Tíminn - 31.07.1983, Síða 7

Tíminn - 31.07.1983, Síða 7
SUNNUDAGUR 31. JÚLÍ1983 sönsum og blöö töluðu um „hina lærðu tíu mínútna málsvörn hans“ í réttinum. Það sem er enn mikilvægara í þessu sambandi er að ummæli Cornells um andlegt heilsufar Pound fóru í bág við niðurstöður þriggja geðlækna sem höfðu rannsakað hann á Italíu. Þeir fallast að vísu á að hann kunni að hafa fyllst örvæntingu er hann var handtekinn, en það breyti engu um geðheildu hans. Það er athyglisvert að rannsóknir þeirra var í engu getið í réttarhöldunum yfir Pound. Höfuðvitni ákæruvaldsins. Winfred Overholser, hafði lokið prófi í geðlækn- ingum frá Harvardháskóla, og unnið merk rannsóknarstörf. Hann var um þetta leyti viðurkenndur sérfræðingur um sakhæfi, og þeir sem enn muna eftir honum tala um hann sem sérfræðing á sínu sviði ogheiðursmann í hvívetna, en einnig sem mann sem vildi marka sér bás í sögunni. Áður en mánuður var liðinn frá því að hann vitnaði um geðveiki og ósakhæfi Pounds var hann kosinn form- aður bandaríska geðlæknafélagsins. Overholser var einn af þremur geð- læknum sem rétturinn fól að rannsaka heilsu Pounds. Hinir tveir voru dr. Marion R. King,sem hafði aðeinsstund- að geðlæknisfræði í eitt ár, og dr. Joseph L. Gilbert, geðlæknir sem lýst hefur verið sem „ágætasta náunga, en manni sem enginn hafði mikið álit á." Over- holser var greinilega yfirburðamaður í þcssum félagsskap. I desember 1945 skiluðu Overholser og samstarfsmenn hans greinargerð til réttarins þar sem þeir staðhæfa að hann sé geðveikur og á'ndiega óhæfur til að mæta og svara til saka. Hann þurfi umönnun á geðsjúkrahúsi. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig geðlæknarnir komust að þessari niður- stöðu. Gögnin um það hafa verið eyði- lögð. Dalmau segir að Overholser hafi gert það vísvitandi. Nokkur þýðingar- mikil atriði eru þó á hreinu. Fortölur Overholsers bera árangur í bréfi sem varðveitt er með gögnum lögfræðingur Poun.ds hafði valið. Hann er einn þessara fjórmenninga sem enn er á lífi. Muncie hafði lítinn tíma til að rann- saka Pound og það var ekki fyrr en daginn áður en rétturinn átti að fá greinargerð geðlæknanna sem hann hitti Pound. Þá höfðu starfsfélagar hans lokið sinni athugun. Muncie sagði í viðtali við mig að í fyrstu hefði sér ekki virst að Pound væri geðveikur. og gæti sannar- lega mætt fyrir rétti. Hann greindi Over- holser og samstarfsmönnnum hans frá þessu, og þeir bentu honum þá á nokkur atriði sem leiddu til þess að Muncie ræddi á ný við Pound, en gat þa ékki fengið neitt samhengi í það sem hann sagði. Þegar ég spurði Muncie hvort hugsanlegt væri að í seinna skiptið hefði Pound verið með uppgerð af ásettu ráði svaraði hann: „Já, það er hugsanlegt. Ég hugsaði ekki út í það." Muncie er nú orðinn 83 ára að aldri, og vera má því að hann muni ekki að saksóknari spurði hann hvort Pound væri hugsanlega að gera sér geðveiki upp. Þá svarði hann: „Ó, nei. Ég held ekki." Pound gerir sér upp geðveiki Vísbendingar eru um að Pound hafi gert sér upp geðveikiseinkenni á meðan á rannsókn geðlæknanna stóð, enda þótt þeir tilburðir hans séu svo frumstæðir að þeir eru nánast fjarstæðukenndir. T.d. er eftir honum haft að hann finni til tómleikatilfinningar í höfði, eins og efri þriðjungur heilans sé horfinn og aðeins vökvi sé eftir í öðrum hlutum heilans. Þessi lýsing kemur ekki hcim og saman við ncinar þekktar meinsemdir í geð- læknis- eða sálarfræði, en minnir hins vegar á Ijóðlínur cftir T.S. Eliot sem Pound voru vcl kunnar: „Við eru holir menn...osfrv.” Hegðun Pound ber einníg vott um vanburða tilraun til aö líta út scm geðsjúklingur. Hann kvartaði reglulega yfir því að vera gífurlega þreyttur og að eiga í erfiðleikum með að liggja flatur í rúmi sínu. Aftur á móti virðist þreyta ekki hafa hrjáð hann þegar hann þurfti ■ Lögreglumenn koma með Ezra Pound í handjárnum til Bandaríkjanna árið 1945. ffm um Pound á Elísarbetarhæli og skrifað er af King og til Overholscrs kemur fram að sá síðarnefndi hefur mcð fortölum fengið hann til að breyta um afstöðú til Pound. Raunar er það svo að greinargcrð Kings lítur einmitt út fyrir að hafa verið breytt cftirá. Á fyrstu sjö blaðsíðunum cr Pound lýst sem hrokagikk, sérvitringi og sjálfselskusinnuðum. en ekki minnst á geðveilu. þar til skyndilega á bls. 8 að King ályktar að Pound sé haldinn of- sóknarbrjálæði. Vera kann að viðhorf þriðja geð- læknisins. Gilberts, séu ekki marktæk þegar haft er í huga að hann átti Overholser skuld að gjalda. Komið höfðu kvartanir um slæma þjónustu á deild Gilberts á St. Elísarbetarhæli, en Overholser rannsakað þær og kveðið upp um að Gilbert skyldi halda starfi sínu. Eins er um Gilbert sagt að hann hafi verið deigur í viðskiptum, og ólík- legur til að standa upp í hárinu á neinum. Raunar var fjórði geðlæknirinn einnig tilnefndur til að athuga heilsu Pounds. - Það var dr. Wendell S. Muncie sem að grípa til pcnna og pappírs í klefa sínum, og var þá gjarnan snöggur í hreyfingum! Þegar skýrsla geðlæknanna var birt vakti hún mikla athygli fjölmiðla, enda í mótsögn við niðurstöðu herlæknanna á Ítalíu. Talsmenn dómsmálaráðuneytis- ins lýstu því yfir að geðlæknarnir mundu verða spurðir um þessar óvæntu niður- stöður fyrir opnum tjöldum. Ráðuneytið hafði ásamt Alríkislögreglunni unnið kappsamlega að því að safna sönnunar- gögnum gegn Pound, og taldi sig hafa 20-25 vitni sem mundu koma fram við réttarhöldin. í þeim hópi voru sjö ítalskir útvarpstæknimenn en ráðuneytið taldi að framburður þeirra mundi nægja til sakfella Pound. Dómsmálaráðuneytið skýrði fjölmiðl- um aftur á móti ekki frá því að hugsan- lega kynni það að eiga í erfiðleikum með að fá Pound sakfelldan af tæknilegum ástæðum. Samkvæmt túlkun Hæstarétt- ar Bandaríkjanna frá 1944 þarf tvö vitni fyrir hverja ákæru, og samkvæmt gögnum ráðuneytisins, sem nú hafa verið opinberuð, var slíkt aðeins fyrir hendi í dæmi einnar af þeim 19 ákærum sem Pound sætti. Ástæðan er sú að Pound flutti útvarpserindi sín á ensku en tæknimennirnir skildu aðeins ítölsku, og gátu því aðeins borið um að Pound hafi talað í útvarpið en ekki hvað hann sagði. Að auki voru erindi hans að jafnaði tekin upp nokkru áður en þau voru flutt. og því var erfitt að dagsetja nákvæmlega hvernær landráðin voru framin. Það má vel vera að þessir erfiðleikar hafi ráðið því að dómsmálaráðuneytið missti áhuga á því að færa Pound fyrir rétt, og létt sér næja að hann væri sendur til vistar á geðveikrahæli. Skopleikur í réttarsal Hinir opinberu yfirhcyrslur um sak- hæfi Pounds og hæfni til að mæta fyrir rétti fóru frarn 13. febrúar 1946. Þaðsem þar gerðist var hreinasti skopleikur. Vitnin voru Muncie. King, Overholser og Gilbert. Málflutningur þeirra var ótrúlega vanburða, en sama verður að segja um talsmcnndómsmálaráðuneytis- ins. Þeir áttuðu sig hreinlega ekki á mótsögnum og ósamkvæmni í vitnis- burði geðlæknanna. Einn geðlæknanna kvað Pound eiga við minnisleysi að stríða, annar sagði að minni hans væri óskcrt. Staðhæft var að Pound hefði ekki vitað að hann var ákærður fyrir landráð árið 1943, meðan hann dvaldi enn á Italíu. og enda þótt ákæruvaldið hefði í fórum sínum bréf frá Pound um hið gagnstæða var ekki gripið til þess til að hrekja þessa fullyrðingu! Taíað var um að fyrir Pound hefði vcrið lagt sálfræðilegt próf. en um niðurstöðu þcss var ckki einu sinni spurl. (Samkvæmt hinum nýjum gögnum var hér aðeins um s'vokallað Rorschach-próf aö ræöa og niðurstaðan var: „Engan sannanir fyrir geðveiki.”) Niðurstaða kviðdómsins eftir þriggja mínútna umhugsun var sú að Pound væri ekki með rcttu ráði. Viðstaddir sáu Pound fagna þcssum tíðindum. hann stökk á fætur, ánægður á svip og tók upp ákafar samræöur við lögfræöing sinn. Skáldið Charlcs Olson heimsótti Pound daginn cftir og fannst scm hann hcfði öðlast sinn fyrri mátt á ný, hér var kominn hinn gamli Pound, fnllur starfs- orku ogmargvíslcgra fyrirætlana. Skáld- iö var án nokkurs váfa í hamingjusælu. landráðakærunni hafði verið hrundið. 40 geðlæknar finna engin merki um geðveiki Þau tólf og hálft ár sem Pound dvaldi á St. Elísarbctarhæli var hann skoðaður af 40 geðlæknum, auk Overholscrs. Ekki einn einasti þeirra féllst á greiningu yfirlæknisins um aö Pound væri geðvcik- ur. eða óhæfur til að mæta fyrir rétti. Athugasemdir geðlæknanna um per- sónu Pounds koma engum á óvart sem þekkja ævisögu hans, þeir tala um sjálfs- elsku og þótta, Gyðingahatur o.fl. af því tagi. Margir gcðlæknanna taka beinlínis fram í sjúkraskýrslu að þeir sjái engin merki um geðvciki. Af þessum 40 geðlæknum tókst mér að hafa upp á 13 sem enn eru á lífi. Þegar ég spurði þá hvort, cftir á að hyggja, þeir teldu að Pound hefði verið geðveikur eða óhæfur til að mæta fyrir rétti, kváðust sex ckki hafa á því neina skoðun eða vildu ekki láta hana uppi. Nokkrir viðurkenndu að þögn þeirra væri í virðjngarskyni við Overholser. Hinirsjö sögðu að þeir litlu svo á að Pound heföi verið andlega heill og fyllilega hæfur til að mæta fyrir rétti. Enn þeirra, dr. Addison Duval, sem verið hefur gjald- keri og varforseti samtaka bandarískra geðlækna, kvaðst geta fullyrt að Pound hefði ekki verið geðveikur og taldi að Overholser hefði verið að vernda hann með dvölinni á St. Elísarbetarhæli. Öryggi og hóglífi á St. Elísarbetarhæli Hvers vegna dvaldi Ezra Pound svo lengi á St. Elísarbetarhæli sém raun ber vitni? Til þess liggja margar ástæður. ■ Gedlæknirínn sem verndaði Pound á Elísabetarhæli: Winfred Overholser. Um þcssar mundir stóðu t.d. yfir hinar frægu kommúnistaofsóknir Joscphs McCarthy og Rosenbcrg-hjónin voru leidd fvrir rétt og dæmd til dauöa. svo ekki var hinn hepþilegasti lími fyrir mann sem ákærður hafði verið fyrir landráð að láta mikiö á sér bera. Og á St. Elísarhctarhæli hafði Pound aðgang að því sem honum var mikilvægast í lífinu: bókum, tíma til aö skrifa. góðum mat, kynlífi. og fjöldi kunningja og aödácnda heimsótti hann reglulega. Á meðan Pound dvaldi á luelinu voru 8 bækur eftir hann gefnar út. þrjár nýjar og fimm endurútgáfur. Hann skrifaði einnig IJeiri en 100 grcinar og bréjf í tímarit og blöð. (Þá er ekki talið mcð fjöldi grcina sem hann skrifaöi og sctti ekki nafn sitt undir, cn ráku áróður fyrir kynþáttastefnu o.þ.h ). Konur fengu að heimsækja Pound að vild, og á þessum árum átti hann marga aðra rekkjunauta en konu sína Dorothy Shakespear. í þcim hópvart.d. málarinn Marcella Spann, og fór hún með þeim hjónum til Ítalíu er Pound var látinn laus, cn sncri þaðan brátt aftur. f hópi gesta Pounds á St. Elísarbetar- hæli voru frægar persónur: Archibald Mcleish, T.S. Eliot, William Carlos Williams, Conrad Aiken, Robert Lowell, Allen Tate, H.L. Mencken, Stephen Spender, Marshall McLuhan Katherine Anne Porter o.fl. Overholser reyndist hinn ágætasti gestgjafi öll þessi ár, og gerði lífið eins auðvelt fyrir Pound ög hann trcysti sér til. Hann var sjálfur áhugamaður um bókmenntir, og fór oft á fund Pounds til að ræða við hann um bókmenntir og bókmenntamenn. Samkvæmt upplýsing- um hjúkrunarfólks sem ég ræddi við var Pound nokkrum sinnum gestur í íbúð Overholsers á staðnum. Yfirleitt barst Overholser á tveggja ára fresti bréf frá dómsmálaráðuneytinu þar sem spurt var um heilsu Pounds og hvort hann væri orðinn hæfur til að mæta fyrir rétti. Overholser hafði sama svarið ávallt á reiðum höndum: „að mínu mati og að mati annarra lækna hér, er herra Pound andlega ófær um að taka þátt í eigin málsvörn, þ.e. hann getur ekki komið fyrir rétt.“ Þegar blað nokkurt skýrði frá því árið 1947 að Pound fengi fjölda gesta og lifði forréttindalífi á St. Elísarbetarhæli svar- aði Overholser blákalt: „Ezra Pound hcfur ckki fengiö fleiri cn fjórar eða fimm heimsóknir, cf kona hans er undanskilin, síðan hann kom hingað á hælið." Sannlcikurinn var sá að hann hafði fengið 4-5 hcimsóknir á viku. Við annað tækifæri, árið 1954, þegar þýðing Pounds á spakmælum Konfúsíus- ar birtist og hlaut lofsamleg ummæli í ritdómum. bar dómsmálaráðuneytið fram fyrirspurn um hvort maður sem væri andlega fær um að þýða og birta Ijóð, væri ekki hæfur til að svara til saka fyrir rétti. Ovcrholser sagðí í svari sínu að Pound hcfði aö mestu veriö búinn að Ijúka við vcrkið þegar hann kom á hælið. og að hann ynni engin ný bókmennta- verk þar. Overholscr hlýtur að hafa gleymt því aö þá þegar hafði hann sagt fréttamönnum að Pound héfði að undan- förnu unniö mikiö að ritstörfum, einkum að þýðingum úr kínversku. Áleitnar spurningar um geðveikivarnir og sakhæfi Á miðjum sjötta áratugnum hafði andrúmsloft í bandarískum stjórnmálum brcyst mikið til batnaðar, og vinir Po- unds notuðu tækifærið og knúðu á um að hann væri látinn laus af St. Elísarbetar- hæli og fallið yrði frá landráðakæru. Dómsmálaráðuneytið féllst á að falla frá kæru, en leit svo á að hann væri enn geðveikur, cn þóekki hættulegur. Vega- bréf var gefið út sem heimjlaði honum að flytjast til Ítalíu, og þangað fór hann árið 1958. Að mati E. Fuller Torrey vekur mál Ezra Pound upp margar áleitnar spurn- ingar um geðveikivarnir fyrir rétti. Ljóst er að Pound slapp við dóm, kannski dauðadóm, vegna þess að geðlæknir á vegum ákæruvaldsins hafði mikið dálæti á honum og álit á skáldskap hans. En ef Pound hefði verið annar maður og haft færri hæfileika er ólíklegt að sama hefði orðið upp á teningnum. Torrey telur að geðlæknisfræði geti ekki tekið afstöðu til þess hvort menn séu hæfir til að mæta fyrir rétti. Til þess skorti hlutlæga mælikvarða á það sem við köllum „afbrotahneigð" og „siðferð- isvitund." Dómurinn verði alltaf hug-. lægur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.