Tíminn - 27.02.1983, Qupperneq 8

Tíminn - 27.02.1983, Qupperneq 8
8 WMm*. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel ðrn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar:8E387 og 86392. Verð í lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 150.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Leiðrétta varð kjör sjómanna ■ Ýmsir Alþýðubandalagsmenn beina nú spjótum sínum daglega að Steingrími Hermannssyni, formanni Fram- sóknarflokksins, og grípa þar til hinna furðulegustu aðferða. Sennilega hefur fátt í þeim efnum þó komið jafn mikið á óvart og þegar formaður þingflokks Alþýðubanda- lagsins gagnrýndi Steingrím Hermannsson fyrir það á Alþingi að hafa bætt kjör sjómanna of mikið um áramótin! Steingrímur Hermannsson vísaði þessum ásökunum að sjálfsögðu á bug og undirstrikaði, að hann hefði ekki og’ gæti ekki staðið að því að sjómenn bæru mun meiri launaskerðingu en menn í landi. „Fað var auðvitað öllum ljóst, að fyrir útgerðina mundi aldrei nægja 7.72% hækkun, eins og varð á verðbótum 1. desember“, sagði Steingrímur í viðtali við Tímann um málið. „Það var þess vegna sem Verðlagsráð sjávarútvegs- ins ákvað eingöngu þá fiskverðshækkun í einn mánuð, frá 1. desember til áramóta. Þessu var ríkisstjórninni að sjálfsögðu gerð grein fyrir. Ástæðan fyrir þessu er sú,að ýmsir kostnaðarliðir útgerðarinnar, olía, veiðarfæri og fleira, hafði hækkað langtum meira. Ég vakti athygli á því, að t.d. iðnaðurinn fékk hækkun á sinni framleiðslu talsvert framyfir 7.72%, eða eitthvað nálægt 15-17%, sömuleiðis bændur á sínum rekstarvörum, því það var eingöngu launaliður bóndans sem var skertur. Hins vegar var ekki talið fært að greina þannig í sundur í útgerðinni, því að þá væri með lögum verið að taka framhjá skiptum, og það hefur þessi ríkisstjórn ekki viljað gera. Tekjur sjómanna höfðu skerst miklu meira á síðasta ári heldur en manna í landi vegna aflabrestsins. Þeirra tekjur eru háðar aflamagni. Á liðnum árum hefur fiskverð verið hækkað minna þegar afli hefur aukist. Menn hafa sagt að útgerðin og sjómenn fái auknar tekjur í auknum afla og vitanlega virkar þetta gagnkvæmt þegar afli minnkar. Þessi mál voru athuguð í desember og þá komst Þjóðhagsstofnun, og þeir þrír menn frá aðilum að ríkisstjórninni sem til voru kvaddir, að þeirri niðurstöðu, að ef það ætti að koma útgerðinni á núll þá þyrfti 28% fiskverðshækkun til viðbótar. En slík hækkun hefði aukið tekjur sjómanna töluvert umfram það, sem er í landi, og þá var athugað hvað auka þyrfti þeirra tekjur svo að þær yrðu sambærilegar við tekjuaukningu í landi. Með saman- burði á fiskverði og kauptaxta var það talið allt að 10%. Hins vegar, þegar tekið var einnig tillit til aflasamsetningar i og fleira, taldi ég að það mætti verða nokkuð meira oe niðurstaðan varð 14% fiskveröshækkun. Samanburðartölur Þjóðhagsstofnunar á tekjum sjó- manna sýna að með 14% hækkuninni hafa þær verið leiðréttar á þann veg, að þær ná sama hlutfalh og var á milli tekna sjómanna og þeirra, sem í landi unnu, árið 1977.“ Það er furðulegt þegar talsmenn Alþýðubandalagsins halda því nú fram, að þessi leiðrétting á kjörum sjómanna hafi verið of dýru verði keypt. Frumvarp um fæðingarorlof Alexander Stefánsson er fyrsti flutningsmaður að frum- varpi um fæðingarorlof, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að allar konur eigi rétt til fæðingarorlofs, hvort sem þær taka laun á vinnumarkaði eða ekki, en eins og þessum málum er háttað nú er upphæð fæðingarstyrks ekki hin sama til allra vinnandi kvenna og er hrópandi óréttlæti gagnvart heima vinnandi konum. Þetta frumvarp, sem Alexander flytur ásamt Olafi Þ. Þórðarsyni og Stefáni Valgeirssyni, er mjög tímabært. Með samþykkt þess á Alþingi yrði alvarleguf ágalli á núgildandi lagaákvæðum um fæðingarorlof felldur burtu og öllum konum tryggður sami réttur til þriggja mánaða fæðingarorlofs. - ESJ mmm horft f strauminn SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983. ■ Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi virðast nú hafa fullkomnað verk sitt að beita þingræðinu til þess að kæfa lýðræðið í kosningaréttarmálinu, en það er hættulegasti annmarki þess valds sem þingmönnum er fengið í hendur og kallar á mestan drengskap þeirra og lýðræðistrúnað við kjósendur. Þegar búið er að kjósa er enginn vandi að beita þingræði gegn lýðræði, eins og nú hefur verið gert einu sinni enn. Það gerist þegar þingmenn gleyma annarri helft umboðs- skyldu sinnar við kjósendur, greiða aðeins atkvæði með annarri hendinni - þeirri sem ákveður og drottnar - en gleyma hinni sem á að sjá um að málin komist til kjósenda þegar það á við. Þegar mál kemur fyrir fulltrúaþing í lýðræðisríki, á þingmaður um tvo kosti að velja - að taka ákvörðun til úrslita eða senda málið til þjóðarinnar ef hann telur að það hafi ekki hlotið næga skoðun þar eða sé þess eðlis að úrskurður þjóðarinnar sjálfrar eigi þar við fremur en þingsins. Og þá á þingið auðvitað að senda þjóðinni það, áður en það er reyrt í tillöguviðjar, sem jafngilda ákvörðun. Hér færist skörin upp í bekk. Nú horfir svo að þingið muni samþykkja ákveðna tillögu í Brú á fjórum stólpum milli þinga yfir skaðræðisfljótið Lýðræði flýti og senda hana síðan þjóðinni til umfjöllunar í almennum þingkosningum. En þjóðin á heldur örðugt um það vik eins og nú er búið í pottinn. Allir stjórnmálaflokkarnir hafa með löngum þrásetum og harmkvælum barið saman eina tillögu, sem þeir standa allir að. Þjóðin getur því ekki valið og hafnað í kosningaréttarmálinu í þessum kosningum á vegum flokk- anna. Það breytir engu í því máli hver þeirra kosinn er, og auk þess verður að kjósa milli þeirra um allt önnur mál, þjóðmál líðandi stundar. Með þvinguðu hrossakaupasam- komulagi sínu í þessu máli á Alþingi hafa formenn flokkanna og aðrir þingmenn, sem fallist hafa á þessa málsmeðferð, reyrt málið í viðjar sem þjóðin getur ekki leyst þótt hún vildi. Þannig hafa þeir beitt þingræðinu gegn lýðræðinu og bundið hendur kjósenda þegar þær eiga að vera frjálsar. Kosningar í lýðræðisríki eru tímabundið framsal lýðræðis- valds í hendur þingræðis sem á að vera þjónn hins fyrrnefnda í einu og öllu. Þegar tímabundið þingræðisvaid bindur hendur þjóðarinnar með þessum hætti út yfir þingrof er það lýðræðisafbrot. Með þeim samtryggingarsamningum stjórn- málaflokkanna, sem nú hafa orðið, er þjóðinni í raun fyrirmunað að neyta frjáls kosningaréttar í stjórnskipunar- máli, sem að minnsta kosti andi stjórnarskrárinnar ætlast til að hún hafi alveg frjálst úrskurðarvald um. Með því hafa flokk- amir sameinast um að skjóta slagbrandi fyrir þær dyr sem stjórnarskráin opnar lýðræðinu með ákvæðunum um tvennar kosningar. Þeir ógilda kosningar í þessu máli og byggja brú fyrir þingræðisvald sitt yfir þær. Slíkt samtryggingarkerfi andstæðra stjórnmálaflokka hefur um alllangt skeið verið mesti lýðræðisbrestur í störfum Alþingis og stjórnkerfi landsins. Það sem nú hefur gerst með samningum flokkanna á bak við þjóðina er meðal augljósustu og verstu dæma um samtrygginguna sem oft og einatt eins og nú er einskonar samsæri gegn lýðræði. Halrammlegast og mestur háðstregi er þó að það skuli gerast í kosningaréttarmáli, þar sem á að leita réttlætis, að flokkarnir sem eiga að þjóna lýðræðinu með því að hafa andstæðar skoðanir sem þjóðin geti valið um í frjálsum kosningum, skuli í raun svipta þjóðina atkvæðisréttinum í þessu máli með samtryggingarsamningnum, jafnframt því sem steinn við stein er lagður í götu þeirra sem vilja kjósa um þjóðmál utan ramma flokkanna. Þeir einoka í fullri samstöðu sem mest þeir mega áhrifaleiðir lýðræðisins í kosningum til þingræðisins á Alþingi og beita síðan þingræðisvaldinu í flokkaeiningu til þess að byggja brú yfir lýðræðið til næsta þings eins og það væri skaðræðisfljót. Getur nokkurn furðað þótt gengi flokka fari dvínandi með þjóðinni þegar svona er unnið? Sætir það utidrun þótt íslensk stjórnmál séu að verða leikvangur lukkuriddara með árangri? Vonarglæta í kófínu. Irafár og hráskinnaleikur prófkjaranna er talandi tákn uni þessa upplausn. Þau eru í eðli sínu tilraun kjósenda til mótvægis við flokksræði en eru í raun á góðum vegi með að sundra félagslegu samlyndi í landinu. Ekkert er heldur áhrifaríkara - nema kannski sjálfsniðurlægingin sem fram fer á Alþingi núna - til þess að slíta og tæta sundur flokksbönd en prófkjör þar sem barist er um menn en ekki mál, og fólk venst á að vera á sífelldum þönum milli flokka. Það er varla hægt að búast við því að það auki staðfestu í flokki að hafa skotist inn í tvö eða þrjú prófkjör hjá öðrum flokkum rétt fyrir kosningar. Eins og prófkjör eru núna eru þau bráð hætta fyrir lýðræði og þingræði í landinu - og þó fyrst og fremst flokkana. Um tvennt er að velja í þessum efnum: Annað hvort er að gera ráð fyrir prófkjörum sem éðlilegum lið í ákvörðun um framboðslista og setja þá um þau eðlilegar lagareglur, til að mynda ákvæði um að þau skuli öll fara fram á sama tíma í hverju kjördæmi, eða þá að gera ráð fyrir óröðuðum framboðslistum, þar sem kjósendur geta sjálfir raðað mönnum með raðtölum á listanum eða kosið menn af fleiri en einum lista. Og það er satt að segja helsta vonarglætan í þessu moldviðri, að loks hefur verið borið fram á Alþingi frumvarp í þessa átt. Það frumvarp er ef til vill ekki fullsköpuð aðferð, en hugmyndin er þó komin fram, og það væri óneitanlega ofurlítil yfirbót, ef Alþingi vildi leyfa þjóðinni að ráða þessu máli og fjalla um það, áður en fokksforingjar gleypa það og semja um það að bera það út eða hagræða því sér í vil í krafti samtryggingarinnar. Óraðaður framboðslisti án þröngra fjölda- takmarkana er auðvitað mikil úrbót og það er fráleit viðbára að fólk geti ekki lært að kjósa með þeim hætti svo vit sé í, og þá yrðu prófkjör óþörf og mundu hverfa af sjálfu sér eða breytast í meinlausarskoðanakannanir, ef þeirra þætti þá einu sinni þurfa við. Ég vona að flokkarnir verði ekki svo skammsýnir að setja slagbrand fþessar dyr líka. Vægi atkvæða og vald- dreifing. Samkvæmt tillögum flokksforingja á vægi atkvæða að jafnast töluvert, og er það spor í rétta átt. Þó mun fullt jafnvægi ekki fást og vart við því að búast í fyrstu atrennu. Ég held að ekki sé fært annað en gera ráð fyrir jöfnu, eða því sem næst jöfnu atkvæðavægi, hvar sem er á landinu sem framtíðar- markmiði, þótt auðvitað verði ekki að því komist nema í nokkrum áföngum, og oft verði að færa til lóð á vogarskálum eftir því sem vægið raskast vegna tilflutninga fólks. Þau rök hafa verið hpfð á lofti að réttmætt væri að ýmis dreifbýliskjördæmi hefðu meira atkvæðavægi vegna þess að áhrifavaldi stjórnsýslunnar væri þjappað saman á mesta þéttbýlissvæðinu. Þetta á við nokkur rök að styðjast eins og stjórnsýslunni er nú háttað, en það er eigi að síður hættulegt lýðræðinu að blanda saman áhrifavaldi í stjórnsýslu og atkvæðavægi til löggjafarþingsins og láta það jafna hvort annað upp. Nógu óljós eru nú skilin milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds samt. Vöntun á stjórnsýslustofnunum í sumum kjördæmum má ekki reyna að bæta upp með meira vægi atkvæða til Alþingis. Slíku stjórnsýslujafnvægi á vitaskuld að reyna að ná með dreifingu stjórnsýslustofnana um landið, og dreifbýliskjör- dæmi eiga að leggja allt kapp á það áhrifavægi en ekki að einblína á sterkari atkvæðarétt til mótvægis. Þessi vald- og áhrifadreifing hefur líka verið stefnuskrármál ýmissa flokka, til að'mynda Framsóknarflokksins, og eitt sinn var ágæt nefnd sett á stokka til tillögugerðar um slíka dreifingu. Hún skilaði miklu og ýtarlegu áliti, en ekki er að sjá að Alþingi hafi haft það að neinu. Væri nú ekki ráð að hrista af því rykið og hefja þá baráttu á ný? Einnig er engan veginn út í hött að færa úrslitarétt yfir ýmsum sérmálum landshluta til þeirra. Með slíkum ráðum á að jafna aðstöðu landsfólksins en ekki stórfelldu misvægi atkvæða. A.K. w Andrés Kristjánsson skrifar 1

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.