Tíminn - 06.08.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 06.08.1983, Blaðsíða 20
Opið vir.ka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDD Skemnuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nylega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR 8c ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 (W£. HÖGGDEYFAR (JJvarahlutir Hamarshöfða 1 Sími 36510. CttUttm Ritstjorn 86300 - Augfysingar 18300 - Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306 LAUGARDAGUR 6. AGUST1983 Kemur leigusamningur Þormóds Ramma á Sigló-síld í veg fyrir sölu? FORKAUPSftÉTTUR ER1AUNN FELASTILEKUSAM NINGNU M ■ Albert Guömundsson, fjármálaráðherra, upplýsti á al- mennum stjórnmálafundi á Siglufirði í fyrrakvöld að kauptil- boð hefði borist í verksmiðju Sigló-síld á staðnum frá einkaað- ilum, sem yrði athugað gaum- gæfilega. Akvörðun um sölu yrði þó ekki tekin nema með sam- þykki þingflokka. „Reynsla okkar frá fyrri tíð er ekki sú að við kærum okkur um að færa þessi fyrirtæki í hendur einstaklinga. Við höfum hérna gömlu síldarplonin, sem öll eru í rúst. Þau voru í eigu einstaklinga, sem fóru úr bænum þegar síldin hvarf þannig að aðeins brot af síldargróðanum varð eftir", sagði Hinrik Aðal- steinsson, stjórnarförmaður Þormóðs Ramma á Siglufirði, þegar hann var inntur álits á hugmyndum fjármálaráðherra að selja eignarhlut ríkisins í Þormóði Ramma og Sigló-síld, sem alfarið er í eigu ríkisins. Fyrir nokkrum mánuðum tók Þormóður Rammi. Sigló-síld á leigu. Hvernig hcfur rekstur Sigló-síldar gengið eftir samruna fyrirtækjanna? „Við litum svo á að í leigu- samningnum fælist forkaups- réttur Þormóðs Ramma á Sigló- síld. Meðsamtengingu fyrirtækj- anna held ég að grundvöllurinn sem vantaði hjá Sigló-síld sé kominn. Má þar til nefna að í sumar hefur verið unnið á fullum krafti í rækju. Hún hefur bæði vcrið niðursoðin og fryst. Hjá Sigló-verksmiðjunni er engin frystiaðstaða og þess vegna hcfur frystingin komið í hlut frystihúss- ins. Eins og málin standa núna gefur frosna rækjan talsvert bet- ur af sér en sú niðursoðna, en það getur breyst og því er nauð- synlegt að hafa báða möguleik- ana fyrir hendi," sagði Hinrik. Hann ságði ennfremur að fyrir nokkrum árum hefði Þormóður Ramrni saltað töluvert af síld fyrir Sigló-verksmiðjuna og það hefði gefist vel. Nú væri í athug- un að gera það sama í haust. Loks sagði Hinrik að gífurleg vinna hefði verið á Siglufirði í sumar: „Okkur vantar fólk,“ ■ Nokkrirnámsmennerlend- is, sem dvclja heitna yfir sumarmánuðina efndu til mútmælastöðu fyrir utan stjórnarráðið í gær og mót- nueltu fjrirhuguðuin skerðing- utn á framlagi til Lánasjóðs islcnskra námsmanna. Jafn- framt dreifðu þeir bæklingi ineð vmsum upplvsingum um kjör námsmanna og þjðingu Lána- sjóðs, og drcifingu lána til námsmanna í hinum ýntsu há- skóla- og sérskólagreinum. Loks er að finna i bieklingnum tilvitnun í leiðara Ingvars Gíslasonar f.v. inenntamála- ráðherra í Degi þar sem hann mótmælir þvi að fé Lánasjóðs sé skert. Timamynd Ari Þorgeir Ástvaldsson forstödumadur Rásar 2: „ÞARF SEX FASTA MENN VIÐ RÁSINA” ■ „Ég yrði ekkcrt ánægður ef ég mætti ckki skilningi á því hve marga mcnn ég tel þurfa á Rás 2", sagði Þorgeir Astvaldsson, forstöðumaður Rásar 2 hjá Ríkisútvarpinu í samtali við Tímann, en í haust hefjast út- sendingar frá rásinni og margir telja líklegt að erfitt verði fyrir Þorgeir að fá samþykki fyrir þeim fjölda fastráðinna starfs- 1 manna við stöðina, er hann telur riauðsynlegan. „Ljóst cr að lágmarks fjöldi fastráðinna er sex manns. Þ.e. tveir tæknimcnn og þrír aörir fastráðnir fyrir utan migsjálfan. Búið er að veita leyfi fyrir tækni- mönnunum cn enn á eftir að ákveða fjölda annarra fast- ráðinna. Það verður sjálfsagt ekki auðvelt að fá fastráðið fólk á stöðina þannig að stöðin verður rekin á fáum föstum starfs- mönnum og mörgum lausráðn- um", sagði Þorgeir. Aðspurður sagði Þorgeir að undirbúningnum miðaði mjög vcl og að það hillti undir enda- sprettinn mcð húsnæðið í nýja útvarpshúsinu. Þarna verða tvö stúdíó búin nýstárlcgum og full- komnum tækjum að sögn Þor- geirs. „Bjartsýnustu menn segja að útsendingar ættu að geta hafist í nóvember en þá má nú lítið bregða út af svo að það takist ekki. Tilraunaútscndingar verða örugglega í fyrsta lagi í októ- bermánuði tii að þjálfa starfs- fólkið og þess háttar. Annars hefur verkefnið vaxið í höndun- um á manni frekar en hitt og það eru mjög margir þættir sem mað- ur er að komast að raun um að eru stærri en maður gerði sér í hugarlund“, sagði Þorgeir Ást- valdsson, forstöðumaður Rásar 2 að lokum. -Jól. VÍSA-ÍSLAND tekur til starfa eftir helgina: EINUNGIS TIL NOTKUNAR ERLENDIS ■ „VISA-greiðslukortin eru gefin út til eins árs í senn, og eru einungis ætluð til notkunar cr- lendis. Það er síðan Seðlabanki íslands sem setur frekari reglur um það hvernig notkun kortanna er háttað," sagði Jóhann Ágústs- son formaður fyrirtækisins VISAISLAND sem hleypt verð- ur af stokkunum n.k. mánudag. „Félagið var stofnað þann 15. apríl s.l. og er þjónustufyrirtæki á sviði greiðslukorta. Að því standa 5 bankar og 13 af stærstu sparisjóðum landsins, eða um 81% af bankakerfinu. Félagið er aðili að VISA INTERNAT- IONAL, sem er stærsta og öfl- ugasta greiðslukortafyrirtæki í heimi, með yfir 100 milljónir kortahafa, Það er samstarfsvctt- vangur 14000 banka og spari- sjóða í um 160 löndum, með yfir 130000 útibú eða afgreiðslu- staði", sagði Jóhann ennfremur. Fyrirtækið VISA ISLAND hefur opnað húsnæði undir starf- semi sína í rúmgóðu húsnæði að Austurstræti 7, og var frétta- mönnum boðið þangað í gær til að kynna sér starfscmina. Að sögn Jóhanns er það ætlun- in að koma á greiðslukortafyrir- komulagi hér innanlands um næstu áramót. Framtíðardraum- urinn er svo að hægt verði að nota sömu greiðslukort bæði hér innanlands og erlendis, og bjóst Jóhann við að ekki væri langt í land með að svo yrði. - ÞB dropar Holóttur var vegurinn... ■ F.ins og komið hcfur fram í fréttum ók Albert Guðmunds- son, fjármálaráðherra, norður á Siglufjörð í fyrradag til að ræða við hcimamenn um hugs- anlcga sölu á Siglósíld, en hann kvaðst hafa tilboð upp á vasann frá heimamönnum í fyrirtækið, þ.e. einhverjum einkaaðilum. Fitthvað var Albert að dæsa þegar komið var norður, og ræddi það að vegurinn hefði vcrið verstur eftir að Stráka- göngunum sleppti, bæði hol- óttur og erfiður yfirferðar. Hann hefur hins vegar sjálfsagt ekki vitað það að sl. sumar var vegurinn búinn undir slitlag, sem ekkert hefur síðan sést til á þessu ári. Kannski að slitlagið eigi að greiðast af þeim fjár- munum sem fjármálaráðherra hefur enn ekki útvegað til að fylla upp í stóra gatið á vega- áætlun sem myndaðist þegar ákveðið var að hverfa frá kíló- gjaldinu. „Sex Movie?“ Ráðamenn í Rússíá virðast sannarlega þurfa að reyna það, að uppeldi getur verið þolin- mæðisverk, ekki síst þegar um er að ræða uppcldi heillar þjóðar. Þeir munu nú í háifa öld hafa baxað við að banna allt það sem talist getur til kvnlífsumfjöllunar hvort sem er á prenti eða í myndum að ekki sé ná talað um í verki, m.a.s. saklaus koss í kvöld- rökkri mun þar jafnvel jaðra við klám og þykja tilefni til umvöndunar á lögreglustöð. „AndropolT hjálpi þeim“ flaug því i iiuga bíógests í Regnboganum nú í vikunni. Þar hefur að undanförnu verið sýnd í einum salnum ensk, gamanmvnd, en í útstillingu bíósins er einn lcikarinn sýndur í lendaskýlu einni klæða. Fjórir Rússastrákar komu og skoðuðu útstillingarmyndirnar en skildu ekki orð í prentuðum texta. Ilia gekk þeim einnig að afla sér upplýsinga í afgreiðsl- unni, þar til einn stamaði út úr sér „sex movie?“ og benti á umrædda mynd. Við neitun héldu þeir burt af staðnum, trúlega í leit að einhvcrju meira krassandi. Svo mikla fyrir- hyggju hafði hins vegar ekki annar Rússahópur, erkom litlu síðar. Þeir key ptu sig inn - en í skakkan sal. Biðu þeir þar langeygðir eftir cinhverju „líf- legu“ á tjaldinu, uns þeir átt- uðu sig og færðu sig síðan allir, í hóp inn á „Maður til taks“. En, æ, æ - þar var þá ekkert gaman heldur. Svona geta út- stillingar blekkt fólk illilcga. Krumtni sér að það er jafnt á komið með þeim sem sitja frammí og afturí í ráðherrabílunum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.