Tíminn - 27.02.1983, Síða 22

Tíminn - 27.02.1983, Síða 22
; W V ■i n 22 v>$ SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR1983. nútlminn Erlent slúdur Jiinmy Pursey ■ Jimmy Pursey, áður forsprakki einnur skemmtilegustu pönkhljóm- sveitar Breta, Sham 69, gaf út sína þriðju sóloplötu fyrir stuttu, Rc- venge is not the Password. Sjálfur kallar hann sig núna JamcsT. Pursey og hér er ástæðan: „Ég er ekki bara að breyja nafninu mínu, heldur er þctta nokkurs konar endurmat á skírnarnafninu. Égvil allsckki treysta á það ímynd sem hefur fest við mij og mun aldrei gera það framar."<Og um plötuna segir hann; „Kannski geri ég ekki fleiri plötur því þessi nýja er svo sterk og sú næsta yrði að jafnast á við hana. Á þessari plötu kem ég örugglcga til dyranna eins og ég er klæddur. ég er ekki lengur byggður upp af 27 ólíkum persónu- leikum eins og áður." Purscy segist leggja mun mcira upp úr textunum á þessari plötu en tónlistinni og vill meina að hún sé dapurleg (í upphaflcgri merkingu þess orðs), geðveikisleg og lýsi þvf hvernig lífið hafi farið með sig. Pink Floyd Nýjasta plata Pink Ployd, The Final Cut, kemur út seint í mars, Nokkur htga hennar. sem öll eru eftir Roger Waters. voru tekin upp með nýrri tækni sem hcitir Holophonics, en sú nýjung framkallar hljóminn í þrívídd. Rick Wright hel'ur ylirgefið fyrirtækýð til þess að snúa sér að eigin tónlist en hinir þrír hafa í hyggju að koma saman live bandi og spila opinberlega á þessu ári. The Lords of the New Church The Lords of the New Chuch er pönkhljómsveit, stofnuðscint á árinu 1981 af fjórum möhnum sem allir eiga það sameiginlegt að hafa verið áður í nafnkunnum hljómsveitum. Peir eru Stiv Bator (Dead Boys). Brian James (The Damned), Nieky Turner (Barracudas) og Davc Trcg- unna (Sham 69). Égætlaekki að hal'a mörg orð um þá þarsem upptalningin að ofan ætti að vera nógu hvetjandi fyrr fólk til að tékka á þeim, en hér er éin kjaftasaga sent ætti að ýta undir forvitnina: Þegar The Lords héldu tónleika á sfðasta ári í Birmingham, Alabama (USA) fengu þeir upp á móti sér stóran hóp kristilegra ofstækismanna scm varla gátu haldið aftur af sér og stjórnað sinni gitðlegu réttlætis- kennd. Trúárhópurinn dreifði á með- al áhorfenda áhorfenda hljómsveit- arinnar bæktingum þess efnis að spillingin myndi ná tökum á þeim við að horfa á ófögnuðinn. Hinir hcit- trúuðu héidu því nefnilcga fram að hljómsveitin væri haldin illum öndum og sögðu meðal annars að hún væri að auðvelda Anti-Kristi aðgang að heiminum. Skömmuseinnavarráðist að hljómsveitinni með sömu rökum í sjónvarpsþætti sem cvangelistar séu urn i Birmingham. Alabama. En The Lords of the New Church hafa líklcga verið alsælir meö þessar viðtökijr því citt af markmiðum þeirra er að „gefa rokk og róli aftur þá skerpu og þann kraft sem það hafói.” Og ef hugmyndafræöi þeirra er einhver, þá er hún þessi: „Vertu þú sjálfur. Nýja Kirkjan er allir, rock'n roll hcíur tckið við af trúnni." (Stiv Bator) Bra MEZZOFORTE SLÆR I GEGN Á BRETLANDI — plata þeirra „Garden party” f 86. sæti Topp 100 listans ■ Hljómsveitin Mezzoforte er að slá í gegn á Bretlandi svo um munar en í síðustu viku komst 12 tommu plata þeirra „Garden Party" í 135 sæti á National listanum breska eða landslist- anum .yfir vinsælustu lögin en sá listi er tekinn saman af Gallup stofnuninni og spannar sölu í 250 verslunum. í Music og Video Week (vikurtitinu sem birtirTopp 100 listann reglulega) er „Garden Party" komið í 86. sæti í þessari viku eða upp um 49 sæti og cr þetta besti árangur sem íslensk hljómsveit hefur nokkru sinni náð í Bretlandi. Af þessu tilefni hóaði sveitin, ásamt Steinari Berg og Jónatan Garðarssyni í poppskríbcnta niður á Torfu að ræða málin yfir kaffibolla og kökusneið. Á þessum fundi kom fram að frá því í vjanúarbyrjun, nánar tiltekið 10. jan. er nýjasta plata þcirra koma út í Bretlandi undir heitinu „Surprise surprise” hefur hún selst í um 10 þús. eintökum og þær tvær plötur sem gerðar voru upp úr henni, 12 tommu tveggja laga plata með lögunum „Garden Party" og „Funk Suite No. 1" og 7 tommu plata með þessum tvcimur lögum hafa báðar selst í svipuðu magni þannig að alls nemur salan á þessum plötum um 20 þús. eintökum. Þcssi tvö lög hafa fengið gífurlega góðar viðtökur á breskuin diskótekum, útvarpsstöðvum og hjá öðrum sem fylgjast með tónlist yfirleitt. Jóhann Ásmundsson hélt síðan utan til Bretlands í miðjum mánuðinum og var í viku í því skyni að kynna plötuna í útvarpsstöðvum, klúbbum og víðar, kom meðal annars fram í útvarpsþætti þcim scm scndur er út beint úr Lyscum diskótekinu cn á þcssum 7 dögum sem hann var ytra átti hann ekki færri en 3 stefnumót daglcga við blaðamenn og útvarpsfólk og komst samt ekki yfir allt saman. Leika í Venue Hljómsvcitin mun fara til Bretlands . fimmtudaginn 3. mars til að lcika á einum tónleikum ÍThe Venue í London, en þessi hljómleikasalur er „Staðurinn" cinsog sagt er. I The Venue hafa margar hljómsveitir stigið sín fyrstu fræðarspor •og þar troða gjarnan þekktar bandarísk- ar hljómsveitir upp þegar þær eru á ferð í Bretlandi. Tónlistarmenn, blaðamenn og aðrir þckktir aðilar úr „bransanum" eru fastagestir í The Venue, því þangað er gjarnan leitað til að fylgjast með . straumunum í tónlistarlífinu. Áætlað er að meðlimir Mezzoforte komi heim aftur þann 6. mars, en vel getur farið svo að dvölin verði framlengd, þarsem tilboð hafa borist frá sjónvarpi ogfleiri aðilum, en ekki hafa ákvarðanir verið teknar ennþá varðandi þau atriði. Undanfarnar vikur hafa landsnienn getað fylgst með vinsældum Mezzoforte ■ Hljómsveitin Mczzoforte. á diskó listanum sem birtur er í tónlistar- blaðinu Record Mirror. Þessa vikuna er 12 tommu platan títtnefnda komin í 11. sætið og er enn á uppleið. Vikuritið Black Echo. sem fjallarum soultónlist, djassrokk, diskó og aðra rytmíska tónlist hefur undanfarnarvikur sýnt stöðu Mezzoforte í þeim verslunum sem sérhæfa sig í þessháttar tónlist. Þessa vikuna er 12 tomman í 5. sæti soul listans og stóra platan er í 4. sæti yfir soul plötur. Það vekur athygli að næstu plötur fyrir ofan Mæzzoforte á þessum lista eru sem hér segir. 1. Michael jackson - Thriller 2. Ýmsir (8 vinsæl diskólög) - Street- sounds 3. Earth Wind & Fire - Powerlight 4. Mezzoforte - Surprise Surprise Capitol Radio útvarpsstöðin hefur leikið lög Mezzoforte mjög mikið á undanförnum vikum og hefur hljóm- sveitin verið á „playlist" hjá stöðinni, en það þýðir að lög hljómsveitarinnar eru í hópi þeirra 50 laga sem fá stöðuga spilun dag hvern. Capitol Radio mun vera næst stærsta útvarpsstöð Bretlands og er að- eins BBC stærri. Smærri „regional" eða svæðisstöðvar hafa einnig gefið hljóm- sveitinni mikinn gaum, en það var hins- vegar ekki fyrr en í síðustu viku að BBC 1 og 2 hófu að leika lög hljómsveitarinn- ar að staðaldri. BBC er eina stöðin í Bretlandi sem útvarpar yfir allt landið og er því nánast lykillinn að frekari vinsæld- um og betri árangri. Er þetta skref því afar mikilvægt fyrir hljómsveitina. Tónleikar á Borginni Hljómsveitin Mezzoforte hélt síðan tónleika á Hótel Borg s.l. fimmtudags- kvöld. Þar hituðu'upp ný „fönk" sveit Icelandic Seafunk Corparation fimir pilt- ar sem léku bandarísktfjúsjon of mikilli list, liggja svona mitt á milli Kobba Magg og Mezzo. Síðan tóku meistararnir við og þótt maður hafi persónulega ekki pælt neitt að ráði í þeirri tónlist sem Mezzo leika var ekki hægt annað en að hrífast með enda gleðin og fjörið í fyrirrúmi hjá þeim. í prógramminu voru þau lög sem slegið hafa í gegn í Bretlandi og miðað við þá takta er framganga þeirra á þeim markaði senniiega rétt að byrja nú. Eitt atriði enn vil ég minnast á og það var liðið sem sótti staðinn að þessu sinni. Nær enginn af fastagestum þessara Borg- artónleika í vetur var til staðar, liðið nú mun éldra en gerist og gengur á þeim vettvangi og greinilegt að Mezzo á sér dyggan hóp stuðningsmanna hérlendis. -FRI iss! Haugur og Hazk... ■ Við gátum þess hér fyrir viku að 3. mars myndu Haugur og iss! spila á veitingahúsinu Borg. Nú hefur tvennt breyst við þá áætlun, tón- leikarnir verða þann 10. og ný hljómsveit hefur bæst við. Sú heitir Hazk og er ein af þeim sem bendluðu sig við ósiðlegheitin á Þorravöku MS um daginn. Að sögn Hallvarðs Þórs- sonar konserthaldara verður þetta mikill konsert og þúsundasti hver gestur fær eina með öllu og kók. Hljómplötuútgáfan Gramm s/f hefur ákveðið að fjármagna það lotterí að hluta. Bra Ásgeir með EGÓ í Kaupmannahöfn ■ Hljómsveitin EGÓ er sem stendur stödd í kóngsins Kaupmannahöfn en þar eiga þeir félagar að leika á hátíð íslendingafélagsins. Magnús trommu- leikari mun hinsvegar ekki vera með í förínni og skipar hans pláss Ásgeir Bragason fyrrum trommuleikari Purrks Pillnikk og plötusnúður með meiru. Magnús mun hafa skaddast á annari hendinni er EGÓ var út í Eyjum nýverið, með þeim afleiðingum að hún bólgnaði mikið, og var hann því ófær um að taka þátt í förinni, svo segja allavega heimildir Nútímans. Heimildir okkar segja ennfremur að mjög brátt hafi borið að reddingin á trommuleikaranum, Beggi hringdi niður í Gramm daginn áður en sveitin fór utan að reyna að hafa uppi á einhverjum slíkum. -FRI Lesendabréf: „Að pönkgengið sé þreytt er fáránlegt” ■ „Fáránlegasta sem ég hef séð var í þessum fáránlega Nútíma síðasta sunnu- dag. Að pönkgengið sé orðið svo þreytt að hægt sé að setja samasem merki á miili þeirra og hippanna er fáránlegt. Pönkararnir eru nefnilega í góðri þróun eins og Clash, Johanny Rotten, Jimmy Pursey og Crass. Eftir nokkur ár sést að pönkararnir eru það sama og Bítlarnir og Rolling Stones voru í byrjun. Þá sögðu ailskonar hálfvitar að Bítlarnir og Rolling Stones væru svo lélegir og þreytt- ir að það væri met. Stuttu síðar heyrðu allir að Bítlarnir og Rolling Stones voru miklu betri og frískari en hálfvitarnir. Bragi Purrkur skilur heldur ekkert í að pönkarar kvarta yfir peningaleysi og þeir nenni ekki að vinna. Skilur maður- inn ekki að pönkarar þurfa að velja um 2 handónfta ókosti. Annar er að vinna skítadjobb og fá sk’ítapcninga í staðinh. hinn er að vinna ekki skítadjobb og fá engan pening. Pönkararnir velja seinni kostinn og hafa fullan rétt á að kvarta þó að fyrri kosturinn sé ennþá verri. Áður en Bragi snýr sér næst með skömmum að Sigga Pönk ætti hann að hafa hugfast að fólk vildi ekki kaupa plötur með Purrkn- um af því að það var þreytt á Purrknum og Braga. Sömuleiðis ætti Bragi að vjta að fólk hefur gaman af pönkinu hans Sigga. Það þýðir enga afbrýðisemi. Svo var það vitleysa hjá Luigi poppfréttarit- ara að Mögulegt Overdósið hans séra Bubba væri bara einu sinni. Ég sá það a.m.k. tvisvar og ætla, að sjá það oftar, Það er besta hljómsveit í heimi næst á eftir Garg og geðveiki, Lítilsháttar frík, Sjálfsfróun, Anti power, Heroin, Biafra Resturant og LSD. Takið svo viðtal við Sigga Pönk og kynnið þessar hljómsveit- ir: Dead Kennedv’s, Crass, Clash, Tnfa Riot, Flux of pink indians og svoleiðis." Gunnar G. Svar við lesendabréfi ■ Þakka þér fyrir bréfið Gunnar. Það sem ég tala um Garg og geðveiki og Lítilsháttar frík í þessari fáránlegu grein minnist ég ekki cinu orði á enskar hljómsveitir, enda var það ekki ætlun mín að gagnrýna það sem ég hef ekki séð. Þegar ég talaði um „pönk gengið“ átti ég ekki við eitthvað gengi á Trafalgar Square, heldur gengið sem var þennan laugardag í MH, íslenskt fólk sem kallar sig pönkara, hvort sem það hefur rétt fyrir sér eða ekki. Purrkur Pillnikk er hættur og kemur ekki til með að þreyta þig eða aðra framar. I þau tvö skipti sem ég hef séð Sigga og hans gengi spila hafa þeir með engu móti viljað drulla sér af sviðinu og það hefur þurft að draga þá niður vegna þess að fleiri hljómsveitir hafa þurft að kom- ast að. I mínum augum er það ekki pönk að hjakka í endalausum sólóum, vera skítsama hvað meðspilarinn er að gera vegna þess hvað niaður er upptekinn af sjálfum sér og halda ekki takti. í samræmi við allar þær ensku pönkhljóm- sveitir sem þú nefnir, á pönk að vera kraftmikil tónlist sem fær fólk til að hreyfa sig, en ekki innhverft rugl. Að lokum: mér er nákvæmlega sama hvort fólk vinnur eða ekki, en hver hefur meiri rétt til að kvarta, sá sem vinnur fyrir skítakaupi eða sá sem vinnur ekki fyrir neinu kaupi? Og hver í ósköpunum er það sem setur pönkurunum þessa tvo handónýtu úrslita-ókosti sem þú talar um? Bra

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.