Fréttablaðið - 10.02.2009, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
ÞRIÐJUDAGUR
10. febrúar 2009 — 36. tölublað — 9. árgangur
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Ég hef verið að æfa tvisvar á dag alla virka daga, líka á laugardög-um, frá einum og hálft
sætið í ár í riðlinum leiki lá ivið ísl k
Afrek í öllum greinumMagnús Ingi Helgason byrjaði ungur að æfa badminton og hefur unnið titla í öllum aldursflokkum þess.
Fram undan er Evrópumót landsliða í vikunni þar sem Magnús reiknar með að ná ágætisárangri
Magnús á langan og farsælan feril að baki í badminton og hefur verið að keppa á Evrópumótaröðinni undanfarna mánuði.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ALÞJÓÐLEGI NETÖRYGGISDAGURINN er í dag. Í tilefni af því stendur SAFT fyrir málþingi um
rafrænt einelti í Skriðu, Háskóla Íslands, við Stakkahlíð
frá klukkan 14.30 til 16.15. Gestir eru beðnir um að til-
kynna þátttöku á saft@saft.is.
Skógarsetrið
Næstu viðburðir og námskeið:Heilunarskólinn:
Grunnnámskeið í
Fyrir dömur og herra.Nýkomið úrval af vönduðum kuldaskóm úr leðri, gæruskinn-fóðraðir. Margar gerðir.
Dömuskór, verð frá: 19.700.- til 21.700.- Herraskór,verð frá: 15.900. - til 24.775.-
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
Íslensk framleiðslaÍslensk hönnunÍslensk framtíð
Landsins mesta úrval af íslenskum sófum
Roma 3ja sæta sófi
kr.115.110,-
Patti húsgögn
VEÐRIÐ Í DAG
MAGNÚS INGI HELGASON
Æfir tvisvar á dag alla
daga nema sunnudaga
• heilsa
Í MIÐJU BLAÐSINS
Afglöp seðlabankastjóra
„Verstu afglöp Davíðs í embætti
seðlabankastjóra eru ef til vill
þau að víkja ekki þegar allt er í
óefni komið“, skrifar Sigurður
Einarsson.
Í DAG 14
ostur.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
9
-0
1
2
3
A4 bréfsefni, 1.000 stk. 28.500,- + vsk
Umslög M65 1.000 stk. 39.000,- + vsk.
Nafnspjöld 250 stk. 11.500,- + vsk.
www.isafold. is
Sími 595 0300
Láttu okkur snúast í kringum þig!
DORRIT MOUSSAIEFF
Forsetahjónin deila í
miðju tímaritsviðtali
Hjónabandsráðgjafi hefur engar áhyggjur
FÓLK 26
Fékk Grammy
Sigurbjörn
Bernharðsson
fiðluleikari og
Pacifica-kvartettinn
hlutu hin eftir-
sóttu Grammy-
verðlaun.
FÓLK 20
BJART Í BORGINNI Í dag verður
yfirleitt fremur hæg norðaustlæg
átt. Stöku él norðan og austan til,
annars yfirleitt bjart veður. Frost
3-15 stig, kaldast til landsins en
mildast syðst.
VEÐUR 4
-5
-6
-6
-6
-6
Átti ekki von
á þessu
Óðinn Gunnarsson
járnsmíðameistari
er iðnaðarmaður
ársins 2008.
TÍMAMÓT 16
ÁSTRALÍA, AP Lögregluyfirvöld í Ástralíu lýstu í
gær brunna bæi á skógareldasvæðinu í grennd
við Melbourne vettvang glæps. Rannsóknarmenn
slökkviliðsins sögðu að brennuvargar kynnu að
hafa tendrað suma eldana, sem nú þegar eru orðnir
mannskæðustu skógareldar í sögu byggðar í land-
inu. Staðfest tala látinna var í gær komin í 166.
Það fengust engin endanleg svör við því hvers
vegna svo margt fólk varð eldinum að bráð, en sá
ógnarmikli hraði sem var á útbreiðslu eldsins er
talinn eiga stóran þátt í því.
Hitabylgja með lofthita allt að 47 gráðum sam-
hliða miklu hvassviðri gerði þessa hröðu útbreiðslu
mögulega. Þannig lokaðist fólk inni í eldhafinu og
átti sér enga undankomuleið.
Rudd forsætisráðherra var mikið niðri fyrir í
sjónvarpsviðtali, þar sem hann tjáði sig um þær
fregnir að brennuvargar kynnu að bera ábyrgð
á sumum hinna um það bil 400 elda sem geisuðu
síðustu daga í Viktoríufylki.
„Hvað er hægt að segja um menn sem gera
slíkt?“ sagði Rudd. „Það eru ekki til nein orð til að
lýsa því, önnur en þau að þetta sé fjöldamorð.“
- aa
Kevin Rudd forsætisráðherra tjáir sig um skógareldana í Suðaustur-Ástralíu:
Sakar brennuvarga um fjöldamorð
ELDHAFIÐ EIRIR ENGU Brunnið bílhræ nærri bænum Kinglake norðaustur af Melbourne í Ástralíu. Þar geisa mannskæðustu
skógareldar í sögu landsins. Brennuvargar eru grunaðir um að hafa tendrað suma eldanna. NORDICPHOTOS/AFP
KÖRFUBOLTI Ótrúleg sigurganga
KR-liðsins tók enda í Grindavík
í gær er heimamenn unnu sætan
sigur á Vesturbæjarstórveldinu.
KR var búið að vinna alla leiki
í öllum keppnum fram að leikn-
um í gær. Þar af sextán leiki í
röð í deildinni sem engu öðru liði
hefur tekist áður í sögunni.
Tap KR er því sögulegt og
draumur KR-inga um að komast
taplaust í gegnum tímabilið er
því á enda. - hbg / sjá síðu 22
Iceland Express-deild karla:
Fyrsta tapið
hjá KR í vetur
SIGURGANGAN Á ENDA Jón Arnór Stef-
ánsson og félagar í KR urðu að sætta sig
við tap í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Ótrúlegur bati Sigfúsar
Sigfús Sigurðsson var
sagt að hann ætti 5
prósenta líkur á að
geta skokkað aftur.
Hann er kominn á
fulla ferð.
ÍÞRÓTTIR 22
EFNAHAGSMÁL Forsætisráðuneyt-
inu hafa borist tæknilegar ábend-
ingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðn-
um um frumvarp um breytingar á
yfirstjórn Seðlabankans, sem ligg-
ur nú fyrir viðskiptanefnd Alþing-
is. Ekki liggur fyrir hvers kyns
athugasemdirnar eru.
Nær öruggt er talið að Davíð
Oddsson og Eiríkur Guðnason
sitji sem seðlabankastjórar þar
til lögin um breytingarnar taka
gildi.
Frumvarpið verður tekið til
umræðu í viðskiptanefnd í dag.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins standa vonir stjórnarliða
til þess að frumvarpið geti verið
afgreitt sem lög frá Alþingi jafn-
vel strax um miðja næstu viku.
-sh, kg / sjá síðu 4
Breytingar í Seðlabankanum:
Fengu ábend-
ingar frá AGS
VIÐSKIPTI „Mér sýnist að nú sé að
skapast tækifæri á Íslandi og ég
vil gera mitt til að taka þátt í upp-
byggingunni hér,“ segir athafna-
maðurinn Jón Ólafsson. Hann á
eitt fjögurra tilboða í afþreying-
arfyrirtækið Senu sem hann lagði
fram í félagi við William Morris
Agency, elsta og umsvifamesta
umboðsfyrirtæki í heimi.
Tilboð voru opnuð í Senu í gær
en Straumur sá um söluferlið fyrir
fyrirtækjasvið Landsbankans.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins eru tilboðsgjafarnir
bíókóngurinn Árni Samúelsson,
stofnandi SAM-bíóanna, Jón Diðr-
ik Jónsson, fyrrverandi aðstoðar-
forstjóri Glitnis og fyrrverandi
stjórnarmaður í REI, hugsan-
lega ásamt Bjarna Ármannssyni,
fjárfesti og fyrrverandi forstjóra
bankans, og Þóroddur Stefáns-
son, kenndur við Vídeóhöllina og
Bónusvídeó, auk Jóns og William
Morris Agency.
Engar tölur liggja uppi á borð-
inu en tilboðin munu vera jafn
misjöfn og þau eru mörg. Þau
verða skoðuð nánar á næstu
dögum en búist er við að niður-
staða liggi fyrir fljótlega, segir
Björn Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Senu.
„Við erum ótrúlega stoltir af
því að jafn stór aðili og William
Morris Agency, bakbeinið í Holly-
wood, sé á meðal tilboðsgjafa og
sýni félaginu áhuga,“ segir Björn
aðspurður um tilboðin. Hann gat
ekki tjáð sig frekar um málið.
Innan Senu er Skífan, sem Jón
Ólafsson stofnaði fyrir um þrjátíu
árum, ásamt helmingi kvikmynda-
húsa í Reykjavík, umsvifamestu
umboðssölu á afþreyingarefni hér
á landi og dreifingarfyrirtækinu
tonlist.is. Jón Ásgeir Jóhannesson,
þá forstjóri Baugs, keypti Skífuna
af Jóni ásamt öllum eigum hans
hér árið 2003.
Hjá William Morris Agency
starfa 850 manns en á mála
hennar eru um þrjú þúsund lista-
menn, þar á meðal flestar þekkt-
ustu stjörnur heims á sviði kvik-
mynda, sviðslista og bókmennta.
Þar á meðal eru Björk, leikarinn
og leikstjórinn Quentin Tarantino,
Forest Whitaker og margir fleiri.
Þá er fyrirtækið umboðsaðili
Latabæjar vestanhafs.
„Hér eru miklir möguleik-
ar, bæði fyrir okkur og Íslend-
inga,“ segir Mike Simpson, annar
tveggja framkvæmdastjóra kvik-
myndaframleiðslu William Morr-
is Agency, en hann hefur þekkt
Jón um árabil. Hann bætir við að
auðveldlega megi tvöfalda tekjur
Senu á næstu tveimur til þremur
árum.
Á meðal þess sem fyrirtæk-
ið horfir til hér er framleiðsla á
kvikmyndum og leiknu sjónrænu
efni, bæði fyrir hvíta tjaldið og
sjónvarp. Á móti opnist sömuleiðis
gluggi fyrir Íslendinga til útflutn-
ings á hugviti sínu og verkum en
fyrirtækið býr yfir gríðarlegu
dreifingarneti um heim allan. - jab
Jón vill Skífuna aftur
Athafnamaðurinn Jón Ólafsson, stofnandi Skífunnar, og William Morris Ag en-
cy, stærsta umboðsskrifstofa heims, eru á meðal tilboðsgjafa í afþreyingarfyrir-
tækið Senu. Miklir möguleikar hér á landi, segja fulltrúar William Morris.