bretlands, Bandaríkjanna, Nígeríu og á
Evrópuþinginu.
Á undanförnum árum hefur komið æ
betur í ljós hve brýn þörf er á
raunverulegri kjarnorkuafvopnun.
Kjarnorkuvopnum fjölgar sífellt og
tæknibúnaður þeirra gerist æ margbrotn-
ari. Fjölmargir sérfræðingar hafa á
síðustu mánuðum bent á þá hættu, að
kjamorkustríð brjótist út vegna tækni-
legra eða mannlegra mistaka. Vígbún-
aðarkapphlaupið hefur magnað hina
raunverulegu hættu á tortímingu mann-
kynsins. Sífellt meira fjármagni er varið
til að auka gereyðingargetuna á sama
tíma og tugir milljóna barna deyja úr
hungri og vesöld á hverju ári.
Það er nauðsynlegt að þingmenn beiti
sér fyrir því, að þessi þróun verði
stöðvuð. Ekkert er mikilvægara en
baráttan fyrir varðveislu lífs á jörðinni
og gegn dauða vegna hungurs eða
tortímingar í kjölfar gereyðingarstríðs.
Þess vegna hafa hundruð þingmanna úr
fjölmörgum þjóðlöndum tekið höndum
saman og beita sér fyrir sams konar
stefnuyfirlýsingu margra þjóðþinga til
að sýna víðtæka samstöðu um nauðsyn
vandamál víða annars staðar á Norður-
löndum. Norðurlöndin hafa því beitt sér
fyrir umfjöllun þessa máls á alþjóðavett-
vangi.
Loftmengunar er sérstaklega getið í
umhverfiskafla lokasamþykktar ráð-
stefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu
og í framhaldi af starfi ráðstefnunnar
voru hafnar víðtækar rannsóknir á
áhrifum loftmengunar í Evrópu.
Viðræður hófust árið 1977 innan Efna-
hagsnefndar Evrópu (ECE) um gerð
samnings um þessi mál. Þar gegndu
Norðurlönd lykilhlutverki. Árangur af
því starfi var samningur sá sem hér um
ræðir. Hann var lagður fram til undirrit-
unar 13. nóvember 1977 og var hann
undirritaður þann dag fyrir íslands hönd
með fyrirvara um fullgildingu.
Ekki tókst að ná samkomulagi um
ákveðnar ráðstafanir til að draga úr
loftmengun. Hins vegar kemur fram í
2. gr. eins konarviljayfirlýsingsamnings-
aðila. Þar segir að þeir séu staðráðnir í
afvopnunar. Þessi tillaga er liður í þeirri
baráttu.
Tillaga Sjálfstsæðismanna er um af-
vopnun og takmörkunvígbúnaðar og er
svohljóðandi:
Alþingi ályktar að brýna nauðsyn beri
til að þjóðir heims og ekki síst kjarn-
orkuveldin sanieinist um raunhæfa
stefnu í afvopnunarmálum, sem leittgeti
til samninga um gagnkvæma og alhliða
afvopnun,' þar sem framkvæmd verði
trvggð með alþjóðlegu eftirliti.
Jafnframt ályktar Alþingi að fela
utanríkismálanefnd að láta gera úttekt
á þeim hugmyndum, sem nú eru uppi
um afvopnun og takmörkun vígbúnaðar,
með sérstöku tilliti til legu íslands og
aðildar þjóðarinnar að alþjóðlegu sam-
starfi. Á grundvelli slíkrar skýrslu verði
síðan leitað samstöðu meðal stjórn-
málaflokkanna um sameiginlega stefnu
í þessum málum.
í greinargerð segir m.a.:
Meiri samstaða ríkir nú en oft áður
um stefnuna í öryggismálum íslands.
Grunnþættir hennar eru aðildin að
Atlantshafsbandalaginu og varnarsam-
starfið við Bandaríkin. Hugmyndir hafa
komið fram um aukna þátttöku íslands
f eigin vörnum innan þessa ramma og
eru umræður um þær alkunnar. A
öryggismálum eru tvær hliðar, ef þannig
má að orði komast; annars vegar sú er
lýtur að því að tryggja öryggið með
varnarviðbúnaði og hins vegar sú er
lýtur að afvopnun og takmörkun vígbún-
aðar. Til marks um það, hve þessir
þættir eru nátengdir, er ákvörðun utan-
ríkisráðherrafundar Atlantshafsbanda-
lagsins frá 12. desember 1979 um
endurnýjun á meðallangdrægum kjarn-
orkuherafla á vegum bandalagsins í
Evrópu og að teknar verði upp viðræður
um niðurskurð slíkra vopna í álfunni.
Á Alþingi hafa á undanförnum ára-
tugum komið fram ýmsar tillögur um
afvopnunarmál og takmörkun vígbúnað-
ar. Það er einkenni þessara tillagna, að
rökstuðningur fyrir þeim byggist fremur
áóskhyggjuen raunsæju mati ávænlegum
leiðum. Flestar bera tillögurnar þess og
merki,.að þær eru af erlendum uppruoa
og taka ekki beinlínis mið af innlendu
mati og íslenskum öryggishagsmunum.
Allir eru sammála um það, að varhuga-
vert sé að láta óskyggju ráða ferðinni í
umræðum um stríð og frið. Eftir því sem
innlend þekking á herfræðilegum þáttum
hefur aukist hefur samstaða um stefnu
þjóðarinnar í öryggismálum vaxið.
Æskilegt er að sama þróun verði í
afstöðunni til afvopnunarmála. Á því
sviði þurfa að liggja fyrir skýrir og
þaulhugsaðir kostir.
að verja manninn og umhverfi hans gegn
loftmengun. Þeir muni leitast við að
takmarka og, að svo miklu leyti sem unnt
er, draga smám saman úr og koma í veg
fyrir loftmengun.
Samningurinn gerir ráð fyrir víðtæku
samstarfi og .upplýsingamiðlun, við-
ræðum, rannsóknum og eftirliti og er
þess vænst að þetta samstarf leiði til
viðunandi lausnar þessa vandamáls. í 5.
gr. segir t.d. að viðræður skuli fara fram
milli annars vegar samningsaðila sem
verða fyrir loftmengun sem berst langar
leiðir að eða sem hætta er á að verði
fyrir slíkri mengun og hins vegar
samningsaðila sem eiga lögsögu þar sem
loftmengun á eða gæti átt upptök sín.
Til að framfylgja samningnum mynda
samningsaðilar með sér framkvæmda-
stofnun á vegum Efnahagsnefndar Evr-
ópu, sbr. 10. gr. samningsins.
Samningurinn öðlast gildi þegar 24
aðilar hafa fullgilt hann. Nú þegar hafa
23 aðilar fullgilt þ. á, m. Danmörk,
Finnland, Noregur og Svíþjóð.
ísland adili ad samningi
um að draga úr loftmengun
Kvikmyndir
S»U*I£
Sími 7Q9O0
Salur 1
Frumsýnir
stórmyndina
Sá sigrar sem þorir
(Who Dares Wins)
Þeir eru sérvaldir, allir sjálfboðaliö-
ar svifast einskis, og eru sérþjálf-
aðir. Þetta er umsögn um hina
frægu SAS (Special Air Service)
Þyrtu-björgunarsveit. Liðstyrkur
þeirra var það ein a sem haegt var
að treysta á.
Aðalhlv: Lewis Collins, Judy
Davis, Richard Widmark, Robert
Webber
Sýnd kl. 5, 9 og 11.25
Bönnuð börnum innan 14 ára.
HÆKKAÐ VERÐ
Salur 2
Konungur grinsins
(King of Comedy)
rwi fCiJX&CoMCvr
Einir af mestu lista-
mönnum kvikmynda í dag í|
þeir Robert De Niro og
Martin Scorsese standa á
. bak við þessa mynd.
Aðalhlutverk: Robert De
Niro, Jerry Lewis, Sandra
Bernhard
Leikstjóri: Martin Scorsese
Sýnd kl. 5, 7.05, 9.10 og
Hækkað verð.
Salur 3
Litli lávarðurinn
(Little Lord Fauntleroy)
Aðalhlutv: Alec Guinness, Ricky
Schroder og Eric Porter. Leik-
stjóri: Jack Cold.
Sýnd kl. 5, 7 og 9
Snákurinn
Frábær spennumynd I Dolby
stereo
Sýnd kl. 11
'Salur 4
Jólamynd 1982
Bílaþjófurinn
m Mommæarcsnu
Bráðskemmtileg og fjörug mynd
með hinum vinsæla leikara úr
American Graffiti Ron Howard
ásamt Nancy Morgan
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11
Salur 5
Being There
Sýnd kl. 9
(10. sýningarmánuður)