Tíminn - 27.02.1983, Page 5

Tíminn - 27.02.1983, Page 5
SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983. 5 sjúklingum að þeir hafi orðið fyrir tiltekinni reynslu á dánarbeði. Athugun á dæmigerðum lýsingum frá ólíkum stöðum gæti verið gagnlcg til að setja fram tilgátur sem rannsaka mætti frekar, en að öðru leyti eru gögn þeirra svo léttvæg að fráleitt er að setja fram alvarlegar kenningar á grundvelli þeirra. hvað þá staðhæfa að líf sé að loknu þessu eins og höfundarnir gera. Mismunandi reynsla í dauðadái Athyglisvert er að bcra saman lýsingar Erlends og Osis annars vegar og Moodys hins vegar á revnslu fólks sem vaknað hefur úr dauðadái. Moody leggur áherslu á ferð eftir göngunt, en þeir minnast aldrei á neitt slíkt. Hvers vegna? Eins er forvitnilegt hve fátt þeir láta sér unt finnast þegar fólk rifjar upp reynslu sína í sjónhendingu. Astæðan cr sú að slík upprifjun á sér einnig stað við aðrar aðstæður: dr. W. Penfield hefur t.d. getað kallað fram slíkar minningar með því að erta tiltekin svæði í heilanum. Moody getur þess að fólk segist eiga erfitt með að lýsa reynslu sinni í orðum og kveður slíkt algengt. í bók Erlendar og Osis eru aðeins þrjú dæmi slíks. Elisabeth Kúbler-Ross, höfundur metsölubók- ar um dauða og framhaldslíf On Death and Dying (1969), er enn annar frægur formælandi þess viðhorfs að líf sé að loknu þessu. Fyrir nokkrum árum sagði hún í sjónvarpsviðtali í Kanada („Man Alive“, CBC, 2. okt. 1978) að hún hefði sjálf orðið fyrir reynslu utan líkama og hefði þá hitt anda sem fullvissaði hana um að allar árásir sem bækur hennar hefðu orðið fyrir væru gerðar í því skyni að reyna á þolgæði hennar. Tími væri kominn til að upplýsa mannkynið um ódauðleik- ann og hún hefði verið valin til þess. Þegar Kúbler-Ross var spurð hvar vísindalegra sannana fyrir niðurstöðum hennar um framhaldslíf væri að leita kvaðst hún ekki ltafa komið þeint á prent. Pær eru enn óbirtar. Kúbler-Ross er vinkona þeirra Erlendar Har- aldssonar og Karlis Osis og höfundur formála að ensku útgáfu bókar þeirra. Sjálfir kalla þeir hana „hinn fræga dauðafræðing" og vitna til rita hennar. Mystískri reynslu svipar til reynslu í dauðadái Sálfræðingar hafa veitt trúarlegri (mystískri) reynslu fremur litla athygli. Efnishyggjumenn láta sér í léttu rúmi liggja frásagnir fólks sem fundið hefur fyrir návist guðs eða alviskunnar. Frá því á sjöunda áratugnum hefur ungt fólk á Vestur- löndum í vaxandi mæli leitað eftir slíkri reynslu með hjálp eiturlyfja eða með því að stunda hugleiðslu. nema hvort tveggja sé. Túlkun þessa fólks á reynslu sinni byggir hins vcgar mjög á þeim hugmyndum sem það kynntist eða aðhylltist áður. Hafa ber í huga að slíkt „vitundarstig" geta allir komist í ef þeir leggja sig í framkróka um það. Reynslu eins og þeirri sem menn öðlast af „innhverfri íhugun“ er unnt að öðlast með einfaldri afslöppunaraðferð. Þaö þarf engin trúar- leg tákn eða galdrastafi til þess. Fæstir vita þetta hins vegar og halda að slík reynsla sé sönnun fyrir tilveru yfirnáttúrlegra afla. Tökum dæmi af stúlku scm alin cr upp í strangri fjölskyldu og aldrei leidd neitt í Ijós um kynlíf. Dag nokkurn þegar hún er að lcsa feykilega áhrifamikið Ijóð fær hún kynferðislega fullnæg- ingu. Hvað hefur komið fyrir? Hvernig túlkar hún reynslu sína? Sem tengsl við alviskuna? Oft virðist kynferðisleg útrás raunar tengd trúarlegri eða mystískri reynslu. Reynsla sem sjúklingar á dánarbeði eru sagðir lýsa líkist um margt reynslu sent sálfræðingurinn Maslow hefur eftir viðmælendum sínum um trúarlega eða mystíska reynslu þeirra. Þeir hætta að óttast dauðann, og finnst sem þcir hafi upplifað heiminn sem „samþætta og sameinaða heild“, hvað svo sem það nú er. Er „reynsla utan Iíkama“ hugarburður? Áður var þess getið að skiptar skoðanir væru með dulsálfræðingum um framhaldslíf. Hvað sem þeim ágreiningi líður er hitt víst að flestir þeirra eru sannfærðir um greinarmun sálar og líkama, og að sálin geti yfirgefið líkarna lifandi fólks. Reynsla utan líkama (RUL) felst í því að fólk sér sig frá öðrum sjónarhól. utan iíkamans. Til eru dulsálfræðingar sem telja þetta sannað: sofandi fólk hafi getað aflað vitneskju í svcfni sem ógerlegt sé að verða sér út urn með venjulegum hætti. Um þær kenningar er mikill ágreiningur, einnig meðal dulsálfræðinga. John Palmcr. pró- fessor í dulsálarfræði,segiraðsvefnhöfgur(höfgur sem færir engan svefn) nægi til að skýra flest slík tilvik. RUL sé ekki dulrænt fyrirbæri, hcldur sálrænt og megi líkja við draum eða annað vitundarstig. Dulsálfræðingarviðurkennaað RUL eigi sér stað rétt áður en menn sofna eða þegar þeir eru að vakna. Það er cinmitt þá sem náttúrlegur svefnhöfgur er líklegastur. Palmer hcfur bent á að það sc almenn skoðun. jafnt í Austurlöndum sem á Vesturlöndum, að dauðinn feli í sér aðs*lnað sálar og líkama. Óháð því Itvað einstaklingar halda cr því scnnilcgt að slíkt sé ofarlega í huga manna á dánarbeði. Sú streita sem fylgi mögulcika á yfirvofandi dauða gcti orsakað RUL. Sálfræðingar og geðlæknar kannast vel við frásagnir fólks af reynslu utan líkama, cn líta á þær sem eina tegund af sálrænum viðbrögðum við strcitu eða átökum. Jafnvel í daglcgu lífi cr „rcynsla utan líkama" ekki svo fjarstæðukcnnd. ímyndið ykkur aðstæður við kvöldverðinn í gær. Hvað „sjáið" þið? Nær allir sjá fyrir scr mynd scnt þeir hafa í rauninni aldrei getað séð með berum auguni. aðeins ímyndað scr, og sú sýn er einmitt af sama tagi og sjúklingarnir á banabeði sáu. Hér er um að ræða minningu sem er búin til í huganum, og er bókstaflega hugarburður. Svefnhöfgi líkleg skýring ímyndanir í svefnhöfga cru forvitnilcgar, og líklcga verða allir fyrir þcim einhvcrn tíma og þá milli vöku og svefns eða svefns og vöku. ímyndan- ir þessar eru svipaðar draumi, en blandast oft því sem raunverulega er að gerast í kringum fólk. Öndvertlvið venjulega drauma finnst mönnum að ímyndanir þcirra í svefnhöfgi séu veruleiki. Menn eru stundum lengi að átta sig eftir að þeir hafa vaknað hvort ímyndanirnar séu hugarburður eða ekki. Einfalt dæmi er það þcgar menn „hálfvak- andi" heyra síma eða bjöllu og hlaupa til að svara enekkert hljóð reynist hafaheyrst í raun ogveru. Hugsanlegt er að skýra megi sýnir á dánarbeði sem svefnhöfga-ímyndanir. Fólk scm er upptekið við að hugsa um vini og ættingja á dánarbeði gæti átt til að „dreyma" þá í slíku ástandi. Sömu sýnir í ofskynjunum og við „dauðareynslu“ Margir halda að ofskynjanir (ímynðun sem er svo stcrk að menn halda hana veruleik) séu af öllu tagi, en það er ekki rétt. Þegar árið 1926 bentu rannsóknir til fjögurra höfuðeinkenna. Menn sjá: 1. Grind. 2. Kóngulóavef. 3. Göng. 4. Gornt. Þessar myndir einkennast af sterkum litum og ljósuni (sem kannski stafar af bilun í sjónkerfj heilans). Slíkar ofskynjunarmyndir sjást cinnig í svefnhöfgi, delerium tremens, við svima o.fl. Rannsóknir R.K. Siegels á áhrifum kannabis benda til að ímyndanir nianna scm neytt hafa eiturlyfja cinkennist af samskonar myndum og einnig ímynda menn sér fólk og hluti sent þeir þckkja áður. Fólkið sem rannsókn hans náði til taldi skynvillur sínar raunveruleika og ímyndaði sér líka að það færi hratt niður göng og sæi sig utan líkama. Siegel dró af þessu þá ályktun að í miðtauga- kcrfinu sé búnaður sem konti af stað eða sé rótin að almcnnunt misskynjunum manna. Það styrkir þessa tilgátu að rannsóknir í ratlífcðlisfræði staðfcsta að ofskynjanir eru beint tcngdar ertingu i miðtaugakerfinu, sent aftur leiða til starfrænna bilana í þcim hluta heilans scm ræður stjórn og áreiti minnis. Af þessu má álykta að venjulcgar ofskynjanir geti skýrt nánast alla þá þætti sent Moody greinir frá í bókum sínum um framhaldslífið. Þcgar þetta er haft í Ituga hljóta menn að hneykslast á því hve lítt „dauðafræðingar" og dulsálfræðingar hafa kynnt sér vísindalegar rannsóknir á ofskynjunum; í sumum bókum um sýnir á dánarbcði og fram- haldslíf er ekki einu sinni vísað til rita um ofskynjanir í bókaskrám. Fjarstæðukennt að framhaldslíf hafi verið sannað Grein þessi er tekin saman í því skyni að benda á að það er reginfirra að rannsóknir dulsálfræðinga á sýnum fólks á dánarbeði ltafi sannað framhalds- líf cftir líkamsdauða cða aukið líkur á slíku lífi. Staðhæfingar í þá átt heyrast hins vegar oft í fjölntiðlum, og þessa dagana er t.d. verið að sýna kvikntynd í þá veru í Bíóbæ í Kópavogi sem fylgt er úr hlaði með ávarpi cins helsta trúboða sálarrannsókna og andatrúar hér á landi. Við vitum ckki hvort líf cr að loknu þessu. Afstaða manna til þess álitaefnis byggist á trú en ekki þckkingu. Hér cr ekki ætlunin að vega að trúarsanníæringu eins eða neins - aðeins að benda á að staðhæfingar um að sannanir fyrir framhalds- ltfi séu íyrir hcndi hafa ekki við rök að styðjast. Þær cru staðlausir stafir. GM (Einkum stuðst við grem James Alcock: „Psycho- logy and Near-Death Experiences" í The Skeptical Inquirer Vol. III, No. 3, vor 1979. Einnig: Ronald Siegel: „Life After Death“ i Science and the Paranormal (1981); sami: „Hallucinations" í Scien- tific American, okt. 1977; Hans J. Eysenck & Carl Sargent: Explaining the Unexplained (1982). Alvarlegir meinbaugir eru á rannsóknum dulsálfræðinga á sýnum fólks á dánarheði. Hafna verður tilgátum um að slíkar sýnir sanni framhaldslíf eða auki líkur á því.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.