Tíminn - 06.08.1983, Qupperneq 13
Það er líka sjálfsagt að sem flestir fái
að vita hvernig unnið er í safni, sem er
í almenningseign og sýna um leið
tilganginn með slíkri stofnun og að
margs konar störf þarf að vinna, þegar
verið er að byggja eitthvað upp.
Ég tel mig vera ákaflega heppna
með starf.
Fortíðin er lykillinn að nútíðinni og
framtíðinni. Til þess að vera hamingju-
samur í starfi er nauðsynleg að trúa á
tilgang þess og að árangur af því verði
til góðs.
í Árbæjarsafni eru varðveittar bygg-
ingar til að fólk skilji betur sögu
Reykjavíkur, sem viðbót við frásagnir
í ræðu og riti.
Fimmtudagurinn 4. ágúst var grár eins
og því miður flestir dagar í sumar.
Morguninn var rólegur. Við hjónin
vorum ein í morgunkaffinu, því synir
okkar tveir eru hjá ömmu sinni og afa
í Svíþjóð.
Ég er svo heppin að þurfa ekki að
eyða miklum tíma í ferðir til og frá
vinnu, því að við búum í skemmtilegu
og fallegu húsi á safnsvæðinu, en það
hús var áður á Laufásvegi 31.
Skrifstofa safnsins var lengi í því
húsi, en er nú í húsinu Líkn, sem var í
Kirkjustræti 12.
Á svæðinu býr einnig ráðsmaður
safnsins.
Ég kom á skrifstofuna laust fyrir
klukkan 9 og byrjaði á því að ræða við
samstarfsmenn mína.
Guðný Gerður Gunnarsdóttir, safn-
vörður, var að athuga brunavirðingar
og manntöl frá síðustu öld til að fá
vitneskju um hús í Skólastræti. Við
ræddum framtíð þessara húsa og hvað
þau eru mikilvæg sem bakgrunnur
húsanna á Bernhöftstorfu. Beiðnin
hafði komið frá borgarskipulagi um
upplýsingar um þessi hús. Þetta er
fastur liður í starfi safnsins. því borgar-
minjavörður er m.a. ráðgjafi borgar-
innar, hvað varðar gömul hús. Þegar
byggingarnefnd fær erindi varðandi
gömul hús, vísar hún því yfirleitt til
umhverfismálaráðs, sem vísar því síð-
an til mín, en umhverfismálaráð fer
með stjórn safnsins. Nokkrir „reitir" í
kvosinni hafa verið kannaðir líkt og
Grjótaþorpið 1976 (en sú skýrsla var
gefin út).
Salvör Jónsdóttir, aðstoðarmaður
einkabílamálum mínuin, því á sunn-
udaginn kom í Ijós að 15 ára gamli
Land Rover jcppinn minn er orðinn
það lélegur að grindin gat ckki lengur
haldið púströrinu uppi. Af einskærri
tilviljun hafði ég heyrt að Land Rovcr
væri til sölu austur í Landeyjum og
vegna þcssara bílakaupa hringdi ég í
bifreiðaeftirlitið.
Eftir hádegið kom Halldór Back-
mann trésmiður, sem hefur staðið fyrir
eíundirbúningi á flutningi hússins frá
Suðurgötu 7 og við ræddum verkið og
hanntókfram undirstöður fyrir
húsið.
Við Salvör ætluðum að fara á
mælingadeildina, en töfðumst vegna
símans. Við þurftum að láta fjölmiðla
vita um húsflutninginn og lofuðum
þeim rituðum upplýsingum um húsið.
Margir hringdu m.a. maður frá
Álafossi, sem hafði bcðið okkur um
aðstoð við að setja upp gamla
krambúð á sýningu. Þctta finnst okkur
skemmtilegt verkefni, því við erum
cinmitt að undirbúa gamla búð í
safninu.
Á mælingadeildinni í Skúlatúni hitt-
um við forstöðumanninn, sem gaf
okkur ýmsar góðar upplýsingar m.a.
um þýðingu korta við lóðaskrárritun
og fasteignamat og sagði okkur frá
gömlum merkjastefnum í Reykjavík
og þeirri miklu vinnu, sem lögð hefur
verið í þær.
Klukkan var að ganga fimm og skrif-
stofurnar að loka. En við notuðum
tækifærið og ljósrituðum upplýsingar
um Suðurgötu 7.
Vinnudcgi lýkur yfirleitt með því að
ég flýti mér upp á pósthús rétt fyrir
fimm. Á leiðinni heim kcypti ég brauð
og ost til að hafa sem nætursnarl handa
flutningamönnunum, sem flytja áttu
húsið úr Suðurgötu 7. Árbæjarhverfið erl
gróið hverfi og þar er hægt að fá allt til
daglegs brúks. Um hálf sex fór Pétur,
maðurinn minn, með mér að skila
upplýsingum til dagblaðanna. Á einu
dagblaðanna hitti ég Færeying, sem er
hér í hópi færeyskra kennara og hafði
komið hingað í safnið daginn áður.
Þetta var gamall kunningi minn frá því
að ég bjó í Færeyjum, cn þar var ég
safnvörður, áður en ég kom hingað, en
nú eru bráðum II) ár síðan.
Við ókum honum í Norræna húsið
rauninni ckki eitt hús, hcldurtvö. Um
1831) var rcist lítið einlyft hús og 40
árum síðar annað tveggja hæða jafn-
hliða því. Nokkrum árum seinna var
gamla húsið hækkað og eitt þak gert
yfir allt. Þetta sést ckki í lljóti bragði
því húsið er svo heilsteypt að utan.
Ég hafði lofað að hringja austur í
Landeyjar vegna jeppakaupa og fékk
að fara inn í Suöurgötu 8 til að nota
símann. Meðan ég var að reyna að
hringja hugsaöi ég um, hvað það
hlýtur að vcra crfitt að búa við lélegt
símakcrfi, þar scm síminn er orðinn
svo ómissandi hlutur í daglegu lífi
okkar.
Á meðan kom regnskúr og fólkið
hópaði sigsaman undir einu fallcgasta-
tré bæjarins, á horni Suðurgötu og
Vonarstrætis.
Landsíminn gat ekki gefið mér sam-
band austur, svo ég fór aftur út. Allt
gekk samkvæmt áætlun nema að einn
„kranafótur" seig og þá raskaðist jafn-
vægi hússins. Þetta þurfti að lagfæra
áöur en hægt var að lyfta húsinu. Það
var gaman að fylgjast með þessum
rösku smiðum vinna sitt verk...
Stór flutningabíll var kominn á sinn
stað og á honum voru trébitar, því
húsið var auðvitað miklu stærra en
flutningsvagninn. (Húsið er 9.40 m x
6.80 m).
Það er stórkostleg sjón að sjá hús
lyftast, en til þess þarf bæði hugvit og
tækni.
Það var komið fram um miðnætti,
þegar húsið lagði af stað upp í Ár-
bæjarsafn. Ferðin gekk hægt, því að
aka þurfti með gætni fram hjá Ijósa-
staurum og byggingum. Á mörgum
stöðum munaði mjóu að húsið kæmist
fram hjá, enda gengu smiðir á undan
lestinni og lögreglan var til aðstoðar.
Það er kominn nýr dagur, en vinnan
hélt áfram og tekið var að birta á ný,
þegar húsið var á komið á sinn nýja
stað. Þó að verkið liafi gengið Ijómandi
vel, var klukkan að verða 6, þegar því
var lokið.
Við hjónin gengum um svæðið, áður
cn við fórum að sofa og dáðumst að
húsinu og gerðum okkur í hugarlund
hvað það yrði fallegt, þegar búið yrði
að lagfæra það.
- Söfn eru ckki byggð á einni nóttu. -
■ Gamla húsið í Suðurgötu 7 er komið á sinn stað í Árbæjarsalni.
safnvarðar er landfræðinemi og sumar-
starfsmaður hér. Við ræddum um skrá,
yfir gömul Reykjavíkurkort, sem við
höfum lengi verið að safna efni í. Við
ætluðum að fara til mælingadeildar
Reykjavíkurborgar, vegna þess að við
erum að undirbúa sýningu á gömlum
kortum á afmælisviku Reykjavíkur-
borgar 15.-21. ágúst.
Aðrir starfsmenn á skrifstofunni
eru: Mjöll Snæsdóttir, fornleifafræð-
ingur, sem nú er í leyfi til að standa
fyrir uppgreftri á Stóru-Borg undir
Eyjafjöllum á vegum Þjóðminjasafn-
sins og Kristín Jónasdóttir, viðgerð-
armaður, sem sér um textíla safns'ins,
en hún er nú í sumarfríi.
Á verkstæðinu vinnur ráðsmaður og
með honum 3 trésmiðir og þeir eru líka
allir í sumarfríi. Sumarstarfsfólkið
mætir til vinnu eftir hádegi, því safnið
er opið frá kl. 13.30 til 18.00. Það eru
fjórar stúlkur, sem leiðbeina gestum
um svæðið.
Næst á dagskrá hjá mér var að draga
fram „símalistann". Fyrst hringdi ég í
verkfræðinginn, sem er ráðgjafi okkar,
til þess að vita, hvort undirbúningur
vegna flutnings á húsinu úr Suðurgötu
7 hefði gengið samkvæmt áætlum, því
að flytja átti það þetta kvöld upp í
Árbæjarsafn.
Þá hringdi ég í flautuleikara, sem
ætlar að leika hér í safninu á sunnudag-
inn. Næst hringdi ég í formann um-
hverfismálaráðs til að ræða kynningu á
fólkvangnum í Elliðaárdal á Reykja-
víkurvikunni, en í sumar hefur safnið
séð um gönguferðir til að kynna Elliða-
árdalinn.
Þá hringdi forstöðumaður Æsku-
lýðsráðs til að láta mig vita hvernig
safnið yrði kynnt á Reykjavíkurviku.
Einn af gömlum vinum safnsins kom til
að gera við orgel kirkjunnar. Ég hafði
hringt til hans kvöldið áður, því að
þetta þurfti að laga fyrir skírnarathöfn
eftir hádegi.
Eins og áður sagði átti húsið úr
Suðurgötu 7 að færast upp í Árbæjar-
safn þetta kvöld og á staðnum, þar sem
húsið átti að koma, þurfti að reka niður
hæla til að gcfa nákvæma staðsetningu
á húsinu, en fyrir löngu var búið að
skipta um jarðveg. Þetta fórum við nú
í að gera, en auðvitað tók hann að
rigna, meðan við vorum að þessu.
Orgelsmiðurinn lauk viðgerðinni og
ég ók honum heim þakklát fyrir að
eiga slíka menn að.
Þegar ég kom heim, var klukkan
orðin 12, og þrátt fyrir veðrið, hlupum
við samstarfskonurnar í kringum svæð-
ið og er þetta daglega 10 mínútna
skokk orðið okkur nauðsynlegt.
Ég þurfti í hádeginu að huga að
og ég notaði tækifærið til að kaupa
mér eitt veggspjald eftir grænlenska
listakonu.
Á heimleiðinni litum við inn til
gamallar vinkonu móður minnar,
sem ég kalla fóstru mína, Önnu
Loftsdóttur. Hún bauð okkur í
kvöldmat. Meðan hún undirbjó hann,
hringdi ég í Kristínu Jónasar, sam-
starfskonu mína, sem hafði bakað
pönnukökur handa flutningsmönn-
unum, og þær ætlaði ég að sækja til
hennar.
Klukkan var að verða níu og þá átti
50 tonna krani og flutningsbílar að
mæta við Suðurgötu 7. Við fórum
þangað og þar voru smiðirnir að
styrkja húsið með stoðum, því þeir
voru búnir að taka allan múrsteininn
burt úr húsinu. Húsið var eiginlega
„botnlaust" því að undirstöður voru
skemmdar af fúa vegna þess að gatan
og gangstéttin höfðu verið hækkaðar
og húsið því staðið í vætu.
Áhorfendur tók að drífa að svæðinu.
Fyrst var bíslagi hússins lyft og það sett
á bílpall og farið með það upp í
Árbæjarsafn.
Síðan voru „stroffurnar" settar upp
í gegn um húsið, en þær voru festar á
stálbita, sem höfðu verið scttir undir
húsið. Þessir: stálbitar eru sérstak-
lega gerðir til þess að nota við húsflutn-
inga.
Mikil spcnna ríkti meðal okkar sem
að þessum flutningum stóðu vegna
þess að viö vissum að þetta er í
LALGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983
heimilistíminn
13
umsjón: B.St. og K.L.
■ Nanna Hermansson er
borgarminjavörður og for-
stöðumaður Arbæjarsafns.
Nanna er fædd í Helsingborg í
Svíþjóð og uppalin þar. Faðir
hennar er sænskur og móðir
hennar íslensk. Nanna varð
stúdent frá Menntaskólanum á
Akureyri og stundaði fram-
haldsnám í norrænu, fornleifa-
fræði og þjóðháttafræði og er
fil. lic. í þjóðháttafræði. Nanna
hefur starfað sem lektor í þjóð-
háttafræði við háskólann í
Leeds, unnið á danska þjóð-
minjasafninu sem safnvörður
og einnig á þjóðminjasafni Fær-
eyinga. Nanna hefur verið
borgarminjavörður og for-
stöðumaður Árbæjarsafns síð-
an 1974.
Hún er gift Peter Ottossyni,
þjóðháttafræðingi, sem er við
nám í arkitektúr í Kaupmanna-
höfn. Þau eiga tvo syni, Stefán
8 ára og Magnús 7 ára.
Mér finnst gaman að hafa verið
beðin að lýsa degi í lífi mínu, því það
eru ekki margir, sem vita í hverju starf
safnvarðar er fólgið, en mér finnst
gaman að segja frá mínu starfi og
jafnframt að fræðast um störf annarra.
■ Nanna Hermansson
TEL MIG AKAFLEGA
HEPPNA MEÐ STARF”
Dagur í Ifffi Nönnu Hermansson borgarminjavardar