Tíminn - 13.01.1983, Qupperneq 7

Tíminn - 13.01.1983, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1983 ; Umsjón: B.St. og K.L. Tekur Charlene Johnny i ■ Eitthvað virðist vera að rofa til í hjónabands- málum Charlene Tilton, hennar Lucy okkar í Dallas, ef marka má nýj- ustu fréttir. Sem kunnugt er giftist Charlene, sem er 21 árs, á síðasta ári kántrýsöngvar- anum Johnny Lee, sem er 14 árum eldri, og innan skamms tilkynntu nýbök- uðu hjónin, að von væri á erfingja. En fljótlega fór að draga blikur á loft. Johnny þurfti að sinna starfi sínu og í því fólst, að hann var alltaf á ferð og flugi. Charlene vildi hafa hann hjá sér stöðugt. Nokkrum sinnum setti hún á svið fyrir framan aðdá- endur Johnnys atriði, sem hann kunni lítið að meta, og fór svo, að ekki var dóttir þeirra, Cherish, fyrr komin í heiminn, en þau tilkynntu, að þau hygðu á skilnað, enda væri hjóna- bandið vonlaust orðið. Það er því ekki furða, þó að aðrir gestir í einni Hollywood veislunni skömmu síðar hafi rekið upp stór augu, þegar boðs- gesturinn Charlene Tilton kom með „herra að eigin vali“, og hann reyndist vera enginn annar en sjálf- ur eiginmaðurinn Johnny Lee! Þegar farið var að spyrj- ast fyrir, og auðvitað var spurt og spurt, kom upp úr kafinu, að aldrei hefur Johnny sýnt Charlene eins mikla athygli og aðdáun eins og eftir skilnaðinn. Hann lét rigna yfir hana blómum og eldheitum ást- arbréfum þar til Charlene lét mýkjast. Hún hefur nú fallist á að gefa Johnny eitt tækifæri enn. Björn Borg er sparsam- ur á köflum ■ Tenniskóngurinn Björn Borg veit ekki aura sinna tal. Þó að hann hafi tapað tals- verðu fé á því að taka sér frí frá keppni að undanförnu, hafði hann efni á að gefa konu sinni, hinni rúmensku Mari- önu, pels, sem kostaði tæplega 80.000 krónur. Þegar að honum sjálfum kemur og fatakaupum, horfir hann meira í aurana. Ekki alls fyrir löngu var þeim hjónum boðið í hátíðlegt og formfast brúðkaup. Björn gat ekki hugsað sér að leggja í þá fjárfestingu, sem kaup á „smóking" hafa í för með sér. Hann kom við í samkvæmis- fataleigu og skellti sér á cinn smóking þar fyrir kvöldið. á þetta sem gaman, þetta hefur verið skemmtun hjá fólki í aldaraðir. Annars er það náttúr- lega einstaklingsbundið, en pers- ónulega trúi ég ekki á Tarot-spil, heldur lít ég á þetta sem skemmtun.“ - Hvemig era þessi spil? „Þetta eru fyrirmyndir nútíma- spila og skiptist í kylfur, bik- ara,sverð og mynt sem samsvara lauft, hjarta, spaða og tígli, en síðan eru 22 trompspil. Áhrif trompspilanna eru sterkari og þau hafa einnig víðari merkingu en hin spilin 56. Á hverju spili er síðan mynd sem er fullgild í sjálfri sér en öðlast víðari merk- ingu og skírskotun af tengslum sínum við önnur spil í þeirri röð sem dregin eru út í hverri spá.“ - Spáirðu mikið í Tarot-spil? „Ég er mikið beðin um að spá, t.d. fyrir saumaklúbba, en ég hef ékki haft neinn tíma til þess að stunda það. Ég spái hins vegar mikið fyrir vinkonur mínar, ég er alltaf beðin um það þegar ég kem í heimsókn til vina minna. “ Ljóðabók á leiðinni - Hvað hefurðu annars fyrir stafni? „Ég er í Einkaritaraskólanum og hef starfað lengi sem læknarit- ari. Síðan er ég líka grafíker, með próf úr grafíkdeild Hand- íða- og myndlistarskólans." - Þú yrkir líka? „Já ég hef skrifað mjög lengi. þegar ég var smástelpa orti ég dálítið ýtarlegt ljóð um konu sem lá með mér á spítala. Hún birtist síðan einn góðan veður- dag með skáldalaun handa mér. Ég varð mjög hissa á þessu því að ég var ekkert hrifin af ljóðinu." - Um hvað fjalla Ijóðin í væntanlegri Ijóðabók þinni? „Þau fjalla mikið um ástina og eru mjög auðlesin. Ég reyni að skfifa um það sem mér finnst fallegt." -sbj erlent yfirlit ■ FLOKKUR Indiru Gandhi varð fyrir miklu áfalli í þing- kosningunum, sem fóru fram í þremur fylkjum Indlands um miðja síðustu viku. Kosningamar fóru fram í Andhra Pradesh, Kamataka og Tripura. í Andhra Pradesh og Karna- taka hafði fylkisstjórnin verið í höndum flokks Indiru, en hann beið nú ósigur í þeim báðum og náðu andstæðingar hans meiri- hlutanum. í Tripura hafði fylkisstjórnin verið í höndum samsteypu- stjómar vinstri flokka og bættu þeir fylgi sitt í kosningunum, en fylgi flokks Indiru minnkaði. Tilfinnanlegastur var ósigur flokks Indiru í Andhra Pradesh. Þar hefur Indira átt sterkt per- sónulegt fylgi. í Andhra Pradesh er kjördæmið,-þar sem Indira hefur verið kosin á sambands- þingið í Nýju Delhi. Indira tók líka verulegan þátt í kosningabaráttunni þar fyrir fylkiskosningarnar nú. Sonur hennar, Rajiv Gandhi, sem talið er að hún vilji láta taka við flokksforustunni, þegar hún hættir, beitti sér enn meira. Úrslitin í Andhra Pradesh eru ■ Indira Gandhi. Líklegt þykir, að andstæðing- ar flokks Indiru í Karnataka sameinist um stjórnarmyndun. I næsta mánuði eiga að fara fram fylkiskosningar í Assam og Nýju Delhi. Talið er að flokkur lndim standi höllum fæti í þeim báðum. ÓNEITANLEGA em úrslit framangreindra kosninga vem- legt áfall fyrir Indim, en frétta- skýrendur vara þó við því að gera of mikið úr því. Ennfari flokkur hennar með fylkisstjóm- ir í 15 af 22 fylkjum Indlands og kosningar eiga ekki að fara fram til sambandsþingsins í Nýju Delhi fyrr en í janúar 1985. Margt geti breytzt á þeim tveimur árum, sem eftir eru til sambandskosninganna. Indira kunni líka að rjúfa þingið fyrr og efna til kosninga, ef hún telji sig fá hentugt tækifæri. Þá benda fréttaskýrendur á, að andstsæðingar Indiru hafi lagt á það megináherzlu, að ekki væri heppilegt að sami flokkur færi með völd sambandsríkisins og fylkjanna. Þannig drægist alltof mikið af valdi til Nýju Delhi, þ.e. höfuðborgarinnar. Kvikmyndaleikarar eru Indiru skeinuhættir Þeir hafa sigrað í tveimur fylkjum því vemlegur persónulegur ósigur fyrir þau, en þó einkum Rajiv. Kosningafundir hans voru yfirleitt illa sóttir. Öðru máli gilti um þá kosn- ingafundi, sem ekkja yngri sonar Indiru, Sanjay, hélt. Sanjay fórst í flugslysi 1980, en honum hafði verið ætlað að taka við af Indiru. Ekkja hans, Maneka Gandhi, vildi þá taka við af honum. Indira snerist gegn því og tefldi fram Rajiv, sem í fyrstu var ófús til þess. Þetta leiddi til fullra friðslita milli þeirra tengdamæðgnanna. Maneka stofnaði sinn eigin flokk og bauð hann fram nú í þremur kjördæmum í Andhra Pradesh. Flokkurinn fékk frambjóðendur sína kosna í þeim öilum. Fundir, sem Maneka hélt, voru miklu betur sóttiren hjá Rajiv. Því gæti fylgt margvíslegspilling. Bezt væri, að valdhafarnir í fylkjunum væru óháðir vald- höfunum í Nýju Delhi. í kosningabaráttunni var mikil áherzla lögð á þann áróður, að ýms spilling hefði skapazt hjá fylkisstjórunum og því væri nauðsynlegt að breyta um stjórn og hreinsa til. Margir fréttaskýrendur telja, að það geti ráðið miklu um úrslitin í sambandskosningunum 1985, hvort andstæðingar Indiru geta sameinazt fyrir þær, eins og gerðist 1977, þegar flokkur hennar tapaði, eða hvort þeir ganga klofnir til kosninganna. Þá verði Indira sigurvænleg. Það er styrkur Indiru að andstæðingar hennar hafa ekki, eins og nú stendur, forustumann sem talinn er jafnoki Indiru og þeir gætu sameinazt um. Þess ÞAÐ VAR þó ekki Maneka Gandhi, sem olli ósigri flokks Indiru í Andhra Pradesh, heldur nýr flokkur, sem nefndist Telegu Desam. Þessi flokkur fékk hrein- an meirihluta, þótt hann væri ekki nema sjö mánaða gamall. Stofnandi þessa flokks var einn frægasti og vinsælasti kvik- myndaleikari Indverja, Nanda- muri T. Rama Rao. Rao, sem er 59 ára gamall, hefur í mörgum kvikmyndum leikið ýmsa guði Hindúa og þótt takast það vel. í öðrum myndum hefur hann leikið frelsishetjur eða efnalitla, heiðvirða menn, sem börðust fyrir bættum kjörum almennings. Þetta virðist hafa komið hon- um að góðu haldi nú. Hann ferðaðist um í lélegri bifreið og flutti ræður sínar úr henni í hátalara, þar sem hann hafði viðkomu. Hvarvetna safnaðist saman margmenni til að hlýða á hann. Annar þekktur kvikmynda- leikari hefur leikið þennan leik áður, M.G. Ramachandrán, sem riú er forsætisráðherra í Tamil Nadu, nágrannaríki Andhra ■ Nandamuri T. Rama Rao. Pradesh. í Karnataka missti flokkur Indiru einnig meirihlutann. Þar fékk mest fylgi bandalag flokka, sem m.a. Janataflokkurinn og tveir kommúnistaflokkar tóku þátt í. Það fékk þó ekki meiri- hluta. í Karnataka fékk þjóðlegi flokkurinn,sem Bihari Vajhayee veitir forustu, verulegt fylgi. - Vajhayee var utanríkisráðherra Þórarinn Þórarinsson, ritstjórir skrifar ■ Dökku blettimir sýna fylkin, þar sem kosið var í síðustu viku. í ríkisstjórn Janataflokksins vegna þykir enn sú spáin senni- 1977-1980. legust, að Indira haldi velli.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.