Tíminn - 13.01.1983, Blaðsíða 8
8
ímrnm
FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1983
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur
V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hailgtjmsson og Atli Magnússon.
Umsjónarmaður Helgar-Timans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni
Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir:
Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttir. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir,
María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýslngar:
Síðumúla 15, Reykjavfk. Simi: 86300. Auglýsingaslml 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392.
Verð í lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 150.00.
Setning: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf.
Nýting aukaaf urða
í f iskiðnaði
■ Alexander Stefánsson hefur ásamt 10 þingmönnum
Framsóknarflokksins lagt fram í Sameinuðu þingi tillögu
um skipun nefndar til að gera úttekt og tillögur um nýtingu
aukaafurða í fiskiðnaði.
Samkvæmt tillögunni skal ríkisstjórnin skipa þriggja
manna nefnd sérfróðra manna til að gera úttekt og tillögur
um hvernig hægt sé á fljótvirkastan hátt að stórauka og
fullnýta aukaafurðir í fiskiðnaði hér á landi.
Nefndin geri m.a. tillögur um tæknibúnað og tæki um
borð í íslenzkum veiðiskipum svo og nauðsynlegar
breytingar á fiskverkunarstöðvum í landi til að ná þessu
markmiði, enn fremur tillögur um nýjar vinnslustöðvar ef
með þarf, t.d. í lífefnaiðnaði.
í greinargerð tillögunnar segir á þessa leið:
„Flestir gera sér Ijóst að óvarlegt er að reikna með
mikilli aukningu á fiskafla hér við land í næstu framtíð.
Margir fiskistofnar munu nálægt því að vera fullnýttir.
Það fer því ekki milli mála að vinna þarf markvisst að því
að gera þann afla, sem veiðist, verðmeiri, sem hlýtur að
byggj ast á betri meðferð og fullvinnslu þess, sem veiðist.
Fiskiðnaður er mikilvægur og er dæmigerður auka
afurðaiðnaður. Sem dæmi má nefna að við framleiðslu
fiskflaka falla um það bil 60% af þunga fisksins undir
skilgreininguna aukaafurðir og við rækjuvinnslu 75% eða
meira.
Nokkur hluti þessara aukaafurða er nú nýttur, t.d. í
dýrafóður eða í mjöl- og lýsisvinnslu. Stór hluti er þó
meðhöndlaður sem úrgangur, kastað í sjó eða ónýttur á
annan hátt. Það er alkunn staðreynd, að miklu magni af
innyflum og úrgangsfiski er hent árlega.
Hér er verðmætum fyrir tugmilljónir króna kastað á glæ
á ári hverju, en ljóst er að hægt er að nýta þetta hráefni
og skapa þannig aukna atvinnu og auknar útflutningstekj-
ur fyrir þjóðarbúið.
Þetta þarf að skipuleggja frá grunni og hagnýta alla þá
tækniþekkingu, sem fyrir hendi er, til að ná þessu
markmiði.
Sem betur fer hafa Rannsóknastofa Fiskifélags íslands
og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins unnið mikið og gott
starf á þessu sviði á undanförnum árum. Er því þegar fyrir
hendi mikil þekking og niðurstöður rannsókna, og hlýtur
það að auðvelda ákvörðun um skipulegar framkvæmdir
til að auka fullnýtingu í fiskiðnaði hér á landi.
Ýmislegt hefur verið nefnt í þessu sambandi sem
æskilegur valkostur, auk mjölvinnslu og lýsisbræðslu á
hefðbundinn hátt, svo sem meltuvinnsla úr innyflum, sem
talið er að hægt sé að koma við um borð í veiðiskipum
og án mikils tilkostnaðar við fiskvinnslustöðvar í landi,
fjölbreyttari framleiðsla úr lifur og hrognum og síðast en
ekki sízt lífefnaiðnaður - lyfjaframleiðsla, en talið er að
hagkvæmt sé meðal annars að vinna úr innyflum fiska,
hvala og sláturdýra lyf, lyfjahráefni, hormóna og lífhvata.“
í umræddri þingsályktunartillögu er vissulega hreyft
stóru máli, sem ekki má dragast að verði sinnt eins vel og
kostur er.
Stöðvast flotinn?
Þótt veðráttan sé erfið um þessar mundir, hefur
fiskifloti landsmanna verið á veiðum síðan samkomulag
náðist um fiskverð undir forustu Steingríms Hermanns-
sonar.
Stjórnarandstaðan hefur nú við orð að fella þessar
ráðstafanir, en af því myndi hljótast að flotinn stöðvaðist.
Því verður ekki trúað fyrr en á reynir, að þessar hótanir
séu bornar fram í alvöru.
P.P.
skrifað og skrafað
Stffir vfðræðufundir formanna flokkanna um kjördæmamálfð:
FJÖLGUN í 65 MNGMENN OG
d’HONT-dUtEIKNINGSREGIAN?
lár tvoggja mögulelka sem nú eru helst tll umræðu
Bylting í
fræðslukerfínu
■ Fyrir allmörgum árum
fékk tilraunadeild mennta-
málaráðuneytisins vitrun um
að samlagning, frádráttur,
deiling og margföldun væri
úrelt þing og börnum háska-
legt að festa sér í minni.
Bylting var gerð í stærðfræði-
kennslu. Bann var sett við að
kenna stærðfræði að hefð-
bundnum hætti en lausnar-
orðið var mengi.
Gengið var hart fram í
siðbótinni. Bækur brenndar
og gömlum gildum kastað
fyrir róða. Gamla stærðfræð-
in útskúfuð en hið allsráðandi
mengi tók við, með tilheyr-
andi kennslubókum, sem í
seinni tíð eru nefnd
námsgögn. Foreldrarog aðrif
áhugamenn um menntun
barna fengu ekki rönd við
reist, enda botnuðu fæstir
þeirra upp né niður í tilskip-
unum og hinum nýja sið
ráðuneytisins. Einn góðan
veðurdag komst tilrauna-
deildin að því að mengið væri
ekki nógu gott og önnur
siðabylting gekk yfir. Náms-
gögnum í mengi var varpað
á eld og nemendum var leyft
að læra margföldunartöfluna
átölulaust. En kynslóð óx
upp sem hvorki kann að ieita
stærðfræðilegra úrlausna
með því að beita mengi eða
því sem eitt sinn var kallaður
reikningur. En það gerir
kannski ekkert til. Skólarnir
verða tölvuvæddir og eftir
það þarf enginn að kunna
neitt nema á tölvu. Vélræn
þekking er framtíðin.
í leit að vegi
réttlætis
Breytingar á kjördæma-
skipan eru mjög á dagskrá og
hafa margir lagt sitthvað af
mörkum í þann orðabelg.
Það lýðræðislega réttlæti sem
breytingin á að hafa í för með
sér hefur verið útskýnb fyrir
landslýð í fjölmiðlum og
mikil reikningsdæmi sett
upp. Prófessorar í stærðfræði
og mikilvirkustu tölvur laúds-
ins reikna út og suður og
leggja dæmin fyrir stjórnmála-
foringjana og þingflokka sem
rýna í tölvuútskriftir í leit að
vegi réttlætisins.
Merkilegar stærðfræðileg-
ar formúlur hafa verið lagðar
til grundvallar útreikningun-
um, og eru þær kenndar við
útlenda meistara og nefndar
eftir þeim. Kenninöfn er-
lendra stærðfræðinga sem
voru öllum munntöm fyrir
nokkrum vikum eru horfin
úr minni en ný koma í þeirra
stað. í þessu blaði gat að líta
í gær á áberandi stað hina
forvitnilegu fyrirsögn: Fjölg-
un í 65 þingmenn og d'Hont-
útreikningsreglan •
d‘Hont
Þetta vakti forvitni að
frétta nánar af d‘Hont og
reglu hans. Fréttin hefst á
þessari setningu: „Þeir tveir
möguleikar sem formenn
stjórnmálaflokkanna hafa að
undanförnu velt fyrir sér sem
lausnarmöguleikum í kjör-
dæmamálinu, eru annars veg-
ar sá möguleiki að þingmenn
verði á bilinu 62-64 og út-
reikningsreglan um úthlutun
þingsæta verði meðaltals-
atkvæðafjöldi í kjördæmi og
hins vegar er það möguleik-
inn á 65 þingmönnum, með
d'Hont útreikniaðferðinni,
svipað og nú er, en með þeim
breytingum að uppbótar-
þingsætin yrðu bundin við
Reykjavík og Reykjanes-
kjördæmi, til þess að ná fram
meira jafnvægi á milli kjör-
dæma, en þó þannig að
tveimur uppbótarþingsætum
yrði haldið fyrir fjölmenn-
ustu landsbyggðarkjördæm-
in.“
Stjórnarskrárnefnd hefur
haldið marga fundi og
stranga og skilað tillögum
um kjördæmabreytingu. For-
menn stjórnmálaflokkanna
fjalla um málið og þingflokk-
ar skoða það samviskusam-
lega. Að lokum er það Al-
þingi sem sker úr um, hvernig
þingmönnum verður skipt
milli kjördæma og setur ný
lög um þá skipan. Stefnt er
að því að slík lög verði
samþykkt fyrir næstu kosn-
ingar og má vera að lítill tími
verði til stefnu ef kosningar
ber brátt að, en ýmsar blikur
eru nú á lofti í þeim efnum,
eins og ummæli Steingríms
Hermannssonar í fjölmiðlum
bera með sér.
Lýðræði bundið
í formúlu
En ný kjördæmaskipan er
ekki mál þingmanna einna.
Það er mál allrar þjóðarinnar
og er því mikilvægt að hún
fái að fylgjast með undirbún-
ingi eins vel og kostur er.
Fjölmiðlar hafa gert sitt til að
skýra frá umræðum og
síferskum hugmyndum um
gang mála en þær stærð-
fræðiþrautir sem lagðar eru
fyrir eru líklega öllum þorra
manna óviðráðanlegar. Sjálf-
sagt er að leita aðstoðar
stærðfræðinga til lausnar svo
viðkvæmu máli sem breytt
kjördæmaskipan er, en aldrei
hefði manni sem aldrei hefur
lært mengi dottið það í hug
að óreyndu að hægt væri að
setja lýðræðið upp í svo
margar stærðfræðilegar
formúlur og að hugsuðir í
útlöndum gætu haft áhrif á
hverjir ná kosningu til Al-
þingis á íslandi og hverjir
falla.
Sjálfsagt fær mál þetta
farsælar lyktir og vonandi
skilur hinn almenni kjósandi
eftir hvaða reglu hann kýs
sína þingmenn þegar þar að
kemur. En skelfing er erfið
leitin að réttri formúlu.
En þegar hún finnst
skulum við vona að ekki
þurfí að fara fyrir nýrri
kjördæmaskipan eins og
menginu í fræðslukerfinu.
starkaður skrifar
Salmabok óháða sjálf
stædisþingmannsins
■ ELLERT Schram, fyrrverandi og væntanlegur þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sem virðist lifa í þeirri blekkingu að
hann, sem einn af innstu koppum í valdabúri íhaidsins, sé
óháður sjálfum sér þegar hann situr í ritstjórastóli á DV og
stjórnar þar skrifum blaðsins og stefnu, sendir Tímanum
óvandaðar kveðjur í leiðara í blaði sínu í gxr. Þar er safnað
saman lygum og svívirðingum, sem ýmsum öðrum en honum
hefur hingað til verið tamara, á þeim bæ en hann hefur
sýnilega lagt sig eftir að læra af sér óprúttnari mönnum með
augljósum árangri.
Tilefni árása Ellerts á Tímamenn er sú ákvörðun Jónasar
Guðmundssonar, sem verið hefur blaðamaður á Tímanum
undanfarin ár, að hafna öllum tilboðum um breytta
vinnutilhögun á ritstjóm blaðsins, eftir að blaðstjórn liafði
tekið þá ákvörðun að það fyrirkomulag sem verið hafði og
Jónas samdi um við Kristinn Finnbogason á sínum tima, gæti
ekki gengið lengur óbreytt. Ekki er ástæða á þessu stigi tU að
rekja nánar þau kjaramál, fremur en samoingavið aðra
blaðamenn, þótt vissulega sé geflð nokkurt tUefni tíl þess í
óundirrituðu viðtali við Jónas, sem birtist í DV í gær sem
undirspii við leiðara þingmannsins væntanlcga. Rétt er aðeins
að undirstrika, að það hefur enginn verið rekinn af Tímanum;
gömlum samningi hefur aðeins verið sagt upp samkvæmt
samþykkt blaðstjórnar og aUt gert tU þess að reyna að ná
nýjum samningi, sem fullnægði lágmarkskröfum um vinnu-
skyldu á ritstjóm blaðsins. Nóg um það að sinni.
HIT'l' er svo annað mál, sem rétt er að staldra nokkuð við,
að EUert B.Schram gæti hæglega skrifað marga leiðara í DV
um reynslu sína af brottrekstri á dagblöðum. Hann hefur af
því nánari reynslu en flestir aðrir ritstjórar, þótt ekki sé hún
kannski tU eftirbreytni. Hann var nefnilega annar af tveimur
ritstjórum Vísis þegar útgefendur þess blaðs gripu tU
sóðalegra aðfara að meðritstjóra EUerts, Ólafi Ragnarssyni,
og ráku hann úr starfi ritstjóra. Ekki skal hér fuUyrt um hvaða
vitneskju EUert hafði um þá aðför áður en hún var gerð, en
litla stoð hafði Ólafur Ragnarsson í meðritstjóra sinum þegar
í harðbakkann sló.
Ellert væri því nær að skrifa leiðara um það, hveraig „frjálst
og óháð“ dagblað fer að þvi að hrekja ritstjóra sína á brott
SVEIHHR.,
^■HCRDori
0n°9ELIF»
■ETJÓCFjjo^
tiabók sauðkindarinnar
.Guömundsson
viö Tímann i r\
íblaöinuídag
d. Jónas hefur
þegar eigendurnir af póUtiskum eða öðrum ástæðum krefjast
þess og hvernig flokkspóUtískir „frjálsir og óháðir“ ritstjórar
bregðast við sUkum brottrekstri koUega sinna. ForvitnUegt
væri að sjá hvaða lærdóma um „frjáls og óháð“ dagblöð EUert
hefur dregið af slíkum brottrekstri. Og ef hann gæti ekki kennt
sauðkindinni um í sinu tílviki, þá væri aUtaf hægt að draga
fram fólksvagna eða annað, sem kann að vera eigendum Vísis,
og DV núna, hjartfólgnara.
Tíminn hefur ekki séð ástæðu tU að fjalla um árekstra á
ritstjóra DV að undanförnu, enda má segja að oft á tíðum
leggi blaðamenn óeðlUega mUdð upp úr fréttum um hræringar
í blaðamannastétt. En ef ætlunin er að varpa áfram grjóti úr
glerhúsinu við Síðumúla 14 yfir götuna, þá kunna Tímamenn
vafalaust enn að svara fyrir sig, og hafa af nógu að taka.
- Starkaður.