Tíminn - 03.02.1983, Side 7

Tíminn - 03.02.1983, Side 7
FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 umsjón: B.St. og K.L. vid góðu slönguna” — sagdi Michelle litla vid Ijósmyndarann ■ Ljósmyndaranum var um og ó, þegar hann myndaði Webster-ijölskylduna í Shef- field, South Yorkshire í Eng- landi með gæludýrin sín. En gæludýrin eru tvær heljarstór- ar slöngur, sem þeim þykir ósköp vænt um. Litla Michellc Webster, sem er tveggja ára, vildi endilega fá Ijósmyndar- ann tii að klappa góðu slöng- unni, - en hann var ekki tilleiðanlegur til þess. Martin Webster er einn af fáum innflytjendum í Bret- landi, sem flytja inn dýr. Hann flytur inn snáka og slöngur. Stundum tekur hann innflutn- ingsvöru sína með sér heim, og sér um dýrin þar þangað til þau komast á áfangastað. Yolanda kona hans sagði að í fyrstu hefði sér verið meinilla við dýrin, og ekki getað hugsað sér að koma nálægt þeim, en þetta hefði vanist smátt og smátt; „og sumar slöngur þykir mér blátt áfram vænt um, eins og þessar tvær myndarlegu slöngur, sem sjást hér á mynd- inni. Þær voru orðin hálfgerð gæludýr á heimilinu“, sagði Yolanda. ■ Webster-„fjölskyldan með gæludýrin sín! ■ F.V. Guðrún Tryggvadóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir og Elín Magnúsdóttir. Tímamynd GE að koma á í galleríunum. Þau eru of lítil til að leyfa svona alhliða starfsemi. Hérna eru mörg málverkin unnin á staðnum, hópur nemenda úr Myndlista-og handíðaskólanum leigði sér vinnustofur hér í vetur og fengu allt aðra og betri aðstöðu en hjá skólanum og geta þar af leiðandi hugsað og unnið miklu frjálsara en annars. Svo eru hér ljóðalestrar, tónleikar og uppákomur sem galleríin hefðu aldrei getað hýst. Hvers konar tónlist er það sem hér er flutt? „Öll hugsanleg tónlist. Rokk, jass, pönk, klassísk tónlist, og óperutónlist. Síðan verða frjáls- ar uppákomur og gestir eru hvattir til að leggja sitt af mörkum, troða upp með tónlist eða eitthvað annað sem þeim liggur á hjarta og vilja koma á framfæri. Svo eru ljóðalestrar og uppá- komur af ýmsu tagi? Já,-og Ijóðskáldin sem hér vinna eru að gefa út blao sem lítur dagsins jjós um helgina. Raunar hafa myndlistar- mennirnir gert það i sama, þeir hafa gefii' út blað sem þeir kalla Brunninn og það þjónar líka sem katalók fyrir myndlistarsýn- inguna. Hvemig hefur aðsóknin verið? Hún hefur verið alveg frábær. Fólk hefur sýnt þessu mikinn áhuga og það er eins og það skynji kraftinn á bak við þessa hátíð. Hérna höfum við séð fólk á öllum aldri, þ.á.m. fólk sem yfirleitt sést aldrei á sýningum ungra listamanna eða listamanna sem ekki hafa áunnið sér viður- kenningu þjóðfélagsins og eru að þróa sig áfram í list sinni.“ „Gullströndin andar," heldur áfram til föstudagskvöldsins 11. febrúar og er myndlistarsýningin opin daglega kl. 16.00-22.00, en fimmtudags- föstudags- og laug- ardagskvöld eru tónleikar, upp- lestrar og uppákomur frá kl. 20.00-23.00. Góða skemmtun. JGK ■ Ghanamenn á heimleið frá Nigeríu Milljónum manna vísað fyrirvaralrtid ur landi Slæm endalok olíuævintyrisins í Nígeríu ■ÞAÐ kom engan veginn á óvart, þegar Alhafi Ali Baba, innanríkisráðherra Nigeríu, birti þá tilkynningu 17. janúar síðast- liðinn, að allir útlendingar, sem hefðu komið til landsins ólög- lega, yrðu að vera búnir að yfirgefa það fyrir 1. febrúar. Að öðrum kosti yrði brottflutning- unum fylgt eftir með harðri hendi. Þetta kom ekki á óvart sökum þess, að undanfarna mánuði hefur verið rekinn mikill áróður gegn þessum útlendingum í fjölmiðlum í Nigeríu. Því var ekki aðeins haldið fram, að þeir ættu sök á atvinnu- leysinu, sem hefur aukizt hrað- fluga í Nigeríu síðan olíugróðinn dróst saman. Þeim hefur einnig verið kennt um trúarbragðaóeirðir, sem hafa orðið verulegar í ýmsum stór- borgum landsins, eins og t.d. Kano, Kaduna og Malduguri. Óeirðir þessar hafa oft haft mannfall í för með sér. Þá hafa fjölmiðlar talið, að umræddir útlendingar ættu mest- an þátt í auknum glæpum í landinu. Þeir stunduðu rán og þjófnaði í stórum stíl. Til viðbót- ar þessu fullyrti Daily Times, stærsta dagblað í Nigeríu, ný- lega, að 80% kvenna, sem væri í þessum hópi útlendinga, stund- uðu vændi og væru þannig að eyðileggja siðferðið í landinu. ÞESSI áróður gegn útlending- um hefur fallið í góðan jarðveg meðal almennings síðan atvinnu- leysið hefur farið hraðvaxandi, en það hefur í mörgum tilfellum bitnað meira á landsmönnum en útlendingum. Meðan Nigería græddi á olí- unni, var atvinna sívaxandi í landinu. Fjöldi útlendinga streymdi til Nigeríu frá ná- grannalöndunum, einkum Ghana, Niger, Chad, Kameroon og Benin. Þær reglur hafa gilt í Nigeríu, að öllum væri leyfilegt að koma til landsins frá nálægum löndum og stunda þar vinnu í þrjá mánuði, án atvinnuleyfis. Flestir þeirra, sem þannig komu til Nigeríu, vanræktu að sækja um atvinnuleyfi þegar þremur mán- uðunum lauk. Gizkað er á, að þegar brott- rekstrartilkynningin var gefin út ■ Ali Baba, innanríkisráð- herra Nigeríu það myndi leiða til mestu hörm- unga. Ali Baba gerði því nokkra tilslökun rétt fyrir mánaðamótin. Samkvæmt henni uröu allirófag- lærðir menn og fjölskyldur þéirra að hafa farið úr landi fyrir mánaðamótin. Faglærðir menn og fjölskyldur þeirra máttu hins vegar dvelja í landinu til 28. febrúar. Þá næði brottvísunin ekki til þeirra, sem búnir væru að dvelja í Nigeríu í 20 ár, þótt þeir hefðu ekki aflað sér atvinnuréttinda. Sumir fréttaskýrendur telja, að þessar hörkulegu aðgerðir Nigeríustjórnar reki að ein- hverju leyti rætur til þess, að forsetakosningar fara þar fram í ágústmánuði næstkomandi. Shagari forseti sækir um endur- hafa fylgzt með hinum stórfelldu fólksflutningum frá Nigeríu vegna brottvísunarinnar, eiga yfirleitt ekki nógu sterk orð til að lýsa vandræðum þess fólks, sem hefur orðið að yfirgefa dvalar- staði sína nær fyrirvaralaust og láta eftir mest af eignum sínum ef einhverjar hafa verið. Farartæki til að fullnægja þess- um miklu flutningum eru mjög af skornum skammti og margir verða því að fara fótgangandi. Börn og gamalmenni reyna að fylgjast með. Verst cr hlutskipti þeirra, sem þurfa að komast heim til Ghana. Þeir, sem ekki komast sjóleiðina, verða að ferðast um tvö lönd, Benin og Togo. Þeir hafa fengið leyfi til að þræða ákveðnar leiðir og má nú víða /ghana'S' } \í I ^Accra ATLANTIC OCEAN OMiles 300 Nigería og nágrannaríkin C.A.R. EQUAT. k.—___________V QUINÉA— J L_, 17. janúar, hafi verið í Nigeríu rúmlega tvær milljónir útlend- inga, sem þannig var ástatt um. Þar af voru um ein milljón frá Ghana og 500 þús. manns frá Niger. Sumar heimildir telja, að tala þessa fólks sé enn hærri. Þótt menn væru famir að búast við brottvísun þá og þegar, reiknuðu fæstir með, að henni yrði fylgt fram jafn fyrirvaralítið á hálfum mánuði. Ljóst var, að kjör, en er talinn standa höllum fæti. Það er því ekki ólíklegt, að hann hafi talið sér nauðsynlegt að gera einhverjar róttækar að- gerðir til að reyna að treysta álit sitt. Brottvísun útlendinga er sögð mælast vel fyrir meðal almenn- ings í Nigeríu. ERLENDIR fréttamenn, sem sjá óslitna röð göngumanna, svo mörgum mílum skiptir. Fæstir komast sjóleiðina, þó að stjórn Ghana hafi lofað að senda skip til þessara flutninga, en lítið hefur orðið úr því. Lítið betra tekur við, þegar komið er til Ghana. Þar er fyrir mikið atvinnuleysi og efnahags- vandræði óvíða meiri í Afríku. Það kemur svo til viðbótar, að ríkisstjórnin tortryggir marga þeirra, sem eru að koma heim. Ástæðan er sú, að grunnt er á því góða milli ríkisstjórnanna í GhanaogNigeríu. StjórnGhana er sögð óttast, að Nigeríustjórn hafi komið því svo fyrir, að meðal þeirra heimkomnu sé að finna flugumenn Nigeríustjórn- ar, sem ætlað sé að koma núverandi stjórn Ghana frá völdum. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.