Tíminn - 06.08.1983, Qupperneq 4
4
IAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983
Kennarar athugið
Yfirkennari óskast nú þegar aö Vopnafjarðar-
skóla. Einnig vantar kennara aö skólanum. Meöal
æskilegra kennslugreina: stærðfræöi, eölisfræði,
íþróttir.
Umsóknir sendist fyrir 12. ágúst.
Upplýsingar veita Magnús Jónasson sími 97-
3146 og Ásta Ólafsdóttir sími 97-3164 vinnusími
97-3200.
Skólanefnd Vopnafjarðarskóla
Félag farstöðvaeigenda
á íslandi
vekur athygli á eftirfarandi
Samkvæmt tilkynningu samgönguráðherra dags.
3. febrúar 1983 sem birtvar í Stjórnartíðindum B
28. febr. 1983 hefti B5 Nr. 37-65 um skipan 40
rásanna, vekjum viö athygli á aö eftirtaldar rásir
eru úthlutaðar Félagi farstöövaeigenda á íslandi:
Rás-6 kallrás félagsmanna, rásir 10, 11, 12, 14,
15, 30, 31,32, 33, 34 og 35 samtalsrásir.
Félaginu er í mun að skipan ráðherra sé virt hvaö
varðar notkun rásanna, félagsmönnum og öörum
landsmönnum til öryggis og heilla.
Félag farstöðvaeigenda á íslandi
landsstjórn.
Önnumst viðgerðir og nýsmíði
Allt til reiðbúnaðar
Söðlasmíðaverkstæði
Þorvaldar og Jóhanns
Einholti 2 - sími 24180
)Þorv< „
hnakKAH
fréttir
ísfirðingar skatthæstir
á Vestfjörðum:
SKATTA-
KÓNGUR-
INN í BOL-
UNGARVÍK
VESTFIRÐIR: Heildarálagning opinberra gjalda einstaklinga
á Vestfjörðum árið 1983 nemur 228,6 milljónum króna, þar af
969 þús. hjá börnum, að því er fram kemur í frétt skattstjóra
Vestfjarða. Tekið er fram að álagning launaskatts liggur ekki fyrir
enn, og er því ekki innifalin í ofangreindum tölum. Barnabætur
nema 28 millj. króna og persónuafsláttur til greiðslu eignarskatts,
sjúkratryggingagjalds og útsvars nemur 7,6 millj. króna. Þar af
6,9 millj. króna til greiðslu útsvars.
Byggingu 4ra
íbúða aldraðra
að Ijúka í Vík:
Söfnun að
hefjast upp
í byggingar-
kostnað
Mýrdalur: Byggingu fyrstu áfanga
íbúða fyrir aldraöa cr að Ijúka um
þcssar mundir í Vík í Mýrdal. Er þar
um aö ræða 4 íbúðír sem í gcta búió
5-8 manns. Aö byggíngunni standa
Minningarsjóöur Halldórs Jónssonar
o.fl. ogsveitaíclógin tvö í Mýrdalnum.
Hvammshrcppur og Dyrhólahreppur.
í frétt frá Minningarsjóðnum segir
aö heildarkostnaður viö þennan loka-
áfanga muni nema u.þ.b. 2,5 milljón-
um króna og af þeirri upphæö cigi
Minningarsjóðurinn að greiöa um 600
þús. kr. á þessu ári. Einu tekjur
sjóðsins cru gjafir velunnara þessa
málefnis. Stjórn sjóðsins hefur því
ákveðiö að efna til almennrar fjár-
söfnunar til þess að honuní verði kleift
að standa við skuldbindingar sínar. í
þvt sambandi hafa gíróseðlar vcrið
sendir út til Mýrdælinga, Austur-Ey-
fellinga og þeirra Skaftfeilinga á höfuð-
borgarsvæðinu sem sjóðstjórninni er
kunnugt um. Ekki er þó talið ólfklegt
iiö ýmsir fleiri vilji leggja þessu brýna
máli liö en fengið hafa brcf frá
sjóðnum. Er því bent á að hægt er að
koma framlögum til skila í öllum
peningastofnunum með því að senda
þau í gíróscðli á hlaupareikning 1155-i
í Búnaðarbanka íslands í Vík. Auk
þess munu Ágústa Vigfúsdóttir Drápu-
hlíð 24 í Reykjavík ogsr. Gísli Jónsson
á Ránarbraut 7 í Vík taka við gjöfum
til sjóðsins.
-HEL
Álagning einstaklinga 16 ára og
eldri hvílir á 7.270 manns, þannig að
meðaltalsálagning er krónur 31.312
krónur á mann, í umdæminu í heild.
Hún er hins vegar töluvert misjöfn
eftir sveitarfélögum. Hæstu meðal-
gjöld greiða ísfirðingar, 38.276 kr.,
næstir koma Bolvíkingar með 36.505
kr., þriðju eru Tálknfirðingar með
35.210 kr., fjórðu hæstu meðalgjöldin
eru í Bíldudal 33.485 og Patreksfjörð-
ur er í 5. sætinu með 32.232 krónur.
Tekjuskattur er hæsta gjaldtegund
einstaklinga, samtals 112.4 millj. kr.
og þá útsvar sem nemur 96,5 milijón-
urn króna í heild. Hækkun tekjuskatts
milli ára nam 34,13% brúttó, en út-
svars 50,18%.
Jón Fr. Einarsson. byggingarmeist-
ari í Bolungarvík er skattkóngur Vest-
fjarða með samtals 760,861 kr. Næstir
koma: Hrafnkeli Stefánsson. lyfsali
ísafiröi með 652.728 kr.. hans Gcorg
Bæringsson, málarameistari á ísafirði
575.358 kr., Rut Tryggvason, kaup-
maður á ísafirði með 493.291 kr. og
Gunnlaugur Jónasson, bóksali á ísa-
firði með 360.387 krónur í opinber
gjöld.
Heildargjöld félaga nema51,4 millj.
króna (launaskattur ekki meðtalinn).
Par af eru aðstöðugjöld 15.9 millj. kr.
og lífeyristryggingagjald 12,2 millj.
króna.
• Gjaldhæstu fyrirtækin á Vestfjörð-
um eru: Hraðfrystihúsið Norðurtangi
á ísafirði 2.038 þús. kr., íshúsfélag
ísfirðinga h.f. 2.023 þús.,íshúsfélag
Bolungarvíkur h.f. 1.697 þús., Kaup-
félag Dýrfirðinga Pingeyri 1.648 þús.
og Hraðfrystihúsið h.f. í Hnífsdal
1.437 þús.
Álagningarskrár liggja framrni til og
með 10. ágúst n.k.. á ísafirði á
Skattstofunni að Skúlagötu 10 á venju-
legum skrifstofutíma, en í öðrum sveit-
arfélögum á vegum hvers umboðs-
manns eins og þeir auglýsa hver unt sig.
- HEI.
Borgarnes: „Það er mest um þetta
ólífræna drasl sem eyðist ekki, plast og
bjórdósir - þau komust upp í að tína
upp 50 bjórdósir á klukkutíma. Spýtna-
brak t.d. verður hins vegar nokkuð
fljótt að jarðvegi aftur“, sagði Indriði
Jósafatsson starfsmaður Vegagerðar-
innar í Borgarnesi m.a., en hann var
s.l. mánuð flokksstjóri í öðrum af
tveimur vinnuflokkum 13 og 14 ára
unglinga sem unnu um mánaðartíma á
vegum Vegagerðarinnar við snyrtingu
veganna í Borgarfirðinum. Mun það
vera nokkurt nýmæli að ráða unglinga-
vinnuflokk til slíkra starfa utan þétt-
býlisstaða.
Indriði var flokksstjóri sáninga-
flokksins, hans hlutverk var að handsá
fræi og áburði í hæfilegum hlutföllum
í kanta og skurðruðninga þar sem
Vegagerðin hafði unnið að fram-
kvæmdum. Taldi Indriði að þarna hafi
verið um nokkurskonar tilraun að
ræða. Til þessa hafi verið notaður
sérstakur dælubíll í slíkar sáningar, en
raunin hafi orðið sú að mikill hluti
fræsins hafi viljað lenda í skurðunum
sem er síður en svo heppilegt, þ.e. að
þeir fyllist af grasi. Handsáningin hafi
liins vegar tekist prýðilega, fræið allt
farið á rétta staði og þar með nýst
betur. Taldi Indriði því líklegt að
áfram verði haldið með þetta næsta
sumar og jafnvel að þetta verði tekið
til fyrirmyndar á fleiri stöðum á land-
inu.
Annar flokkur vann síðan við að
tína upp drasl sem vegfarendur hafa
losað sig við á og við vegina. Safnaði
hópurinn þannig upp fleiri, fleiri bíl-
hlössum af drasli. Indriði kvað þó
mikið eftir af drasli enn, sem væntan-
lega bíður eftir duglegum höndum
næsta sumar. Hann sagði krakkana
hafa verið iðna og unnið ekki síður en
fullorðið fólk. En meira glens verði
auðvitað inn á milli hjá hópum á
þessum aldri. -HEI.
IR Á KLUKKUTÍMA
■ Það er ótrúlega margt sem vegfarendur „týna“ á ferðum sínum um vegi landsins. Þessi hópur vann við það í mánaðartíma
að safna saman slíku rusli á vegum Borgarfjarðar og dugði ekki sá tími til - nóg er eftir samt.
Tímamynd Ragnheiður.
UPP í 50 BJÓRDÓS-
I