Tíminn - 13.01.1983, Qupperneq 12

Tíminn - 13.01.1983, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1983 heimilistfminn umsj l.St. og K.L. Veðurfar hefur mikil áhrif á heilsu manna: „Um áhrif vedurfars á gigt” — eftir Jón Þorsteinsson, lækni ■ Þcgar hcgöir ganga yfír hver af annarri og veðurlagið er eins óstöðugt og hér á landi að undanförnu, þá eru það margs konar erfíðleikar, sem lands- menn eiga við að etja, í sambandi við umferðina og fleira. En svo er til stór hópur fólks, sem hreint og beint líður líkamleg óþægindi vegna hins óstöðuga veðurfars, - en það eru gigtsjúklingar. Jón Þorsteinsson læknir hefur mikla þekkingu á gigtsjúkdómum vegna lækningastarfa sinna. Hann skrifargrein í Tímarit Gigtarfélags íslands í vetur, sem hann nefnir „Um áhrif veðurfars á gigt“. Jón hefur góðfúslega leyft okkur að birta hér kafla úr greininni, en þar segir hann m.a.: „Það er alþekkt að veðurfar hefur áhrif á heilsu manna. Þegar í fornöld ráðlögðu læknar sjúklingum sínum lofts- lagsbreytingu við ýmsum kvillum. Meginlandsloftslag var talið sérstak- lega gott fyrir gigt, en slíkt loftslag er heitt og þurrt og sólríkt. Hériendis er það áberandi hversu umhleypingar í veðri fara illa í gigtveika. Það var jafnvel talið hér áður fyrr, að veðrið ætti sök á gigtinni... Jón Finsen læknir sýndi fram á það þegar árið 1874 í ritgerð um sjúkdóma á íslandi, að það gat varla verið neitt orsakasamband þama á milli, þótt veðurfar hafi greinilega áhrif á gigtveika". Nýjustu rannsóknir Síðan segir Jón í grein sinni: „Nú á tuttugustu öldinni hafa áhrif veðurfars á gigt verið meira könnuð. Bandaríkjamaðurinn Hill gerði einna fyrst könnun á þessu árið 1942, og sýndi fram á að 80-90% iktsýkissjúklinga (sjúkí- ingar með króníska liðagigt) leið betur í heitu og þurru loftslagi og sólríku. Þeir fitnuðu og stirðleiki og verkir minnkuðu,' bólga rann, vöðvastyrkur jókst og sökk lækkaði í blóðinu. Úr rakanum á austurströnd Bandaríkjanna flykkjast gigtsjúklingar til Arizona, þar sem nær alltaf er háþrýstisvæði með hita, þurrki og sólskini. Þar er rekin veðurfarsmeð- ferð (klimatherapia). Rannsóknir í Sovétríkunum 1969 leiddu í ljós að iktsýkisjúklingum versnaði þegar þeir þurftu að búa við kalda, raka og stormasama veðráttu. Tilraunir hafa verið gerðar á iktsýkis-1 sjúklingum í svokölluðu loftslagsher- bergi (climate chamber), þar sem líkt er eftir hálfgerðu hitabeltisloftslagi, með háum loftþrýstingi, lágu rakastigi og háum hita. Svíinn Gunnar Edström gerði fyrstur slíkar rannsóknir í Lundi í Svíþjóð á árunum 1940-1950, og vistaði iktsýkissjúklinga í heitu og þurru herbergi vikum og mánuðum saman með góðum árangri. Bandaríkjamaður- inn Hollander gerði „tvíblinda rannsókn" á veðurnæmum iktsýkisjúkl- ingum í slíku loftslagsherbergi árið 1961. Sú rannsókn þótti merkileg að því leyti, að hún leiddi í Ijós, að það er ekki nóg að breyta einum þætti veðurfars til' þess að hafa áhrif á liðagigt. Það þurfti samtímis að breyta fleiri þáttum, og sérstaklega var áberandi hve iktsýki ' versnaði þegar rakastig var aukið og loftþrýstingur féll. Þá jókst virkni iktsýk- innar strax. Aftur á móti minnkaði virkni iktsýkinnar álíka hratt þegar loftið var þurrkað og loftþrýstingur hækkaður. Þessi áhrif veðurfars á gigt eru ennþá að mestu óskýrð, nema hvað vitað er að hiti hækkar verkjaþröskuld- inn og hefur þannig áhrif á liðverki. Rannsóknir, sem gerðar voru í ísrael árið 1962 á veðurfari og gigt benda til þess að nýrnahettuhormón geti átt ■ þátt í þessum áhrifum og veðurfar virtist einnig hafa áhrif á streitu. Góð reynsla af sólarlanda- ferðum gigtsjúkra Á Norðurlöndum er nú fengin dágóð reynsla af því að senda gigtveika til sólarlanda. Svíar hafa í rösk 20 ár sent gigtsjúklinga á sólarströnd Spánar. Það kom fljótt í ljós, að mun betri árangurs var að vænta af veðurfarsmeðferðinni ef gigtsjúklingarnir fengu sjúkra- og iðju- þjálfun samtímis. Sænska gigtarfélagið rak um árabil myndarlega æfingastöð á Costa del Sol. Ég kynntist þessari. starfsemi Svía fyrst á Norræna gigtar- þinginu í Finnlandi 1968, þar sem yfirlæknir Sænska Gigtarhælisins í Fu- angirola á Spáni lýsti því og gerði grein fyrir árangri meðferðar þar syðra. Þá voru læknar fremur vantrúaðir á veður- farsmeðferð viðgigt, -jafnvel þó samtím- is væri rekin góð sjúkraþjálfun. Þeir trúðu ekki að slík samhæfð meðferð á sólarströnd hefði upp á neitt að bjóða fram yfir sjúkraþjálfun á endurhæfingar- stöðvum heima fyrir. Síðan hafa rannsóknir Svía staðfest þennan góða árangur af sólarlandaferð- um gigtsjúkra. Rannsóknir í Gautaborg 1975 sýndu fram á ótvíræðan bata hjá iktsjúkum konum á hæli sænska gigtar- félagsins í Fuangirola á sólarströnd Spánar. í þessum rannsóknum tóku þátt 90 konur á aldrinum 23-55 ára, meðal- aldur var 47 ár. Sjúklingunum var skipt í tvo sambærilega hópa, sem fengu sjúkra- og iðjuþjálfun til skiptis í Gautaborg og á Spáni. Á sólarströnd Spánar fengu sjúklingarnir veðurfars- meðferð og venjulega sjúkra- og iðju- þjálfun, eins og hún gerist á sænskum gigtlækningastöðvum. Að meðferð lokinni var mun betri árangur í Fuangirola en í Gautaborg, svo að ekki orkaði tvímælis að veðurfars-. meðferðin var til bóta. Auk þess var meðferðin ódýrari í Fuangirola. Aftur á móti var langtíma árangur eftir 4 mánuði ■ Jón Þorsteinsson læknir (Tímamynd GE) svipaður á báðum stöðum. jnga ^ sænska gigtarhælið á sólarströnd Undanfarin 12-14 ár hef ég tekið þátt Spánar. Flestir þessara sjúklinga hafa í að senda á annan tug íslenskra gigtsjúkl- vérið konur með iktsýki á aldrinum 17-50 ára og nokkrir karlmenn með hrygggigt. Flest allir þessir sjúklingar hafa haft gagn af þessari samhæfðu meðferð á sólarströnd og í - mörgum tilvikum kom þessi sólarlandaför í stað sjúkrahúsvistar hér heima. Árangur okkar kemur heim og saman við árangur Svíanna. Það orkar ekki tvímælis, að veðurfars- meðferð hefur gildi í endurhæfingu gigtsjúkra. Það er þó skilyrði háð, að sjúklingarnir séu veðurnæmir". Er blaðamaður Heimilistímans átti tal við Jón Þorsteinsson, lækni til að spyrja hann um málefni gigtsjúkra, sagði hann, -að Gigtlækningastöðin sem er að rísa í Armúla 5 myndi valda miklum tímamótum fyrir alla aðstöðu gigtarsjúk- linga og breyta til hins betra möguleikum lækna þeirra og þjálfara til að ná góðum árangri við læknisaðgerðir og þjálfun sjúklinganna. - Þarna verður allt á sama stað, sagði Jón. Þarna verða samhæfðar gigtlækni- ingar, eða gigtarmeðferð, með lyflækn- ingum, sjúkraþjálfun með hitameðferð og iðjuþjálfun og sömuleiðis félagsleg ráðgjöf. -Ef við.sem störfum að gigtlækningum hér á landi hefðum í huga að koma upp stöð, þar sem hægt væri að koma við veðurfarsmeðferð - ásamt öðrum lækn- ingaaðferðum,- þá væru skilyrði fyrir slíka stöð æskilegust í Eyjafirði sagði Jón Þorsteinsson. Samkvæmt veðurfars- skýrslum er þar besta loftslag á Islandi fyrir gigtarsjúklinga: þurrt veður og sólríkt, staðviðrasamt og þar er oft háþrýstisvæði. Einnig er þar heitt vatn fáanlegt, sem er mikill kostur. Gigtlækningastödin er að rfsaíÁrmúla5: „Vonumst til ad 9ICVI ■ ■■■ ■ I J ist með vorinu” — segir Sveinn Indridason, formadur ■ Á alþjóðaári fatlaðra, árið 1981, þá beitti Gigtarfélag íslands sér að sérstökum verkefnum í tilefni ársins. Efst á blaði í verkefnavali félagsins, var að koma upp lækninga- og endurhæfingarstöð fyrir gigtsjúka. ( greinargerð með áætlun félagsins gjöf, sem því hefur hlotnast. Stuðning- segir m.a.: „Engin endurhæfingarstöð ur hefur einnig komið frá einstökum í landinu þjónar gigtsjúkum eingöngu, fyrirtækjum. . en gigtsjúklingar hafa sérstöðu að mörgu leyti sem sjúklingahópur, þann- ig að vænta má betri árangurs af meðferð sjúkdómsins með sérhæfðri þjónustu við þennan sjúklingahóp." * Blaðainaður Heimilistímans hafði tal af Sveini Indriðasyni, formanni Gigtarfélags íslands til að fræðast um hvað framkvæmdum liði með Gigt- lækningastöðina. Sveinn sagði að félagið hcfði fengið mikinn og vaxandi stuðning víðs vegar að af landinu til þess að flýta fram- kvæmdum. Þar mætti til nefna bæði verkalýðsfélög og kvenfélög, og margs konar klúbba sem vinna að líknarmál- unt, og ekki mætti gleyma hinni rausnarlegu gjöf Rauða kross kvenna, en þær færðu félaginu stærstu peninga- ■ Gigtlxkningastöðin verður«þessu húsi - Ármúla 5 „Arðbærasta fjárfestingin“ - Gigtarfélag íslands keypti 530 fermetra hæð í húsinu nr. 5 við Ármúla í apríl '81, og strax var hafist handa við framkvæmdir. Þar sem þetta verð- ur fyrsta gigtlækningastöðin á landinu, þá tekur auðvitað tíma að skipuleggja og samræma alla starfsemina, sagði Sveinn. ■ Svcinn Indriðason, formaður Gigt- arfélags íslands. Við vonumst tii, sagði formaðurinn ei.mig, að með vorinu hefjist starfsem- in hjá okkur. Hann vísaði einnig til þess, sem frarn hefur komið í blaði félagsins, að í umræðum um málcfni gigtsjúkra erlendis, hafi það fyrir löngu komið fram. að fjárfesting í heilsugæslu gigtsjúkra sé arðbærasta fjárfesting þjóðanna.. Sú fjárfesting stuðli að því, að halda gigtsjúkum vinnufærum og utan sjúkrahúsa. - Byggingaframkvæmdum ætti að Ijúka í febrúar eða mars, sagði Syeinn enn fremur, og við vonum svo að með vorinu fari eitthvað að gerast hér. Jón Þorsteinsson læknir er fremstur í flokki þeirra lækna, sem verða starf- andi hjá stöðinni, en búast má við að þar starfi 4 læknar (hlutastarfi), sjúkra- þjálfarar og fleira sérhæft fólk. Við erum að reyna að keyra þetta áfram núna með happdrætti og öllum ráðum til fjáröflunar. Ef útkoman verður sæmileg úr happdrættinu, erum við bjartsýnir á að allt komist í gang með vorinu, sagði Sveinn Indriðason formaður Gigtarfélags íslands að lokum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.