Tíminn - 13.01.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.01.1983, Blaðsíða 6
6______________ í spegli tímans FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983 viðtal dagsins ■ Ekki var langt um liðið síðan Charlene tilkynnti að hjónabandi hennar og Johnny Lee væri lokið þar til hún kom með hann í Hollywood veislu upp á arminn. — segir höfundurinn, Edda Geirsdóttir ■ Nú er nýkomin út bók sem margir hafa beðið eftir, alla vega þeir sem annaðhvort hafa gaman af því að leika sér eða þeir sem , hafa hug á því að sjá lengra en nef þeirra nær. Þessi bók nefnist „Tarot á Vatnsberaöld“ og hefur Edda Geirsdóttir tekið hana saman. Tíminn náði tali af Eddu og innti hana nánar eftir inni- haldi bókarinnar og tilurð hennar. „Ég byrjaði nú á þessu vegna þess að mér var bent á að það væri ekkert til á íslensku um Tarot-spilin. Mér var einnig sagt að það væri mikið spurt um bækur um Tarot í verslunum og ég var hvött til þess að taka saman leiðbeiningarrit fyrir áhugafólk um Tarot-spil. Það virðist vera mjög mikill áhugi á leikjum alls konar, líklega vegna þess að fólk hefur meiri frítíma en oftast áður. Fólk hefur líka almennt fengið meiri áhuga fyrirstjörnuspáfræð- um, vill geta tengt stjörnumerkin meira við daglegt líf sitt og víkka þannig sjóndeildarhring sinn.“ - Hver er uppruni Tarot-spil anna? „Ég tel að þau hafi orðið til á menningarskeiði hjá Egyptum þegar þeir störfuðu við að hafa ofan af fyrir fólki með skemmt- unum. Það eru margir á þessari skoðun um uppruna þeirra. Síð- an hafa þau borist til Evrópu- landanna með sígaunum." - Er þetta þá meira gaman en alvara? „Já, ég held að fólk líti fremur ■ Edda Geirsdóttir h'tur í Tarot- spilin. (Tímamynd ELLA) ■ Hún heitir Elaine Stahl og fæddist fyrir 20 árum í London. Til skamms tíma var hún framreiðslustúlka á pizzaveitingastað í London og það starf fékk hún, vegna þess að veitingahússeigandanum fannst hún líta út rétt eins og hún kæmi frá Napólí! Það þurfti alvanan Ijós- myndara til að gera sér grein fyrir hversu lík Elaine er Sop- hiu Loren. Hann dreif hana í vinnu og gerði hana á skömmum tíma að eftirsóttri Ijósmyndafyrirsætu. Og nú kemur Carlo Ponti til sögunn- ar. Að undanförnu hefur hrikt í hjónabandsstoðum Sophiu Lorcn og Carlo Pontis. Sophia hefur farið sínu fram og eytt mestum sínum tíma í félags- skap franska læknisins dr. Be- aulieu, en Carlo hefur orðið að láta sér lynda að vera einn á báti. Synirnir eru á heimavist- arskóla í Genf. Þegar Carlo sá myndir af Elaine Stahl, þóttist hann sjá sérleik á borði. Þarna gæfist gullið tækifæri til að ná fram hefndum á hinni ótryggu eiginkonu. Hann hefur ákveð- ið að gera úr Elaine „hina nýju Loren“, burtséð frá, hvort hún hefur nokkra leikhæfdeika eða ekki! 1 Carlo Ponti hefur þegar tekist ætlunarverk sitt. Sopliia Loren er sögð ævareið, enda ígerir hún sér Ijósa grein fyrir, . • ■ Elaine Stahl þykir með ólíkindum lík Sophiu Loren á unga árum. ■ Það er síður en svo að fegurð Sophiu Loren hafi föln- að með árunum. En hvað verður að svo sem 5 árum liðnum? að aldursmunurinn á henni og Elaine, 28 ár, getur orðið afdrifaríkur. Að vísu segir hún nú: - Eg er ekkert síður falleg en Elaine. En áhyggjusvipur- inn leynir sér ekki, og þegar allt kemur til alls, getur dæmið hafa snúist við að svo sem 5 árum liðnum. Bók um Tarot-spilin komin út: „BÁRIIST TIL EVRÚm- LANDA IHED SfcAUNUM” ■ Hjónaband þeirra Sophiu Loren og Carlos Ponti stendur nú á brauðfótum. Carlo hefur látið hafa það eftir sér, að það séu einungis synir þeirra, sem aftri sér frá því að leita eftir skilnaði. CflRLO PONTI HEFNIR SÍN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.