Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.02.2009, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 10.02.2009, Qupperneq 4
4 10. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 17° 5° 4° 5° 2° 5° 6° 5° 1° 2° 22° 3° 11° 25° -9° 5° 14° 0° Á MORGUN 3-8 m/s FIMMTUDAGUR 8-15 m/s suðvestan til, annars mun hægari. -5 -7 -6 -4 -6 -4 -6 -1 -6 -5 -13 5 2 2 3 4 8 3 5 5 5 5 -5 -6 -6 -5 -6 -1 -5 -5 2 0 HLÝNAR EFTIR MIÐJA VIKUNA Á fi mmtudaginn nálgast landið lægð úr suðvestri. Henni fylgir vaxandi vindur af suðaustri með sæmilegum hlý- indum. Síðdegis á fi mmtudaginn verður að líkindum kominn tveggja til þriggja stiga hiti sunnan og vestan til með snjómuggu eða slyddu. Síðan ganga hlýindin yfi r landið og á föstudag verður víðast orðið frostlaust á láglendi. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur GENGIÐ 09.02.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 179,5992 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 165,88 166,68 165,88 166,68 144,50 145,30 19,387 19,501 16,604 16,702 13,824 13,904 1,2189 1,2261 167,17 168,17 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Fyrir mistök birtist grein eftir fjóra bæjarfulltrúa Á-lista á Álftanesi ekki á Vísi fyrir helgi. Bæjarfulltrúarnir rituðu grein í Fréttablaðið þar sem vísað var í lengri grein á Vísi um deilur vegna Miðskóga 8 á Álftanesi. Úr þessu hefur verið bætt og má lesa greinina á Vísi í dag. Beðist er velvirðingar á þessu. Mishermt var í frétt blaðsins í gær að framkvæmdir væru hafnar í Vatns- endahlíð í Kópavogi. Svo er ekki. LEIÐRÉTTING SKIPULAGSMÁL Stjórn Faxaflóahafna ætla að efna til hugmyndasam- keppni um skipulag gömlu hafn- arinnar í Reykjavík. Allt verður undir í samkeppninni og munu hug- myndir nýtast við gerð aðalskipu- lags Reykjavíkur, segir Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna. Samkeppnin verður tvískipt, ann- ars vegar fyrir arkitekta og skipu- lagsfræðinga, en hins vegar fyrir almenning, segir Júlíus. Kostnaður við keppnina verð- ur 35 til 40 milljónir króna, þar af munu tólf milljónir renna í verðlaun fyrir sigurvegara keppninnar. Skila á tillögum í ágúst næstkomandi og standa vonir til þess að úrslitin verði ljós í september. „Þetta er einmitt rétti tíminn til að undirbúa sig og finna nýjar hug- myndir,“ segir Júlíus Vífill. Hann segir heppilegt að fara af stað með slíka samkeppni í niðursveiflu, enda líklegt að nóg sé af verkefnalitlum arkitektum sem vilji taka þátt. Uppbygging í tónlistar- og ráð- stefnuhúsreitnum verður væntan- lega hægari en til stóð, segir Júlí- us. Svæðið er innan þess svæðis sem hugmyndasamkeppnin nær til og fólki frjálst að setja fram hug- myndir um reitinn. Júlíus segir enga ákvörðun hafa verið tekna um breytingar á skipu- lagi reitsins, en líklega sé útilokað að Landsbankinn muni byggja þar höfuðstöðvar, eins og til stóð. - bj Faxaflóahafnir kynna hugmyndasamkeppni um gömlu höfnina í Reykjavík: Rétti tíminn fyrir samkeppni BREYTINGAR Júlíus Vífill Ingvarsson kynnti áformaða hugmyndasamkeppni Faxaflóahafna, í samvinnu við Reykjavík- urborg og Arkitektafélag Íslands, í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Styrkir fyrir heilsurækt Samtök heilsuræktarstöðva og ASÍ, hafa gert samning um að styrkja ein- staklinga í atvinnuleit til heilsuræktar. Samkvæmt honum styrkja félög innan ASÍ atvinnulausa félagsmenn um minnst 2.000 krónur á mánuði og stöðvarnar veita viðskiptavinum minnst helmingsafslátt af kortum. ATVINNULEYSI EFNAHAGSMÁL „Í ljósi þess sem gerst hefur er ég gáttaður á því að Davíð Oddsson hafi ekki vikið úr starfi fyrir löngu,“ segir Cars- ten Valgreen, ráðgjafi og fyrrver- andi aðalhagfræðingur Danske Bank. „Hann er greinilega ekki að hugsa um hag þjóðarinnar.“ Valgreen segir sorglegt að á tímum sem þessum hafi valda- mesta fólk landsins misst sig í skaðlegt pólitískt argaþras. „Ég er almennt þeirrar skoðun- ar að stjórnmálamenn eigi ekki að reka seðlabanka, og á í raun bæði við um Davíð og sitjandi forsætisráðherra.“ Nauðsynlega þurfi að ráða til skamms tíma alls óháðan stjóra í Seðlabankann erlendis frá. - sh Carsten Valgreen: Gáttaður á að Davíð víki ekki EFNAHAGSMÁL „Ástandið er gríðar- lega erfitt og því er mjög skaðlegt að forsætisráðherrann og seðla- bankastjórarnir standi í átökum sem þessum,“ segir dr. Daniel Levin, alþjóðlegur ráðgjafi um efnahagskrepp- ur, sem verið hefur íslenskum stjórnvöldum til ráðgjafar á síð- ustu misserum. Átökin sendi skelfileg skila- boð út fyrir landsteinana og hljóti að hafa áhrif á samskipti Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og væntanlegar samningaviðræður við Breta og fleiri þjóðir. „Það sem þarf að gerast er að helstu stjórnmálaleiðtogar setjist niður með seðlabankastjórninni og finni lausn á vandanum.“ Hann áréttar þó að auðvitað þurfi for- ystu í Seðlabankanum sem ríkis- stjórnin getur unnið með. - sh Daniel Levin: Mjög skaðlegt EFNAHAGSMÁL Lars Christensen, yfirmaður greiningardeildar Danske Bank, segir það „neyðar- legt“ af Davíð Oddssyni að neita að víkja úr stóli seðlabankastjóra. „Auðvitað á ríkisstjórn ekki að skipta sér af málefnum Seðla- bankans, en í ljósi þeirra mistaka sem gerð hafa verið, hefði banka- stjórnin þegar átt að vera búin að segja af sér,“ segir Christensen í samtali við fréttastofuna Bloomberg. Í sömu frétt segir Thom- as Haugaard, hagfræðingur Svenska Handelsbanken „mjög skynsamlegt að hreinsa út úr kerfinu“. - sh Lars Christensen: Neyðarlegt að Davíð þráist við EFNAHAGSMÁL Robert Wade, hag- fræðiprófessor við London School of Economics, segir bráðnauð- synlegt að skipta um seðlabanka- stjóra hið fyrsta til að senda þau skilaboð til umheimsins að Íslandi sé alvara með því að ætla að koma sér aftur á réttan kjöl. Í augum þeirra sem standi utan landsteinanna sé Davíð Oddsson sá einstaklingur sem langsamlega mesta ábyrgð beri á ástandinu á Íslandi í dag. Hann hafi hannað kerfið sem nú hafi fallið og hafi strax eftir hrunið „gerst sekur um dómgreindarleysi sem væri hlægilegt ef það væri ekki svo alvarlegt“. - sh Robert Wade: Davíð ber mesta ábyrgð EFNAHAGSMÁL Forsætisráðuneyt- inu hafa borist tæknilegar ábend- ingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um um frumvarp um breytingar á yfirstjórn Seðlabankans, sem ligg- ur nú fyrir viðskiptanefnd Alþing- is. Ekki liggur fyrir hvers kyns athugasemdirnar eru. Í yfirlýsingu frá AGS kemur fram að athugasemdirnar hafi verið gerðar í kjölfar beiðni frá ráðuneytinu. Slíkar athugasemdir séu alsiða í samstarfi sjóðsins við ríkisstjórnir. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðist fyrir um athugasemdirn- ar á þingi í gær. Hann á von á að fá frekari skýringar á athugasemd- unum á fundi viðskiptanefndar í dag. Davíð Oddsson ákvað í fyrra- dag að segja ekki af sér sem seðla- bankastjóri, og nær öruggt er að hann muni því sitja áfram ásamt Eiríki Guðnasyni þar til lögin um breytingarnar taka gildi. Frumvarpið verður tekið til umræðu í viðskiptanefnd í dag. Til stóð að efnahags- og skattanefnd fengi frumvarpið til umfjöllunar en að kröfu Framsóknarflokksins fór það í viðskiptanefndina. Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar, segir að reynt verði að vinna málið eins hratt og vel og mögulegt er, en treystir sér ekki til að segja til um hvenær það gæti orðið að lögum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins standa vonir stjórnarliða til þess að frumvarpið gæti verið afgreitt sem lög frá Alþingi jafnvel strax um miðja næstu viku. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sem ver ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna falli, segir stöð- una sem upp er komin í samskipt- um ríkisstjórnarinnar og Seðla- bankans mjög óþægilega, ekki síst vegna óvissunnar sem það skapar um framtíð bankans. Hann vill hins vegar ekki tjá sig frekar um málið fyrr en hann hefur fundað með fulltrúum AGS í dag. stigur@frettabladid.is AGS benti á brotalamir í seðlabankafrumvarpi Stjórnarliðar vona að hægt verði að afgreiða frumvarpið um yfirstjórn Seðla- bankans um miðja næstu viku. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur beðið Eirík Guðnason um að íhuga betur að segja af sér sem seðlabankastjóri. DANIEL LEVIN Ingimundur Friðriksson, sem fór að tilmælum Jóhönnu Sigurðardóttur um að segja sig úr stjórn Seðla- bankans, telur Jóhönnu hafa vegið að æru sinni með bréfi hennar til hans. Þetta segir hann í svarbréfi til hennar sem gert var opinbert í gær. Segist hann hafa sinnt starfi sínu af fagmennsku, ábyrgð og sam- viskusemi og að „dylgjur um annað [séu] í huga [hans] ósanngjarnar og órökstuddar“. Í svarbréfi Eiríks Guðnasonar, sem ekki hefur sagt af sér, segir Eiríkur meðal annars: „Í sannleika sagt væri það mér mikill léttir að vera laus frá umræddu embætti.“ Hins vegar sé honum „mjög óljúft að biðjast lausnar“ á þeirri forsendu sem gefin er í bréfi Jóhönnu, það er að ekki hafi verið staðið faglega að verki í bankanum. Hvorki Ingimundur né Eiríkur segjast hafa áhuga á viðræðum við stjórnvöld um starfslokagreiðslur. Jóhanna hefur sent þeim Eiríki og Ingimundi svarbréf. Þar segist hún ekki hafa vegið að starfsheiðri þeirra eða æru, og áréttar að ekki sé efast um faglega hæfni þeirra eða þekkingu á sviði peningamála. Hún þakkar Ingimundi fyrir að verða við beiðni sinni, en biður Eirík að hug- leiða á ný hvort hann geti fallist á að biðjast lausnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Davíð Oddsson fær sambærilegt svarbréf við harð- orðu bréfi sínu frá því í fyrradag. BIÐUR EIRÍK AÐ HUGSA SIG BETUR UM INGIMUNDUR FRIÐRIKSSON EIRÍKUR GUÐNASON Áskriftarverð hækkar Áskriftarverð sportstöðva Stöðvar 2 hækkar um 500 krónur hinn 5. mars næstkomandi. Verð Stöðvar 2 Sport fer í 5.890 krónur og Stöðvar 2 Sport 2 í 5.790 krónur á mánuði. SJÓNVARP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.