Tíminn - 06.08.1983, Blaðsíða 5
? .> ^ I 9 »> ■» A ♦
LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983
fréttir
NAMSMENN FULSA
VIÐ FISKVINNU A
LANDSBYGGÐINNI
— „Kannski telja Reykvíkingar sig orðna of ffna
til þess” segir formaður Stúdentaráðs
■ „Það er rétt að það stóð til boða nóg
af störfum við fiskvinnslu en menn
höfðu bara ckki áhuga á þeim. Það var
byrjað á því að bjóða öllum sem hingaö
komu að fara í frystihús úti á landi, en
ekki nema örfáir sem voru til í það,“
sagði Aðalsteinn Steinþórsson hjá Stúd-
entaráði er við öfluðum frétta af starf-
semi Vinnumiðlunar stúdenta í gær og
hvort rétt væri að þar hafi litlar undir-
tektir fengist við tilboðum fiskverkenda
um fiskvinnslustörf.
Aðalsteinn kvað 543 hafa skráð sig
hjá Vinnumiðluninni í sumar. Þegar
skráningu var lokað viku af júlí hafi
líklega allir verið búnir að fá vinnu - sem
á annað borð vildu vinna. „Já það eru
alltaf til undantekningar. en það eru fáir
sem ekki vilja vinna. Menn voru líka
vandlátir svona fyrst í stað. en þegarþeir
voru búnir að hanga atvinnulausir í
svona viku, hálfan mánuð þá fóru sumir
kannski að taka störf sem þeir höfðu
áður ncitað," sagði Aðalstcinn.
Samkvæmt reynslu þeirra hjá Vinnu-
miðluninni taldi Aðalsteinn því ekki
hægt að tala um atvinnulcysi á höfuð-
borgarsvæðinu nú í sumar, þótt hins
vegar hafi fyrst og fremst verið um að
ræða illa launuð störf og störf sem erfitt
var að fá fólk í sem til þeirra leitaði.
Lftið hafi verið um góð störf. Hann var
sammála því að gróft væri að tala um
atvinnuleysi meðan fólk fengist ekki til
vinnu í frystihúsum og eigendur þeirra
þurfi að flytja inn útlendinga til starfa.
Eru höfuðborgarbúar þá orðnir of
fínir til að vinna í fiski - sem vitaö er þó
að meginhluti gjaldeyristekna okkar
kemur frá og jafnframt að getur gefið
fólki góða tekjumögulcika?
„Já tekjumöguleikar geta verið góðir
og boðið upp á húsnæði og fæði á
staðnum. Krakkar utan af landi sem
ætluðu að fá sér vinnu hér í Reykjavík,
en fengu ckki, þau fóru heim stil sín og
fóru að vinna þar í frystihúsum. En
kannski telja Reykvíkingar sig orðna of
fína til þess. Að vísu voru sumir til í að
ganga í þannig störf hér á Rcykjavíkur-
svæðinu, en það vantaði ekki fólk í
fiskvinnu hér."
- HEI
■ Merkileg bandarísk hljómsveit The
River City Good Time Band, kemur
hingað til lands í næstu viku. Þessi
hljómsveit er merkileg að því leyti að
hún er eingöngu skipuð þroskaheftu
fólki, en samt sem áður hefur hún náð
ótrúlegum árangri. Hljómsveitin var
stofnuð árið 1976 af hjónunum Jan og
Carole Brewer en þau eru sérmenntuð
í kennslu þroskaheftra.
Hljómsveitin kemur hingað til lands
frá Danmörku þar sem hún tók þátt í
alþjóðlegum tónleikum fatlaðra.
Hljímsveitin hefur haldið tónleika víða
í Ameríku og komið fram í útvarpi og
sjónvarpi og allstaðar vakið mikla eftir-
tekt.
Þroskahjálp hefur undirbúið komu
hljómsveitarinnar hingað til lands og í
tilefni þess efna samtökin til Sumarhá-
tíðar þroskaheftra í Broadway miðviku-
dagskvöldið 10. ágúst. Þar mun hljóm-
sveitin halda tónleika og leika fyrir dansi
en einnig verður diskótek. Allir þroska-
heftir og aðstandendur þeirra eru hvattir
til að mæta því þarna má sjá og heyra
hvernig þroskaheft fólk hefur náð góðu
valdi á tónlist. Þessi hljómsveit er einnig inni verði svona starf stór þáttur í
hvatning fyrir þá sem sjá um málefni endurhæfingu þeirra.
þroskaheftra og búist er við að í framtíð- - GSH
Merkileg bandarísk hljómsveit kemur hingad:
EINGÖNGU SKIPUÐ
ÞROSKAHEFTU FÓLKI
*
■ Strengjasveit Tónlistarskólans í
Reykjavík heldur tónleika á mánudags-
kvöldið þann 8. ágúst kl. 20.30 að
Kjarvalsstöðum. Þessi sveit vakti mikla
athygli í fyrra er hún kom fram á
tónlistarkeppni í Belgrad og er hún nú á
förum til að taka þátt í alþjóðlegri
listahátíð ungmenna í Aberdeen í Skot-
landi. Það þykir mikill heiður að vera
boðinn þangað en einn af dómendum í
Belgrad mun hafa komið henni á fram-
færi við aðstandendur Aberdeen hátíð-
arinnar. Stjórnandi strengjasveitarinnar
nú sem fyrr er Mark Reedman.
Efnisskráih á tónleikunum á Kjarvals-
Strengjasveitin með stjórnanda sínum, Mark Reedman fyrir miðju.
stöðum verður sem hér segir: Chacony
eftir Purcell, Fiðlukonsert í a-moll eftir
J.S.Bach, Holberg svíta eftir Grieg,
Trauermusik eftir Hindemith og svita
nr. 3. eftir Raspighi. Einleikarar verða
Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari og
SvaVa Bernharðsdóttir lágfiðluleikari.
-JGK
Strengja-
sveit Tónlistar-
skólans í
Reykjavík:
Boðin á tón-
listarhátíd í
Aberdeen
A5 loknu
Evrópu-
móti
■ Þá er 36. Evrópumótinu i hridge
lokið með pompi og pragt. Arangur
íslenska liðsins olli nokkrum von-
hrigðuiii en það endaöi í 16. sæti al'
24. Liðið sótti sig þó nokkuö i lok
mótsins: í siðustu 7 iiinferðiinum
lékk liöiö 98 stig al 1311 mögulegum;
en uppliaf mótsins var nijög slakt.
Þó íslendingar ættu þá í hiiggi við
sterkustii liðin >ar liægt að vonast eftir
betri útkomu.
Yfirburöir Frakka vöktu mikla at-
hygli en þeir tóku lörustu eftir 4
umferðir og héldu henni til loka.
Frakkar eru einnig handhafar Ros-
cmblumbikarsins og eru tvímæla-
laust besta bridgeþjóð Evrópu. Ann-
að mál er hvort þeiin tekst að sigra
Ameríkana á Hcimsmcistaramótinú
í haust. A síðasta Evrópumóti unnu
Pólverjar með miklum yfirburðum
en stóðu sig síðan frekar illa á
eftirfarandi Heimsmeistaramóti
þannig að ekki er hægt að spá ncinu
um það. Þaö vakti einnig athygli
hvað Pólverjarstóðu sig illa á mótinu
í Wiesbaden; cftir að hafa komist í
annað sætið í upphafi, hrcinlega
hrundu þeir niður á við og enduðu í
10. sæti.
Nýliðarnir frá Rúmeníu komu
nokkuð á óvart en þcim tókst að
skjótast í 15. sæti, cinu stigi yfir
íslandi. Rúmcnarnir komu til leiks á
síðustu stundu og það var ekki vitaö
hvort þeir yrðu með fyrr en fyrsta
umferð hófst. Austantjaldslöndin
eru nú öll'gengin í Evrópusambandið
nema Búlgaría (og Albanía auðvit-
að) en Búlgarir eru nú að sækja um
inngöngu.
Ítalía kom með sitt stcrkasta liö á
mótið og Bclladonna tók fram spilin
aftur eftir að hafa tekið sér frí í
fjögur ár. Þcir náðu öðru sæti og
keppa einnig á Heimsmeistaramót-
inu í haust. Norðmenn enduðu síðan
í þriðja sæti eftir slakan miðkafla.
I kvenrraflokki unnu Frakkar,
Hollendingar voru í öðru sæti og
Bretland í þriðja. Bretar komu á
óvart því fyrirfram var búist við
auðveldum sigri þcirra enda með'
sama lið og vann Evrópumótið og
síðan Heimsmeistaramótið í kvenna-
flokki 1981.
Og svona í lokin cr ekki úr vcgi að
kynna þá menn sem verða fulltrúar
Evrópu á Hcimsmeistaramótinu í
haust. Aldursforscti Frakkaer Hcnri
Szwarc, 54ára gamall vcrksmiðjueig-
andi. Hann hcfur unnið 3 Evrópumót
og tekið þátt í Hcimsmcistara-
mótum. Hann spilar við nýliða,
Herve Mouiel, 33 ára gamlan rit-
stjóra. Aðalpar Frakka er Michel
Lebcl og Philippe Soulct. Lebel er 38
ára gamall og er titlaður bridgerit-
höfundur scm er annað nafn fyrir
atvinnumaður. Hann hefur unnið
Evrópumót í tvímenning og sveita-
keppni og Rósemblumbikarinn
tvisvar. Soulet cr 29 ára og bridge-
kennari, scm er líka annað nafn yfir
atvinnumann. Hann hefur unnið
Rósemblumbikarinn tvisvar og spil-
að á tvcim Evrópumótum.
Þriðja parið er Michel Corn og
Philippe Cornier og þeir eru báðir
nýliðar. Corn er 34 ára kaupsýslu-
maður og Cronier er 29 ára gamall
bridgekennari og blaðamaður.
í ítalska liðinu skal fyrst frægan
telja Giorgio Belladonna. Hann er
stigahæsti spilari heims og hefur
unnið 13 Heimsmeistaramót, 3 Ól-
ympíumót og 10 Evrópumót. Hann
er 60 ára gamall og bridgeblaðamað-
ur. Hann spilar við Bcnito Garözzo,
56 ára gamlan gimsteinasala og af-
reksferill Garozzo er varla síðri: 10
Heimsmeisiaramót. 3 Ólympíumðt
og 5 I.MÓpumót.
Ajmað parið er Arturo Franeo og
Dano DeFaleo. Franeo er 37 ára
skatlaráögjafi og hann hefur unniö 2
I leimsmeistaiamot og 3 Fvrópuniói.
DeFaleo er lertugur bridgeblaöa-
maöur sem héfur spilaö lengi \iö
Franeo.
Þriöjii pariö ér l.oren/o l.atuiá og
Carlo Mosea. I.aufia e.r atviiínumáö
ur i bridge og líefiir uiiniö eui
Evróptúnót.
Og þá er aö biöa og sja hvorl aliu
þessir titlar hjálpti I rökkuni og li
ölum í baráttunni viö Amerikuinenn
ina í haust.
Sumarbridge
Og enn er fullt hús í Domus. All’s
mættu 68 pör til leiks og var spilaö aö
vcnju í 5 riðlum. Úrslit urðu:
A) Nanna Ágústsdóttir-
Sigurður Ámundason 261
Kristmann Guömundss.-
Sigfús Þórðarson 25(1
Steinunn Snorradóttir-
Vigdís Guöjónsdóttir 244
B) Oliver Kristófersson-
Þórir Leifsson 191
Sigríður Ottósdóttir-
Ingólfur Böðvarsson 183
Lárus Hermannsson-
Sigmar Jónsson 179
C) Kristófer Magnússon-
Þórarinn Sófusson 218
Guðmundur Svcinsson-
Þorgeir Eyjólfsson 202
Gylfi Baldursson-
Gísli Hafliðason 188
D) Hrólfur Hjaltason-
Jónas P. Erlingsson 180
Bragi Erlendsson-
Ríkharöur Steinbergsson 180
Hjálmtýr Baldursson-
Ragnar Hcrmannsson 173
E) Isak Sigurðsson-
Þórður Möller 143
Aðalstcinn Jörgcnsen-
Gcorg Svcrrisson 143
Rafn Kristjánsson-
Þorstcinn Kristjánsson 118
Meðalskor í A var 21, í B, C og D
156 og 108 í E.
Og cfstu menn að loknum 10
kvöldum eru þessir: Hrólfur Hjalta-
son og Jónas P. Erlingsson 17.5 stig,
Gylfi Baldursson 14stig, Sigurður B.
Þorsteinsson og Sigfús Þórðarson 13
stig, Esthcr Jakobsdóttir 12 stig.
Samtals hafa tæplega 600 pör spil-
að á 10 kvöldum í Sumarbridge, scm
gerir 60 pör á kvöldi að meðaltali.
Þetta þýðir að Sumarkcppni Bridge-
sambands Rcykjavíkur 1983 vcrður
stærsta mót sem haldið hefur verið á
íslandi fram á þcnnan dag. Og með
stærri kcppnum scm fram fara á
landinu. Spilarar koma víða að til
keppni á fimmtudögum í Domus.
Þeir hafa sést frá Selfossi, Akranesi,
Borgarfiröi og Borgarnesi, Skaga-
strönd og Hvammstanga, Keflavík,
Akureyri og Siglufirði og eflaust frá
fleiri stöðum.
Spilað verðuraðvenjunk. fimmtu-
dag í Domus og eru allir velkomnir.
Keppni hefst í síðasta lagi kl. 19.30.
Guðmundur S.
Hermannsson
skrifar um bridge