Tíminn - 31.07.1983, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 31. JÚLÍ1983
■ Vonandi gefur þessi mynd lesendum einhverja hugmynd um giæsileik sýningarinnar á Kim II Sung iþróttaleikvanginum, en eins og sjá má þá var gífurlegur fjöldi iþrottafólks sem
tók þátt í þessari syningu. Fyrir þá sem ekki hafa áttað sig á myndinni, má geta þess að myndin fyrir ofan leikvanginn, þar sem gestir blaðamannaráðstefnunnar eru boðnir
hjartanlega velkomnir, er samsett af börnum með mislitar slæður - og þannig fengum við að sjá tugi ólíkra mynda.
Norður-Kórea — framandi lokaður ævintýraheimur:
Þar sem alkóhólismi og
lanslæti eru óþekkt fyrirbæri
■ Hvaða land er það þar sem engir skattar
þekkjast? Hvaða land er það, þar sem gjörvöll
þjóðin virðist standa, sem einn maður að baki
þjóðarleiðtoga sínum? Hvaða land er það,
sem á síðustu 30 árunum eða svo, hefur
brotist undan vanþróun þriðja heimsins, og
rutt sér braut, og það hratt, á sviði tæknilegra
framfara? Landið er kommúnistalandið
Norður-Kórea, þar sem „Hinn mikla leiðtogi“
Kim II Siing vakir yfir landi og þjóð sem
einskonar guðlegur leiðtogi, en þó alveg
ákveðið einnig stjórnmálalegur, hugmynda-
fræðilegur leiðtogi. Ég var i höfuðborg
Norður-Kóreu, Pyongyang, í 10 daga, fyrri
hluta júlímánaðar á alþjóðlegri ráðstefnu
blaðamanna 350 talsins, og þar sem ég hef
nú endurheimt ferðatösku mína, sem glatað-
ist um stundarsakir, ásamt öllum filmum
ferðarinnar, þá er ekkert því til fyrirstöðu,
lesendur góðir, að ég reyni að gera ykkur
einhverja grein fyrir því helsta sem fyrir augu
og eyru bar í þessu framandi landi.
Satt best að segja, þá var það svo margt
sem fyrir augu bar, og velflest svo n>.5t Hegt
að mér er nokkur vandi á höndum að velja, frá
hverju skuli greint. Samt sem áður þýðir nú
ekki að leggja árar í bát áður en róðurinn er
hafinn, þannig að ég geri a.m.k. heiðarlega
tilraun:
■ Ég var drifin i dansinn á útiskemmtuninni sem haldin var til heiðurs blaðamönnum á Kim II Sung torgi
og steig ég dansinn auðvitað i norður-kóreanska þjóðbúningnum.
Agnes Bragadóttir skrifar
um Norður-Kóreuför sína
faralds
fæti