Tíminn - 31.07.1983, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.07.1983, Blaðsíða 16
Þar sem alkóholismi og lauslæti eru óþekkt fyrirbæri ■ Þessi „rutshebahn" var i einum skemmtigarðanna sem ég kom i, og ég sýndi þá fádæma hugdirfð að fara í hann, og þar með fór ég hringinn hroðalega, og öskraði beinlínis allt loft úr lungum mér. Sjálfstilling Kóreumanna er hins vegar slik, að þegar þeir fara í þetta drápsfarartæki þá gefa þeir ekki frá sér hljóð. Þeir gerðu óspart grín að mér og sumir gerðust meira að segja svo djarfir, að þeir báðu mig að fara afturi farartækið, svo þeir gætu séð og heyrt Islendinginn öskrandi, hverju ég að sjálfsögðu harðneitaði. Tímamyndir- Agnes hann er 169 metra hár! Aörir leiösögu- menn sögöu félögum mínum aö Noröur- Köreumcnn framleiddu sjálfir Volvoana og Benzana scm í landinu eru! Einn leiösögumaöurinn vinnur að öðru jöfnu viö þýðingar úr enska blaðinu Guardian, og þýðir hann eingöngu íþröttafrcttir, Hvers konar íþróttafrcttir skyldi hann svo þýöa yfir á kóreönsku - jú, hann þýðir þaö sem skrifaö er í Guardian um norður-kórcanskar íþróttafréttir! Hann hafði aldrei heyrt minnst á Björn Borg! Enn einu sinni verö ég aö undirstrika þaö, að ég segi alls ekki frá þcssum dæmum til þess að gcra Kórcumenn hlægilega. heldur til þess að undirstrika þá staöreynd aö Norður-Kóreumenn lcggja gífurlega mikið upp úr-að vcra sjálfum sér nægir. og þurfa ekki aö leita út fyrir land sitt cftir björgum. Alkóhólismi þekkist ekki! Mér datt í hug. eftir eina kvöldstund- ina meö Kóreumönnum. hvort ekki væri hægt aö biöja þá aö taka að sér rekstur á starfsemi SÁÁ. Ég var í herlegheita- veislu noröur-kóreanska blaðamanná- sambandsins, þar sem Insamrótar- brcnnivín þeirra, rauövín sem líkist cinna helst portvíni, og norður-kóre- anskur bjór var veitt af rausnarskap allt kvöldiö. en ekki sá vín á nokkrum manni. Brennivínið var vcitt í litlum kristalstaupum og í hvert sinn scm skálaö var. þá var stungið út úr glasinu, og þaö fyllt á nýjan leik. Ég spuröi sessunaut minn, einn Kóreumannanna, hvort ekki bæri talsvert á alkóhólisma í landinu, cn þá var ég ckki farin að 'sjá drukkinn Kóreumann, gerði það rcynd- ar aldrei. Kóreumanninum fannst spurn- ing mín næsta hlægileg. Hann sagðist einfaldlega aldrei hafa séð drukkinn Kóreumann, - áfengisvíma stríddi gegn sögu og menningu þjóðarinnar. Viö gætum tekiö Kóreumcnn okkur til fyrir- myndar á mörgum sviðum! Ekki varð undrunarsvipurinn á andliti sessunautar míns minni, þegar ég spurði hann hvað væri gert í tilfcllum, þegar ungarstúlkur yröu þungaðar, án þess aö vera giftar. Hann sagðist aldrci hafa heyrt um slíkt tilfelli og var næsta hneykslaður á svo siðlausri spurningu, en bætti því við, að ef slíkt tilfelli kæmi upp, einhversstaðar, einhvern tíma, þá yrði stúlkunni samtím- is útskúfað. Ekki vissi hann hvað yrði um drenginn sem hjálpað hefði til með verknaðinn! í bcinu framhaldi af þessum umræðum spurði ég hvers konar glæpir væru al- gengastir í Norður-Kórcu og fékk það svar að það væru cngir glæpir framdir í landinu. Því væri engin lögregla í land- inu, einungis umferðarverðir. Voru þá cngin fangelsi í landinu, spuröi ég, og fékk þetta óborganlcga svar: „Það veit ég ekki, - ég er bara túlkur."!!! Norður-Kórcumenn virðast því ckki vera ýkja forvitnir, og ég fékk enn frekari staðfestingu á því þegar ég spurði Kim minn, eins og ég kallaði hann alltaf hvort Kim Jong II væri cina barn Kim II Sung, því hann svaraöi því til, að það vissu Kóreumcnn ekki. Hvort Kim Jong II ætti barn eða börn vissi hann Kim minn ekki hcldur. Þá rifjaðist það upp fyrir mér, að það cru ekki nema svona sex til sjö ár síðan leiðtoginn kæri Kim Jong II kom fram á sjónarsviðið, fram til þcss tíma var lciðtoginn mikli einn í sviðsljósinu, og íbúar landsins vissu ekkert um tilvist hins kæra, en hann er nú 41 árs gamall, og faðir hans er 71 árs að aldri. Ekki læt ég svo staðar numið að ég greini ekki frá sýningu þeirri sem um 15 þúsund skólahörn og íþróttamenn héldu okkur, ráðstefnugestum, á Kim II Sung leikvanginum. Sú sýriing var, að öllu öðru ólöstuðu það áhrifamesta sem ég sá í förinni. Leikvangurinn tekuryfir 100 þúsund manns í sæti, og gegnt heiöurs- stúkunni, þar sem við sátum, voru börn úr 21 skóla, sem léku svipaða hluti og leiknir voru af þrautþjálfuðum íþrótta- mönnum viö sctningarathöfn Ólympíu- leikanna í Moskvu 1980-Hvermanekki Rússneska björninn, þarscm tárin runnu niður kinnar hans. Börnin settu upp, með slæðum hin ótrúlegustu listaverk, svo sem mynd af fjalllendi Kóreu, mynd af leiðtoganum mikla með börnum borg- arinnar, mynd af borginni. þar sem Jucheturninn gnæfði yfiro.fl. o.fl. ogallt var þetta stórkostlega „show" aðeins eins konar bakgrunnur fyrir svo frábæra íþrótta-, dans- og fimleikasýningu á sjálfum leikvanginum, að mig hreinlega brestur orðs til þess að lýsa því scm ég sá. Þessi sýning stóð samtals í tvo tíma, og það var ekki einn dauður punktur í allri sýningunni. ■ Þessi mynd er tekin af leiðsögumauni mínum, í Mangyongdae, fæð- ingarstað Kim II Sung, sem liggur rétt fyrir utan borgina Pyongyang, og þennan stað heimsækja hundruðir þúsunda íbúa landsins á ári hverju - þeir fara þangað i eins konar pílagrímsför. Húsið i baksýn, er endurbyggt húsið sem Kim II Sung fæddist i. ■ Það þarf ekki að fara mörgum orðum um fimi þessara manna, myndin talar fyrir sig sjálf, en ég bendi þó á manninn sem er í lausu lofti, aftarlega til vinstri á my ndinni—ástæðu stellingar hans er að f inna i brettinu á torginu, en þeir voru tveir um að stökkva hvor á sinn endann til skiptis og senda þar með hinn i loftköstum upp i loftið, og fyrir neðan ekkert nema steinsteypan — það er beinlínis eins og alls ekki sé gert ráð fyrir því að mönnunum geti mistekist. ■ Eins konar minikammersveit, - börnin eru frá 5 og upp i 8 ára gömul, og spila eins og þrautreyndir músíkantar og sú litla fremst söng eins og primadonna. ■ Þið hljótið að vera sammála mér um töfra kóreanska kvenfólksins. Annar viðburður sem ég má til með að minnast örlítið á, er síðasti dagur okkar í Pyongyang, en þá var öllum í borginni gefið frí frá vinnu. og allan liðlangan daginn voru einhvers konar hátíðahöld, danssýningar, íþróttasýn- ingar, söngvar, leikir. allt á götum úti. eða í skemintigörðum. Hundruðir þús- unda tóku þátt í þessum hátíðahöldum, og verða þau okkur blaðamönnum áreið- anlega með öllu ógleymanleg. Um kvöldið varsvo lokaskemmtun á Kim II Sung torginu, þar sem þúsundir á þús- undir ofan dönsuðu og sungu, og þar vorum við blaðamennirnir teknir í kennslustund í kóreönskum þjóð- dönsum og var það stórkostleg skemmtun. Mér finnst satt að segja, að ég sé rétt að byrja á frásögn minni, en sé það samt sem áður á dálksentímetrunum að ég er búin með pláss það sem mér er ætlað. Ég ■ Leiðsögumaður minn. Mr. Kim. hef ekki sagt frá för minni til fæðingar- staðar Kim II Sung, ég hef ekki sagt frá sýningu 6 þúsund skólabarna í ráðstefnu- höllinni, ég hef ekki sagt frá búðarferð- um rrp'num, sem voru mjög svo spenn- andi, ég hef ekki sagt frá því þegar ég reyndi að stinga leiðsögumanninn minn af, en mistókst, og ég hef ekki sagt frá... En ég varð auðvitað að velja og hafna, því hér er um blaðagrein að ræða, en ekki bók. Ég reyndi að velja þau atriði, sem ég taldi að gætu varpað einhverju Ijósi á landið og þjóðina. Mér finnst ég hafi náð að kynnast lítillega þjóð sem er einkar vinsamleg, ákaflega holl þjóð- höfðingja sínum, full kapps að byggja' upp og þróa land sitt svo fljótt sem auðið er, áköf í að útbreiða hugmyndafræði leiðtogans, Juchehugmyndina, - þjóð sem einlæglega þráir að Suður-Kórea og Norður-Kórea sameinist á ný í einu landi, einni þjóð, eftir þrjátíu ára að- skilnað, en sl. miðvikudag voru 30 ár liðin frá því Kóreustríðinu lauk. En samt sem áður, sýnist mér sem margar eyður séu í þessari kynningu minni af Norður-Kóreu. Ótalmargt var það sem ég alls ekki sá, og margt var það sem ég sá eða var sagt og ég skildi ekki. Það sem ég ekki skildi, læt ég liggja á milli hluta - en það sem ég skildi hvað best, var ‘þörfin fyrir þjóðarsameiningu á nýjan leik. Burtséð frá ólíkri hugmyndafræði suðursins og norðursins í Kóreu, þá er hörmulegt til þess að vita, að þjóð sem byggir á jafnfornri og rótgróinni menn- ingararfleifð og þessi þjóð gerir, skuli skyndilega vera klofin í tvær þjóðir, fjölskyldur klofnar, vinir aðskildir. Mér finnst því sjálfsagt að lýsa yfir einlægum stuðningi við þá sem berjast fyrir samein- ingu suðursins og norðursins. Þjóðin á að fá tækifæri til þess að sameinast á friðsamlegan hátt, án íhlutunar utanað- komandi afla, og síðan ætti þjóðin að fá frið til þess að ákveða sitt framtíðarþjóð- skipulag, án þess að stórveldin væru með puttana í slíkri ákvarðanatöku. Að lokum þetta: Hver og cinn sem fær tækifæri til þess að heimsækja þetta mjög svo sérstaka land, ætti að nýta það tækifæri. Þetta tækifæri var einstakt fyrir mig, og er ég sannfærð um að svo verður einnig með aðra. Landið cr svogjörólíkt okkar eigin landi, og þjóðskipulag allt, að það er ómetanlegt tækifæri að fá að kynnast því að eigin raun. Þar að auki er gestrisnin og höfðingskapur Norður- Kóreumanna slíkur, er þeir taka á móti gestum, að öðru eins hef ég aldrei kynnst, enda leið mér þennan ævintýra- tíma sem ég hefði gengið beint inn í Öskubuskuævintýrið, og var ég þá ekki í hlutverki einnar systranna, heldur Öskubusku sjálfrar! Það er því vel við hæfi að niðurlagsorð greinarinnar verði þessi - Norður-Kóreumenn: Kom sa mi da.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.