Tíminn - 03.02.1983, Side 12
húsráð
Er erfítt að rúlla
upp rúllutertunni?
■ Rúllutertur eru mesta hnossgæti,
en mörgum vex í augum að baka þær,
vegna þess að fyrir kemur að erfitt er
að rúlla þeim upp, án þess að þær
brotni eða rifni. Nú höfum við reidst
á einfalt ráó til að hindra það. Er
okkur tjáð, að ef sett er salt á hnffsoddi
t deigiö-, sé enginii vandi aö rúlla
tcrtunni upp. Ekkert bragð kemur af
þessu litla salti.
Er dósahnífurinnbitlaus?
■ Mörgum hrýs hugur við aö brýna
hnífa og skæri og önnur eggjárn, þó
að viöurkenna verði, að verkfærin eru
orðin bitlaus og þar með nánast gagn-
laus. Ekki dugir þö að henda þeim og
kaupa ný í tírna ogótíma. Dósahnífinn
er auðvelt aö brýna með því einfald-
lega að draga fínan sandpappír um
hann nokkrum sinnum. Á hnífa og
skæri er ckkert mál að draga gott
brýni, cn gætið þess að spara ekki
vatnið.
Heimilis-
mappan
— bók fyrir heimil-
isbókhaldið o.fl.
■ í sívaxandi dýrtíð er gott að hafa
heildaryíirlit yfir útgjöld og tekjur
heimilisins, og fylgjast vel með hvernig
fjárhagurinn stendur. Margir reyna að
hafa heimilisbókhald, og sumum tekst
það, en aðrir gefast upp eftir nokkurn
tíma.
Nú er komin á markaðinn bók, sem
ætti að vcrða mikil hjálp fyrir þá, sem
halda bókhald yfir útgjöíd heimilisins.
Bókin heitir HEIMILISMAPFAN og
henni fylgja skýrar leiðbeiningar eftir
Jónas Blöndal viðskiptafræðing. Fyrir-
tækið Gim sf. gcfur bókina út, en að
fyrirtækinu standa Sigríður og Jónas
Blöndal.
Fremst í möppunni eru lausblaða-
blokkir fyrir innkaupalista og uppskrift-
ir. Fyrir aftan leiðbeiningarnar kemur
„vikubókhald" og þar eru dálkar fyrir
hvern vikudag og hver lína ætluð fyrir
viss útgjöld, svo sem: Kjöt og fiskur,
grænmeti og ávextir, brauðvörur, mjólk-
urvörur, blöð, tryggingar, bíllinn o.fl.
Neðst á hvcrri blaðsíðu cru nokkrar
línur fyrir áríðandi hluti, sem muna þarf
eftir að gera. t.d. greiða símreikning,
fara í banka o.s.frv. Svo er uppgjör,
grciðsluáætlanir, blöð eru fyrir húsráð'
og hugntyndir, mataráætlanir og upp-
skriftir.
Bókin fæst í bókaverslunum og kostar
250 krónur.
Hvernig má verð-
tryggja spariféð?
■ Eins og sjá má eru lausblaðablokkir fremst í bókinni, þá koma leiðbeiningar,
sem kenna hvernig má hafa mest gagn af HEIMILISMÖPPUNNI. Mappan utan
um er frá Múlaiundi og ntjog smekkleg.
— en þó alltaf hafa aðgang að þvf
■ Ekki eiga allir íslendingar það
sammerkt að eyða mcira fé cn þeir afla.
Þrátt fyrir óðaverðbólgu, halda margir
þeim sið að freista þess að leggja
eitthvert fé fyrir í hverjum mánuði og
rnynda þannig varasjóð sem grípa mætti
til, ef eitthvað óvænt kæmi upp á. Þetta
á ekki hvað síst við um eldra fólk. En
hver er einfaldasta leiðin til að reyna að
verja spariféð þeirri rýrnun, sem óða
verðbólgan hefur í för með sér án þess
að binda það um legri eða skemmri
tíma?
Helmingur innlána á al-
mennum sparisjóðsbókum
í Hagtölum mánaðarins, sem út komu
í janúar 1983. kemur í Ijós, að af
heildarsparilánum, sem eru rúmir 7
milljarðar í lok nóvember 1982, er allt
að því helmingur á almennum spari-
sjóðsbókum, þó að þær gefi af sér lægstu
vextina. Þessi staðreynd gaf tilefni til
hugleiðinga um, hvort ekki væri til
einhver einföld leið fvrir fólk til að setja
fé sitt inn á verðtryggða reikninga, án
þess að binda það í 3-6 mánuði. Þar er
haft í huga venjulegt launafólk. sem á
einhvern afgang af kaupinu sínu um
hver mánaðamót og vill hafa einhverja
varaupphæð aðgengilega, ef eitthvað
kæmi upp á.
Útvegsbankinn auglýsir nú ráðgjöf í
sambandi við fjármál einstakiinga. Okk-
ur fannst því liggja beinast við að leggja
þetta vandamál á borð þar. Fyrir svörurn
varð elskulegur bankamaður, sem tjáði
okkur að hér áður fyrr hefði þriggja
mánaða binding ekki þótt tiltökumál.
Þá hefðu ársbækur verið algengastar,
enda gefið af sér mesta vexti. En innan
bankakerfisins væri engin . leið fyrir fólk
að fá hærri vexti af sparifé sínu en
almennar bækur gefa, án þess að frysta
fé sitt í þrjá til sex mánuði.
Pétur Blöndal stærðfræðingur hefur
leitað sem hagkvæmastra leiða fyrir
almenning til að hafa í tré við verðbólg-
una og víða rætt og ritað um þau mál.
Við leituðum ráða til hans.
Stofnið marga vísitölu-
tryggða reikninga
Pétur kvað sparifé á almennum spari-
sjóösbókum hafa rýrnað um hvorki
meira né minna en 15% á siðasta ári og
því réði hann fólki eindregið til að grípa
til annarra ráða til að tryggja verðgildi
peninga sinna sem best. Haznn benti á,
að til eru bæði þriggja mánaða og sex
mánaða vísitölubundnir reikningar og
gefa þá hinir síðarnefndu vexti. Mörgum
óar það að vita, að þeir geta ekki nálgast
fé sitt allan þann tíma, en Pétur kunni.
ráð við því. Gefum honum orðið:
-Ég hef stofnað 3 bækur og gef þeim
svokallaða „afmælismánuði" Ein þeirra
á afmæli í janúar og þá er hún laus allan
janúarmánuð og allan júlímánuð, þann-
ig að eftir þeirri upphæð þarf ég að bíða
í hæsta lagi 5 mánuði. Síðan stofna ég
aðra bók mcð afmælisdag í mars og hún
er laus í allan marsmánuð og allan
septembermánuð. Svo stofna ég þriðju
bókina, sem á afmæli í maí, og hún er
laus allan mai og allan nóvember. Þá er
árið komið og aldrei þarf að bíða nema
í einn mánuð, reyndar á ég ekki aðgang
að nema 1/3 af því, sem ég á inni á
bókunum í heild
Bankastjóri getur illa neit-
að reikningshafa um fyrir-
greiðslu
En svo hef ég líka alltaf á bak við
eyrað, að bankastjóri getur illa neitað
mér um fyrirgreiðslu, ef ég á inni hjá
honum á reikningi, sem ég er búinn að
hafa lengi. Hann hefur veð í öllum
bókunum og öll upphæðin er alltaf laus
innan 5 mánaða.
Ég legg inn á reikningana smám
saman, kannski smáupphæð í hverjum
mánuði, en hef altaf laust það, sem
búið er að vera bundið inni á bókinni í
sex mánuði. Ég hvet alla til að taka hið
snarasta út úr almennum sparisjóðsbók-
unum sínum og hafa þennan háttinn á
eða kaupa spariskírteini, ef þeir geta
haft það bundið lengur.
Pétur sagðist hafa bent á, hve.
gífurlega miklu fé fólk tapaði á því að
hafa fé sitt á almennum bókum. Hann
kvaðst hafa reiknað út, að tapið næmi
3.200 krónum á hvert mannsbarn í
landinu á síðasta ári.
„íslendingar eru nefnilega mjög spar-
samir. Þeir leggja inn á bækurnar sínar
og taka helst ekki út úr þeim. Það er því
sífellt lagt meira inn á bækurnar en tekið
er út úr þeim, en samt rýrnar innistæð-
an," sagði Pétur.