Tíminn - 31.07.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.07.1983, Blaðsíða 5
5 SUNNUDAGUR 31. JU1.I 1983 Hvers Keitar fólk í ástarsamböndum? Fjárhagslegt öryggi 2% Rómantik njrnni T / mmrni / iAnnað I 6% Kk mtBBmsMKmtoh '.r ■ i ' ' Í:®Í Félagsskapur 32% Löngunarleysi og framhjáhöld Mcðal karla er löngunarleysið algeng- ast á meðal fráskildra og þeirra sem ekki elska konur sínar. Sömuleiðis er farið um menn sem segja að tilgangur þeirra með síðustu kynferðislegu reynslu sinni hafi verið að veita sjálfum sér ánægju. Þrátt fyrir að margir giftu þátttakend- anna segist ekki hafa löngun skýra þriðjungur eiginmanna og eiginkvenna frá því að þau hafi átt í að minnsta kosti einu ástarævintýri utan hjónabandsins. Möguleikinn á slíkum ævintýrum eykst með aldrinum: einn af hverjum fimm mökum undir 30 ára hafa haldið framhjá, þriðjungur þeirra sem eru á fertugsaldri og helmingur þeirra sem eru á fimmtugsaldri. En hvernig má svo sætta þessar niðurstöður sem virðast fremur mótsagnakenndar? Þeir sem spurðir voru að því hvort þá skorti löngun voru ekki spurðir að því hvort þeir meintu að þá skorti löngun til cinhverrar ákveðinnar manneskju eða hvort þeir finndu til almenns áhugaleysis á kynlífi. Við getum okkur þess þó til að hið fyrra sc rétt. Tölur um konurnar eru óljósar en stærsti hluti þeirra karla sem skortir löngun (41%) hafa átt í að minnsta kosti sjö ástarævintýrum utan Rómantískar reynslusögur þátttakenda Það var um miðjan nóvember, < síðasta föstudagskvöldið sem ísbúð Ted Drews var opin. Kærastinn minn og ég sátum í aftursæt- inu í bílnum hans með teppi vafið utan um okkur og borðuðum rjómaís. 17 ára gömul kona. Brúðkaupsferðin með seinni manninum mínum - í kofa við Tahoe vatnið... Skelf- ingin úr fyrri brúð- kaupsferð var víðs fjarri, en þá var mér, hreinni meynni, nauðg- að á brúðkaupsnótt- unni. 61 árs gömul kona. Einu sinni var ég skotin í tónlistar- manni. Síminn hringdi og þegar ég lyfti upp tólinu spilaði hann ást- arsöng á píanóið og söng fyrir mig. Síðan sagði hann „Halló elskan," og við fórum að tala saman. 70 ára gömul kona ingur þátttakenda sammála um að róm- antík feli í sér sársauka eða þjáningar. Það sem virðist sameiginlegt hug- myndum fólks um rómantík er há- stemmdara vitundarstig - spennan við óvenjulegt kynlíf, sársauki sem fylgir sérstökum þjáningum. Auk þess hafa þátttakendurnir augljóslega ekki neina eina ótvíræða hugmynd um rómantík. Margbreytileiki lýsinganna sýnir að róm- antíkin fær líf í huga þess sem reynir hana - hún er það sem hver og einn hcldur að hún sé. Þegar þátttakendur voru beðnir um að velja þrjá mikilvægustu þætti ástar- innar voru vinátta, hollusta og andlegt samræmi í efstu sætunum og tekin fram- yfir ástríðufyllri þætti eins og kynferðis- lega spennu, ákafa löngun og þess háttar. Þessi lýsing sem er fremur hæglát og ástúðleg á varla við ást Dantes sem „hreyfir sólina og aðrar stjörnur", heldur er hún nær skilningi Platons: „lllur er hinn lágkúrulegi elskuhugi sem elskar líkamann fremur en sálina.“ Hvunndagslífið leggur rómantíkina að velli Nær allir hafa trú á rómantíkinni - 96% þátttakenda sögðu að hún væri þeim mikilvæg og meirihlutinn álítur að ást tvcggja einstaklinga geti enst ævina á enda. En sú bjartsýni er kannski orðum aukin. Svörin bera þess tæpast vott að rómantíkin blómstri, ástin lifi eða hjóna- bandið heppnist. Einungis 40% paranna segja að talsverð rómantík hafi einkennt sambandið í byrjun og tæplega þriðjung- ur segir að sambandið sé eins rómantískt í dag. Einn af hverjum fimm er sammála tólftu aldar konunni Marie, greifafrú af Champagne, sem sagði að „kraftur ástar- innar dvínar á milli karls og konu sem eru gift hvort öðru“. Helmingur kvenn- anna og næstum því jafnmargir menn benda á hvunndagslífið (en ekki fjárhags áhyggjur, börn eða „eitthvað sem þau gerðu") sem aðalorsökina fyrir hnignun rómantíkurinnar. Þau 2/3 paranna sem halda að ástin geti enst ævina út byggja á takmarkaðri reynslu: helmingur þeirra hefur aðeins verið saman skemur en fimm ár. Þriðjungur gifta fólksins álítur að hjónaband sitt geti hugsanlega endað með skilnaði. Þrátt fyrir allt er rómantíkin í sam- bandi fólks nokkurs konar mælikvarði á ástina: Þegar rómantíkin er í lágmarki er kynlífið með daufara móti og sjaldnar iðkað en ella, viðkomandi par hefur ekki eins háar hugmyndir um ástina og er líklegra til að íhuga skilnað. Fjörugt og títt kynlíf getur að sjálfsögðu virst róm- antískt í sjálfu sér. Kona nokkur, 57 ára gömul, sem hefur búið með manni sem við getum kallað Ed Brown síðast liðin tvö ár, segist lifa rómantísku lífi vegna þess að „hann er dásamleg manneskja og ég hef aldrei upplifað kynlífið eins og ég geri með Ed Brown“ (Ed heldur því sjálfur fram að samband þeirra sé rómantískt vegna þess að „við komum vel fram við hvort annað, við sýnum hvort öðru virðingu og tillitsemi og vinnum að því að gera sambandið gott.“). Um 20% paranna sem svöruðu greinir í meginatriðum á um það í hverju rómantíkin sé fólgin, hversu mikilvæg hún sé og hvað þau eigi mikið af henni. Ástarsamböndum nær helmings þessara para er þannig háttað að þeim finnst annar aðilinn elska heitar en hinn. Þriðjungur þessara para hafa ekki kyn- mök nema einu sinni eða tvisvar í mánuði á meðan mjög fá þeirra 12% para sem hafa sömu skbðun á rómantík- inni segjast eiga við vandamál í ástum eða kynlífi að stríða. Þannig virðast þeim pörum sem ástin blómstrar hjá ekki einungis hafa tekist að halda í rómantfkina heldur virðast þau enn- fremur hafa sömu skoðun á því í hverju rómantíkin felist. Helsta skýringin á því að svo margir segjast ekki hafa kynferðislega löngun er líklega minnkandi rómantík og óham- ingjusamar ástir. Um 28% karla og 40% kvenna segja að skortur á löngun komi í veg fyrir kynlíf þeirra. Helmingur þeirra kvenna sem eru í samböndum sem ekki eru rómantísk hafa ekki kyn- ferðislega löngun og það sama gildir um 3/4 þeirra kvenna sem segjast ekki elska menn sína. Löngunarleysið stafar ekki af því að ekki sé félagi fyrir hendi því stærsti hluti þeirra kvenna sem segjast ekki hafa kynferðilega löngun eru giftar. (45% kvenna í fyrsta eða öðru hjóna- bandi sínu skortir löngun. 35% ein- hleypra kvenna segjast hafa litla löngun.) hjónabandsins. Sennilega endurspeglar löngunarleysi þeirra ófullnægju í hjóna- bandinu. Hið háa hlutfall framhjáhalda er til vitnis um þá staðreynd að þær siðferðis- legu þvinganir sem eitt sinn neyddu eiginmenn og eiginkonur til þess að sætta sig við kynferðislegt hlutskipti sitt eru nú að engu orðnar. Nú virðast margir makar vera að leita að fullnægj- andi kynlífi og því sem þeir álíta sanna ást og ef þeir finna þetta ekki heima hjá sér leita þeir bara annars staðar. Ekki skorti alla þátttakendur í könnuninni kynferðislega löngun eða rómantík. Nokkrir þeirra - um það bil 4% - eru einstaklega gjarnir til ásta og haga sér eins og þeim sé gjörsamlega fyrirmunað að koma í veg fyrir að þeir verði ástfangnir eins og hendi sé veifað. Þessi hópur, sem kemur í fyrsta sinn fram í dagsljósið í þessari könnun, er tiltölulega óhamingjusamur í ástum. En þau sem skipa þennan hóp hafa trú á kynferðislegu kalli líkamans, eiga í mörgum ástarævintýrum og telja miklar líkur á að hjónabönd þeirra endi með skilnaði. Samkvæmt skilgreiningum könnunar- innar hefur ástgjarna fólkið orðið ást- fangið að minnsta kosti fjórum sinnum (sumir oftar en tíu sinnum). Þau hafa einnig reynt óendurgoldna ást mörgum, sinnum og þau skýra öll frá tilfellum þegar þau urðu ástfangin við fyrstu sýn og voru ástfangin af mörgum í einu. Þau lýsa sjálfum sér oft með því að segja „ég er mjög móttækileg/ur“. Þessi 4% ást- gjarnra voru ásamt 21% þeirra sem voru næstum því eins „móttækilegir" bornir saman við þau 25% sem eru ólíklegust til þess að verða ástfangin. Hin „ást- gjörnu" voru líklegri til að telja ástina skammvinna. Þau voru miklu yngri þeg- ar þau urðu ástfangin í fyrsta sinn - að meðaltali 14 1/2 árs samanborið við að þau sem síst eru líkleg til að verða ástfangin voru að meðaltali 19 ára þegar þau urðu ástfangin í fyrsta sinn. Þau ástgjarnari eru einnig líklegri til að segja að kynlífið sé mikilvægt til að rómantíkin endist, þau scm síst verða ástfangin velja trúnaðinn. Ástfanginn í 131. sinn Annar samanburður sýndi að ást- gjarna fólkið cr óhamingjusamara í ástum. Þau hafa oftar kynmök og tvisvar sinnum fleiri hafa átt í að minnsta kosti einu ástarævintýri utan hjónabandsins (43% ástgjarnra á móti 21% af þeim sem síst verða ástfangin) og tvisvar sinnum fleiri segja að líkurnar á að þeir skilji séu miklar. Á nteðal þeirra sem eiga auðveldast með að verða ástfangin er hinn 86 ára gamli Donald Leonard frá Kaliforníu en hann minnist þess að hafa í fyrsta sinn orðið ástfanginn fyrir um 70 árum - og við fyrstu sýn - af stúlku sem hann hafði aðeins þekkt í tvær vikur. „Ég gleymi þeirri fjalla stúlku aldrei," segir hann. Sama gildir um aðrar ástir hans sem allar kviknuðu við fyrstu sýn, „ég get gefið ykkur nöfn og heimilisföng." Lewis, sem hefur orðið ástfanginn miklu oftar en tíu sinnuni segir: „Það er ánægjulegt að rifja þetta allt upp." Maður nokkur frá Pennsylvaniu, 28 ára gamall, heldur því fram af vísinda- legri nákvæmni að hann hafi, þrátt fyrir ungan aldur, orðið ástfanginn 131 sinni og í öllum samböndunum var um alvar- leg tilfinningaleg tengsl að ræða.“ Hann byrjaði að skrá hjá sér Casanovaferilinn eftir fyrsta „skotið" sex ára að aldri. Hann er alveg viss um að tölunni 131 sinni geti ekki skeikað „nema í mesta Við hittumst þegar yið vorum átta ára gömul. Við lékum okk- ur saman í ár en síðan varð ég að flytja burtu... Við gerðum samning um að hittast á Hawai þegar yið yrð- um 21 árs. Ég gaf henni brúnan bangsa lagi um 1 eða 2." Það þarf því engan að undra að hann skuli segja: „Rómantíkin er hreyfiafl lífs ntíns." Kona nokkur frá New Jersey 49 ára gömul, sem á einstaklega auðvelt með að verða ástfangin heldur því fram að þar sent hún hafi engar hugmyndir um fyrirmyndar karlmanninn sé hún opnari fyrir ástinni og því líklegri til að verða ástfangin en ella. Ekki er vitað með vissu hvað veldur því að sumt fólk hungrar í ástina á meðan aðrir láta sig hana ekki eins miklu skipta. En ein hugsanleg skýring kom þó fram í svörum þeirra þafttakenda í könnuninni sem hvað mesta tilhneigingu hafa til að verða ástfangin - sú staðreynd að flest mótttækilega ástgjarna fóíkið scm tók þátt í könnuninni átti erfiða bernsku og naut lítillar ástar á barnsald- ri. Einn bjó hjá fimm mismunandi fjölskyldum. annar var kjörbarn sem sætti miklurn barsntíðum í bernsku og enn annar var sendur um langan veg til að búa hjá ömmu sinni vegna þess að ógift móðirin hafði ekki tök á að sjá um hann. Þaðvirðist því Iíklegt að sumt fólk sem ekki naut nægilegs ástríkis og hlýju í bernsku eyði því sem eftir cr ævinnar í að reyna að ná í ástina sem það fór á mis við. og mamma hennar sendi mér mynd af henni. Ég hafði þá mynd með mér hvert sem ég fór í 18 ár og ég leita hennar ennþá með logandi Ijósi, áður en það verður of seint. 26 ára gamall maður VÉLADEjLD SAMBANDSINS BÚVÉLAR Ármúla 3 Reykiavík S. 38 900 LANSING VIÐ ERFIÐAR AÐ- uvp> ysin 9a LANSING ER ÞEKKTUR FYRIR • Fjölhæfni • Afl • Afköst • Sparneytni • Minna strit

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.