Tíminn - 25.02.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.02.1983, Blaðsíða 1
Meginþættir nýrra kosningarlaga — sjá bls. 5 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Föstudagur 25. febrúar 1983 46. tölublað - 67. árgangur Síðumúla15-Pósthólf 370Reykjavík-Ritstjórn86300-Auglýsingar18300- Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86306 Útgjöld vegna umferðarslysa nema geigvænlegum upphæðum: HVERT ORKUMLASLYS KOSTAR ANDVIRÐI 3JA EINBYUSHÚSA ■ Kostnaður þjóðarinnar að sjúkrahúskostnaður og lagisíðastaárs,eðajafnvirði3ja ferðarljósum. Meðalkostnaður hægt að draga verulega úr um, sem útreiknað ■IQrmn limfarAni.rlirrn Ó ríAnrtn cénfnnnmrícf I/Acfaðí 1^1 /4* ITlllll m.'Al.mnn n.'nUóllnU.'.rn Uimnnn nnnnwn nli.nn nn Unlwn nr hpeeil11 C'inAl FYoiríA Lr/l|.tnnAi'nn .villlinnn nnnmnAi nn. ■ Kostnaður þjóðarinnar vegna umferðarslysa á síðasta ári nam samtals 440,7 milljón- um króna, að því er fram kom hjá Davíð Gunnarssyni, for- stöðumanni Ríkisspítalanna á ráðstefnu uin umferðarmál í gær. Upphæð þessa kvað hann jafn- gilda rekstri allra stofnana Ríkis- spítalanna á Landspítalalóðinni. Kostnaður þessi skiptist þannig að sjúkrahúskostnaður og stofnanavist kostaði 131,25 millj. króna, tekjutap slasaðra og lát- inna 183,05 milljónir króna og tjón á munum 126,4 mUljónir króna. Kostnaður vegna hvers ör- kumlunarslyss sagði Davíð hafa verið 5,6 milljónir króna á verð- lagi síðasta árs, eða jafnvirði 3ja miðlungs einbýlishúsa. Hvert dauðaslys kosti á við eitt einbýl- ishús, eða 1,8 milljónir króna. Davíð nefndi fleiri sláandi sam- líkingar. Þannig sagði hann t.d. að göng undir Kringlumýrar- brautina í Reykjavík kosti álíka upphæð og tvö dauðaslys, og að fyrir kostnað vegna eins dauða- slyss mætti koma upp þrem um- ferðarljósum. Meðalkostnaður vegna annarra slysa en þeirra er leiða til dauða eða örkumla sagði hann um 300 þús. krónur, eða helming af kostnaði einna um- ferðarljósa, uppsettra, sem er 600 þús. kr. á verðlagi 1982. „Þetta eru ægilegar tölur, en það sem kannski er mest sláandi er að við umferðarbreytinguna j árið 1968 sá maður að það var hægt að draga verulega úr þessu", sagði Davíð. Kostnaðinn vegna umferðarbreytingarinnar kvað Davíð hafa jafngilt 39 mill- jónum króna í beinhörðum pen- ingum á verðlagi 1982. Hún hafi hins vegar sparað 66 milljónir króna. Sá sparnaður hafi falist í sparnaði á 14 dauðaslysum, 3 mjög alvarlegum umferðarslys- um og 80 öðrum umferðarslys- um, sem útreiknað jafngildi 66 milljóna sparnaði, sem fyrr segir. Á árinu 1982 urðu alls 7.662 umferðarslys, þar sem 24 létu, lífið en 720 slösuðust, þar af 349 alvarlega, sem er mun hærri tala en nokkru sinni undanfarin 8 ár a.m.k. - HEI tsss; ssgæssess: ;&■ SÁÁ sendir út gjafabréf — happdrættismiða: RENNURí BYGGINGU SJIÍKRA- STÖDVAR SÁÁ ■ Flcst heimili landsins fá þessa dagana sendingu frá SÁÁ með beiðni um að gjafabréf verði samþykkt og send til baka í þar til gerðu umslagi. Fjár- söfnuninni er bernt til allra karlmanna landsins á aldrinum 30 til 70 ára og félaga í SÁÁ. Gjalddagar gjafabréfanna eru 5 talsins, sá fyrsti 5. júní n.k. en seinasti 5. júní 1984. Bréfin eru vaxtalaus og ekki verðtryggð. Dregin verða út 50, 100.000.00 króna verðlaun til skilvísra greið- enda, sem greiða 360 kr. hverju sinni. Gjafabréfið er að fullu frádráttarbært til skatts og jafn- gildir um leið 5 happdrættismið- um. „Við efnum til þessarar miklu fjársöfnunar vegna byggingar sjúkrastöðvar SÁÁ við Grafar- vog í Reykjavík. Sjúkrastöðin verður tekin í notkun í október n.k. Áætlað kostnaðarverð hennar er 32 milljónir króna, en framkvæmdir gátu hafist vegna dyggilegs stuðnings kvenna í happdrættinu 1982,“ sagði Valdimar Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri söfnunarinnar í samtali við Tímann í gær. Að sögn Valdimars rekur SÁÁ nú sjúkrastöð að Silunga- polli við mjög ófullkomnar að- stæður. Húsið segir hann bág- borið, of lítið og óhentugt. „Pótt allt sé gert til að taka á móti öllum þeim sem óska að- stoðar hefur biðlistinn aldrei ver- ið lengri. Á honum eru um 100 rnanns," sagði Valdimar. Um 5500 manns hafa komið til meðferðar á sjúkrastöð SÁÁ frá upphafi vegna áfengis- og vímu- efnavandamála. „Mikill fjöldi þeirra hefur náð bata. Ef hugsað er til þess að hver einstaklingur á sér að minnsta kosti 5-6 ná- komna sem þjást, má leiða líkum að hverja breytingu þessi starf- semi hefur haft á líf og hamingju þúsunda rnanna," segir í frétt frá Frjálsu Framtaki hf, sem hefur umsjón með söfnuninni. Gjafabréfin munu einnig send til fyrirtækja, stofnana og félaga- samtaka um land allt. Munu mörg fyrirtæki landsins þegar hafa sýnt í verki skilning á mikilvægi þess, að geta komið starfsmönnum sínum í meðferð. „Þar kemur ekki aðeins til al- menn mannúð, heldur hrein rekstrarleghagkvæmni. Þauhafa metið stuðning við SÁÁ sem arð- bæra fjárfestingu. Þar mætti nefna Flugleiðir, sem frá upphafi hafa lagt þessu máli mikið lið og notið góðs af starfseminni,“ segir í fréttinni. í heild munu 5-6000 mann.s víðsvegar um landið vinna við söfnunina. - Sjó ■ Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, skrifaði undir fyrsta gjafabréfið frá SÁÁ. Við hlið hennar er Björgólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri SÁÁ. (Tímamynd Árni) Allar kon- ur njóti fæðingar- orlofs ■ Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp um að allar konur eigi rétt á að njóta þriggja mánaða fæðingarorlofs án tillits til hvort þær starfa á vinnumarkaði eða cru heima- vinnandi. Alcxander Stefánsson er fyrsti flutningsmaður frum- varpsins, en þegar lögin um fæðingarorlof voru samþykkt á sínum tíma sagði hann að í þeim gætti hróplegs óréttlætis í garð heimavinnandi kvenna. Hann taldi að óeðlilegt væri að upphæð fæðingarstyrks væri ekki sú sama til allra fæðandi kvenna án tillits til tekna eða þátttöku á vinnumarkaði. Frumvarp það sem nú hefur verið lagt fram á að leiðrétta það misrétti. „O.Ó Sjá nánar á bls. 18 Fór út af vegi og eydi- lagðist ■ Mazda-bifreið gereyði- lagðist þegar hún endastakkst út af Reykjanesbrautinni, ná- lægt Þúfubarði á Hvaleyrar- holti í Hafnarfirði, á nítjánda tímanum í fyrrakvöld. Tvennt var í bifreiðinni, ung kona og sonur hennar 10 ára gamall. Voru þau bæði flutt á slysadeild, en reyndust lítið slösuð og fengu að fara heim að skoðun lokinni. Konan er grunuð um ölvun- arakstur. -Sjó 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.