Tíminn - 13.01.1983, Side 13
FIMMTUDAGUR 13. IANUAR 1983
13
ménningarmál
árnað heilla
Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise:
..Police Python
3S7”
Simone Signoret í hlutverki sínu í mvndinni.
Fríðrík
Indríðason
skrifar um
kvikmyndir
Valdimarsson
■ í dag er einn litríkasti stjórnmála-
maður íslendinga á þessari öld, Hanni-
bal Valdimarsson, áttræður.
Það er óþarft að rekja hér æviferi!
Hannibals Valdimarssonar. Hann er
flestum landsmönnum kunnur. Hann
vann sér ungur gott orð sem kennari og
ASKRIFENDA
GETRAUN
DRÖGUM
3. MARS
Stórglæsilegir
vinningar
Gerist áskrifendur
'tr <$>
DAIHATSU
CHARADE '83
Sími
86300
starfsmaður hjá útgerðarsamvinnufélagi
á ísafirði. Jafnhliða hlaut hann óvænta
frægð sem verkalýðsleiðtogi, þegar and-
stæðingar hans fluttu hann nauðungar-
flutningi. Sú saga er fræg og gerði
Hannibal þekktan um allt land á sínum
tíma.
Hannibal Valdimarsson hefur jafnan
síðan haldið við þeim orðstír að vera
óragur og djarfur baráttumaður. í
verkalýðsbaráttunni hvikaði hann ekki
og hlaut trúnaðarstöður, í samræmi við
það.
í stjórnmálum hefur hann þá sérstöðu
að hafa verið formaður í þremur
flokkum og sýnir það vel það traust sem
hann hefur notið sem forustumaður.
Ymsir kunna að segja, að þetta geti bent
til, að hann hafi ekki verið við eina
fjölina felldur í stjórnmálum. Hitt mun
þó miklu réttara, að hann hafi alltaf
verið við eina fjöl felldur, þ.e. sannfær-
ingu sína, og stjórnazt af henni hverju
sinni og látið sig einu gilda, hvort það
leiddi til sigurs eða ósigurs.
Slíkir menn eru nauðsynlegir, þegar
flokkakerfið er tekið að stirðna. Beint
og óbeint átti Hannibal Valdimarsson
mikinn þátt í tilurð tveggja vinstri
stjórna, stjórnar Hermanns Jónassonar
1956-1958 og stjórnar Ólafs Jóhannes-
sonar 1971-1974. Ef til vill er það
merkilegastur skerfur hans til íslenzkra
þjóðmála, en þessar stjórnir mörkuðu
m.a. mikilvægustu sk'refin í landhelgis-
baráttunni.
Á þessum tímamótum munu ekki
síður gamlir andstæðingar en samherjar
Hannibals þakka honum samveruna,
þegar oft var barizt hart en aldrei
ódrengilega, því að hiklaust má telja
Hannibal meðal drengilegustu stjórn-
málamanna, þótt hvorki skorti hann
hörku né vígfimi.
Ég færi honum og Sólveigu beztu
þakkir og hamingjuóskir mínar og konu
minnar.
Þ.Þ.
Hannibal Valdimarsson, fyrrv. ráð-
herra og forseti A.S.Í., er áttræður í
dag, fimmtudaginn 13. janúar.
Vegna sjúkrahúsdvalar þessa dagana
gctur hann ekki veitt viðtöku vinum og
vandamönnum, sem hefðu viljað sam-
fagna honum á áttræðisafmælinu.
Hann hefur hins vegar fullan hug á að
gera það innan skamms. Það verður
auglýst sérstaklega síðar.
■ Kvikmyndaklúbbur AUiance Francaise sýnir í kvöld
í Regnboganum kvikmyndina „Police Python 357“ gerð
af Alain Corneau með þeim Yves Montand, Simone
Signoret og Francois Perier í aðalhlutverkum. Alain er
jafnframt annar handritahöfundur þessarar myndar en
eftir hann liggja verk á borð við „France, société
anonyme“, „La menace“ og „Série noire“.
Söguþráður þessarar myndar er í
stuttu máli sá að fulltrúinn Gamay
(Perier) er virtur maður í hinu orléanska
góðborgarasamfélagi. Hann er bæði
virtur vegna stöðu sinnar svo og vegna
auðæva konu sinnar ríks en lamaðs
erfingja (Signoret). Gamay býr yfir einu
leyndarmáli og það er samband hans við
Sylviu (leikin af Stéfania Sandrelli) en
hana dró hann úr höndum réttvísinnar
og varð síðan ástmaður hennar og
verndari. Kvöld nokkurt drepur hann
hana í æðiskasti er hún segir honum að
sambandi þeirra sé lokið.
Lögreglumaðurinn Ferrot (Montand)
vinnur undir stjórn Gamay. Hann er
heiðvirður lögreglumaður, einstæðingur
sem á sér aðeins eina ástríðu, skotvopn.
Tekur þessi ástríða sérstaklega til byssu
einnar sem hann á Police Python 357
fallegasta skotvopns sem Colt verk-
smiðjurnar hafa framleitt og nógu öflugt
til að stöðva bíl á fullri ferð með. Hann
hafði hitt Sylviu fyrir tilviljun og hún
gerst fylgikona hans án þess að segja
honum frá sambandi sínu við Gamay.
Hann biður hana að stofna bú með sér,
hún hikar og þau rífast heiftarlega í
viðurvist vitna. Síðan drepur Gamay
Sylviu óg böndin berast að Ferrot.
Corneau þykir hafa farið yfir mörk
hinna hefðbundnu spennumynda, eða
þrillera í þessari mynd og er hún allt í
senn sálfræðileg, fagleg og þjóðfélagsleg
athugun. Hún lýsir vel umskiptunum í
lífi Ferrots og tapi sjálfsins hjá þessum
lögreglumanni sem allt í einu finnur sig
fómardýr síns eigin starfs, er fallinn í
gildru og getur ekki treyst á neinn nema
sjálfan sig til að losna úr henni.
Af leikurum þykir Simone Signoret
frábær í hlutverki hinnar lömuðu eigin-
konu fulltrúans sem er veill og aumkun-
arverður og á henni ailan frama sinn að
þakka.
-FRI
■ Hannibal Valdimarsson og frú Sólveig Ólafsdóttir, kona hans, þegar Tíminn
ræddi við þau á ísafirði sumarið 1979. (Tímamynd AM)
Áttræður
Hannibal