Tíminn - 27.02.1983, Síða 18

Tíminn - 27.02.1983, Síða 18
SUNNJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983. 18 leigupennar í útlöndum Antonieta HvaAan ertu? Ég veit það ekki. Hvar áttu heima? Ég veit þaft ekki. Hvar eru fæddur? I San Andreo held ég. ÞannigSpyr frambjóðandinn en heim- spekingurinn Vasconcelos á kosninga- ferðalagi um Mexíkó. Þannig svarar bóndadurgur og fær að launum Guð- dómlega Gleðileikinn á bók. Þetta á sér stað í nýrri mynd Carlos Saura: Anto- nieta, sem nýlega voru hafnar sýningar á í París. Vasconcelos tapaði kosningun- um og tlúði land, til Parísar. Þar sviptj sig lífi ástkona hasns og aðstoðarmaður, ■ Isabelle Adjani og Hanna Schygulla í Antonieta, nýrri kvikniynd eftir Carlos Saura, Kvikmyndir í París Antonieta (Isabelle Adjani), hún skaut sig í dómkirkjunni Notre Dame; sagt var frá í blöðum og gerð lögregluskýrsla, en ekkert skráðá kirkjubækur. Það var árið 1931 og er hverfipunktur myndarinnar. Myndin endar á því atriði, þaðan þarf að sjá hana aftur. Hanna Schygulla segir í viðtali við blað að hún sé í myndinni aðeins tæki, milliliður. Saura noti hana, hlutverkið sé í sjálfu sér ekki neitt, það veiti möguleika til að sýna annað. Hún leikur (mjög vel stæða) menntakonu á Spáni, sem vinnur að bók um sjálfsmorð kvenna á þessari öld. Hún kynnist sjálfsmorði Antonietu og fer til Parísar og Mexíkó að athuga nteð líf hennar og dauða. Myndin gerist mestan part í Mexíkó: - Rannsóknin; ferðir konunnar um landið og samtöl hennar viö safnvörð, viö sagnfræðing og við skáldið Vargas sem þekkti Antonictu vel. - Svipmyndir úr lífi Antonietu; barn- æska í vellauöugri fjölskyldu, listir og menning á unga árum, hjónaband og skilnaöur, tengsl við kynvilltan og giftan málara, sambandið við Vasconcelos og baráttan með honum (og Vargas sést þar ungur með), flóttinn. Myndin hefst í nútímanum, á sjálfs- morði í beinni útsendingu í sjónvarpi. A eftir leitar myndin afturávið, og skipt er haganlega á milli nútíma og fortíðar: sena hér og sena þar. Hún er rannsókn á tímanurn, fortíðinni. Tíminn eraugna- blikið Sem einstakli.ngar lifa. í þjóðfélagi og heimi sem breytast sjálf, cn ekki fyrir tilstilli neinna; orð og bækur fá engu áorkað því vaídið cr annars’taðar. Það liggur í líkömum og vopnum; dauðinn og blóðið segir Vargas að séu samrunnin jörð Mexíkó, lífið er bardagi og barátta. Fortíðin út um allt ■ Michelangclo Antonioni gerir samskiptum kynjanna ágxt skil í nýjustu mynd sinni „Idenlilicazione di una donna“. Og þar er fortíðin ávallt fyrir. Það er hún sem ræður. Hún er út unt allt og í öllu. Þú skilur hana aldrei, en þér er engrar undankomu auðið: hún cr þarna. Saura er upptekinn af fortíðinni, for - tíðinni í nútímanum: mynd hans á undan þessari, „Ljúfar stundir liðnar'' snerist um hana og „Hrafninn". Því fortíðin er líka lífið, alltof margir gleyma því. I Antonieta er fortíðin mörg, margs- konar. Þar er fyrst fortíðin útaffyrir sig, þegar hún var nútími eins og andartakið cr okkur hér nú: kvi-kmyndin getur vakið upp og búið til atburði og andrúmsloft, ómcngað því scm koma skyldi; skáld- skapur er einn um það. Önnur er fortíð sagnfræðinnar, sagn- fræðingsins sem rannsakar skjöl og minj- ar og reynir að komast að því hvað var og hvað gerðist. Brugðið er upp frétta- myndum frá árunum í kringum bylting- una 1911, ogsýndarljósmyndirogblöð: gögn. Sagnfræðingur miðlar þekkingu sinni á Vasconcelos. Hofrústum bregður fyrir sem verið er að grafa í. Þriðja er minningin, endurminningar þeirra sem tóku þátt og voru við; skáldið rifjar upp þessi ár æsku sinnar og daga, og talar um að ekkert af því verði lengur skilið einsog það var þá. Dauðinn er gleymska, og fortíðin varðveitist án þess að við vitum af. Það þýðir ekki fyrir konuna að taka upp raddir á tæki, því sem lýkur er lokið, fortíðin er ekki til. Fjórða er vitund alþýðunnar um fortíð ' sína, í tímaleysi daglegs lífs skapar hún sér fortíð. Mann fram af manni geymist minni aldanna; bækluð börn syngja um byltinguna á torgi er skáldið og kotian ganga hjá. Schigulla er nútíminn sem lítur um öxl. Sjálf leggur hún ckkert til málanna fyrr en í lokin. að hún situr þögul við ritvcl: hún reynir að hlusta. Hver er möguleiki nútímans andspæ- nis fortíðinni, livað er hægt? Ég veit það ekki. Myndinni lýkur í Notre Dame, konan sér Antonietu koma gangandi innan um ferðalangana sem fylla kirkj- una alla daga. Antonieta sest. kirkjan ér tóm. Þær horfast í augu en sjást aldrei báðar í einu. Antonieta drcgur upp byssu úr tösku sinni og beinir að hjarta sér, konan segir „nei” í lágunt hljóðum. Skotið ríður af, líkami Antonietu kippist við og hallast riiðurá tágastólana. Dúfurstyggj- ast og fljúga um ; núorðið veit ég er þeim ekki hleypt inn í kirkjuna, voru þær þar inni þá? Kvikmyndir Raunveruleikurinn er fallegt orð. Leikur raunverunnar, verunnar í raun. Raunveruleikinn er annað og öðruvísi, en þó kannski svona næstum því það sama . Leiki raunverunnar, svipmót eða áferð frekar en hreyfing. Ef til vill mætti gera eitthvað nteð þennan mun. Fransk- an hefur orðin einnig tvö, en ekki þau sömu. „La réalité" er í senn raunveru- leikur og raunveruleiki, en „le réel" myndi þýða „hið raunverulega”, sem er ekki almennilega íslenska. Ef til vill mætti athuga þetta betur; orð geta falið í sér merkingu sína og mcrkingar, í önnur þarf að leggja merkingu og merk- ingar. A frönsku er til orðið „spectacle", sem íslenskan gleypir ekki í einum bita. Skilgreining frönsku orðabókarinnar minnar er: „hlutir og viðburðir sem fallbjöða sig auglitinu og geta kallað fram viðbrögð". Það er notað um hvers- kyns menningarviðburði, skemmtanir og afþreyingu. íslensk þýðing Gerard Boots frá því fyrir þrjátíu árum hljóðar: „sjón, sjónleikur", en þar vantar, það er ekki nóg. „Spectacle" felur í sér fjöldann allan af íslenskum orðum; uppákoma, upp- færsla, sýning og svo framvegis, og það þannig að sérhvert þeirra þekur aðeins hluta af merkingu þess. Islenskan og franskan skipta raunverunni og heimin- um upp á sinn hvorn háttinn. Það er þetta með kvikmyndir og raunveruleikann. Hver er raunveruleiki kvikmyndar, annar en filma, spóla, véi og tjald? Sköpun, hugsun, peningar, vélar, leikúr, taka; atriði og atriði sett á svið, endurtekin og uppa nýtt. Skeytt saman, klippt, bútarnir verða að heild, sem alltaf er önnur en sú sem áætluð var. Sýning, áhorfendur sitja kyrru fyrir í myrkum sal; hafa borgað. Kvikmynd er samfelldur tími, henni lýkur. Áhorfend- ur ganga út, fara heim til sín eða í heimsókn, á kaffihús; ánægðir og eða óánægðir. Kannski tala þeir sín á milli urn myndina. en sjaldan ntikið eða mjög lengi. Fáir sjá sömu mynd oftar en einu sinni. Hvað verður unt upplifunina? Hvað er kvikmynd þeim scm sjá hana, hvað er kvikinyndin í lífi þeirra? Þessi ræma sem rennur um vél, þessar hreyf- ingar á vegg, þessi augu sem horfa og eyru sem heyra. í konuleit Þegar ég sat á eftir og fékk mér pizzu, fór maður úr frakka og peysu á gangstétt- inni fyrir framan gluggann. Það var kalt. Kona fór í peysuna utanyfir jakka og PIVIPWI Már Jónsson skrifar frá París maðurinn aftur í frakkann og þau gengu áfram. í myndinni spurði konan manninn: Dieci me. che vuole dire l’amore? - hvað er ástin. Hann vissi það ekki - sem von er, og gat ekki sagt meira en að honum þætti vænt um hana - ti voglio bene. Hún varð fá við. honúm stæði á sama um hana, hann hefði þörf fyrir hana tiLað'lifa, til að lifa af. Rétt. - Eilíft viðfangsefni og stöðugt umhugs- unarefni, samskipti kynjanna, kynin; samskipti fólks, fólk; lífið. Michelangeló Antonioni gerir því efninu ágætleg skil í nýjustu mynd sinni „Identificazione di una donna", sem myndi þýða bæði „að leita konu" og „að finna konu". Kvikmyndaleikstjóri (því merinta- menn og listamenn tala gjarnan um sjálfa sig, og það jafnvel í vaxandi mæli) á milli mynda, um fertugt, nýskilinn og andlaus kemur heim í íbiið sína afar glæsilega með útsýn yfir alla Róm: Niccolo. Þá þegar þekki hann konu af aðálsættum sem býr í miðborg Rómar og hefur ekkert sérstakt fyrir stafni: Mavi. Þau tala, ganga, sitja, elskást: hittast hér og þar í Róm, fara í boð til fjölskyldu hennar og aka saman eina nótt gegnum þoku upp í sveit. Hún fer frá honum og í felur til annarar konu. Hann leitar að henni, og eignast á meðan vingott við aðra konu - leikkonu, en hún er honum ekki nóg. Hann finnur Mavi án þess þó að þau hittist, og sér að það er ekki til neins. Leikkonan reynist með barni annars manns; hann vill hana þá ekki lengur. Leystur leggur hann útí nýja kvikmynd, um geimskip í átt til sólar. En jedúmía, þvílík mynd, ómerkileg; Sem er ekki rétt. Ég þykist í látleysi lýsa söguþræði, en orð mín eru túlkun (jafn- vel fals), ein möguleg af mörgum. Það er alltaf meira, og þessi kvikmynd er þrátt fyrir augljósa allskyns galla - eins og svolítinn karlpungshátt og yfirmáta auðlegð persónanna - ákaflega auðug og segir margt: - Það sem Frakkar nefna „l’incom- municabilité" og var víst í tísku að tala um fyrir nokkrum árum: vonleysi sam- skipta og hversu óhugsandi það er að nokkur einn skilji annan. Enginn fær skilið nema sjálfan sig, og ekki einu sinni það. Né heldur er nokkur einn sjálfum sér nógur; mannskepnan ráfar um með tóm í sálinni og reynir að fylla það: ást, vinátta, sköpun, eignir, skemmtan, ó- minni,guð.Niccolo hittir konur að elska og væntir þeirrar einu og sönnu. Hann reynir að komast fyrir hugmynd að kvikmynd, og þar leitar hann að andliti á konu í hlutverk: kaupir allskyns blöð og tímarit og safnar að sér Ijósmyndum. Það þarf að tala Skilningurinn virðist nálægastur í þögninni, en er það þó ekki; í hamsleysi ástafunda sem þó aldrei ná algleymi því augun hvarfla: hún horfir augnablik á sjálfa sig í spegli og hann lítur útað glugga; við skilnað þeirra endanlegan þar sem Mavi horfir útunt gluggann í íbúð ástkonu sinnar niður til Niccolo úti á götu sent horfir upp, en það er aldrei skilningur að snúa sér undan eða ganga burt. Orða þarf með. Niccolo dreymir um að vera með konu í þögn, einsog þegar notið er náttúrunnar. En það er ekki hægt, ekki til lengdar. Þögnin íþyngir; við verðunt að ræða okkar mál segir hann við Mavi. Samskipti eru orð, ekki bara orð, en þó orð. Það þarf að tala. Og allir tala einir, um sig og fyrir sig: bulla í þokunni, bulla út í þokuna. Misskilningurinn eykst og magnast með hverri setningu, spurning- arnar skiljast ekki og svörin svara ekki. Orðaskipti eru eiginlega ógöngur einar, því þaðan spretta og dafna grunur og áhyggjur og tortryggni, afbrýðissemi og deilur. Til hvers vera að þessu öllu saman? - Hversu ntannskepnan getur orðið aum þegar henni gefst tóm til að hugsa sig um, hún líkist helst ungabarni sem liggur nakið eitt á stóru laki. Einsemd hennar er átakanleg. í stóru marmara- lögðu anddyri hótels í Feneyjum þegar konan þjáist eftir að hafa sagt Niccolo af barni sínu væntanlegu, starir hann fram- fyrir sig og framhjá andliti hennar. Stutta stund, og fer síðan að gluggum og horfir út. Alltaf þessi fjarlægð, og það er ekkert hægt að segja eða gera: í speglun rúðanna virðist hún koma á eftir honum yfir vatnið og gondólana, en hurðin opnast og hún stendur á steini. Ekkert er eins sorglegt og tvær manneskjur. Hvergi öryggi: í stóru opnu lóni utanvið

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.