Tíminn - 31.03.1983, Síða 11

Tíminn - 31.03.1983, Síða 11
FIMMTUDAGUR 31. MARS 1983 11 tvarp/sjónvarp ■ Bill Starfauck í Töframanninum Sjónvarp laugardag kl. 21.25: Töframaðurínn ■ Töframadurinn nefnist bandarisk sjónvarpsmynd scm sjönvarpið sýnir n.k. iaugardagskvöld. Dapurlegt ástand ríkir á búgarði Curry fjölskyldunnar. Þurrkar i ógna mönnum og mállcysingjum, búsmalinn þjáist af þorsta og heimasætan sér fram á ævilangt piparsta nd. Þá gerist það sem gjarna hcndir að hjálpin er næst þegar neyðin er stærsl. Ovæntur gestur kemur í hcimsokn og býðst til að ráða bót á þurrkunum. ■ Fjodor Dostojevskí ■ Árni Bergmann Útvarp á skírdag kl. 20.30: Glæpur og refsing — í leikgerd Árna Bergmanns ■ Kl. 20.30 að kvöldi skírdags verður á dagskrá fyrri hluti lcikgerðar sem Árni Bergmann ritstjóri hcfur samið eftir einni frægustu skáldsögu rússneska skáldjöfursins Fjodors Dostojevskís, Glæp og refsingu. Dostojevskí er talinn cinn fremsti rithöfundur 19. aldarinnar og raunar í búkmenntasögunni allri. Glæpur og refsing er eina skáldsaga hans sem komið hefur út í íslenskri þýðingu, en höfuðverk hans, Bræðurnir Karamasov er væntanleg á markað í þýðingu sr. Gunnars Árnasonar. Árni Bergmann lauk magistersprófi í rússneskum bókmenntum frá háskólanum í Moskvu og cru sennilega fáir Islendingar handgengnari hinum mikla meistara rússneskrar sagnalistar en hann. Árni mun ilytja inngangsorð um Dostojevskí áður en llutningur leikrítsins hefst. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. unnar ógna þurrkar búpeningnum og þar með afkomu fjölskyldunnar. Annað á- hyggjuefni er að heimasætan virðist ætla að pipra. Þangað rekst óvæntur gestur sem býðst til að ráða bót á þurrkinum gegn vægu gjaldi. Þýðandi Guðrún Jör- undsdóttir. 23.30 Salka Valka. Endursyning. Raattiko dansflokkurinn í Finnlandi flytur ballett samin ettir skáldsögu Halldórs Laxness. Tónlist samdi Kari Rydman én dansa Marjo Kusela. Þýðandi Kristín Mántylá. 01.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 3. apríl páskadagur 17.00 Páskamessa f Bessastaðakirkju. Guðsþjónustu þessari verður sjónvarpað beint frá Bessastaðakirkju á Álftanesi. Sóknarpresturinn, séra Bragi Friðriks- son, prófastur prédikar og kór Bessa- staðakirkju syngur undir stjórn organist- ans, Þorvalds BjömssOnar. Stjórandi út- sendingar er Örn Harðarson. 1 18.00 Stundin okkar Umsjónarmenn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsfeinn Marels- son. Upptöku stjómar Viðar Víkingsson. 18.55 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.20 Sjónvarp næstu viku Umsjónarmað- ur Guðmundur Ingi Kristjánsson 20.30 Pólýfónkórinn. Pólýfónkórinn ásamt kammersveit flytur fjóra þætti úr „Vatna- svítu" eftir G.F. Hándel og þrjá þætti úr óratóríunni „Messias" eftir G.F. Hándel. Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson. Konsertmeistari: Rut Ingólfsdóttir. Ein- söngvari: Kristinn Sæmundsson, bassi. Einleikari: Lárus Sveinsson, trompet. Upptöku stjórnaði Valdimar Leifsson. 20.50 Ofvitinn. Kjartan Ragnarsson samdi leikritið eftir sögu Þorbergs Þórðarsonar. Sýning Leikfélags Reykjavíkur tekin upp á sviðinu í Iðnó. Leikstjóri Kjartan Ragn- arsson. Þórbergur... Emil Guðmunds- son. Meistarinn... Jón Hjartarson. Aðrir leikendur: Aðalsteinn Bergdal, Jón Sigur- björnsson, Karl Guðmundsson, Lilja Þór- isdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Margrét Ólalsdóttir, Olafur Örn Thor- oddsen, Sigurður Karlsson, Soffía Jak- obsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Valgerð- ur Dan. Leikmynd og búningar: Steinþór Sigurðsson. Tónlist: Atli Heimir Sveins- son. Lýsing: Daníel Williamsson og Ingvi Hjörleifsson. Myndataka: Ómar Magnús- son og Egill Aðalsteinsson. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Upptöku stjórnaði: Elín Þóra Friðfinnsdóttir. Leikritið Ofvitinn var frumflutt í Iðnó haustið 1979 og urðu sýningar 194 á þremur leikárum. Kjartan Ragnarsson hlaut Menningarverðlaun Dagblaðsins fyrir verk sitt. 23.35 Dagskrárlok. Mánudagur 4. aprfl annarpáskadagur 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Tommi og Jenni 20.45 Stiklur Niundi þáttur. Með fulltrúa fornra dyggða Á ferð um Austur-Barða- strandasýslu er staldrað við á Kinnar- stöðum í Reykhólasveit. Rætt er við Ólinu Magnúsdóttur, 79 ára, sem býr þar ásamt tveimur eldri systrum sinum. Ólina slæst í för með sjónvarpsmönnum að Kollabúðum, fornrm þingstað Vestfirð- inga, og að Skógum, fæðingarstað Matt- hiasar Jochumssonar. Myndataka: Helgi Sveinbjörnsson. Hljóð: Agnar Einarsson. Umsjónarmaður: Ómar Ragnarsson. 21.30 Ættaróðalið Annar þáttur. Breskur framhaldsflokkur í ellefu þáttum gerður eftir skáldsögunni „Brideshead Revisi- ted" eftir Evelyn Waugh. Efni fyrsta þáttar: Charles Ryderog Sebastian Flyte verða óaðskiljanlegir vinir í Oxfordhá- skóla. Skólabróðir þeirra, Anthony Blanche, varar Charles við að ánetjast Marchmain-fjölskyldunni. Charles verður sumarleyfið á heimili föður síns óbæri- legt. Þá berast honum boð frá Sebastian að koma til Bridesheadkastala. Þar kynn- ist hann Júliu, systur Sebastians. Þýð- andi Óskar Ingimarsson. 22.25 Að Ijúka upp ritningunum Þriðji þáttur. I þessum þætti verður fjallað um Nýja testamentið og ritun guðspjallanna. Rætt verður við dr. Kristján Búason prófessor um trúarlegt, bókmenntalegt, sögulegt og heimspekilegt gildi Nýja testamentisins. Umsjónarmaður séra Guðmundur Þorsteinsson. Upptöku stjórnaði Maríanna Friðjónsdóttir. 22.55 Dagskrárlok Þriðjudagur 5. apríl 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Dýrin í Fagraskógi Barnamynd frá Tékkóslóvakíu. 20.50 Endatafl Fimmti þáttur: Bresk-banda- rískur framhaldsflokkur gerður eftir njósnasögunni „Smiley's People" eftir John le Carré. Efni fjórða þáttar: Smiley finnur Otto Leipzig myrtan. Kretzschmar afhendir honum segulbandsupptöku af fundi Leipzigs og Kirovs. Með aðstoð gamals sirkusfélaga bjargar Smiley Os- trakovu úr umsátrinu. Hann sendir yfir- manni Sirkusins segulbandsupptökuna og óskar eftir fundi. Þýðandi Jón 0. Edwald. 21.45 Á hraðbergi Viðræðuþáttur í umsjón Halldórs Halldórssonar og Ingva Hrafns Jónssonar. 22.40 Dagskrárlok ■ ión Hjartarson og Emil Guðmundsson í hlulverkum sinum. Sjónvarp páskadags- kvöld kl. 20.50: Ofvitinn — sjónvarpsgerd á leikriti Kjartans Ragnarssonar ■ Að kvöldi páskadags sýnir sjónvarpið upptöku sem það gerði a sviðinu í Iðnó á leikriti Kjartans Ragnarssonar, Ofvitanum, en lcikritið samdi hann eftir samncfndu verki Þórbergs Þórðarsonar. Verkið var sýnt í Iðnó á sínum tíma við feykilegar vinsældir. Kjartan leikstýrir verkinu sjálfur, Emil Guðmundsson leikur Þórberg og Jón Hjartarson meistarann, eða Þórberg á efri árum. Leikmynd og búningar eru eftir Steinþór Sigurðsson, Ingvi lljörleifsson og Daníel Williamsson sáu um lýsingu, Baldur Már Arngrímssón sá um hljóðupptöku og Ómar Magnússon og Egill Aðalsteinsson um myndatöku. FTín Þóra Friðfinnsdóttir stjórnaði upptöku. ■ Anne Bos í hlutverki litlu stúlkunnar Mérettc. Sjónvarp föstudaginn langa kl. 22.00: Mérette — svissnesk sjónvarpsmynd ■ Kvikmyndin á kvöldi föstudagsins langa er svissnesk og nefnist Mérette cftir .aðalpersónunni. Hún cr gerð eftir sögu hins kunna rithöfundar Gottlrieds Keller, en cftir hann hefur komið út á íslensku skáldsagan Rómeó og Júlía í svcitaþnrpinu. Myndin gerist í lok síðustu aldar. Lítil stúlka, Mérette missir móður sina og hún kcnnir guði um að hafa lagt á sig þessa ógæfu. Hún lifir í strangtrúuðu kalvinisku samfélagi og viðbrögð hennar eru talin guðlast og Itún er látin gjaldu þess. Jean-Jaequcs Langreange er leikstjóri og þýðandi cr Olöf Pétursdóttir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.