Tíminn - 06.08.1983, Blaðsíða 1
Getraunasedill III í sumargetraun — Sjá bls. 2
Blað 1 Tvö blöð í dag
Helgin 6.-7. ágúst 1983 179. tölublað - 67. árgangur
Sidumula 15—Pósthólf 370 Reykjavik — Ritstjom86300—Augtysingar 18300— Afgreidsla og askrift 86300 — Kvóldsimar 86387 og 86306
ff
BANASLYS í
GARÐABÆ
■ Banaslys varö í Garöabæ í
tyrrakvöld þcgar fólksbifreið
var ckiöj ,í vcg fyrir rútu á
gatnamóiuni Karlabrautar og
Hofsstaöabrautar. Framsætis-
far|>egi í fólksbílnum lést sam-
stundis. Ökumaöurinn var
fluttur á gjörgæsludeild'og cr
líðan hans nú cftir atvikum.
Slysið varð um kl. 23.30 og
voru tildrögin þau aö Skoda-
bifreiö var ekiö vestur Hof-
,staðabraut, í veg fyrir rútu frá
Vestfjarðarleiö sem’var ckiö
suður Karlabraut. Þar varð
mjög liaröur árekstur og dróst
fólksbíllinn töluvert langa lciö
með rútunni. Framsætisfarþegi
í fölksbflnumlcst samstundis
aö því aö talið cr en ökurmtður-
inn var fluttur á gjörgæsludeild
cins og áður sagði.
Ekki er unnt aö birta nafn
hins látna að svo stöddu þar
scm ekki hefur náöst til allra
aðstandenda.
- GSH
Fridar-
gangan:
600 MANNS
SKRÁÐU
SIG
■ í gærkvöldi höföu um 600
manns skráö sig í Friðargöng-
una, sem fram fcr í dag. Aö
sögn aðstandenda göngunnar
er það sá fjöldi sem hyggst taka
rútur til Keflavíkur svo og til
áningarstaöapna í Vogum,
Kúagerði og við Straum.
„Þar fyrir utan eigum viö
von á fjölmörgum sem nota
eigin bíla til að koma til móts
við gönguna og þurfa aö sjálf-
sögðu ekki að skrá sig. Svo og
þeir sem taka strætó til Hafn-
arfjarðar, en þar verður gang-
an um 7 leytið í kvöld,“ sögðu
forsvarsmennirnir.
- JGK
Forsætis-
rád- „
herrar
Nordur-
landanna:
FUNDA
NÚ í
HELSING-
FORS .
■ Forsætisráóherrar Norður-
landanna koma saman til fund-
ar um helgina í Helsingfors ‘í
Finnlandi. Steingrímur Her-
tnannsson, forsætisráðherra
íslands, hélt utan í gær til að
sitja þennan fund.
■ Reikna má með að þeir ráð-
herrabifreiðastjórar sem mesta
yflrvinnu vinna fái að meðaltali
um 40 þúsund krónur í mánaðar-
laun á þessu ári. Yfirvinna bif-
reiðastjóranna er misjafnlega
mikil frá mánuði til mánaöar, cn
þegar hún er mest fá þeir góð
ráðherralaun fyrir aksturinn með
ráðherrana.
„Ég er nú að láta setja nýjar
og mjög hertar reglur til að hafa
eftirlit með þessu og reyna að
lækka þennan kostnaö“, sagði
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, í samtali viö
Tímann. „Hitt er svo annað mál
að hver einstakur ráðherra verð-
ur að ákveða hvað hann notar
bifreiðastjóra sinn mikið, meðan
þetta fyrirkomulag er óbreytt.
Mér persónulega finnst ekki
óhugsandi að breyta þessu og
koma upp sérstakri bifreiðastöö
sem hægt væri að leita til ef á þarf
að halda."
Samkvæmt fyrirliggjandi
álagningarskrá voru ráðherra-
bifreiðastjórar búsettir í Reykja-
vík með útsvar á bilinu 25-40
þúsund krónur, sem þýðir í
sumum tilfellum árslaun á fjórða
hundrað þúsunda. Eins og gefur
að skilja er sú upphæð mun hærri
fyrir þetta ár, ef af líkindum
lætur.
„Ég veit að þcir vinna mjög
misjafnlega mikið. í síðustu
ríkisstjórn t.d. voru tveir ráð-
herrar sem ekki óku sjálfir og
notuðu sér þjónustu bifreiða-
stjóranna mikið. Nú sumir ráð-
herranna láta bifrciðastjórana
sinna öðrum verkefnum cn akstri
cingöngu. Til dæmis var minn
bifreiðastjóri í dyra- og síma-
vörslu meðan ég var sjávarút-
vcgsráðherra”, sagði Steingrím-
ur Hcrmannsson.
- Kás
■ „Líf er að loknu þessu,“ sagði kerlingin. Hér er gamla
Suðurgata 7 á nýju tilverustigi uppi í Arbæ. Tímamynd Arni Sæberg
■ Rússneska skólaseglskipiö Sedov kom til Reykjavíkur í
gærmorgun. Lim borð í þessu stærsta skipi sinnar tegundar eru
160 rússneskir piltar á aldrinum 18-25 ára. Um borð í skipinu
fer fram kennsla til handa þessum „verðandi sjómönnum“.
Skipið sleppir hér akkeri en liggur nú í Sundahöfn og fer til
Færeyja þann sjöunda. Sjá nánar bls. 3 tímamynd: Ari.
Ráðherrabifreiðastjórarnir:
HAFA RAÐHERRALAUN
ÞEGAR BEST LÆTUR!
Er að láta setja nýjar og mjög hertar reglur til að hafa
eftirlit með þessu” segir forsætisráðherra
Sudurgata 7:
FLUTNINGURINN
GEKK MIÖG VEL
■ „Þetta gekk fjarskalega vel
miðað við það að þetta var
dálítið sérstakur flutningur,
þetta er eiginlega tvö hús vegna
Viðbygginganna. Þetta sýnir að
það er hægt að flytja flest hús,
því að ég veit ekki um mörg
efiðari dæmi en þetta,“ sagði
Nanna Hermansson minjavörð-
ur, en húsið sem áður hét Suður-
gata 7 var komið á grunn sinn
uppi í Árbæjarsafni kl. 6 í
gærmorgun.
Hvað á að gera við húsið?
Við vitum það ekki ennþá. Það
verður að byrja á því að verja
það og síðan er eftir mikil vinna
í því við endurnýjun og önnur
verkefni sem þarf að leysa á
undan. En á sínum tíma var
talað um hvort Gallerí Suður-
gata 7 gæti ekki flutt með húsinu
og hver veit nema það verði.
Er nóg pláss eftir við Árbæjar-
safn fyrir fleiri svona hús?
Já, við erum að reyna að búa til
hérna svona þorpsmynd og það
þarf að þétta byggðina eins og
það er kallað til að fá göturými,
húsin eiga ekki að standa eins og
gorkúlur upp úr túninu. Þess
vegna var mikill fengur að fá
þetta hús því að þar með eru
komin upp hús í kringum lítið
torg, sem eru alveg ný.