Tíminn - 06.08.1983, Qupperneq 2

Tíminn - 06.08.1983, Qupperneq 2
2- LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983 ■ „Þessi tölvustýrði rennibekkur er sennilega eitt fullkomnasta verksmiðjutækið á sínu sviði á íslandi," sagði Finnbogi Bernódusson vélsmiður í Bolungarvík. ■ „íslendingar búa yfir mjög mikilli tækni og vinnuþekkingu varðandi málmsmíðar. Næðu markaðirnir saman og menn færu að hugsa af alvöru uin þessa hluti er ég viss um að hægt væri að fjölga mönnum hérna í járnsmiðastétt- inni um jafnvcl allt upp í 60%, einungis vegna smíða í þjónustu við fiskveiöarnar og fiskvinnsluna. Til þessa hefur nær allt scm þessar grcinar þurfa verið flutt til landsins, bæði vegna þess hve hin er- lenda þjónkun er rík í hugum okkar og þess að of fáir hafa næga trú á eigin getu. Ég hef þá trú að gjaldeyrismálum okkar j væri betur komiö ef menn hugsuðu meira um þcssa liluti." Það er Finnbogi Bernódusson, vélsmiður í Bolungarvík sem svo mælir. Hann er einn af eigend- um vélsmiðjunnar Mjölnis hf. þar á staðnum. Menn gefa ekki akkerisfestar í jólagjöf Væntanlega er þá nóg að starfa hjá Mjölni. „Það hefur verið meira en nóg að gera í sumar - hefur vantað fleiri menn í smiðjuna. Það er auðvitað mest að gera á sumrin - þá koma hingað skip alls staðar að af landinu. T.d. hefur verið mikið að gera í þjónustu við rækjubátana í sumar og mikiö verið um aðkomubáta sem þurfa á alls konar þjónustu að halda. Það er leitað til okkar á öllum tímum sólarhringsins og við höfum jafn- vel orðið að vísa mönnum frá vegna þess að við höfum ekki annað verkefnunum. Hins vcgar hafa staðið hér yfir lagfæring- ar á höfninni þannig að maður hcfur ekki getað haft hér neina langlegusjúk- linga viö bryggju. Yfir veturinn gctur vcrið rólegra m.a. vcgna þess hve þá getur veriö crfitt að koma verkefnum að og frá staðnum vegna snjóþyngsla, þó s.l. vetur slái þar auðvitað öll met. Og jólamánuðirnir eru eðlilega rólégastir - menn gcfa ckki akkerisfcstar í jólagjöf." Hjá okkur cins og læknunum - Er þaö ekki þannig í þessari stétt að mest er að gcra hjá ykkur þegar óhöppin clta aðra? „Það cr hjá okkur eins og læknunum og jafnvel prestunum - sé mikið um vcikindi, þá hafa læknarnir mikið að gera." Umboöin hafa tangarhald á mönnum - I hverju felast verkefnin helst? „Við framlciðum ciginlega allan fj. Við erum nú búnir að fá okkur tölvu- stýrðan rennibekk og fleiri tæki og getum því tckið að okkur alls konar smáhlutaframleiðslu, m.a. í fiskvinnslu- vélar og önnur tæki. í vetur vorum við t.d. mcö stórt verkefni fyrir rækjuverk- smiöjurnar, sem hingað til hefur verið sent út til Bandaríkjanna með ærnum tilkostnaði og unniö þar að mcstu. Þar er um að ræða kefli, sem ganga úr sér og þarf aðrcnnaupp. Nokkrirkílómetrar af slíkum keflum eru hér í gangi árlega. Fjöldinn allur af slíkum verkefnum liggur fyrir tánum á okkur hér á landi, en fáir vilja prófa að nýta þau tækifæri. Þarna koma umboðin líka sterkt inní - þau hafa tangarhald á þeim sem kaupa af þéim. Það er líka svo þægilegt að flytja bara inn alla hluti og umboös- mennirnir hafa alltaf sín 50% fyrir. þó oft á tíðum liggi þeir ekki nema meö lítið brot af þeim varahlutum sem mcnn vantar og þeir verði því að bíða svo og svo lengi eftir þeini. Að niínu áliti höfum við ckkert mcð öll þessi umboð að gera. sem cru þarna á Reykjavíkursvæðinu og jafnvel farin að teygja sig út um all; land." Oft helmingi ódýrara frá okkur en erlendis frá - Standist þið þá verðsamkeppnina? Segir ekki almannarómur að «11 fram- lciðsla sé svo dýr á Islandi? ,.í mörgum tilvikum erum við með vcrðið um helmingi fyrir neðan það sem hlutirnir kosta keyptir erlendis frá. Sem dæmi get ég nefnt öxla sem við smíð- uðum í jarðýtu, sem frá okkur kostaði um 25 þús. kr. með söluskatti og öllu. 1 umboðinu átti hann að kosta rúmar 50 þús. kr., auk þess sem 3ja til 5 vikna bið hefði verið eftir honum að utan. Við buðum líka 70 þús. kr. í smíði á hásingu úr stáli undir ámokstursskóflu og stóð- umst það verð vel, auk þess sem ekki liðu nema 7 dagar frá því verkið kom til okkar og þar til grafan var komin í gang. Innflutt átti stykkið að kosta um 120 þús. kr. - smíðað úr steypujárni, sem ekki hefur reynst nógu gott efni. Jafnframt hefði það kostað um 5 vikna bið. Ég leyfi mér líka að fullyrða að við höfum t.d. smíðað öxla i' malarhristivél- ar, úr betra efni en innfluttir. Og yfirleitt hafa menn fengið 3 slíka hjá okkur fyrir verð tveggja innfluttra. í slíkum verkum er efniskostnaðurinn tiltölulega lítill en vinnuþátturinn stór, þannig að þetta er jafnframt töluvcrður gjaldeyrissparnað- ur.“ Óskaplegt að sjá vélum kastað vegna þess að varahluti vantar - Og þú telur svona verkefni víða að finna? „Það er alveg gífurlegur innflutningur til landsins á hlutum sem hægt væri að framleiða hér heima. Okkur finnst t.d. — Viðtal vid Finnboga Bernódusson vélsmid á Bolungarvík um ýmislegt sem betur mætti fara alveg óskaplegt að sjá allar þær vélar sem liggja ónotaðar hingað og þangað í kringum frystihúsin - hefur bara verið kastað þar af því að ekki hafa fengist í þær varahlutir og þessháttar. Okkur sem höfum orðið að lifa á þvi sem við höfum getað aflað okkur þykir alveg svakalegt að horfa upp á þetta en því miður er þetta svona. Við höfum verið að kynna okkur hvaða efni eru notuð í þessa hluti og erum komnir í samband við ýmsa efnis- framleiðendur. Við getum því tekið að okkur margs konar stykkjaframleiðslu og reynum að leggja okkur fram um að ftska upp þá hluti sem menn vantar og vinna þá í samvinnu við þá menn sem reynslu hafa og þekkingu á því hvernig þeir geta bestir orðið. Hins vegar er sá galli á samvinnu við þá aðila sem þurfa - að nota hlutina. að þeir eru mjög gjarnir^ á að koma til okkar á síðustu stundu. Þeir eru kannski búnir að panta hlutina hjá öðrum, sem síðan bregst, og vilja fá þá í hvelli. Þá getur hist svo á að allar vélar hjá okkur séu tepptar í öðru þá stundina. Jafnframt eru þá kannski pöntuð aðeins örfá stykki, þó vitað sé að tugi eða hundruð slíka þarf að nota yfir árið. Þetta gerir málin bæði erfiðari og það sem smíðað er verður dýrara. Það er jafnmikil vinna að stilla vélarnar til að búa til 5 stykki og t.d. 500.“ Landinn er að sækja í sig veðrið - Ég frétti aö þú værir nýkominn erlendis frá af sýningu á fiskvinnslutækj- um og fleiri maskínuin? „Við förum alltaf á svona sýningar og fylgjumst með því sem nýjast kemur á markaðinn hverju sinni. Og ég verð að segja eins og er, að landinn er virkilega að sækja í sig veðrið. Það er ekki nálægt því eins langt bil á milli okkar og erlendra framleiðenda núna og það var fyrir aðeins tveim árum, að ég tali nú ekki um fyrir svona fjórum árum síðan. Það er því vissulega gaman að fylgjast með þessari þróun núna að undan- förnu.“ - HEI 3^ Sumargetraun Tímans: Getraunaseðill III ■ Er nú komið að þríðja áfanga i hinni glæsilcgu sumargetraun Timans. Eins og lesendur muna var íýrst dregið 16. júlí uni ferð fyrir tvo til Rimíni og dvöl þar í þijár vikur. 15. júlí var dregið um viðleguútbúnað, hiistjald með öllu, frá Sportval. Að þessu sinni verður dregið 19. ágúst. Sá heppni hlýtur í verðlaun ferð fyrir tvo til Amsterdam með Ferða.skrifstofnnni Sögu. Fyrirkomulag sumargetraunarinnar er hið sama og áður. Verður getraunascðill- inn birtur alla laugardaga fram til 19. ágúst n.k., og cinnig þriðjudaginn 16. ágúst. Aðcins þcir sem eru skuldlausir áskrifcndur þcgar drátturinn fer fram gcta tekið þátt í gctrauninni. Drcgið vcrður í fjórða og síðasta áfanga sumargctraunarinnar 16. septemhcr n.k., cn þá verður vinningurinn húsbúnaðaníttckt frá JE-húsinu. Hvaða borg hefíir verið köUuð „Feneyjar norðursins“? □ Reykjavík i □ Amsterdam □ Kulúsúk □ Óðinsvé Nafn...............................................Nafnnúmer.................... . Heimilisfang..................................................................... ED Ég er áskrifandi að Tímanum Q] Ég vil gerast askrifandi að Tímanum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.