Tíminn - 25.02.1983, Síða 6

Tíminn - 25.02.1983, Síða 6
DROTTNINCIN HINDR- flÐI GERD MYNDAR IIM ANDREW OG KOO ■ Samband þeirra Andrew Bretaprins og leikkon- unnar Koo Stark er sífellt fréttaefni. Nú síðast bárust fréttir af því að Elísabetu drottningu var loks nóg boðið, þegar gula pressan í Englandi hóf að birta frásagnir þjóns, sem unnið hafði um tíma í Bucking- ham höll, af einkalífi fólks þar á bæ. Hann skýrði m.a. frá því, að hann morgunverð í bólið. Drottningin hefur farið frain á það við dómstóla, aö birting þeirra greina, sem boðaðar hafa verið, verði stöðvuð. Mun þetta einsdxmi í samskiptum konungsfjölskyldunnar bresku og gulu pressunnar þar í landi, þó að oft hafi fréttamennska þeirra gengið fram af fólki. Ekki hefur farið eins hátt um afskipti drottningar af öðru máli, sem auðvitaö snérist líka um Andrew og Koo. Hún komst að raun um það, að fyrir i borið Koo og Andrew dyrum stæði að gcra kvikmynd um þetta ástarævintýri og hcfði Koo hug á því að koma þar fram í eigin persónu. Höfundur handrits var tískublaðamaður- inn Elizabeth Salaman, scm verið hefur náin vinkona Koo um langa hríð. Kvikmyndafé- lagið Paramount liafði látið í Ijós áhuga á fyrirtækinu . En Elísabct drottning beið ekki boðanna. Hún vildi fyrir alla muni koma í vcg fyrir gerð þessarar kvikmyndar. Þar scm ■ Koo Stark hefur heldur betur valdið Ijaðrafoki í bresku konungsfjölskyldunni. hún er taisvert áhrifamikil persóna, beitti hún öllum ráðum, sein tiltæk voru, til að kæfa fyrirtækið í fæðingunni. Hún sendi sendiboða sína á fund Elizabeth Salaman og gaf þeim fullt umboð til samninga fyrir sína hönd. Er sagt, að þeir hafi boðið háa Ijárhæð gegn því loforði, að ekkert yrði úr myndatökunni og Elizabeth hafi fallist á þau viðskipti. Það verður því einhver bið á því að kvikmyndahúsagestir geti ■ Andrew prins á bágt með að sætta sig við að mega ekki vera með elskunni sinni í friði. gamnað sér við að fylgjast með ástarævintýri þeirra Koo og Andrews á hvíta tjaldinu. Elísabet drottning er sögð minna hrædd við, þó að ein- hver annar fái svipaða hugmynd. Það er hin nána vinátta Koo og Elizabeth Sal- aman, sem hún óttaðist mest. Enginn annar getur skýrt eins nákvæmlega frá málavöxtum og hún, og það fannst drott- ningunni aðalmálið. ■ Elísabct drottning og maður hennar Filipus prins mega mæðast í mörgu þessa dagana. Katharine í blómahafi — eri lítið hrifin ■ Katharine Hepburn lenti fyrir skemmstu í bílslysi og hlaut bcinbrot, sem ollu því, að hún varð að liggja á sjúkra- húsi um tíma. Vinir licnnar og aðdáendur sendu henni blóm í svo stórum stíl, að umhvcrfis rúm hennar var eitt blómahaf. Einhverjir hefðu nú verið ánægðir með alla þessa athygli, en ekki hún Kathcrine. Hún hefur nefnilega lagt sig í líma við að láta sem minnast á sér bera. M.a. kallar hún sig Mrs. Rushmorc, þegar hún er í einkaerindum, og gerir sér vonir um, að enginn beri kennsl á hana. Að þessu sinni hafði hcnni hins vegar orðið svo mikið um bílslysið, að hún gleymdi varúð sinni og gaf upp sitt rétta nafn. Þar mcð var kötturinn úr sekknum og allur heimur vissi, hvar Katherine Hcpburn var niður komin. ■ Katharine Hepburn og Henry Fonda léku saman í kvikmyndinni Gulltjörnin og hlutu sinn Óskarinn hvort fyrir. En Katherine er lítið fyrir að berast á og t.d. notar hún alltaf dulnefni, þegar hún er í einkaerindum. viðtal dagsins „EKKIÞAÐ AUÐVELDASTA SEM UPPLESARI TEKUR SÉR FYRIR HENDUR” — segir Kristinn Hallsson óperusöngvari sem annast lestur Passíusálmanna í ár ■ Lestur passíusálma á föst- unni hefur verið árviss liður á dagskrá Ríkisútvarpsins í áratugi og hafa þar komið ýmsir af fremstu upplesurum þjóðarinn- ar, lærðirsem lcikir, klerkarsem óvígðir. Að þcssu sinni annast lesturinn Kristinn Hallsson óperusöngvari. „Égget ekki sagt að ég hafi áður verið í hlutverki upplesarans fyrr, en þegar ég var við söngnám í London á árum áður fékk ég auðvitað tilsögn í raddbeitingu, textáframburði og því um líku,” sagði Kristinn í stuttu spjalli við Tímann í gær. „Passíusálmarnir eru nú ekki það allra auðveldasta sem upp- lesari tekur sér fyrir hcndur að lcsa." segir Kristinn og hlær. En í gegnum sönginn hefur maður ■ Kristinn Hallsson auðvitað kynnst þeim vandamál- um sem við getur verið að etja í sambandi við flutning á ljóðum, það getur komið upp að lögin falla ekki algerlega að ljóðunum, hrynjandin verður ekki á stuðl- um og höfuðstöfum. Þá reynir maður gjarna að lagfæra þetta með því að gera það ekki of áberandi í flutningi. Þetta hefur að sjálfsögðu kennt manni að bera virðingu fyrir ljóðinu, ekki síður en laginu. Ég reyndi að leita álits sem flestra á því áður en ég byrjaði hvernig þeim fynd- ist að ætti að lesa sálmana, með áherslu á áherslulaus atkvæði þar sent textinn býður upp á það eða ekki og það kom í Ijós að það voru ákaflega skiptar skoðanir um þetta. Ég ákvað því að ég myndi fara sjálfur þær leiðir sent ntér myndi falla best sem hlustanda. Reyna að lesa þá skýrt og ekki með áherslum sem hljóma ankannalega í eyrum nútímahlustenda, en kunna að hafa verið notaðar á dögum Hallgríms. Ég kaus að fara þá leiðina að reyna að jafna þetta út

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.