Tíminn - 06.08.1983, Síða 18
18
jmmmng
Kristey Hallbjörnsdóttir
„Hvað er hel?
Ölliun Ukn sem lifa vel,
éngill er til lífsins leiðir
Ijósmóðir sem hvílu breiðir,
sólarbros er birta él
lieitir hel".
(Sálmab.)
Þarm 30. júlí s.l. andaðist Kristey
Hallbjörnsdóttir, Suðureyri í Suganda-
firði. Kristey var ftedd 22. febr. 1905.
Ekki verða raktar ættir hennar í þessum
fáu orðum mínum, enda trúi ég að aörir
muni það gera. Löngun mín er aðeins að
senda örfá kveðjuorð og minnast á kynni
mín af Kristeyju. Eg mun hafa verið 5-6
ára snáði þegar ég sá fyrst þessa gull-
fallegu stúlku - já stúlku, , því þaö er
ekki fyrr en 9. okt. 1926 að þau ganga í
hjónaband Sturla Jónsson móðurbróðir
minn og Kristey Hallbjörnsdóttir. í húsi
afa og ömmu vcrða því þrjár íbúðir. Jón
afi, Kristín amma, foreldrar mínir Frið-
rik og Þóra og síðan Sturla og Kristcy.
Sem barn man ég þátttöku Kristcyjar í
félagsmálum, bæði Kvcnfélaginu Ársól
og Leikfélaginu, cnda var hún talin
frábær leikari. Sturla byggir sér hús við
Aðalgötu bæjarins. Störf hans marg-
breytileg kalla á meira rými. enda mað-
urinn skipseigandi og skipstjóri, síöar
útgerðarmaður, oddviti, hreppstjóri og
sitthvað fleira. Þau eignast 5 börn: Evu
f. 7.9 ’27, Sigrúnu f. 18.4 ’29, Kristínu f.
14.6 ’30, Jón f. 1.10 '32 og Eðvarð f. 21.3
'37. Ekki verður í efa dregið að umfang
Sturlu kallar á umfangsmikil heimilis-
störf. Sturla er hættur skipsstjórn. Allir
vissu að trú hennar til sjómennskustarfa
var fóigin í Ijóði Davíðs Stefánss. skálds.
I kvæðinu „Skipstjórinn er þetta skráð:
„Þig vissi ég standa við slýrið þar,
sem stormurinn harðast næddi,
og háar öldur við himin.: bar
og hufsjór um þiljur flæddi.
Þó bylgjur greiddu þér bylmingshögg
var barisl og hvergi vikið,
sjónin vur skörp, Itver skipun glögg
og skapið tumið - og mikið. “
Leiðir okkar skilja. Mig ber burt frá
æskustöðvum. Ekki munu félagsleg
verkefni hafa þrotið hjá Kristeyju.
Margra ára formcnnska í Kvenfélaginu
ásamt öðru umfangi. Eftir um 20 ára
tímabil, flyst ég til Flateyrar í Önundarf.
Lciðir styttast til heimsókna milli vina og
frænda, aðcins smáheiði yfir að fara. í
fjarveru minni hefur Kristey orðið fyrir
verulegu áfalli. Vírusveiki hefur lamað
fætur og hún gengur við stafi. Síðar
verður hún að nota hjólastól. Mörg verk
breytast, útivcrk í garði blóma fellur
niöur. Það er áfall fyrir konu scm hugsar
eins og skáldið Davíð Stefánsson.
Gott er enn að grisja beð
gera eld í rjóðri.
En illgresi skal eyða með
öðrum betri gróðri.
Við þessar brcyttu aðstæður, gerir
hún stórt átak. Aðlaðar sig við dagleg
störf, sem fylgja oddvita og hreppstjóra-
starfi. Heimsóknir fjölmargra verða dag-
legir viðburðir og ekki algengt að
jafnvel stór hópur skyldfólks og vina
komi til Suðureyrar, án þess að
heimsækja Sturlu og Kristeyju. Æðru-
leysi varefst í huga Kristeyjar. Hún vissi
vel að hverju stcfndi síðustu árin. Hún
hafði tileinkað sér einkunnarorðin í
síðustu vísu Davíðs Stefánssonar úr
Ijóðinu „Gæfan mesta".
„Vor gæfa er að fæðast feig
og finna návist Guðs og Ijósið eygja,
en þyngsta raun að þjást af banageig
og þora ekki að deyja".
Og Kristey horfir út um gluggann og
sér að
Hyldjúpur himinn
hlaðinn stjörnum.
Sveipar drottins dýrð
dauðlegan mann.
Þetta er eiltfðin.
Þelta er Orðið.
Þetta er Hann.
D. St.
Aldrei kom ég heim til Kristeyjar án
þess að hún mætti mér með brosi um
brá. Geðprýðin var henni í blóð borin.
Brugðið gat fyrir þreytu í svip hennar,
en aldrei óánægju yfir óvæntri gesta-
komu fjölmargra, er þangað komu fyrir-
varalítið.
Ekki dreg ég í efa, að hennar er sárt
saknað af öllum þeim fjölda er þekktu
hana. Við hjónin eigum hugljúfar
minningar frá ýmsum tímum. Þrátt fyrir
erfiði um þjónustu við aðra, vegna
verunnar í hjólastólnum, var hún ætíð
hin glaðværa mikla húsmóðir, veitandi
sem allir báru djúpa virðingu fyrir.
Upp í huga minn kemur enn eitt Ijóð
Davíðs Stefánssonar - þar segir:
„Er sálin var úr fjötrum leirsins leyst
var líkt og byggðin vaknaði af dvala.
Tilfjallsins heyrðist fáknum vera þeyst,
affleygum vængjum lagði nœtursvala.
Á bleikum jó, sem ber sitt höfuð reist
hóf brúður dalsins för til himinsala.
En móðir Guðs lét móti henni fara
sinn miklu, hvíta flokk, sinn englaskara".
Við Ragna sendum Sturlú og öðrum
aðstandendum hugheilar vinar og sam-
úðarkvcðjur. Jón F. Hjurtar.
I-AHR FJÖLSKYLDAN
SPENNUM
BELTIN
sjálfra
okkar
vegna!
1.A.UGARDAGLIR 6. ÁGUST 1983
Kvikmyndir
Sfmi 78900
SALUR 1
Frumsýnir
Nýjustu mynd F. Coppola
Utangarðsdrengir
(The Outsiders)
iHeimstræg og splunkuný stór-1
I mynd gerð af kappanum Francis*
Ford Coppola. Hann vildi gera
mynd um ungdóminn og likir The
Outsiders við hina margverð-
launuðu fyrri mynd sina The God-
father sem einnig fjallar um fjöl-
skyldu. The Outsiders saga S.E.
Hinton kom mér fyrir sjónir á réttu
augnabliki segir Coppola.
Aðalhlutverk: C. Thomas Howell,
Matt Dillon, Ralph Macchino,
Patrick Swayze.
Bönnuð innan 14 ára.
Hækkað verð.
Myndin er tekin upp í Dolby
sterio og sýnd í 4 rása Star-
scope sterio.
Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11
SALUR2
Class of 1984
Ný og jafnframt mjög spennandi
mynd um skólalífið í fjölbrautar-
skólanum Abraham Lincoln. Við
erum framtiðin og ekkert getur
stöðvað okkur segja forsprakkar
klíkunnar þar. Hvað á til bragðs að
taka, eða er þetta það sem koma
skal?
Aðalhlutverk: Perry King, Merrie
l.ynn Ross, Roddy McDowall.
Leikstjóri: Mark Lester.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 3,5, 7,9 og 11.
SALUR3
Merry Christmas
Mr. Lawrence.
Heimsfræg og jafnframt splunku
ný stórmynd sem skeður I fanga-
búðum Japana i siðari heimstyrjöld.
Myndin er gerð eftir sögu Laurens
Post, The Seed and Sower og
leikstýrð af Nagisa Oshima en það
tók hann fimm ár að fullgera þessa
mynd.
Aðalhlv: David Bowie, Tom
Conti, Ryuichi Sakamoto Jack
Thompson.
Sýnd kl. 5, 9 og 11.15.
Bönnuð börnum
Myndin er tekin i DOLBY STERIO
og sýnd i 4 rása STARSCOPE.
Litli lávarðurinn
Hin frábæra fjölskyldumynd.
sýnd kl. 3
SALUR4
Svartskeggur
Hin frábæra Disneymynd
Sýnd kl. 3 og 5
Maðurinn með
barnsandlitið
Hörkuspennandi vestri með hinum
geysivinsælu Trinity bræðrum.
.Aðalhlutverk Terence Hill og Bud
Spencer.
Sýnd kl. 7,9 og 11.
SALUR5
Atlantic City
Frábær úrvalsmynd útnefnd til 5
óskara 1962
Aðalhlutverk: Burl Lancaster,
Susan Sarandon
1 Leikstjórl: Louis Malle
Sýnd kl. 5 og 9