Tíminn - 25.02.1983, Side 4

Tíminn - 25.02.1983, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983. Hestur í óskilum Rauöblesóttur hestur um 4ra vetra meö hvítan hóf á hægri afturfæti, ómarkaöur, bandvanur, er í óskilum í Innri-Akraneshreppi. Veröur seldur að Kirkjubóli laugardaginn 19. mars kl. 14 hafi enginn gefið sig fram. Uppíýsingar í síma 93-2171. Hreppstjórinn Aðalfundur Aöalfundur Gigtarfélags íslands árið 1983, veröur haldinn í Hreyfilshúsinu v/Grensásveg laugar- daginn 5. mars n.k. kl. 14. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin. Félagsfundur löja félag verksmiöjufólks heldur almennan fé- lagsfund í Domus Medica mánudaginn 28. febr. n.k. kl. 17. Dagskrá: Öryggi, aöbúnaöur og hollustuhættir á vinnustööum. Hilmar Jónasson erindreki ASÍ mætir á fundinn. Félagsmenn eru hvattir til að mæta stundvíslega. Stjórnin. Listasafn Islands Tilboð óskast í smíði og uppsetningu glugga og útihurða úr áli í nýbyggingu Listasafns íslands við Fríkirkjuveg í Reykjavik. Stærsti gluggaflötur er að stærð 8,40x15,70 m2, en heildarflötur glugga og hurða um 212 m2. Verkinu skal að fullu lokiö 20. október 1983. Útboðsgögn verða afhent í skrifstofu vorri gegn 1.000,- kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjud. 12. apríl 1983, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 t Sambýlismaöur minn, bróðir og mágur Jón $. Björgvin Eiríksson Höfðatúnl, Fáskrúðsfirði lést 23. þ.m. í Landakotsspítala. Jarðarförin ákveðin síðar. Valgerður Vagnsdóttir Sigmundur Eiríksson Vilborg Ákadóttir Stefán Eiríksson Lena Berg SiggeirEiríksson Sigurbjörn Eiríksson Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu Ástbjargar Oddleifsdóttur, Haukholtum, Hrunamannahreppi. Guð blessi ykkur öll. Þorsteinn Loftsson, OddleifurÞorsteinsson, Elin Kristmundsdóttir, Loftur Þorsteinsson, Hanna Lára Bjarnadóttir og barnabörn Hradfrystihús Keflavíkur h.f.: Kemst ekki í gang á ný án fyrirgreiðslu — á meðan sigla togararnir með aflann KEFLAVIK: Hraðfrystihús Keflavík- ur h.f. kemst ekki í gang aftur nema að einhver fyrirgreiðsla fáist til þess frá opinberum aðilum. að sögn Gunnars Sveinssonar, kaupfélagsstjóra í Kefla- vík. Vinnsla hefur legið niðri í húsinu frá áramótum og tveir togarar fyrir- tækisins hafa siglt með aflann. En Gunnar var spurður hvort ein- hver breyting á þessu ástandi væri í vændum. Hann kvað Hraðfrystihús Keflavikur hafa verið meðal þeirra þriggja húsa er sóttu um aðstoð til Framkvæmdastofnunar á sínum tíma. Hin tvö hafi nú fengið úrlausn en umsóknin úr Keflavík hafi ekki verið afgreidd. „Maður veit því ekki hvernig málin standa í þessu í dag" sagði Gunnar. Breytingartillaga Steingríms (með bráðabirgðalögunum) hafi verið felld sem kunnugt er, þannig að ekkert hafi fengist frá Framkvæmdastofnun til til að koma hlutunum í gang mcð. Gunn- ar sagði Hraðfrystihúsið ekki hafa fylgst með tímanum, þ.e. ekki verið endurnýjað í takt við tímann. Þurfi því að endurnýja vinnslurásina og vélvæða húsið betur til þess að grund- völlur geti verið fyrir að reka það. - HEI Keflavík: Um 160 fengu greiddar bætur síðasta föstudag KEFLAVÍK: „Það er mjög aumt á- standið hérna - mjög aurnt," sagði Sigurbjörn Björnsson á skrifstofu Verkalýðsfélagsins í Keflavík er við leituðum frétta af atvinnuleysinu í Keflavík nú fyrripart vikunnar. Hann kvað það hafa verið um 160 manns er fengu greiddar út atvinnuleysisbætur s.l. föstudag. En eitthvað hafi þetta þó lækkað síðan þannig að líklega hafi um 130 manns verið á atvinnuleysisskrá í þessari viku, eða eitthvað nálægt því. Sigurbjörn hafði ekki fengið allra nýj- ustu tölur þar að lútandi. „Það hefur ekki liðið ein einasta vika nú í hálft annað ár sent ekki hefur verið eitthvað af fólki á atvinnuleysis- skrá", sagði Sigurbjörn. í vetur kvað hann hlutfallið milli karla og kvenna hafa verið nokkuð svipað. En stærsti hlutinn af þeim konum sem nú séu.á atvinnuleysisskrá séu fyrrverandi starfsmenn Hraðfrystihúss Keflavíkur. Gifurlegar rafmagnshækk- anir milli 1981 og 1982: „Hljóta að valda alvarlegri byggða- röskun” — segir hrepps- nefnd Tjörnes- hrepps TJÖRNES: "Þær gífurlcgu verðhækk- anir á rafmagni sem orðið hafa á milli áranna 1981 og 1982 hljóta fyrr eða síðar að valda alvarlegri röskun á byggð landsins ef ekki verður að gert" segir m.a. í samþykkt hreppsnefndar Tjörneshrepps frá 18. febrúar s.l. Á fundi sínum samþykkti hreppsnefndin að beina þeim tilmælum til stjórnvalda að nú þegar verði undinn bráður bugur að leiðréttingu þess misvægis sem gætir í orkuverði til landsmanna til hitunar húsnæðis og almennra nota. „Hreppsnefndin ítrekar þessi tilmæli sín og bendir á það misvægi sem ríkir í þessum málum", scgir í lok sam- þykktarinnar. _ ^jjrj Þórdís og Sigríður í hlutverkum sínum. U.M.F. Stafholtstungna: „Hvad er í blýhólknum” að Varmalandi ■ Hér lætur fók ekki deigan síga. Það rífur sig upp í fárviðri og stórfióð- um og æfir leikrit af kappi. Já, og ekkert minna en hið þekkta verk Svövu Jakobsdóttur, Hvað er í blý- hóknum. 15 leikendur og 20 aðstoðar- menn hyggjast færa þetta verk á syið til frumsýningar laugardaginn 26. febrúar kl. 21.00 í félagsheimilinu að Varmalandi í Borgarfirði undir stjórn hins ágæta leikstjóra, Sigurbjargar Árnadóttur sem einnig hefur séð um gerð leikmyndar. Það eru félagar úr Leikdeild U.M.F. Stafholtstungna sem færa þetta verk á svið. Aðalhlutverk eru í höndum Inger Traustadóttur og Birgis Haukssonar. í næstu viku eru þrjár sýningar fyrirhugaðar, 1. 3. og 5. mars kl. 21.00 öll kvöldin. Þetta er fjórða verkefni leikdeildarinnar á 7 árum fyrir utan smærri verk. Leik- deildin var stofnuð 3. febrúar 1977. Og mitt í þessu bregður fólk á leik • og heldur þorrablót með heimafengnu efni og kemur fólk um langan veg til sinnar heimabyggðar til að gleðjast með okkur. Þetta gerir fólk ekki nema með heilbrigða sál í hraustum líkama, því heldur hefur okkur þótt vera stórviðrasamt hér í vetur og eru bænd- ur uggandi um sinn hag ef ekki vorar sæmilega á klakabunka á túni og engi þar sem sópast hafa burt girðingar á stórum svæðum og aur og grjót orðið eftir á ræktuðum löndum. En þrátt fyrir allt horfir fólk fram á veginn með bjartsýni um betri tíð, þjóðlíf og batnandi - þing. Já, pólitíkin er farin að læðast hjá garði og þing- menn koma til okkar af varfærni eins og þeir séu að reyna við styggan hest, með beislið fyrir aftan bak og brauðið í hendinni eins og segir í sögu Péturs Gunnarssonar. Vinnubrögð Alþingis eru vægast sagt mjög gagnrýnd hér um slóðir og eru þar allir sammála, alvöruleysi og málþóf. Þras um menn en ekki mál- efni. Tími til kominn að linni. - Leopold

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.