Tíminn - 31.07.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.07.1983, Blaðsíða 8
SUNNUDAGUR 31. JÚLÍ1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaöur Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friörik Indriöason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guömundur Magnússon, Heiöur Helgadóttir, Jón Guöni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttlr, Siguröur Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, fleykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86106. Verö í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuöi kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaöaprent hf. Mikilvægi verslunarinnar ■ Þótt frídagur verslunarmanna sé nú orðinn almennur frídagur, þá er hann kcnndur við starfsfólk í verslun og ætti því að vckja athygli á þeirri atvinnugrein og þeim, sem við hana starfa. Það fer ekki á milli mála, að verslunin er ein af mikilvægustu atvinnuvegum þjóðarinnar. Rúmlega fimmti hver vinnandi maður hcfur atvinnu sína af verslun, og góð verslunarþjónusta er eitt af undirstöðuatriðum almennrar velmegunar í nútíma þjóðfélagi. Þegar ísléndingar voru að berjast fyrir endurheimt sjálf- stæðis síns, var lögð megináhersla á að gera verslunina innlenda. Einn mikilvægasti áfanginn í etlingu innlendrar verslunar var stotnun kauplélaganna og uppbygging þeirra og heildarsámtakanna,Sambands- íslenskra samvi/inufélaga. Samvinnuverslunin hefur verið og er geysilega mikilvæg fyrir þjóðina í hcild, og þá ckki síst þá, sem á landsbyggðinni búa, þar sem samvinnuhrcyfingin hefur haldið uppi öflugum verslunarrekstri þrátt fyrir mjög erfið skilyröi. Aö sjálfsögðu er ýmislegt í íslenskri verslunarstarfsemi eins og á öörum sviðum, sem betur mætti fara. Það þarf að tryggja eftir föngum að neytandinn fái ávallt sem besta vöru á eins sanngjörnu verði og kostur er. í því efni þarf sífellt að hafa vakandi auga, bæði af hálfu stjórnenda verslunarfyrir- tækjanna sjálfra, stjórnvalda og ckki síst neytenda og samtaka þcirra. Á tímum þeirrar óðaverðbólgu, sem gengið hefur yfir landsmenn síðustu árin, hefur verðskyn neytenda eðlilega ruglast. Ef tekst að hemja verðbólguna með þeim hætti, sem að er stcfnt, þannig að verðbólguhraðinn verði kominn niður í um 30% um áramótin, og haldi síðan áfram að lækka á næsta ári, þá skapar það mun bctri aðstæður fyrir neytendur til þess að fylgjast með verðlagi og vefja og hafna á grundvelli samanburðs á verði, gæðum og þjónustu. Einnig á því sviði er því mikilvægt að glíman við verðbólguna beri þann árangur, sem að er stefnt. V • •/' . ' • • ■ • Mesta umferðarhelgi ársins ■ Verslunarmannahelgin hefur um árabil verið mesta umferðarhelgi ársins. Svo vcrður vafalaúst einnig nú þótt veðurfræðingar hafi ekki getað lofað góðu veðri. Að þessu sinni er efnt til útihátíða víða um landið og verður vafalaust fjölmennt á þeim mörgum. Búast má við gífurlegri umferð á þjóðvegum landsins, og því sérstök ástæða til að hvetja ökumenn og aðra vegfarendur til að sýna fyllstu aðgát og tillitsemi. íslcndingar ferðast aldrei meira um land sitt en einmitt um verslunarmannahelgina. Álagiö á landið og vegina er því meira en nokkru sinni. Þrátt fyrir miklar framfarir í vegamálum síöustu árin, eru vegir víða langt frá því að vera í góðu standi og því nauðsynlegt að sýna þar sérstaka aðgát í akstri til þess að tryggja að ailir komi heilir heim í hclgarlokin. Landið sjálft er dýrmætasta eign hverrar þjóðar. Það er sérstök ástæða nú til að hvetja ferðafólk til góðrar umgengni á ferðamannastöðum um helgina. Þótt sumum þyki kannski alveg nóg um allar þær aðvaranir ög leiðbeiningar, sem dynja á ferðafólki um verslunarmannahelgina, þá á það hér við, að góð vísa er aldrei of oft kveðin. Það er undir hverjuni og eitium komið, hvort þessi verslunarmannahelgi veröur slysalaus eða ekki. Ef þver og einn sýnir öðrum þá tillitssemi, sem hann telur sig sjálfan eiga rétt á frá öðrum, þá mun vel fara. Við óskum öllum ferðalöngum uni þessa helgi góðrar ferðar og ánægjulegrar heimkomu. - ESJ skuggsjá Athyglisverð breyting hefur orðið LEIKLISTARLÍFI NEW YORK BORGAR. Karlkynshöfundar, sem þar hafa verið allsráðandi undan- farna áratugi, hafa nú nokkuð horfið í skuggann fyrir konum, sem hafa í vaxandi mæli skrifað leikrit sem hlotið hafa bæði athygli, aðsókn og viðurkenningu, sem m.a. sést af því, að bæði í ár, og árið 1981, hafa konur fengið Pulitzer-verölaunin fyrir leikritun. Þegar Beth Henlcy vann Pulitzer-verðlaunin árið 1981 fyrir leikrit sitt „Crimes of the Hcart“ (Glæpir hjartans), hafði engin kona hlotið leikritaverðlaunin í 23 ár, eða síðan 1958. En nú. aðeins tveimur árum síðar, hlaut kvenhöfundur leikritavcrðlaun Pulitzersenn á ný, þ.e. Marsha Norman fyrir leikrit sitt „’Night, Mother" ('Nótt. mamma). Marsha Norman vakti mesta athygli kvenhöfunda á liðnu leiktímabili. en það voru margar fleiri konur, sem áttu leikrit sem sýnd voru í New York á síðasta vetri og þóttu athyglisverð. Þar má sérstakleea nefna Jane Martin, sem fjallaði í „Talking With“ (Talandi við) um konur sem eru hugfangnar af ólíklegustu hlutum, Mary Gallagher, sem ■ Marsha Norman „Að kanna leynda heima” — sagt frá framrás kvenna í bandarískri leikritun samdi gamanlcikrit um áhrif efnahagskreppu á fjölskyldulíf í úthverfi borgarinnar (Dog Eat Dog) og unt raunir þeirra sem eru alltaf í megrun (Chocolate Cake), Tina Howe, sem greindi samskipti ungrar listakonu við foreldra sína í „Painting Churches“, Lavonne Mueller,en hún leiddi Jóhönnu áfÖrk og kvenréttindaforingjann Susan B. Anthony saman í „Little Victories“ (Smásigrar). og Kathleen Tolan, sem fjallaði í „A Weekend Near Madison" um tilfinningaleg eftirköst kvenfrelsisbaráttu. Auðvitað hafa konur áður skrifað leikrit í Bantlankjunum og kemur Lilian Hellman þá fyrst í hugann. En hún hefurvcriö undantekningin fremur en reglan og það er fyrst núna alveg síðustu árin, að fjöldi kvcnna hefur lagt leikritun fyrir sig og það með góðum árangri. En hvað kom þessari bylgju af stað? Ástæöurnar cru vafalaust- margar. Þeir. sem til þekkja. eru t.d. sammála um, að þaö hafi haft mjög hvetjandi áhrif þegar Ntozake Shange „sló í gcgn“ á Broadway með leikriti sínu „For Colored Girls Who Have Considered Suicide/When the Rainhow is EnuP', sem lauslega mætti snara á íslensku: „Fyrir þcldökkar stúlkur sem hafa vclt fyrir sér sjálfsmoröi: þcgar regnboginn nægir". Þar var að sjálfsögðu fjallað um stöðu konunnar og lögö áhersla á sjálfstæði kvenna gagnvart karlmönnum en jafnframt sýnt fram á hversu háðar þær væru hver annarri. Það var áriö 1976 sem þetta leikrit náði miklunt vinsældum, og síðan hcfur hver kvenrithöfundurinn komið fram á fætur öðrum, þannig að nú er talað um heila kynslóð kvenkyns leikritahöfunda í Bandaríkjurium. Og þeir höfund- ar, sem þegar hafa verið nefndir, cru þar fremstir í flokki. Margir telja að aukið framlag kvenna á þessu sviði sé bein afleiðing kvenfrelsisbaráttu síðustu ára. Marsha Norman segir t.d. um orsakir þessarar þróunar: „Leikrit krefjast virkra aðalpersóna. Konur gátu eiginlega ekki skrifað fyrir leikhús fyrr en þær fóru aö líta á sjálfar sig sem virkar persónur. Við erum aðalpersónur lífs okkar. Þann skilning þurftu fjölmargar konur að öðlast áður en þær gátu farið að skrit'a leikrit". Ymsar stofnanir og félög hafa í vaxandi mæli hvatt konur til að skrifa leikrit á undanförnum árum. Eitt leikhús, sem hcfur síðustu ár sérstaklcga auglýst eftir leikritum eftir kvenhöfunda, er American Plaee Thcater. Fyrsta árið. þ.e. 1978, bárust 101) leikrit eftir konur, en nú um 500 á ári. Annað leikhús; „Actors Theater" í Louisville í Kentucky, hefur lagt mikla áherslu á að hvetja konur til að skrifa leikrit, og þaðan hafa m.a. Marsha Norntan. Beth Henley, Jane Martin og Kathleen Tolan fengið mikinn stuðning. Um hvað skriia þessir nýju leikrita- HÖFUNDAR? Þær skrita aö sjálfsögðu um konur. en að öðru leyti er erfitt að skilgrcina þær sameiginlega; þær eru fyrst og fremst einstaklingar og oft mjög ólíkar hver annarri sem höfundar. Það er þó sagt einkenna mikinn fjölda leikrita þeirra, að þau fjalli um konur, sem séu að reyna að tjá sig og finna sig sem einstaklinga utan hefðbundins sviðs heimilis og fjölskyldulífs. í mörgum leikritanna cru karlar fjarverandi eða þýðingarlitlir og oft börn sömuleiðis. Söguhetjurnar gegna oft mikilvægum störfum. t.d. á sviði lista og mcnningarmála. og þær eru ckki í varnarstöðu vegna þess að þær eru konur. Þær eru heldur ekki í því að saka karlmenn um allt það, sem aflaga fer. Þessi leikrit eru því ekki innlegg í stjórnmálábaráttu, heldur dramatísk frásögn af vcruleika sögupersónanna og tilfinninga- lífi. í verðlaunaleikritinu „'Night. Mother" eftir Marsha Norman scgir frá roskinni konu, sem býr með fullorðinni dóttur sinni í venjulegu liúsi við afskekktan sveitaveg. Skömmu eftir að lcikritið hefst tilkynnir dóttirin að hún ætli að fremja sjálfsmorð. Og leikritið lýsir baráttunni fyrir lífi hennar. Móðirin. sem er að sjálfsögðu flemtri slegin yfir þessari ákvörðun, gerir allt scm hún getur til þess að fá dótturina til þess að hætta við þessa fyrirætlun sína, en dóttirin tekur til í húsinu hin rólegasta til þess að allt verði í röð og reglu þegar hún kveður heimilið og lífið. í samtölum þeirra mæðgnanna er kafað djúpt ofan í samskipti móður og dóttur og fjallað um ábyrgð einstaklingsins og rétt hans til að stjórna lífi sínu, þar á mcðal að svipta sig því. Leikritið er sýnt án hlés og er sagt Itafa niikil áhrif á áhorfendur. Marsha Norman ólst upp í Louisville. Foreldrar hennar voru strangtrúuðog Biblían var mikilvægasta bók hcimilisins. Marsha, sem var elst fjögurra barna, kveðst hafa verið cinmana sem barn og leitað á vit bókanna, einkum þó skáldsagna Bronte-systranna. í unglingaskóla vann hún fyrstu vcrðlaun í ritgerðasamkeppni. Ritgerð hennar hét: „Why Do Good Men Suffer?", sem útleggst: „Hvers vegna þjást góðir rnenn?", og hún segir: „Ég er enn að skrifa um þetta sama efni. Hvað annað skiþtir máli í þessum heimi?". Að loknu skólanámi starfaði hún á sjúkrahúsi í Atlanta, cn snéri síðar aftur til Louisville og starfaði þar á sjúkrahúsi fyrir geðtrufluð börn, en fór síðan að kenna. Hún fór þá aftur að eiga viö ritstörf og skrifaði handrit að söngleik. sem hún sendi til Actorleikhússins sem áður var nefnt. Jon Jory, leikhússtjór- inn, var ekki ánægður með verkið, en taldi samt að hún hefði góða hæfileika og hvatti hana því til að skrifa Icikrit um annað efni, sem hún þekkti vel af eigin reynslu. Þá mundi hún eftir alvarlega geðtruflaðri stúlku, sem hún hafði aðstoðað á sjúkrahúsinu í Louisville. „Þetta var stúlka sem var svo ofsafengin og illvíg, að það sá á fólki ef það komst í snertingu við hana. Starfsfólkið var ánægt þegar hún flúði í burtu. Ég hafði fylgst með henni gegnum árin - hún var komin í fangelsi dæmd fyrir morð". Marsha ákvað að semja leikrit um stúlkuna, og Jon Jory féllst á það. Hún ræddi við meðfanga stúlkunnar og ýmsa aðra aðila og settist síðan við tölvuskjáinn og fór að skrifa. Afraksturinn var leikritið „Getting Out“, sem hlaut miklar vinsældir fyrst í Louisville og síðar í New York og hefur síðan verið sýnt víða í Bandaríkjunum og Evrópu. A eftir „Getting Out" skrifaði Marsha nokkur leikrit, en það var ckki fyrr en meö „'Night, Mother" síðastliðinn vetur sem hún hlaut enn betri viðtökur en fyrir fyrsta leikrit sitt. „Eg hélt að þetta yrði leikrit sem enginn myndi nokkru sinni vilja sjá", segir hún, „svq það eina sem skipti máli var að skrifa þetta án málamiðlana". Lcikritið er byggt á atburðum, sem hún vill ekki segja nánar frá. „Öll þekkjum við fólk sem hefur framið sjálfsmorð, og við erum særð og rugluð og viljum skilja hvers vegna. jafnvel þótt við getum ekki samþykkt það", segir hún aðeins. Marsha Norman, sem býr nieð síðari manni sínum í Louisville, cr með nýtt leikrit í smíðum. Hún telur að staða kvenna t bandarískri leikritun sé gjörbreytt frá því sem áður var: „Nú getum við skrifað leikrit án þess að fólk stingi þcim ofan í lítið box sem er merkt „kvennaleikhús". Nú er því tími til að kanna leynda heima, sem fram að þessu hefur verið svo afskaplega hljótt um". Elías Snæland Jónsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.