Tíminn - 25.02.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.02.1983, Blaðsíða 11
11 Umsjón: Samúel örn Erlingsson Sigfús Ægir og Víðir sigruðu ■ Sigfús Ægir TBR og Víðir Rraga- son í A sigruðu í tvíliðaleik á tvíliða og • tvfnndarinóti KR um síðustu helgi. Þá sigruðu Guðmundur Adolfsson og Þórdís Edwald TBR í tvqnndarleik. Þessi úrslit þóttu nokkuð óvsent, þar eð Sigfús Ægir og Víðir sigruðu Brodda Kristjánsson og Guðmund Adolfsson, íslandsmeistarana í grein- inni, í úrslitaleik, 15-11,8-15 og 15-11, og Guðmundur og Þórdís sigruðu Is- landsmeistarana Brodda Kristjánsson og Kristínu Magnúsdóttur 3-15, 15-0 og 18-15. í tvíliðaleik kvenna sigruðu Kristín Magnúsdóttir og Kristín Berglind, Hönnu Láru Pálsdóttur og Lovísu Sigurðardóttur 18-15 og 15-2. Salnikov með heimsmet ■ Vladimir Salnikov frá Sovétríkj un- um setti á laugardag í síðustu viku heimsmet í 400 metra skriðsundi á sundmóti í Moskvu. Tími Salnikovs var 3 mínútur, 48,82 sekúndur, og var þetta 1,25 sekúndum betri tími en áður gildandi heimsmet, sem Salnikov átti sjálfur og setti í fyrra. Þór áfram ■ Þór frá Vestmannaeyjum tryggði sér t fyrradag sæti í 8 liða úrslitum í bikarkeppninni í handknattleik, er lið- ið sigraði Hauka í Eyjum 19-18. Þórs- arar voru yfir 13-8 í hálfleik, en Haukar náðu að jafna. Þórsarar skoruðu sigurmarkið einni mínútu fyr- ir leikslok, en Haukar náðu ekki að jafna. Gylfi Birgisson skoraði mest Þórsara, 6 mörk, en Hörður Sigmars- son skoraði mest Hauka 7 mörk. Á Braut blað ■ Tékkneska stúlkan Kveta Jeriova braut blað í sögu skíðagöngu kvenna á dögunum, þegar hún sigraði tvöfalt í göngukeppni í heimsbikarkeppninni á Kavgololeikunum í Leningrad í Sovét- ríkjunum. Jeriova sigraði bxði í 20 km og 5 km göngu, og er fyrsta stúlkan sem það gerir á þessum leikum, sem ekki er sovésk. Jeriova sigraði í 20 km göngu á einni klst 2,28 mínútum. Næstar henni voru tvær norskar stúlkur, Britt Petersen og Anne Jaren. í 5 kílómetra göngunni tók Jeriova strax forystuna, og sigraði 24 sekúnd- um á undan Pettcrson, sem varð í öðru sæti. Staðan í heimsbikarkeppninni í skíðagöngu kvenna er nú þessi: Stig Britt Petersen, Noregi 105 Blanka Paulu, Tékkóslóvakíu 99 Anne Jaren, Norcgi 88 Kveta Jeriova, Tékkóslóvakíu 75 Marja-Lísa Hatvatlainen, Finnl. 64 Marit Myrmael, Noregi 45 Lyubov Lyadova, Sovétríkjunum 43 Nina Skeime, Noregi 42 Annet Bo, Noregi 34 Ganga karla Staðan í göngu karla er þessi: stig Bill Koch, Bandar. 82 Yuri Burlakov, Sovétr. 56 Paal Gunnar Mikkelsplass, Nor. 49 Jan Lindvall, Noregi 39 Tomas Vassberg, Svíþjóð 38 Alexander Zavialov, sovétr. 38 Nikolay Zamiatov, Sovétr. 36 Thor Haakon Holte, Noregi 36 Alexander Batyuk, Sovétr. 35 Vladimir Nikitin, Sovétr. 30 Mikhail Devyatiarov, Sovétr. 30 Skíðastökk Finninn Matti Nykaanen er enn efstur í heimsbikarkeppninni í stökki, átti góða kcppnishelgi í Osló um síðustu helgi. Staðan cr þessi í stökk- inu: Stig Matti Nykaanen, Finnl. 207 Horst Bulau, Kanada 177 Olav Hansson, Noregi 135 Armin Kogler, Austurr. 122 Per Bergerud, Noregi 102 VID LEIKUM GEGN SPANVERJUM í DAG Páll Ólafsson skorar hér gegn Frökkum í haust. Páll og félagar hans í landsliðinu einn krapnur dans. s í/Ngþfcwaa'"*?- stiginn krappur dans. Hilmar Björnsson þjálfari: ___________________ munu leika gegn Spánverjum í dag, og er víst að þar verður NU ER BARA BEÐIÐ 77 Liðin 77 S „Það er allt rólegt hér, nú er bara verið að bíða eftir morgundeginum,“ sagði Hilmar Björnsson landsliðsþjálf- ari í stuttu spjalli í gærkvöld. „Æfingar hafa gengið ágætlega, við höfum æft hcr, og erum komnir inn á gott hótel.“ Landsliðið æfði að sögn Hilmars tvisvar í fyrradag, og einu sinni í gærmorgun. Síðan var frí seinnipartimy í gær, og hvíldi liðið sig þá fyrir átökin. Eins og áður hefur komið fram var Hilmar í Danmörku á dögunum og fylgdist þar með spánska liðinu í leikjum gegn Dönum. y Hilmar Björnsson - Hilmar hver er aðall þessa spánska liðs? „Þetta er geysilega jafnt lið með góða vörn. Spánverjar hafa einnig yfir að ráða góðum skyttum, og horna- mönnum. Markvarsla er góð, og liðið er í samræmi við þá röðun að vera efsta liðið í riðlinum.“ - Engir veikir punktar? „Það verður að koma í ljós á morgun“ i- Þið eruð komnir inn á hótel í Brcda, var ykkur boðin léleg aðstaða þcgar jþið komuð? : Við áttum að fara inn í sumarhús, sem eru ákaflega mikið út úr hér, en þetta er í góðu lagi nú, við eum komnir inn á gott hótel.“ Hilmar sagði að andinn í liðinu væri góður, og liðið myndi fara árdegis í dag og skoða höllina, sem leikið yrði í. Veður í Hollandi er þokkalegt á okkar mælikvarða og hitinn um 0 gráður á Celsíus að kvöldlagi. Hilmar sagðist ekki mundu gefa út liðsskipanina í leiknum gegn Spánverj- um fyrr en í dag. ■ Landsliðshópurinn okkar er skipaður mönnum: Markverðir Brynjar Kvarnn, Sljörmmni Einar Þorvarðarson, Val Kristján Sigmundsson, Víkingi Aðrir leikmenn: Alfreð Gíslason, KR Bjarni Guðmundsson, Nettclstedt Guðmundur Guðmundsson, Víkingi Hans Guðmundsson, FH Jóhannes Stefánsson, KR Kristjún Aruson, FH Ólufur Jónsson, Vikingi Páll Ólafsson, Þrótti Sigurður Sveinsson, Nettelstedt Steindór Gunnarsson, Val Þorbergur Aðalsteinsson, Vikingi Þorbjöm Jensson, Val Þorgils Óttar Mathiesen FH Þjálfari: Hihnur Bjömsson Liðsstjórí: Gunnsteinn Skúlason. þessum leik- 30 landsl. 29 landsl. 85 landsl. 49 landsl. 124 landsl. 32 landsl. 13 landsl. 11 landsl. 42 landsl. 78 landsl. 43 landsl. 49 landsl. 106 landsl. 85 landsl. 67 landsl. 31 landsl. s MAGNUS FER TIL H0LLANDS í DAG ■ Tíminn verður að sjálfsögðu með fréttaritara í Hollandi vegan B-keppninnar, Magnús Ólafsson fréttarit- ari Tímans í Vestur-Þýskalandi, mun fara til Hollands í dag, og mun fylgjast með leikjum íslenska liðsins. Lesendur Tímans vcrða ekki sviknir af því að hafa Magnús á staðnum pistlar hans frá viestur-þýsku knatt- spyrnunni eru þeim að góðu kunnir. ■ Magnús ■ Ekki tókst í gær að ná í nema nafnalista yfir spánska liðið, allar upplýsingar vantar, aðallega þó um landsleikja- fjölda. En hér eru nöfn Spánverjanna og númer. Markverðir: 1. Cobo 12. Rico Aðrir leikmenn: 2. Cabanas 3. Melo 4. Calahui/. 5. De La Puente 6. Alonso 7. Reino 8. Uria 9. Milian 10. Ruiz 11. Serrano (meiddur) 13. Lopez 14. Roman 15. Ruig Þjálfari liðsins er Emilio Alonso. Serrano nr. 11 er meiddur og leikur líklegast ekkert í B-kcppninni. og íslendingar sjá landsleikinn beint á skjánum ■ í dag leika íslendingar gegn Spán- verjum í B-heimsmeistarakeppninni í Hollandi. Leiknum verður sjónvarp- að beint til Islands og mun þvi líklega verða fátt um manninn frá því um 6 leytið í dag, og þar til leik verður lokið. Leikurinn við Hollendinga verður í bænum Breda í Hollandi, og síðan eru fram undan leikir við Svisslendinga á sunnudag, og Belgíumenn á mánudag. En lítum nánar á riðlaskiptinguna í keppninni: A-riðill: Ungverjaland, Svíþjóð, ísrael, Búlgaría. B-riðUI: V-Þýskaland, Tékkóslóvakía, Holland, Frakkland. C-riðill: Spánn, Sviss, ísland, Belgía. Tvö efstu lið í hverjum riðli komast áfram í keppni um sex efstu sætin. Þar leika allir við alla, að undanskiidu því að leikir liða sem voru saman í riðli gilda. Þannig leikur hvert lið fjóra leiki í úrslitariðlinum. Tvö neðstu lið úr hverjum riðlanna þriggja lenda saman í keppni um 7-12 sæti. Liðin sem lenda í 11 og 12 sæti falla niður í C flokk. Þessi eru líklegust Líklegustu lið til að komast áfram í keppninni eru, svo vísað sé til styrk- leikaröðunar sem notuð var til niður- röðunar í keppninni, Ungverjaland, Svíþjóð, Vestur-Þýskaland, Tékkó- slóvakía, Spánn og Sviss. Ekki er þó landinn ánægður með þessa niður- röðun, og er stefnan hjá okkar mönnum að verða í öðru sæti í C-riðli, það er að vinna Sviss. Ekki er gott um að segja hvernig hlutirnir ganga, til þess er sveiflan of bundin við íslenska liðið. En á góðum degi má telja sigur gegn Sviss ekki óraunhæfan, svo vísað sé til árangurs íslendinga gegn Dönum á dögunum, og reyndar einnig í leikj- unum gegn Norðmönnum. Þjálfarar beggja, Norðmanna og Dana létu hafa eftir sér að íslendingar væru með skemmtilegra lið, og Leif Mikkelsen spáir íslendingum velgengni í B keppn- inni. En lítum á hvaða leiki Islendingar fengu og hvenær eftir því hvar þeir lenda í riðlinum. Ef svo ólíklega vildi til að íslendingar sigruðu í riðlinum mundu þeir leika gegn líklega Svíum, 2. mars, Ungverjum 3. mars, V-Þjóð- verjum 5. mars, og Tékkum 6. mars. Ef við lendum í 2. sæti í riðlinum, leikum við gegn Vestur-Þjóðverjum 2. mars, Tékkum 3. mars, Ungverjum 5. mars og Svíum 6. mars. Ef við lendum í 3. sæti í riðlinum eru við komnir í keppnina um 7.-12.sæti. Þá mundum við leika fyrst gegn líklega ísrael 2. mars, Búlgörum 3. mars, Frökkum 5. mars og Hollendingum 6. mars. Ef við lendum í fjórða sæti í riðlinum leikum við gegn Frökkum 2. mars, Hollendingum 3. mars, Búlgörum 5. og ísrael 6. mars. Þetta miðast við að Búlgarir verð.i í þriðja sæti í A-riðli, og Frakkar í 3. sæti í B-riðli. En allt getur gerst í handbolta, og við bíðum bara og sjáum og hvetjum landann fyrir framan sjónvarpið í kvöld. Portúgal sigradi V-Þýskaland í landsleik í knattspyrnu: BESTI ARANGUR GEGN V-ÞJÓDVERJUM SfÐAN 1938 ■ Portúgalir náðu besta árangri í knattspyrnu gegn Vestur-Þjóðverjum frá því árið 1938 í fyrrakvöld, er þeir sigruðu þá í landsleik í Þýskalandi. Nýtt léttleikandi portúgalskt lið áttí sigurinn skilinn, lið sem leikur undir stjórn brasilísks þjálfara og leikur léttan „brasilíufótbolta“. Jupp Der- well hafði valið margt nýrra leikmanna fyrir lcikinn, og útskýrði hann tapið sem „misheppnaða tilraunastarfsemi.“ Fyrri hálfleikur leiksins var leiðin- legur, og reyndar sá seinni líka. Þulur- inn í vestur-þýska sjónvarpinu lýsti leiknum sem „leiðinlegasta leik sem hann hefði séð“. Þjóðverjar áttu eitt færi, sem Rummenigge lagði upp, en unntt ekki úr því. Portúgalir skoruðu síðan fallegt mark í síðari hálfleik, léku skemmtilega í gegn um þýsku vörnina og endaði það með þrumu- skoti Ditos á 150 km. hraða af eins metra færi, sem Tony Schumacher átti ekki möguleika á að verja. Leiknum var lýst sem hneyksli og meiriháttar smán í þýsku blöðunum í gær, og áttu þýskir ekki til orð til að lýsa ósköpunum. - MÖ/SÖE HAUKAR K0MNIR í ÚRVALSDEILDINA! Sigruðu ÍS 68-66 í gær ■ Haukar úr Hafnariirði tryggðu sér í gærkvöld sæti í úrvalsdcildinni í körfu- knattleik, er þeir sigruðu ÍS 68 - 66 ■ íþróttahúsi Kennaraháskólans. Hauk- arnir sem hafa leikið vel í vetur, og eru eitt efnilegasta lið sem lengi hefur komið fram, eiga sætið í úrvalsdeildinni svo sannarlega skilið. En ekki var sigurinn fyrirhafnarlaus í gærkvöld, né öruggur. Leikurinn var í járnum allan tímann, og liðin skiptust á um að leiða, þegar ekki var jafnt. Lokasekúndurnar voru æsi- spennandi, Haukar höfðu 5 stiga forskot, þegar 2 mínútur voru eftir, en þá fór þeirra sterki miðherji DeCarsta Webster útaf með 5 villur. Útlit var fyrir að keppnisreynt lið Stúdenta mundi knýja fram sigur, og þeir náðu að jafna 66-66. Þegar fáeinar sekúndur voru til leiks- loka reyndi Hálfdán Markússon besti maður liðsins í gærkvöld að brjótast í gegn, en brotið var á honum, og hann fékk dæmd tvö vítaskot. Hálfdán lét ekki slá sig út af laginu, hélt því áfram sem hann hafði einsett sér að gera, skoraði úr báðum, og aðeins 2 sekúndur eftir. Sigurinn var í höfn. „Eg er alveg ofboðslega montinn af strákunum,“ sagði Einar Bollason þjálf- ari Hauka eftir leikinn. „Stúdentar eru með keppnisreynt lið, og það vegur þungt á svona stundum eins og voru þarna síðast. En strákarnir stóðu sig ótrúlcga vel.“ Hálfdán var bestur Ilaukanna í gærkvöld, og Ólafur Rafnsson og Webster líka mjög góðir. Pálmar var í stífri gæslu allan leikinn, og gat lítið beitt sér. Hálfdán skoraði mest, 21 stig, Ólafur skoraði 17 og þeir Pálmar og Webster 10 hvor. Guðmundur Jóhanns- son sem vel er þekktur sem miðvörður í knattspyrnuliði ísfirðinga var bestur Stúdenta, skoraði 20 stig. Þá var Pat Bock sterkur, skoraði 28 stig. Staðan í fvrstu deildinni í körfubolta er nú þessi: Haukar 14 12 2 1284-1016 24 ÍS 14 10 4 1226-1003 20 Þór A. 11 7 4 912-860 14 UMFG 13 2 11 966-1181 4 UMFS 10 0 10 695-1022 0 ■ DeCarsta Webster og félagar í Haukum eru komnir í úrvals- deild, eiga aðeins tvo leiki eftir, annan við Borgarnes, og hinn við Þór, báða heima, og hafa fjögurra stiga forskot. ■ Leif Mikkelsen ■ Leif Mikkelsen landsliðsþjálfari Dana í handknattleik spáir íslending- um 2. sætinu í C-riðli í B-keppninni í Hollandi. Þetta kom fram í vestur- þýsku íþróttablaði fyrir skömmu, en MIKKELSEN SPAlR OKKUR 2. SÆTI í C riðlinum í Hollandi þar var fjallað um hvaða lið væru líklegust til þess að komast í 6 liða úrslit í keppninni. í blaðinu var Svisslendingum spáð 2. sæti í riðlinum, en jafnframt var vitnað í Leif Mikkelsen, sem sagði að íslend- ingar yrðu örugglega í öðru sætinu, og Svisslendingar mundu keppa um 7-12 sætið. Ekki verður því neitað, að Mikkel- sen veit nokkuð um hvað hann er að tala, hann hefur nú á undanförnum vikum kynnst íslenska liðinu vel, kom með danska landsliðinu hingað til lands rétt fyrir áramótin, þar sem íslendingar sigruðu í öðrum leiknum af tveimur og í janúar er íslendingar léku við Dani í Danmörku og liðin unnu sitt hvorn leikinn... En allt getur gerst í handknattleik... - MÖ/SÖE ÞJÚDVERJARÆTIASÉR SIGUR ■ Vestur-Þjóðverjar ætla sér ekkert annað en sigur í B-keppninni í Hol- landi sem hefst í dag. Þjóðverjar, sem urðu heimsmeistarar árið 1978, hafa síðan þá verið á niðurleið í handknatt- leik. Á gullárunum þegar þeir urðu heimsmeistarar, töpuðu þeir ekki 30 leikjum í röð og voru þá undir stjórn' þjálfarans Vlados Stenzel. Síðan hall- aði undan færi, og liðið tapaði slatta af leikjum. Stenzel var að lokum látinn fara, og átti það að hreinsa andrúms- loftið og færa liðinu nýja sigra. Simon Schobel, sem fékk það hlut- verk að þjálfa liðið hefur ekki gert neinar rósir enn. Liðið féll niður í B-flokk og enginn heimsmeistarabrag- ur hefur verið sjáanlegur. Nú síðast í janúar komu Sovétmenn í heimsókn og sigruðu Þjóðverja í öllum sínum leikjum, sem voru þrír. í febrúar komu Pólverjar í heimsókn og sigruðu einnig í öllum þremur leikjunum, og þar var ekki um að ræða að gefa neitt eftir eins og Pólverjar urðu að gera bæði gegn Dönum og Svíum, hvar þeir sigruðu í fyrri leiknum, en töpuðu í þeim síðari. Þrátt fyrir þetta, eru öll íþróttablöð í Þýskalandi á því að Þjóðverjar sigri í B-keppninni og því fylgir sú spá, að Ungverjar verði í öðru sæti, og Svíar og Spánverjar bítist um þriðja sætið. Mörg þýsk íþróttablöð spá Sviss- lendingum öðru sætinu í C-riðli. En íslendingar eru einnig teknir með í reikninginn og sums staðar er því slegið fram, að líklega leiki Vestur- Þjóðverjar fyrsta leikinn í úrslita- keppninni gegn íslendingum. - MÓ/SÖE HJAOKKUR NAGÆDMIGEGN Við hjá Ramma h.f. í Njarðvík notum eingöngu úrvals við frá Norður-Kirjalalandi (Karelia) í Finnlandi. Á svo norðlægum slóðum vaxa trén hægt. Árhringir trjánna liggja því þétt — viðurinn verður betri en annars hefði orðið raunin. í sögunarmillu Nurmeksen Saha er viðurinn flokkaður eftir gæðum og útliti. Við kaupum af þeim eingöngu I. flokk. Og við notum ekkert annað timbur. Kröfur okkar eru því mun meiri en þær sem gerðar eru samkvæmt íslenskum staðli IST 41. Þar ná ákvæðin aðeins til þeirra flata sem eru sýnilegir. Hjá okkur ná gæðin í gegn. 'NURMES* NUR*MES NURMES I. FLOKKUR 2. FLOKKUR 3. FLOKKUR Hll u «i luiðaverksmiðja —rfiii ifBL iiTiniriirnwtiTiipnrn NJARÐVÍK Sími 92-1601 Pósthólf14 Söluumboð í Reykjavík: IÐNVERK H.F. Nóatúni 17, sími 25930 og 25945 BBI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.