Tíminn - 13.01.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.01.1983, Blaðsíða 10
Umsjón: Samúel örn Erlingsson Staðan ■ Staðan eftir leikina í gær í fyrstu dcild er þessi: KR-ÍR 28-13 FH-Valur ' 28-23 Víkingur 12 8 2 2 18 FH 12 8 0 4 16 KR 12 8 0 4 16 Stjarnan 12 7 1 4 15 Valur 12 5 1 611 Þróttur 12 5 1 611 Fram 12 4 L 7 9 ÍR 12 0 0 12 0 ÍR í öðru sæti ■ í gaerkvðld var einn leikur í fyrslu deild kvennn í handknatt- leik. ÍR sigraði Víking 17-5. Staðan er nú þessi í fyrstu deild kvenna: Valur 9 7 1 1 15 ÍR 9 7 0 2 14 Fram 9 6 1 2 13 FH 8 5 2 1 12 Víkingur 8 3 15 7 KR 82064 Haukar 8 0 17 1 Þór Ak. 6 0 0 6 0 | Skíðakénusia á Miklatúni ■ Skíðaráð Reykjavíkur ogl Skíðafélag Reykjavíkur inunu í dag og næstu daga gangast fyrir skíðagöngunámskeiðum á Mikla- túni. Námskeiðin hefjast í dag. í dag I og á morgun stendur námskeiðið milli kl. 17 og 18, og á laugardag j og sunnudag milli 14 og 16. Kennari á námskeiðunum verð- ur Ágúst Björnsson. Blakið af stað ■ Blakið fer af stað um helgina. I Það er rétt að birta stöðuna í deildunum, því ekkert hefur verið | leikið frá þvf fyrir jól. Staðan er þessi í fyrstu deild karla: Þróttur 9 9 0 27-3 18 I ÍS 9 7 2 23-6 14 Bjarmi 9 4 5 12-18 8 UMSE 9 2 7 8-24 41 Víkingur 8 0 8 5-24 oj Þróttarar eru á sigurbraut. ÍS vcrður að sigra þá í báðum lcikjunum sem liðin eiga eftir sín á milli, og auk þess sigra í | úrslitaleik ef Þróttarar eiga að missa af titlinum. Það verður að teljast ólíklegur mögulciki, því'j Þróttarar hafa sýnt mikið öryggi í leikjum sínumí vetur. En staðan í annarri deild karla er þcssi: Samhygð 6 5 1 17-8 10 Fram 5 3 2 10-8 6 Brciðablik 6 3 3 13-13 6 ! Þróttur Nes. 4 13 5-11 2 Akrancs 4 0 4 3-12 0 í annarri deild karla er allt á suðupunkti. Þar eru fjögur lið sent bítast uin titilinn. Reyndar hefur Samhygð fjögurra stiga forystu, en þeir hafa aðeins tapað cinum leik færra en HK og Fram, og öll scinni umferðin er eftir. Breiða- blik kemur Iíklega ekki tii með að blanda sér mjög í baráttuna um fyrstu dcildarsætið, þar sem það hefur tápað fjórum leikjum. En Breiðabiik er líklegt til að gera toppliðunum skráveifu. Staðan í fyrstu deild kvenna er þcssi: Þróltur 8 8 0 24: 7 16 ÍS 8 7 1 23: 4 14 Brciðablik 8 4 4 16:13 8 KA 8 17 3:21 2 Víkingur 8 0 8 3:24 0 Tvö lið aðeins koma til grcina sem íslandsmeistarar í kvenna- flokki úr [ ssu. Það eru Þróttur og ÍS. Liðit. iafa aðeins mæst einu sinni, og þá sigraði Þróttur. Liðin eiga eftir að mætast þrisvar sinnum enn, og ómögulegt er að segja um hvað þá gerist. ■ Ekki varð sú ferðin til fjár var einhvern tíma sagt. Sama iná segja um ÍR strákana, ekki sóttu þeir stigin í llöllina í gærkvöld. Lcikurinn í gærkvöld hafði lokatöl- urnar 28-13 KR í hag. Staðan í leikhléi var 12-8 fyrir KR. ÍR-ingar stóðu nokkuð í KR-ingum í fyrri hálfleik, svo sem tíðindi að þeir séu ekki meira en fjórum mörkum undir í hálfleik. Ekki verið að lasta strákana hér, síður en svo. En það er nú bara einu sinni svo, að leikir sem lið geta verið búin að vinna fyrirfram, geta ekki orðið skemmtilegir. Oft hafa að vísu lið í hinum ýmsu íþróttagreinum farið flatt á því arna, en ekki er hægt að tala um slíkt hér. Annars vegar er mjög gott lið, með landsliðsmenn í búntum, ef svo má segja, enda hafa allir leikmenn KR leikið fyrir íslands hönd, ef ekki í A landsliði (9 hafa leikið þar), þá í un; lingalandsliðum. Hins vegar er blanda af bráðungum strákum, meðal- mönnum og gömlum jöxlum sem standa hreint alveg á öðru plani en leikmenn hinna fyrstu deildar liðanna. Jæja aftur að leiknum, KR-ingar hafa fengið lík- lega ádrepu i leikhléi frá sínum ágæta þjálfara, a.m.k. var allt sett á fulla ferð og síðari hálfleikinn unnu þeir 16-5. Stefán Halldórsson var atkvæðamest- ur KR-inga, skoraði 8 mörk, Gunnar Gíslason 6, Anders Dahl 4, Guðmundur Albertsson 4, Haukur Ottesen 3 og Jóhannes Stefánsson 3. ÍR: Andrés Gunnlaugsson 3, Atli Þorvaldsson 4, Ólafur Kristjánsson 2, Þórarinn Tyrf- ingsson 2, Björn Björnsson 1, og_ Gunnar Kristjánsson 1. — ad þessu sinni fyrir KR KARATE ? ? ? FH SIGRAÐI í RÚT- LAUSUM LEIK Yfir 50 mörk voru skoruð með einstaklingsframtaki Gunnar Gíslason og fclagar í KR lögðu ÍR að velli í gærkvöld. Tímam Ella ■ FH-ingar gerðu í gærkvöldi vonir Valsmanna um að komast í úrslitakeppni ijögurra liða í fyrstu deild að engu. Valsmenn héngu í Hafnfirðingunum næstum allan fyrri hálfleik, en í lokin tóku FH-ingar af skarið og náðu þriggja marka forskoti. I leikhléi var staðan 15-12 fyrir FH. í síðari, hálfleik var slagurinn svipaður, liðin skoruðu á víxl, mörg mörk, enda krsuðu þau alls fimmta tuginn, mörkin áður en leikurinn var úti. Lokatölur urðu 28-23 FH í hag. Það var svipað í lok síðari hálfleiks og í þeim fyrri, FH-ingar tóku dágóðan sprett, og þar með var sigurinn í höfn. Ekki var leikurinn rismikill frá hand- knattleikslegu sjónarmiði. Varnarleikur var lélegur, og lélegri hjá Val. Sóknar- leikur varð því aldrei sérstakur, sóknim- ar mjög stuttar, oft fékk boltinn ekki að ganga yfir milli hliðarlína, áður en skot var reynt. Það var svo sem allt í lagi þannig séð, því flest lak inn. Valsmenn tóku Kristján Arason úr umferð eftir að hann hafði skorað fjögur fyrstu mörkin fyrir FH. Hann losnaði þó af og til úr gæslunni, og mörk hans áttu eftir að verða mörg áður en yfir lauk. Svipuðu máli gegndi um Brynjar Harðarson Val, sem var eini maðurinn sem eitthvað gat að ráði þeim megin, enda fór það svo að FH-ingar tóku hann úr umferð þegar síðari hálfleikur hófst. Brynjar losnaði þó öðru hvoru eins og Kristján, og þá skoraði hann oft. Báðir ■ ... Þetta er nú bara fótbolti. Myndin er af Cabrini, t.v. einn sex heinismestara í liði Juventus á Itah'u í leik gegn Sampdoria í haust. Hann á þarna í höggi við Dario Bonetti hjá Sampdoria. Hvorugur þessara stráka meiddi sig þó í þessu tilfelli þó ótrúlegt sé. Seinna á kcppnlstiinabilinu varð að skera Cabrini upp á hné, vegna rifins liðþófa, reyndar sama dag og Juventus sigraði Standard Liege 2-0 á Stadio Communale í Torino, og komst þar með í fjögurra Uða úrslit í Evrópukeppni meistaraliða í knattspymu. Cabrini fór að æfa á ný um áramót. númer 10, Kristján og Brynjar, og leikurinn hálfgerð skotkeppni þeirra á milli. FH-ingar voru skárri í leiknum, en ekki var hægt að segja að þeir sýndu góðan leik. Kristján var sterkur.en jákvæðast kom út úr leiknum Guðjón Guðmundsson, sem sýndi nokkra yfir- vegun og gerði nokkur falleg mörk. Þorgils Óttar var og góður, en sýndi þó enga snilldartakta. Brynjar Harðarson var bestur Vals- manna, í sérflokki. Aðrir voru slakir nema helst Einar Þorvarðarson sem varði nokkuð vel í síðari hálfleik. Kollegi hans í FH-markinu, Sverrir Kristinsson sýndi og góða takta síðast í leiknum. Kom inn á og varði vítakast, og þó nokkur skot eftir það. Mörk FH í leiknum skoruðu: Kristján Arason 11, Guðjón Guðmundsson 6, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Hans Guð- mundsson 2, Guðmundur Magnússon 2, Pálmi Jónsson, Teódór Sigurðsson og Sveinn Bragason 1 hver. Valur: Brynjar Harðarson 11, Jón Pétur Jónsson 3, Steindór Gunnarsson 3, Jakob 2, Þor- björn Jensson 2, og Gunnar Lúðvíksson 1. LOKS VAR SKORAÐ HJÁ SUNDERLAND ■ Manchester City átti sigurinn skilinn á Maine Road. Þeir voru betri allan tímann. Sunderland sem ekki hefur fengið á sig mark í sex leiki, varð að láta sér lynda að fá á mark. Hartford og David Cross skoruðu fyrir City. Peter Ward skoraði eina mark leiksins í Newcastle, snemma í leiknum. Þar voru Brighton einfald- lega of sterkir fyrir heimaliðið. 32 þúsund áhorfendur sáu leikinn, en aðeins 14 þúsund leik Chelsea og Huddersfield. Úrslitin urðu þessi í gær: Chelsea-Huddersfield 2:0 Man.City-Sunderland 2:1 Newcastle-Brighton 0:1 Stoke-Sheffield 3:2 Torquay-Oxford 2:1 Gunnar Lúðvíksson laumar knettinum ínn á línuna framhjá risunum í liði FH, Hans Guðmundssyni og Kristjáni Arasyni í leiknum í gær. Lato í Mexikó Grezegorz Lato, pólski landsliðsmað- urinn góðkunni í knattspyrnu, sem m.a. lék með Arnóri Guðjohnsen í Lokeren á síðasta keppnistímabili, gerði í haust samning til tveggja ára við mexíkanska félagið Atlante, sem reyndar er rekið af félagsmálaráðu- neyti Mexíkóríkis. Samningurinn felur í sér íbúð og bíl að kosnaðarlausu, föst mánaðarlaun, bónus fyrir alla sigra, sem er helmingi hærri en félagarnir fá, ásamt tveimur leyfisferðum til Evrópu fyrir alla fjölskylduna tvisvar á ári, auðvitað allt frítt. Farangurinn fór á flakk Miljan Miljanic, Júgóslavinn, sem tók við sem aðalþjálfari hjá spánska stórliðinu Valencia af Manuel Mestre í nóvember síðastliðnum gleymir lík- lega seint fyrsta leiknum sem félagið lék undir hans stjórn. Ekki endilega vegna þess að Valencia náði 0-0 jafntefli gegn Banik Ostrava í borginni Ostrava í Tékkóslóvakíu og komst þar með áfram í þriðju umferð UEFA keppninnar í knattspyrnu, heldur vegna meiriháttar vandamála sem komu upp fyrir leikinn. Allur útbúnað- ur Valencia liðsins villtist, ef svo má segja þegar liðið millilenti í París og skipti um flugvél þar. Farangurinn lenti sem sagt í einhverri annarri vél eða þannig, og strákarnir frá Valenciu komu svo að segja naktir í leikinn. Valenciuliðið þurfti þar af leiðandi að fá allt lánað sem við átti að éta svo hægt væri að leika leikinn, svo sem skó og búninga atta. Töpuðu en keyptu markvörðinn Þegar New York Cosmos tapaði 2-0 fyrir vestur-þýska liðinu FC Freiburg á keppnisferð árið 1978, urðu banda- rísku meistaramir yfir sig hrifnir af markverði Freiburg liðsins Hubert ■ Hubert Birkenmaier. Birkenmaier. Hann var síðan keyptur til Cosmos. Þar af leiðandi var gerður samningur þar að lútandi millum Cosmos og Birkenmaier sem tryggði honum u.þ.b. eina milljón íslenskra króna á hverju keppnistímabili í laun. Nú hefur reyndar Birkenmaier sótt um bandarískan ríkisborgararétt. í þremur úrslitakeppnum banda- rísku knattspymukeppninnar hefur Birkenamaier haldið marki sínu hreinu. Á síðasta keppnistímabili var Birkenmaier kjörinn besti leikmaður Cosmos. Breitner rithöfundur Paul Breitner, sá heimsfrægi knatt- spymumaður, sem varð heimsmeistari með vestur-þýska landsliðinu árið 1974, lék til úrslita mcð liðinu í heimsmeistarakeppninni 1982 á Spáni og skoraði þar mark Þjóðverja, og hefur verið fyrirliði Bayern Munchen liðsins í vetur, hefur alltaf verið hrifinn af böinum, bæði sínum eigin þremur, og öðmm. Það kemur því í það minnsta hans nánustu ekki á óvart að nú hyggst hann skrifa og gefa út barnabók, sem mun innihalda frum- samdar kvöldsögur, sem Breitner segir börnum sínum á hverju kvöldi. Paul Breitner er ekki beint neinn græningi í bókaskrifum og útgáfu, eftir hann hafa þegar verið gefnar út tvær bækur: „Ich will kein Vorbild sein“ (Ég vil ekki vera nein fyrirmynd), og bók um Heimsmeistarakeppnina á Spáni. Andstætt mörgum frægum íþrótta- mönnum sem leggja nafn sitt við bækur, skrifar Breitner sínar bækur sjálfur, og bók hans um heimsmeist- arakeppnina hefur t.d. selst í 90.000 eintökum. Hin bókin, um hann sjálfan varð einnig mjög vinsæl, en ekki hjá öllum. Árið 1977 þegar Breitner lék með Eintracht Braunschweig, óð hann upp á dómarann Burger, og hund- skammaði hann fyrir að hlaupa í veg fyrir einn meðleikmanna sinna. Þá slapp Breitner með tiltal. En þegar hann talaði illa um dómarann í bókinni þá svaraði Burger með því að kæra hann, og krafðist skaðabóta. - Breitn- er varð að láta sér lynda að greiða Burger 30.000 krónur í skaðabætur fyrir niðrandi ummæli. Stjörnur fá milljónir Knattspyman er nú í mikilli sókn í Bandaríkjunum, og hefur verið undan- farin ár. Baráttan fyrir framgangi knattspyrnunnar í því stóra Iandi er hörð, því margar vinsælar greinar eru í Bandaríkjunum og sá markaður hefur fyrir löngu af mörgum verið talinn yfirfullur. - En það er eitt sem knattspyrnan hefur ekki nærri náð ennþá, og það eru launaupphæðir þær sem toppstjörnurnar í hinum stóru greinum fá. > Giorgio Chinaglia, framherji hjá New York Cosmos er launahæstur knattspyrnumanna í Bandaríkjunum. Hann hefur í laun um það bil 5 milljónir íslenskra króna á ári. Tom Coiseneau, sem er stórstjarna í amer- ískum fótbolta hefur um 12 milljónir króna í árslaun, og íshokkístjarnan Wayne Gretzky hefur um 16 mUljónir. 34 mUljónir króna fær baseball kapp- inn Gary Carter, og bæði hann og körfuknattleiksmaðurinn Moses Mal- one standa öllum öðrum framar hvað launaupphæðir snertir. Malone skipti nýlega um félag, leikur nú með Philadelphia, en lék áður með Houst- on. Þar fær hann samkvæmt samningi um 40 milljónir króna í laun á ári nxstu 6 árin. Knötturínn náöi 175 km. hraða 175 kílómetrar á klukkustund er sagður vera sá hraði sem fótboltinn nær, þegar maðurinn sem sparkar í hann af öllu afli heitir Eder og leikur á vinstri kantinum í brasilíska landslið- inu í knattspyrnu. Umsjónarmanni íþróttasíðunnar ‘ þykir þó rétt að taka þessa tölu með fyrirvara, þar eð þessi tala er svo miklu hærri en áður hefur verið mælt í líkum mælingum. í slíkri mælingu sem gerð var fyrir nokkrum árum í Englandi var boltinn mældur á 124 km hraða eftir skot Peters Lorimer sóknarleikmanns Leeds. ‘1 fur :J Sænska dagblaðið Ekspressen hefur mælt nokkra þarlenda knattspyrnu menn og mældist bolti frá Benny Wendt sem nú leikur með Standard 1 Liege vera á 115 kílómetra hraða. Skot Peles var mælt á 109 km. hraða. Öll þessi spörk voru mæld þegar sparkað var í kyrrstæðan knött, en að sjálf- sögðu eykst hraðinn einhver ósköp þegar boltinn er á ferð þegar sparkað er í hann, að ekki sé talað um’ svokölluð „viöstöðulaus" skot. Ef litið er til annarra íþróttagreina, mældist hraði bolta frá vestur-þýsku stórstjörnunni í handbolta, Erhard Wunderlich vera 127 km. á klukku- stund. Það var auglýst sem óopinbert heimsmet, og það sem áður stóð var eign Austur-Þjóðverjans Frank Wahl, sem kastaði knettinum svo hann náði 125 km. hraða. Fallbyssuskvtmr í öðrum íþrótta- greinum e.u: Golf: Amold Palker, Banda- ríkjunum (250 km.), Tennis: Roscoe Tanner, Bandaríkjunum (220 km. í uppgjöf), Íshokkí: Bobby Hull, Kan- ada, (190) km.), Borðtennis: Kjell Johansson Svíþjóð (180 km.). Að ná í nýja leikmenn Það er misjafnt hve mikið er fyrir því haft og hve langan tíma það tekur að næla í nýja leikmenn. Með Norwich City í Englandi leikur nú hollenskur bakvörður, Dennis Van Wyk. Fyrir rúmum tveimur árum fór unglingalið Norwich á alþjóðlegt mót í Hollandi. Ronnie Brooks fararstjóri sá þá Dennis leika með Ajax og leist strax vel á piltinn. Það var síðan ekki fyrr en síðastliðið sumar að Ronnie Brooks gat farið aftur til Hollands til að líta á pilt að nýju. Að lokum varð afleiðingin sú að Van Wyk er nú leikmaður með Norwich í fyrstu deildinni. Hann þykir taka sig þokkalega út á Carrow Road. KNATTSPYRNUMOLAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.