Fréttablaðið - 10.02.2009, Page 26

Fréttablaðið - 10.02.2009, Page 26
22 10. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is SENDU SMS ESL DVD Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU IGOR Á DVD, TÖLVULEIKIR, AÐRAR DVD MYNDIR, PEPSI OG MARGT FLEIRA. HANN ER MEÐ RISAVAXIÐ VANDAMÁL MEÐÍSLENSKUTALI 9. HVERVINNUR! LENDIR Í ELKO5. FEBRÚAR Vin nin ga r v er ða af he nd ir h já EL KO Li nd um – Sk óg ar lin d 2 . M eð þv í a ð t ak a þ át t e rtu ko m inn í S M S k lúb b. 14 9 k r/s ke yt ið. „Læknarnir sögðu að það væru svona 5 prósenta líkur á að ég gæti skokkað aftur. Ég er að gera gott betur en það núna,“ sagði handboltakappinn Sigfús Sigurðsson sem hefur fengið sig góðan af þrálátum hnémeiðslum og var í eldlínunni með Valsmönnum á sunnudag er liðið komst í úrslit bikarkeppninnar. Sigfús lagðist undir hnífinn í lok október og var hnéð svo illa farið á Sigfúsi þá að læknar óttuðust að ferli hans væri lokið. Var meira að segja talið ólíklegt að Sigfús gæti hreinlega skokkað aftur eins og hann sagði sjálfur. „Ég er bara helvíti góður en það vantar eðlilega aðeins upp á líkamlega formið. Hnéð er bara í fínu standi og kallinn er bara að verða eins og nýr. Nú þarf bara að taka af sér 10-15 kíló og þá er ég flottur. Ég gef mér einn og hálfan mánuð í það,“ sagði Sigfús sem eðlilega er afar kátur með að hafa fengið bót meina sinna. „Ég tók smá egó-fíling á þetta og sleppti bara sjúkraþjálfun og öllu og gerði þetta bara sjálfur. Einhverjir segja það kannski óskynsamlegt en það var það greinilega ekki fyrst þetta er að virka svona vel,“ sagði Sigfús og hló við. Sigfús hefur verið í vandræðum með hnén á sér í um fjög- ur ár og því er það eðlilega mikill léttir að finna ekki lengur til og geta beitt sér eins og hann vill. „Þetta er í fyrsta skipti í næstum því fimm ár sem ég er alveg verkjalaus í handbolta og það er náttúrlega bara snilld,“ sagði Sigfús en maðurinn sem skar hann upp er læknir handboltalandsliðsins, Brynjólfur Jónsson. Hann hefur hjálpað mörgum íþróttamanninum í vanda og ekki ósjaldan sem íslenskir íþróttamenn krefjast þess að koma heim svo þeir geti látið Brynjólf skera sig. „Það eru fáir sem slá honum við með hnífinn í hend- inni,“ sagði Sigfús augljóslega ánægður með lækninn. Sigfús er farinn að æfa af fullum krafti og er þess utan að æfa aukalega til að komast fyrr í form. „Þegar maður er líka kominn á þennan aldur þarf maður að hætta hálftíma fyrr og fara hálftíma síðar. Eða mæta klukkutíma fyrr og fara á sama tíma,“ sagði Sigfús kíminn. SIGFÚS SIGURÐSSON: KOMINN Á FULLT EFTIR LANGÞRÁÐ OG ERFIÐ HNÉMEIÐSLI SEM ÓGNUÐU FERLI HANS Flottur þegar ég hef tekið af mér 10-15 kíló > Baldur yfirgefur Bryne Mývetningurinn Baldur Sigurðsson hefur náð samkomulagi við forráðamenn norska liðsins Bryne um að hann yfirgefi herbúðir félagsins. Fótbolti.net greindi frá þessu í gær. Fjárhagsstaða Bryne er afar slæm og félagið hefur verið að leita allra leiða til að draga úr kostnaði. Baldur þarf ekki að óttast um að komast ekki að hjá félagi hér heima kjósi hann svo því KR, FH og Valur hafa öll áhuga á að fá Baldur sem og hans gamla félag, Keflavík. Iceland Express-deild karla: Grindavík-KR 91-80 (50-44) Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 20, Þor- leifur Ólafsson 19, Nick Bradford 17, Helgi Jónas Guðfinnsson 16, Páll Kristinsson 12, Guðlaugur Eyjólfsson 3, Arnar Freyr Jónsson 2, Brenton Birmingham 2 Stig KR: Jón Arnór Stefánsson 21, Jason Dour- isseau 19, Jakob Örn Sigurðarson 15, Fannar Ólafsson 6, Skarphéðinn Ingason 5, Pálmi Sigurgeirsson 5, Darri Hilmarsson 4, Helgi Már Magnússon 2 Tindastóll-ÍR 117-118 Stig Tindastóls: Ísak Einarsson 29, Darrell Flake 22, Friðrik Hreinsson 21, Svavar Birgisson 21, Helgi Margeirsson 15, Helgi Viggósson 8, Óli Reynisson 1. Stig ÍR: Sveinbjörn Claessen 32, Eiríkur Önundar- son 26, Hreggviður Magnússon 24, Ómar Sævarsson 19, Steinar Arason 8, Ólafur Ingvason 4, Ólafur Þórisson 3, Bjarni Valgeirsson 2. FSu-Keflavík 68-81 Stig FSu: Vésteinn Sveinsson 14, Sævar Sigur- mundsson 14, Tyler Dunaway 12, Árni Ragnars- son 12, Christopher Caird 8, Hilmar Guðjónsson 6, Alexander Stewart 2. Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 29, Gunnar Einarsson 16, Sigurður Þorsteinsson 10, Sverrir Þór Sverrisson 7, Jón Nordal Hafsteinsson 6, Þröstur Jóhannsson 5, Axel Margeirsson 4, Gunnar Stefánsson 3. STAÐAN: KR 17 16 1 1626-1250 32 Grindavík 17 15 2 1676-1372 30 Keflavík 17 11 6 1464-1300 22 Snæfell 17 11 6 1411-1237 22 Njarðvík 16 8 8 1294-1365 16 Stjarnan 17 8 9 1452-1447 16 ÍR 17 7 10 1414-1426 14 Breiðablik 17 7 10 1327-1477 14 Tindastóll 16 7 9 1306-1361 14 FSu 17 6 11 1382-1419 12 Þór Ak. 17 4 13 1369-1525 8 Skallagrímur 17 1 16 1055-1597 2 ÚRSLIT FÓTBOLTI Chelsea kom knatt- spyrnuheiminum á óvart í gær þegar félagið rak Brasilíumann- inn Luiz Felipe Scolari úr starfi knattspyrnustjóra eftir aðeins sjö mánaða setu. Scolari hættir strax. Í yfirlýsingu frá Chelsea segir að félagið hafi gripið til þessara ráðstafana svo það geti áfram keppt um bikarana sem það á enn möguleika á að vinna. Chel- sea segir Scolari hafa gert margt jákvætt fyrir félagið og því sé sorglegt að félagið þurfi að slíta samstarfinu svo snemma. Úrslit og frammistaða liðsins hafi aftur á móti gert það að verkum að ákveðið var að grípa til þessara ráðstafana. Hinn sextugi Scolari byrjaði afar vel með Chelsea-liðið en hefur gefið verulega eftir á síð- ustu vikum. Alls stýrði Scolari liðinu í 36 leikjum. 20 unnust, 5 töpuðust og 11 enduðu með jafn- tefli. Þónokkrir þjálfarar hafa þegar verið orðaðir við starfið. Sky- fréttastofan segist hafa heim- ildir fyrir því að búið sé að hafa samband við Guus Hiddink og Avram Grant sem Chelsea rak í lok síðasta tímabils. Jafnvel er talið líklegt að báðir verði ráðnir. Hiddink sem stjóri og Grant sem yfirmaður knattspyrnumála. Einnig hafa nöfn Gianfranco Zola og Roberto Di Matteo verið nefnd og þá ekki síst af stuðn- ingsmönnum félagsins sem vilja fá mann sem elskar félagið til að stýra því. - hbg Örvænting að grípa um sig í herbúðum Chelsea: Grant eða Hiddink næstir hjá Roman? TÍMI TIL AÐ FARA Scolari var frekar óvænt rekinn í gær. Ray Wilkins stýrir liðinu þar til nýr stjóri verður ráðinn. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Portsmouth ákvað í gær að reka knattspyrnustjórann Tony Adams úr starfi. Ákvörðunin kemur ekkert sérstaklega á óvart enda hefur hvorki gengið né rekið hjá félag- inu síðan Adams tók við stöðunni af Harry Redknapp. Liðið hefur aðeins unnið tvo af þeim sextán leikjum sem Adams hefur stýrt liðinu í deildinni og þar af tapað sjö af síðustu átta. Tony Adams sagðist reyndar vera hissa á þessari ákvörðun en Portsmouth segir ákvörðunina tekna vegna úrslita liðsins. Unglingaþjálfarinn Paul Hart mun stýra liðinu á meðan félagið leitar að arftaka Adams. Avram Grant, fyrrum stjóri Chelsea, er talinn líklegastur til að hreppa hnossið. Einnig hafa nöfn Alans Curbishley og Graeme Souness verið nefnd. - hbg Breytingar hjá Portsmouth: Adams rekinn TONY ADAMS Gekk ekkert að stýra Portsmouth. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Grindavík var fyrst allra liða til að sigra KR í Ice- land Express-deild karla í ár, 91- 80, í Grindavík í gær. Greinilegt var frá fyrstu mínútu að Grind- víkingar væru mættir til að selja sig dýrt. Þeir börðust af krafti um hvert frákast og alla lausa bolta á sama tíma og KR-ingar virkuðu undarlega rólegir. Grindavík var með undirtökin í leiknum nánast frá byrjun þótt aldrei hafi munaði miklu á lið- unum í fyrri hálfeik en Grinda- vík var sex stigum yfir í leikhlé, 50-44. Jafnræði var með liðun- um í þriðja leikhluta þar til Fan- nar Ólafsson fékk sína fjórðu villu seint í fjórðungnum og Grindvík- ingar skoruðu sjö stig á innan við mínútu og lögðu grunninn að þrett- án stiga forystu að loknum þremur leikhlutum. KR náði að minnka muninn í fjögur stig í fjórða leikhluta þegar liðið skoraði ellefu stig í röð en nær komust KR-ingar ekki og Grinda- vík gerði út um leikinn þegar Þor- leifur Ólafsson tróð boltanum í körfuna þegar 40 sekúndur voru til leiksloka. Páll Axel Vilbergsson Grindvík- ingur var kátur í leikslok. „Það hefði verið nokkuð skemmtilegt að vera bara með eitt tap á bak- inu og þetta myndi snúast um inn- byrðis viðureignir en við klúðruð- um Stjörnuleiknum þannig að nú verður KR að tapa öðrum leik, en mótið er ekki búið og það er ennþá líf í þessu. Það getur allt gerst,“ sagði Páll. „Við vorum allt öðruvísi stemmdir en við höfum verið í síð- ustu leikjum. Menn voru ekki yfir- spenntir þótt þetta væri stórleik- ur í sjónvarpinu. Spennustigið var rétt og við byrjuðum af krafti og það gaf tóninn. Við börðumst um alla lausa bolta án þess að hafa eitthvað sérstaklega talað um það. Þetta bara gerðist í dag,“ sagði Páll en Grindvíkingar hirtu 44 fráköst gegn 25 KR-inga. „Frá sálfræði- legu sjónarmiði var þetta sterkur sigur,“ sagði Páll Axel. „Greddan hjá þeim var miklu meiri. Þeir hafa beðið eftir þess- um leik frá bikarleiknum á meðan við vorum bara mættir í enn einn deildarleikinn. Við náum aldrei að gíra okkur upp fyrir þennan leik eins og um úrslitaleik væri að ræða. Það vantaði í dag,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, í leikslok sem grætur ekki að sigurgangan hafi stöðvast. „Þetta auðveldar mér að koma mönnum í gang aftur. Út frá þjálf- aralegu sjónarmiði er þetta eng- inn heimsendir. Við höfum aldrei tapað okkur í einhverri umræðu um einhver met og að fara taplaus- ir í gegnum tímabilið. Við bara stefnum á þá titla sem eru í boði. Ég veit ekki um neitt lið í neinni deild í heiminum sem fer taplaust í gegnum deildarkeppni.“ - gmi Grindvíkingar voru miklu graðari Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, sagði að baráttuglaðir Grindvíkingar hefðu einfaldlega viljað sigur- inn meira í gær þegar Grindavík varð fyrsta liðið til þess að leggja hið firnasterka lið KR að velli, 91-80. BARÁTTA Það var ekkert gefið eftir í Röstinni í gær. Hér reynir Nick Bradford að skora fram hjá Jason Dourisseau. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.