Tíminn - 31.07.1983, Blaðsíða 22

Tíminn - 31.07.1983, Blaðsíða 22
®n»mm SUNNUDAGUR 31. JÚLÍ1983 umsjön: Bragi Ólafsson KROKUDILAMAÐURINN KOMEMN Á GÖTURNAR — nýja platan með Þorláki Kristinssyni, Megas og Ikarusbandinu komin út ..Krókudíliimuðurinn hnnn kcmst undnn á flótta krókudílamaðurinn hann kcmst undun á flótta konun loks hunn finnur á útidyrutröppunum lnmiiðan uf óttu“... Þannig hljóðar eitt erindiö í einu af fjórum lögum Megasar á nýrri sólóplötu Porláks Kristinssonar (Tolla Morthens) „Thc Boys from Chicago" sem nú er komin á göturnar. Ég hef áður lýst áliti mínu á þessari plötu hér, er ég heyrði upptökurnar fyrst fyrir nokkrum vikum, og tel ég hana einfaldlega vera plötu ársins í ár, ekki hvað síst vegna laga meistara Mcgasar á henni sem eru hreint hugarbrenglandi góð, að mínu mati. Annað atriði sem vert cr að taka sérstaklcga fram er hljómsvcitin sem Tolli hcfur á bakvið sig, Ikarus-bandið, en það eru þeir Kormákur (úr 04U) á trommur. Bergþór (úr Egó) á gítar og Bragi (fyrrum úr Purrk Pillnikk) á bassa. Platan er natstum því 60 mínútur í flutningi og skiptist i tvennt, annars vegar spilað á kassagítar (fyrri hlið) og hins vegar á rafntagnshljóðfæri (scinni hlið) cn af þessu tvennu þykir mér scinni hliðin koma mun bctur út að flestu leyti. Tolli á alla textana á plötunni, utan fjóra eftir Megas, cn hann hefur áður lagt til texta til bróöur síns Bubba Morthens á undanförnum áru'm. Hann sagði í stuttu spjalli viðNútímannaöhann hcfði mcir og minna samið eigin lög og tcxta frá árinu 1975 og er platan úrval af þcssu efni. Hundleiðin- legur og þræl- skemmtilegur Peter Gabriel - Plays live/Charisma Fálkinn ■ Eins og flestir þeir sem hafa gaman af Peter Gabriel vita, var hann hann í Gcnesis og scm aðalsöngvari, textahöf- u'ndur og litríkasta figúran á sviöi var liann nokkurs konarandlit hljómsvcitar- innar. Genesis var og er kannski ennþá ein af „gáfuðu" hljómsveitum Breta og yfirveguðu. Pcter Ciabriel yfirgaf hljónt- sveitina öllum að óvörum og fór að gera plötur sjálfur. Þaö kom í Ijós að Phil MiMillllfFIR!1 B Ikarusgengiö eins og þaö leggur sig, „I ár kom svo Svenni Blöndal inn í dtemiö en hann hvatti mig til að gefa þetta efni út og viö förum að spila saman og taka upp ég, Megas og Bubbi." „Asi í Gramminu heyröi svo þcssar upptökur hjá Svcnna og fékk áhuga á að gefa efnið út og bauð okkur stærra stúdíó, þ.c. Grettisgat. Þá höfðum við Finnbogi, ég og Kormákur unnið saman upp í Nýlistardeild, tekið upp plötu sem var sett upp sem ákveðið verkefni innan deildarinnar en þegar Grettisgat kemur til þá er haft samband við Braga og Begga og þeir beðnir um að vera með." Hvernig kom svo Megas inn í sam- starfiö? „Megas er skólabróðir minn í Mynd- lista- og handíðaskólanum og hann var að þvælast þarna í stúdíóinu hjá okkur í Nýlistadeildinni fullur af áhuga og góð- um ráðum. Er málin komust svo meir á hreint spurði ég hann bara hvort hann vildi ekki vera með og það var sjálfsagt mál, þannig er Ikarusgengið komið til. Collins. trommuleikarinn, gat sungiö alveg cins og Gabrícl og Genesis hélt áfram að vcra „virt og flfnk" hljómsveit. Þegar Petcr Gabriel, fyrsta sólóplata Peter Gabríel, kom út þótti mörgum gamanog þaðekki aívcgaðástæðulausu. Músikin var mun ferskari en Genesis hafði nokkurn tíma gert, nýbylgjan háfði snert Peter að nokkru lcyti og aö mínu áliti söng Pcter miklu skemmtilegar en með Genesis þótt alltaf mætti greina þennan hálf hvimleiða og upphafna tón fortíðar hans. Aö vísu hef ég ekki hlustaö á aðrar sólóplötur Peter's en á þessari hijóm- Jeikaplötu eimir enn eftir af tónlistar- hefðinni á árunum hans í Genesis: Eiginlega finnst mér það eini gallinn á þessum upptökum því meiriparturinn er ný kraftmikil og upplífgandi tónlist. Peter Gabríel leggur upp úr því að vera alvarlegur tónlistarmaður á mjög svo breska vísu, sviðsframkoma hans, cftir myndunum á umslaginu að dæma, er fáguð og full af málningu í andlitinu, en í hægari lögunum er hann einfaldlega leiðinlegur þar scnt einhver póetískur metnaður virðist bera hann ofurliði. En þar mcð eru gallarnir upptaldir, nema ef vera skvldi of hrein upptaka af hljómleikaplötu að vera. Hljómleika- fílingurinn riær aldrei að brjótast í gegn, ncma örlítið milli laga. Fyrir mann ókunnugan Petcr hljómar Plays live cflaust leiðinleg til að byrja rncð því þungur andi svífur yfir vötnun- um. En öll skemniilegu beat lögin vinna á, eins og sagt er. þótt sum venjist ekki. Sérstaklega er góð lögin Not one of us, D.I.Y., Solsbury Hill, Shock the monk- cy, Humdrum, On the air og I, go swimming. Það síðastnefnda er víst eina nýja lagið frá Pcter á þessari tvöföldu plötu og er eitt sundlaugarlagið enn í bresku poppi. Það cr einkennilegt hvað sund og svaml er að verða textasmiðum huglcikið efni. Þar nægir að nefna Dirc Straits. Steve Winvood, Boomtown Rats og hér á landi syngja Baðverðirnir um kúk í lauginni. En eins og áður hefur komið fram höfum við FRI ekki skiining á þess slags húmor. Þá á ég crfitt með að koma auga á eitthvað skáldlegt við busl í vatni nema kannski ef um er að ræða dautt fólk á botninum, þar sem popp- textar eru alvarlegs eðlis og eiga að vera það. Aðdáendur Peter Gabriels hér á landi eru nokkuð margir og mig grunar að þessari plötu verði einkum vel tekið í þeim hópi en lítið tekið af ókunnugum. Enda held ég að Peter Gabriel þurfi ekki að örvænta og eltast við nýjar línur út í ystu æsar því aðdáendur hans eru tryggir (og flestir komnir langt á þrítugsaldur- inn) - Bra Mezzo fá góða dóma ■ Hljómsveitin Me/zoforte hefur gert garöinn frægan i Evrópu eins og öllum ætti að vera orðið vel kunnugt í dag. Breska popp-pressan hefur skrif- að nokkuð um strákana og hafa flest ummæli um þá verið mjög lofsamleg svo ckki sé mcira sagt. David Pape hjá Blues & Soul tíma- ritinu segir þannig m.a. að frammi- staða þeirra í Dominion leikhúsinu t London hafi skilið hann eftir orölausan og hann var í engum vafa um að hafa séð eirihverja hæfilcikarikustu tónlist- armcnn í Evrópu á þessum tónleikum. Angela Thomas hjá Stage tímaritinu segir um söntu tónlcika að Mezzoforte hafi tekist að bræða áheyrendur með leik sínum á þessum fyrstu stóru tón- leikum sfnum í London. Og þótt þeir hafi getað, leikið öruggt og reynt aö koma aðeins með lög í stíl við „hit" lög sín á Brctlandseyjum var því ekki til að dreifa. Fjöibreytnin var í fyrirrúmi alla tónleikana. -FRI JONEE JONEE BYRJUÐ ■ Nútíminn hefur fengið staðfest að Garðbæingarnir úr Jonee Jonee séu í þann mund að skríða úr fylgsnum sínum eftir nokkurra mánaða hlé- Jonee Jonee var fyrst stofnuð fyrir tæpum' tveimur árum og starfaði hún óslitið fram að síðustu áramótum, gaf út plötuna Svonatorrek, en var upp úr því lögð á hilluna um óákveðinn tíma. Skömmu síðar var hljómsveitin Haugur stofnuð, en í henni voru þrír fyrrverandi Jonee meðlimir. Frá Haug hefur ekkert heyrst í u.þ.b. tvománðuðien Nútimann fór að gruna eitt og annað um afdrif AFTUR Haugsins þegar staðfest var að þeir þrír meðlimir Haugsins sem áður höfðu spil- að með Jonee Jonee voru farnir að æfa á fullu ásamt fjórða fyrrverandi Jonee Jonee meðliminum. Hin nýstofnaða hljómsveit mun bera nafnið Jonee Jonee og hana skipa: Bergsteinn Björgúlfsson (trommur, söngur), Einar Pálsson (gítar, söngur), Heimir Barðason (bassi, söngur) og Þorvar Hafsteinsson (söngur, saxófónn). Búast má við að hljómsveitin haldi | sína fyrstu endurreisnartónleika um miðjan ágúst. Síðan æfðum við stíft í 10 daga og drifum okkur í upptökur. Það var nokk- uð skammur fyrirvari á þessu en manni lá ýmislegt á hjarta sem maður vildi koma frá sér með plötunni. Nú er ekki ólíklegt að fólk muni líkja þér við Bubba... „Það fer ekki í taugarnar á mér, segir Tolli, „ég er undir miklum áhrifum frá honum enda kenndi hann mér á gítar á sínum tíma og við höfum kannski sömu tilfinningarnar fyrir sumum hlutum á þessu sviði. Ég vil hins vegar taka það fram að ég er ekki að reyna að „meika" það á einn eða neinn hátt í þessum „bransa". Ef við snúum okkur að textunum þá eru þeir flestir mjög pólitískir ekki satt? „Já, með léttri blöndu af egóisma saman við. Ég held hins vegar að það sé til pláss fyrir þessa plötu, mér lá mikið á hjarta enda er þetta uppsafnað efni frá 1975. Textarnir eru róttækir og maður er gagnrýninn á margt í heiminum í dag. Textar Megasar hafa aftur á móti meiri húmor... „Já, maður þarf að rýna lengur í textana hjá honum, meiningin hjá mér er mun berrassaðri ef svo má að orði komast." Þegar undirritaður minnist á það að honum þyki hljómsveitin fjandanum betri á þessari plötu segir Tolli: „Þeir skiluðu sér alveg rosalega vel. Þeir sem hlusta á þessa plötu hljóta að sjá það strax að þarna eru á ferðinni fimm tónlistarmenn sem allir leggja sitt fram af mörkunum til að gera þessa plötu að því sem hún ey.“ - FRI Asókn o aðbatna í Safari ■ Ég hafði samband við skemmtana- stjóra Safari, Jens Sigurðsson, og vildi , fá að vita hvað væri að gerast í þeim búðum. Síöustu vikur hefur Safari við Skúlagötuna orðið að lókal lifandi tón- listar í borginni, tekið við af Hótel Borg sem virtist vera orðin ansi Iítið aðdráttar- afl undir það síðasta, og útlit er fyrir að þessi starfsemi muni dafna. Og dafna vel. Ég spurði því Jens hvað væri á döfinni. Þessa helgi sér diskótekari staðarins um tónlistina. í gær, föstudag, kl. 6 byrjaði hann að snúa plötunum og ætlar að halda þeim ósið áfram til kl. eitt á mánudag. Eftir þessa blautustu helgi landsmanna munu hljómsveitirnar Nef- rennsli og Coda spila, líklega á fimmtu- daginn. Fleiri hljómsveitir eru síðan bókaðar næstu daga, t.d. Pax Vobís og Tappi Tíkarrass. Einnig er ákveðið að hýsa aðrar tegundir tónlistar og mánu- dagskvöld munu verða helguð jazz og blues tónlist. T.d. komu fram um daginn Þorsteinn Magnússon, Pétur Hjaltested, Ásgeir Óskarsson og Haraldur Þor- steinsson, fyrrum bassaleikari Eikarinn- ar, og að sögn Jens tókst sú uppákoma mjög vel. Aðsókn að hljómleikun í Safari var frekar slæm til að byrja með, enda tekur tíma að kynna þessa starfsemi, en Jens er mjög ánægður með aðsóknina núna og telur fullvíst að staðurinn geti haldið áfram að blása lífi í íslenska tónlist. Safari er opið fyrir öllum hljómsveitum og viljum við benda ungum og nýjum hljómsveitum á að notfæra sér þá að- stöðu. - Bra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.