Tíminn - 06.08.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.08.1983, Blaðsíða 8
81 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Slgurisson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstotustjori: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjórnssson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla f 5, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrifl á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Fjölga þarf atvinnugreinum skrifað og skrafað "•■liiiiiniiinm, IIIIIIIIIIIIIIIIIHU ■ 1111111111111 ■ I! 1111 ■ Hús Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Kostnaðurinn er um 90 milljónir króna á núgildandi verðlagi. Neytendur borga að sjálfsögðu. ■ Fyrr á þessu ári urðu veruleg átök milli stjórnenda álversins í Straumsvík og viðkomandi verkalýðsfélaga vegna þess, að allmörgum starfsmönnum hafði verið sagt upp vinnu. Samkomulag náðist á þeim grundvelli, að starfsmannafækkunin yrði framkvæmd í áföngum eða þannig, að ekki yrði ráðið í störf þeirra, sem hættu af sjálfsdáðum. Starfsmannafækkun þessi er byggð á því, að ýmsar tæknibreytingar og hagræðing hafa leyst mannsaflið af hólmi. Af þeim ástæðum er ekki búizt við teljandi starfsmannafjölgun, þótt álbræðslan verði stækkuð. Senni- lega yrði starfsfólk hennar færra eftir stækkunina en það var, þegar hún tók til starfa í upphafi. Fetta er lítið dæmi um það, sem er að gerast víða um heim. Nær hvarvetna fækkar nú starfsfólki stórlega við svokölluð stóriðjufyrirtæki. Þetta er ein helzta orsök atvinnuleysisins, sem nú sækir stóru iðnaðarríkin heim. Víða er reynt að mæta þessu með því að fjölga minni iðnaðarfyrirtækjum og hefur það gefizt vel. Þau hafa yfirleitt ekki nægt til að fylla í þau skörð, sem orðið hafa hjá stóriðjunni, hvað starfsmannafjölda snertir. Svipuð þróun hefur orðið hjá sjávarútvegi og landbún- aði. Fólki, sem vinnur við sjávarútveg og landbúnað, hefur stórfækkað í þróuðu löndunum, þrátt fyrir stóraukna framleiðslu. Þetta hefur einnig gerzt hjá hinum eldri svokölluðum minni iðnaðarfyrirtækjum. Hér á landi er t.d. að finna fleiri dæmi þess, að starfsmönnum hjá tilteknum fyrirtækj- um hafi fækkað verulega eða staðið í stað, þótt framleiðsl- an hafi margfaldazt. Vélar hafa leyst mannshöndina af hólmi. Vafalaust mun þetta gerast í enn ríkari mæli í náinni framtíð. Það er því ákaflega hæpið að treysta því, að iðnaðurinn eða nánar tiltekið framleiðsluiðnaðurinn geti að verulegu magni tekið við því vinnuafli, sem bætist hér við á næstu áratugum. Nýr framleiðsluiðnaður mun að vísu bætast við, en vafasamt er að hann geri betur en að bæta í skörðin vegna starfsmannafækkunar, sem verður hjá hinum eldri fyrirtækjum af völdum tæknivæðingarinnar. Þetta leiðir hugann að því, að mun betur þarf að sinna öðrum atvinnugreinum en þeim þremur, sem nú er lögð á mest áherzla, þ.e. landbúnaði, sjávarútvegi og fram- leiðsluiðnaði, þótt áfram verði að treysta rekstrarskilyrði þeirra eftir megni. Vafasamt er þó, að þeir skapi miklu fleiri atvinnutækifæri. Sennilega bíða möguleikarnir fyrir ný atvinnufyrirtæki mest á sviði hins svonefnda þjónustuiðnaðar, eins og samgangna, feröamannaþjónustu, listsköpunar, veitinga- starfsemi o.s.frv. Vaxandi þörf verður fyrir allt þetta, m.a. vegna þess, að vinnutíminn mun styttast og tryggja verður fólki aðstöðu til að notfæra sér tómstundirnar á sem fjölbreyttastan hátt. Samgöngurnar geta sennilega átt mun ríkari þátt í því að fjölga atvinnufyrirtækjum íslendinga, en þegar er orðið. Það er t.d. ánægjulegt til þess að vita, að íslenzk skipafélög annast siglingar í vaxandi mæli á erlendum vettvangþ jafnhliða því sem þau fullnægja enn betur þörfum Islendinga sjálfra. Það er líka mikilvægt, að íslenzk flugfélög annast fólksflutninga milli heimsálfa og vöruflutninga erlendis. Um þessi málefni þarf að hugsa meira og undirbúa aðgerðir á víðari grundvelli en nú er gert. Annars getur mistekizt að finna hinni uppvaxandi kynslóð næg verkefni. " - Þ.Þ. UM UMFRAMORKU OG SKRIFSTOFUHALLIR ■ í fréttum ríkisútvarpsins á dögunum var skýrt frá því, að sú margfræga Kröflu- virkjun væri að fara í gang á| nýjan leik eftir nokkurt stopp. Tekið var fram, að; virkjunin myndi þó einungis framleiða lítinn hluta af því rafmagni, sem hún gæti fram- leitt. Ástæðan var sú, að Landsvirkjun hafði ekki þörf fyrir alla orku Kröfluvirkjun- ar! Pessi frétt er tímanna tákni um ástandið í orkumálumí okkar (slendinga um þessarl mundir. Kröfluvirkjun, semi verið hefur vandræðabarni landsmanna undanfarin árj vegna þess að hún hefur ekki getað framleitt nema lítiðj brot af þeirri orku, sem til! var ætlast, en nú farin að búaj til of mikla orku! Ástæðan er auðvitað sú of öra uppbygging orkuvera í landinu, sem áður hefur verið vikið að í þessum þætti og víðar í Tímanum - og sem er reyndar tilefni athugasemdar frá forstjóra Landsvirkjunar, sem birt er á öðrum stað í blaðinu. Þessi athugasemd gefur til- efni til að undirstrika enn einu sinni nokkrar staðreynd-: ir, sem fjallað verður ítarlega um í blaðinu á næstunni. I fyrsta lagi er það Ijóst, að framkvæmdir í orkumálum okkar byggjast allar á er- lendu lánsfé, sem er dýrt - ekki síst þar sem þessilán eru' yfirleitt tekin í bandarískum dollurum og gengistap á þeim því gífurlegt. Þetta gerir það að verkum að ísland er ekki lengur land hinnar ódýru orku. Rafmagn frá nýjum virkjunum hér á landi er orðið mjög dýrt. Áætlað var fyrir 2-3 árum að framleiðslu- kostnaður í nýjum virkjunumj hérlendis væri um 18 mills á kílöwattstund. Það hefur vafalaust hækkað síðan. I öðru lagi er ljóst að þær gífurlegu hækkanir sem landsmenn hafa að undan- förnu þurft að þola á orku- verði eru einkurn tilkomnar vegna þessara miklu erlendu lántaka, en Landsvirkjun mun nú skulda um 29% af erlendum skuldum íslend- inga. í þriðja lagi er svo ljóst að virkjunarhraðinn hefur verið mun meiri en markaður er fyrir. Auðvitað er eðliiegast að láta framleiðslugetu og eftirspurn fylgjast nokkurn veginn að, þótt alltaf hljóti að verða þar eitthvert bil fyrst eftir að nýjar virkjanir koma til sögunnar. Bilið er baraeinfaldlegaalltofmikið. Það hefur komið fram hjá forstjóra Landsvirkjunar, að ekki sé nú markaður fyrir um 370 gígawattsstundir af fram- leiðslu Landsvirkjunar, sem er um 10% af heildarfram- leiðslugetunni. Framundan er svo veruleg aukning á þessari orkuvinnslugetu Landsvirkjunar vegna fram- kvæmda við miðlunarlón og fleira á Þjórsár/Tungnaár- svæðinu. Þær orkuöflunar- framkvæmdir, sem samþykkt var á árinu 1981 að þarna færu fram, eiga að auka af- kastagetuna um 750 gíga- wattsstundir á ári. Eins og mál horfa nú hlýtur mestur hluti þess að bætast við ónýtta afkastagetu. Þessi mál hafa komist í brennidepil nú síðustu daga. Það er ekki seinna vænna að málefni fyrirtækja í orku- vinnslu og orkudreifingu séu skoðuð á gagnrýninn hátt. Þar er mikið verk að vinna sem væntanlega getur sparað þjóðinni umtalsvert fé á kom- andi árum ef menn læra af dýrkeyptri reiyislu. 90 milljóna hús Rafmagnsveitunnar Tíminn hefur að undan- förnu skýrt frá skrifstofu- höllum þeim, sem veitu- stofnanir í Reykjavík eru að rcisa á þessum erfiðaleika- tímum þegar allir aðrir í þjóðfélaginu þurfa að draga saman seglin. Rafmagnsveita Reykjavík- ur er þannig að reisa hús, sem miðað við núgildandi verðlag kostar 90 milljónir króna. Þetta er fimm hæða skrifstofubygging, sem er urn 13.900 rúmmctrar að stærð og um 4000 fermetrar að heildarflatarmáli. Kostnaðinn við þessa hús- byggingu, eins og húsbygg- ingu Hitaveitunnar í Reykja- vík, greiða að sjálfsögðu neytendur í hækkuðu orku- verði. Þetta eru aðeins tvö dæmi af mörgum hliðstæðum sem sýna að fjárfestingar opin- berra fyrirtækja eru alls ekki bundnar sömu kvöðum og t.d. útgjöld heimilanna. Þarna þarf að verða breyting á þannig að fjárfestingar á vegum hins opinbera taki alltaf mið af ástandinu í þjóðfélaginu á hverjum tíma • og brýnni almenningsþörf. Það á ekki að reisa skrifstofu- hallir fyrir opinber fyrirtæki á sama tíma og þjóðartekjur minnka stórlega og allur al- menningur þarf að minnka við sig á flestum sviðum. Hér þarf breytta stefnu. Endurskoðun laga um fasteignasölu Fasteignasala hefur verið nokkuð til umræðu manna á meðal að undanförnu af til- efni, sem öllum mun kunnugt um af fréttum. Jón Helgason, dómsmála- ráðherra, var spurður að því í AlþýðJfclaðinu,hvort hann muni láta endurskoða þau, mál - og er m.a. vitnað til þess að dómsmálaráðherra síðustu ríkisstjórnar lét hafa eftir sér, að væntanlegt væri frumvarp ,um réttarstöðu kaupenda og seljenda í fast- eignaviðskiptum. Jón Helga- son svaraði: „Eg hef ekki fengið greinar- gerð um hvað gert var í þessum málum í tíð síðustu ríkisstjórnar, en ég hef rætt þetta við starfsmenn ráðu- neytisins. Það er augljóst að þar eð núverandi löggjöf byggir á lögum frá 1938 og miðað við breyttar aðstæður síðan þá, að þörf er á marg- þættri endurskoðun á þessari löggjöf þar sem skýrar er kveðið á um réttarstöðu kaupenda sem og seljenda. Það mál verður að sjálfsögðu athugað, en ég get ekki sagt til um hvort þörf sé á lönguin lagabálkuin á þessu stigi“. Hér er um mikilvægt mál að ræða, sem dómsmálaráð- herra mun vafalaust láta kanna ítarlega. Staðreyndin er auðvitað sú, að fólk er að höndla með aleigur sínar þegar það kaupir eða selur fasteign, og það er mikilvægt að það geti treyst þeim sem milligöngu hafa um slík við- skipti. Því miður hafa oft komið upp dæmi sem draga slíkt í efa. Landbúnaðarveröið í haust Jón Helgason var einnig spurður í Alþýðublaðinu um væntanlega hækkun á land- búnaðarvörum í haust. Þar kemur fram, að tilefni mun vafalaust til umtalsverðra hækkana, en óvíst hins veg- ar að hún komi öll út í verðlagið í viðtalinu segir Jón m.a.: „A þessu stigi þori ég ekki að segja til um hversu miklum hækkunum á landbúnaðar- vörunum megi búast við í haust, en kostnaðarhækkanir hafa verið miklar og því tilefni til mikilla hækkana. Hins vegar erum við að skoða þetta dæmi með það í huga hvernig koma megi til móts við hagsmuni allra, þannig að hækkunin verði sem minnst, en jafnframt að bændur taki ekki á sig meiri skell en aðrir. Glíman verður vissulega þung í haust. Slátur og vinnslukostnaður kemur inn aðeins einu sinni á ári og það verður einmitt næst. Vinnu- launin eru stærsti liðurinn og launin hafa vissulega hækkað töluvert þetta ár.“ Þannig að búast má við verulegum hækkunum á verðlagi landbúnaðarvöru í haust? „Það er óhætt að segja að tilefni sé til þess, en auðvitað er æskilegt að hækkunin verði sem minnst og í athug- un eru leiðir til að útkoman verði eitthvað lægri þó út- rieikningurinn verði eftir sem áður réttur.“ Það þarf ekki að fara mörg- um orðum um mikilvægi þess að gerðar verði allar tiltækar ráðstafanir til þess að hækk- unin til neytenda verði sem allra minnst. - ESJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.