Fréttablaðið - 10.02.2009, Side 16
„Við sinnum læknaritun í fjar-
vinnslu fyrir fólk í heilbrigðis-
geiranum og erum sérhæfð í því.
Þetta er fyrsta íslenska fyrirtæk-
ið sem hefur þessa sérþekkingu og
vinnur á svona breiðum grunni,“
segir Rannveig Ásgeirsdóttir,
framkvæmdastjóri Ritara.
Hugmyndin kviknaði hjá Rann-
veigu fyrir mörgum árum en fór
í vinnslu árið 2005. „Þá fór ég á
námskeið hjá Impru sem heitir
Brautargengi. Ég hafði unnið í ein
tíu ár sem læknaritari á Landspít-
alanum og langaði að læra eitthvað
viðskiptatengt. Mér þótti þessi
hugmynd heillandi og taldi hana
geta verið til góðs í heilbrigðis-
geiranum. Rétti tíminn til að koma
þessu á flot var hins vegar ekki
fyrr en svolítið seinna,“ segir hún
en unnið var að tilraunaverkefni
árið 2007 og var fyrirtækið stofn-
að formlega í janúar 2008.
Unnið er inn í aðgangsstýrð
kerfi fyrir bæði stofur, fyrirtæki
og einkaaðila á heilbrigðissviði.
„Þetta er í raun sambærilegt við
starf læknaritara inni á stofu. Fjar-
vinnsla þýðir að við erum eins og
herbergi annars staðar í bænum og
vinnum eftir öruggum tengileiðum
inn í aðgangsstýrð kerfi,“ útskýrir
Rannveig og viðurkennir að mikil
hagræðing felist í þessu fyrir fyr-
irtæki. „Markmiðið er að veita fag-
fólki tíma til að sinna kjarnastarf-
semi og nýta til þess sérfræðinga
í ritun án þess að leggja í kostnað
fyrir skrifstofurými, tæki og laun
ásamt því að bjóða upp á jafna
þjónustu allt árið. “
Ritara hóf starfsemina með
Íslenskri myndgreiningu. „Við
höfum auk þess að vinna með
fyrirtækjum hjálpað fólki í kennslu
og rannsóknum. Allir okkar starfs-
menn eru löggiltir læknaritarar
en við erum líka með ýmsa aðra
menntun á bakinu sem er annað
hvort heilbrigðistengd eða í tengsl-
um við málvísindi.“
Samkvæmt Axel Sigurðssyni,
hjartalækni hjá Hjartamiðstöðinni,
hefur tekist mjög vel til í samvinnu
þeirra og Ritara. Hann segir að í
daglegu starfi Hjartamiðstöðvar-
innar sé tölvutækni nýtt til hins
ýtrasta sem er mikill tímasparnað-
ur og jafnframt nauðsyn til að upp-
lýsingar nýtist best í þjónustu við
sjúklinga og nefnir að Ritara veiti
einnig ráðgjöf auk þess að sinna
sjúkraskrám. Fræðast má nánar
um starfsemi Ritara á vefslóðinni
www.ritara.is. hrefna@frettabladid.is
Læknaritun í fjarvinnslu
Hjá Ritara ehf. starfar fagfólk við ritun upplýsinga í fjarvinnslu og er aðaláhersla á samstarf við heil-
brigðisstarfsfólk og fólk í rannsóknarvinnu. Með aðstoð Ritara fær fagfólk tíma til að sinna kjarnastarfi.
Hjá Ritara starfa fjórir læknaritarar með margvíslega reynslu og kunnáttu. Hér sjást Ellen María Þórólfsdóttir, Þórunn Kristjóns-
dóttir og Rannveig Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri. Á myndina vantar Unni Gísladóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MÁLSTOFA um að lifa með banvænan sjúkdóm verður hald-
in á vegum Rannsóknastofnunar HÍ og LSH í hjúkrunarfræðum
hinn 16. febrúar. Málstofan verður haldin í Eirbergi, Eiríksgötu 34,
í stofu C-201 á 2. hæð, frá klukkan 12.10 til 12.50. Allir velkomnir.
STA
FGA
NGA
ÁHR
IFAR
ÍK L
EIÐ
TIL L
ÍKAM
SRÆ
KTA
R
Stafgöngunámskeið hefjast 17. febrúar n.k.
stafgönguþjálfi, 616 85 95.
stafgönguþjálfi, 694 35 71.
Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30.
Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30.
SKRÁNING & NÁNARI UPPLÝSINGAR Á:
Næstu fyrirlestrar og námskeið
10. feb. Mataræði fyrr og nú - Næring í víðari
skilningi
Haraldur Magnússon osteópati
12. feb. Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?
Ebba Guðný Guðmundsdóttir kennari
17. feb. Ævintýralíf
Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi
19. feb. Goodheart hlátur- markþjálfun
Kristján Helgason
24. feb. Erum við andleg og líkamleg eiturefna-
úrgangs-ruslaskrímsli!
Edda Björgvins leikkona
25. feb. Spa dekur
Kolbrún Björnsdóttir grasalæknirwww.madurlifandi.is
Alla föstudaga