Tíminn - 31.07.1983, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 31. JÚLÍ1983
11
■ Ferðaskrifstofan Útsýn er eitt fyrsta fyrirtækið hér á landi sem notar fegurðarsam-
keppni til að selja sína vöru. Hér er Ingólfur Guðbrandsson í Útsýn umkringdur
fegurðardrottningum Útsýnar árið 1982.
að kveða kúgunina niður. Kvennakúg-
unin kemur kannski einna greinilegast
fram í fegurðarsafnkeppni og hún felst
meðal annars í því að konur eru aldar
upp við að það sé eftirsóknarvert að
verða fegurðardrottning og láta meta sig
eins og hlut eða dýr.“
„Ég verð að viðurkenna," segir
Bryndís, „að ég fór full fordóma til
Parísar vegna fyrirsætukeppninnar sem
Líf tók að sér að auglýsa. En viðhorf ntín
breyttust þegar ég hafði kynnt mér þessa
starfsemi. Ég hitti þarna stúlkur sem
hafa atvinnu af því að sitja fyrir. Þær
bera virðingu fyrir starfinu, hafa gott
upp úr sér og geta þannig tryggt framtíð
sína. Það kom í Ijós að það er ekki nóg
að vera snoppufríð með fallega leggi,
heldur verða þær einnig að hafa vit í
kollinum og bein í nefinu. Þetta er bara
vinna - hörkuvinna, sem hægt er að hafa
mikið upp úr og opnar stúlkum leið að
öðru marki - eykur sjálfstæði þeirra.
Eigum við að gerast þeirra dómarar?"
„Ég er ekki að dæma stúlkurnar eins
og ég segi enn og aftur," segir Magda-
lena, „heldur áfellist ég þann hugsunar-
hátt sem elur af sér keppnir af því tæi
sem hér um ræðir. Mér sýnist að með
þessum keppnunt sé verið að halda að
konum ákveðinni kveníntynd sem tæp-
lega samræmist ímynd sjálfstæðrar,
virkrar og frjálsrar konu. Nú cr líka
rekinn áróður fyrir því að við sitúunt
aftur heim, eins og alltaf þegar kreppir
að á vinhumarkaðnum og sá áróður
hefur áreiðanlega sín áhrif. I Danmörku
er til dæmis farið að reka áróður fyrir því
að konur hafi börn á brjósti allt upp í
þrjú ár og í Bretlandi er farið að loka
barnahcimilunum, sem er náttúrlega
ekkert annað en brottrekstur kvenna af
vinnumarkaðnum og inn í hefðbundin
og viðtekin kvennahlutverk. Við vitum
að það lendir langoftast á konunt að fara
heim þegar svona er í pottinn búið þó
ekki sé nema vegna þess að það er hlegið
að þeim karlmönnum sem eru heinta og
hugsa um börnin. Og það er auðvitað
líka kúgun útaf fyrir sig! Og Itluti af
þessu santa ferli eru fegurðar- og fyrir-
sætusamkeppnir sem reka áróður fyrir
hinni vciku kvenímynd. En það sem er
neikvæðast við þetta allt saman er það
að í þcssum viðskiptum er konan
hlutgerð. líkami hennar er notaður til að
selja. Stúlkan sem situr fyrir er í rauninni
ekki að sclja hæfileika sína og jafnvel
ekki einu sinni sjálfa sig, heldu( er hún
að selja kvenlíkamann sent slíkan og
ákvcðna kvenímyndscm einmitt er eink-
ar lítilþæg og ólíkleg til að breyta
nokkrum sköpuðum hlut. Og er það
ekki einmitt það scm við eigum að vcra.
ha?“
Jú, ætli flestar konur hafi ekki fundið
til þcss oftar en einu sinni og oftar en
tvisvar að þaö er einmitt það sem ætlast
er til af þcim -en er það einmitt það sem
við viljum, ha?
, - sbj.
■ Þetta er hópurinn sem keppti um titil fuHtrúa ungu kynslóðarinnar árið 1970.
■ Ekki vitum við nöfn þessara stúlkna en þær tóku þátt í Ijósmyndafyrirsætukeppni
Lífs árið 1982. Starf fyrirsætunnar er hörkuvinna sem getur opnað stúlkum ýmsa
möguleika: „En hafi þær ekki bein í nefinu þá hafa þær ekki roð við bísnessköllunum.
Þeir eru hræðilega klókir og neyta alira bragða...“
■ Gripasýning - eða hvað?
nokkurn hlut með því einu að maður
græði á honum og við eigum ekki að
sætta okkur við það sjónarmið að kven-
líkaminn trekki mest og því skuli hann
notaður á þennan hátt. Fegurðar- og
fyrirsætukeppnir eru afleiðing af sama
hugsunarhættinum, sama mynstrinu og
veldur því að konur eiga alltof lítinn hlut
í því hvernig heiminum er stjórnað. Ég
held að því þurfi að breyta þessum
hugsunarhætti allra okkar vegna - karla
og kvenna. Þetta ereinmitt ástæðan fyrir
því að ég er mótfallin fegurðarsam-
keppni, ég get ekki séð að þær séu annað
en hreinn og klár áróður fyrir viðhorfum
sem við getum ekki sætt okkur við
lengur - slík fyrirbæri eru algjörlega
andsnúin öllu jafnrétti."
„Fyrsta skrefið í
jafnréttisátt...“
„Ég er mótfallin þeirri fullyrðingu að
konur séu kúgaðar í dag," segir Bryndís,
„ef þær láta misnota sig, þá er sökin
þeirra sjálfra. En einsog ég sagði áðan
þá verða þær stúlkur sem taka þátt í
fegurðar- eða fyrirsætukeppni að gera
upp við sig hvað þær ætla sér með þessu.
Við skulum ekki gerast dómarar yfir
þeim né gera þeim upp sakir. Fyrsta
skrefið í jafnréttisátt er að við neitum.
því að við séunt kúgaðar."
„Eins og ég tók fram áðan áfellist ég
hcldur ekki þær stúlkur sem taka þátt í
keppninni heldur fordæmi ég keppnina
sjálfa," segirMagdalena. „En hvaðvarð-
ar kúgun kvenna tel ég aftur á móti
fyrsta skrcfið í jafnréttisátt verða að
vera að við. viðurkennum að við séum
kúgaðar og tökum höndum saman um
■ „Manneskja ekki markaösvara" var krafa þeirra kvenna sem gengu með
kvenlíkneski í kröfugöngunni 1. maí 1970. Er þetta óréllmæt krafa?
séu annað en hreinn og klár áróður fyrir viðhorfum sem við getum ekki sælt okkur við lengur.