Tíminn - 07.09.1983, Qupperneq 2

Tíminn - 07.09.1983, Qupperneq 2
(MIPVIKUDAQUR 7..SEI’! EMBl'H 1983 fréttir Sjúkrahúsið á Patreksfirði: FULLKOMIN SKURÐSTOFA HEF- UR STAÐIÐ ÓNOTUÐ f TVð ÁR — þar sem ekki hefur fengist skurðlæknir né svæfingalæknir ■ Á sjúkrahúsinu á Patreksnrði er til staðar skurðstofa nteð iillum útbúnaði en þar liel'ur ekki verið skorið upp s.l. 2 ár að heitið getur þar sem hvorki hefur verið til staðar þar skurðheknir eða svæfingalæknir. Fólk sem þarf að fara í alla stærri uppskurði liefur verið sent suður til Reykjavíkur með sjúkrallugi, en það getur reynst erfitt að treysta á það á vetrum þar sem samgöngur við byggðar- lagið eru oft mjög slæmar. „Sjúkraflutningarnir suöur vegna skurðaðgerða byggjast á því að fólkið fái fyrsta flokks meðferð. Hér er að vísu til staðar ðll aðstaða og tæki til uppskurða en sérmenntað starfslið skortir og því er ekki skorið upp nema í neyðartilvikum" sagði Bolli Ólafsson framkvæmdastjóri sjúkrahússins í samtali við Tímann er við spurðum hann út í þessi mál. „Málin hjá okkur standa þannig í dag að við erum með cinn lækni og cinn kandidat og verður kandidatinn sjáan- lega í annarri stöðunni næstu tvo mánuð- ina. Hér eiga að vera tvcir læknar og við erum að berjast nú við að fá það í lag“ sagði Bolli. Jón Gunnlaugur Jónasson læknir á Patreksfirði sagði í samtali við Tímann að skurðlæknir mundi koma á staðinn I. október eða 1. nóvember og þá gæti hugsast að skurðstofan yrði eitthvað notuð...“ „Það hafa verið hér í gegnum árin menn sem hafa gert svona smávægilegar aðgerðir en nú er hinsvegar millibils- , ástand meðan við bíðum skurðlæknis í byrjun vetrar.“ sagði Jón Gunnlaugur. Jón Gunnlaugur sagði einnig að upp- lagt væri ef hægt væri að framkvæma einhverjar smávægilegar aðgerðir, til dæmis botnlangaskurði, hjá þeim, þeir hefðu allt til alls en skorti sérmenntað starfslið. Af þeim sökum hefðu eingöngu ■ Frá Patreksfirði verið framkvæmdar hingað til hjá þeim smávægilegar aðgerðir sem hægt væri að gera með staðdeyfingu. Bæði Bolli og Jón Gunnlaugur voru sammála um að brýn þörf væri á að leysa úr þessu vandamáli og sagði Bolli í því sambandi: „Við höfum traust sjúkraflugfélag sem oft hefur flogið við erfiðar aðstæður en síðastliðinn vetur þurftum við að fá þyrlu frá Landhelgisgæslunni því ólend- andi var á flugvellinum og ef það hefði ekki gengið hefði verið framkvæmdur hér neyðaruppskurður, búið var að gera allt klárt fyrir það. Það er mikil þörf á því að fá skurð- lækni því að við þurfum að geta veitt sömu þjónustu og aðrir landsmenn fá. Þetta er þar að auki stundum hættuspil ef ekki er tími til að bíða eftir sjúkraflug- inu og þótt það verði að gera er sjúk- lingurinn kannski í verra ástandi eftir biðina og flugið en ella hefði orðið.“ Sjúkrahúsið á Patreksfirði þjónar Vestur-Barðastrandasýslu og telur þjón- ustusvæðið nú tæplega 2200 manns. Ef taka á hliðstætt sjúkrahús má nefna sjúkrahúsið á Siglufirði en þar er starf- andi skurðlæknir og hefur verið lengi. - FRI Fundur félagsmálarádherra og adila vinnumarkaðarins: jUirif nýrrar tækni Á ATVINNUIÍF KÖNNUÐ ■ „Við rædduni á þessum fundi hvort æskilegt væri að standa að könnun á áhrifuin aukinnar tækni- og tölvuvæðing- ar á íslenskt atvinnulíf, mannaflaþörf og vinmiumhverfi,” sagði Alexander Stef- ánsson, félagsntálaráðherra m.a. erTím- inn spurði hann fregna af fundi sem hann hélt með fulltrúum vinnumarkaðarins. Á þessum fundi voru lulltrúar frá A.S.I., B.S.R.B. B.H.M., Sambandi_íslenskra bankamanna, Farntanna- og fiskimann- asambandinu, V.S.Í. Vinnumálasam- bandi samvinnufélaga, Vinnumálanefnd ríkisins og Sambandi íslenskra sveita- félaga. „Þetta er náttúrlcga stórt mál, sem ■ „Það er nú ekki cndanlega komið á hreint hver hagnaðurinn af Iðnsýning- unni er. Þó er Ijóst að þar er um nokkur hundruð þúsund að ræða“, sagði Bjarni Þór Jónsson, framkvæmdastjóri Iðnsýn- ingar ’83 sem lauk um helgina. Að sögn hans komu fast að 80 þúsund gestir að sjá sýninguna. „Hagnaðinum verður örugglega vel varið. Það er auðvitað stjórnar Félags íslenskra iðnrekenda að ákveða hvernig honum verður ráðstafað en líklega verð- ur eitthvað notað til að koma á framfæri vöruskrá þar sem fólk getur séð hvað kannaö hefur vcrið að hluta til á hinum Norðurlöndunum," sagði félagsmála- ráðherra, „og það er auðvitað lífsnauð- syn fyrir okkur að snúast þannig við þessari tæknivæðingu sem hvarvctna fer í vöxt, að átta okkur á því hvernig vinnumarkaðurinn kann að þróast, og um lcið að athuga ný atvinnutækifæri. Við crum á eftir nágrannalöndunum í þessum málum, og við þurfum nauðsyn- lega aö kanna á hvaða sviðum við erum helst samkeppnisfær. Það var nú hug- myndin á bak við þennan fyrsta fund þessara aðila, og ég vildi kanna hvort aðilar vinnumarkaðarins hefðu ekki áhuga á að forysta um þessi mál yrði það getur fengið og hvar", sagði Bjarni. „Við erum mjög ánægðir með þessa aðsókn og þetta er miklu meira en við gerðum okkur vonir um. Mér hefur sýnst og heyrst fólk vera mjög ánægt með sýninguna". Á föstudaginn kom sextíuþúsundasti gesturinn á fðnsýninguna og var hann heiðraður á sama hátt og sá fimmtíuþús- undasti, þ.e. hlaut 10.000 króna vöruút- tekt hjá íslenskum iðnfyrirtækjum innan FÍI, Sá heppni heitir Haukur Jóhannsson og er frá Vestmannaeyjum. Gestur núm- er sjötíuþúsund var einnig heiðraður. -Jól. mynduð. Á þessum fundi í dag kom fram einróma vilji fyrir því að ríkis- stjórnin hefði forystu um þetta mál, og þar mcð að félagsmálaráðuneytið í gegnum vinnumáladeildina, setji af stað slíka könnun," Alcxander sagðist mjög ánægður með þessi viðbrögð aðila vinnumarkaðarins, og að þetta hefði verið mjög góður fundur. Á ríkisstjórnarfundi í gær lagði félags- málaráðherra svo mál þetta fyrir og í framhaldi þess var honum falið að skipa nefnd til þess að gera þessa könnun, og sagðist félagsmálaráðherra í gær mundu skipa slíka nefnd á næstu dögum. -AB. Ekið var á tvö börn á gangbraut! ■ Átta ára gömul stúlka varð fyrir bíl á Hringbraut á móts við Furumel um kl. 15.20. Stúlkan var á leið yfir götuna á merktri ganghraut þegar slysið varð. Þarna eru gangbrautarljós en við at- hugun kom í Ijós að þau voru ekki i fullkomnu lagi þannig að Ijósin skiptu séf ckki fyrr en nokkrum mínútum eftir að ýtt var á hnappinn sem stjórnar þeim. Stúlkan var flutt á slysadeild en reyndist ekki mikiö meidd. Þá var einnig ekið á 13 ára gamlan dreng á reiðhjóli á Kringlumýrarbraut unt kl. 14,(K). Drengurinn var á leið 'yfir götuna á gangbraut þegar bíli, sem kom vestur Suðurlandsbraut og beygði síðan upp Kringlumýrarbraut, lenti á drengnum. Bíllinn var á lítilli fcrð og mciðsli drengsins voru ekki mikil. -GSH. Iðnsýningurmi lokið: „Nokkur hundruð þúsund krón- ur í hagnað” — segir framkvæmdastjórinn, Bjarni Þór Jónsson — Um 80 þúsund sáu sýninguna ■ Einingahús Barkar hf. á Iðnsýningunni. Tímamynd Róbert. Börkur hf. stærsti sýningar- aðilinn á Iðnsýningunni: „NOTAGILDI HÚSANNA ER MARGVÍSLEGT’ — segir Matthías Valdimarsson um einingahús Barkar ■ Stærsti sýningaraðilinn á Iðnsýning- unni 1983 í Laugardalshöll var fyrirtækið Börkur hf. í Hafnarfiröi en þeir sýndu 254 fm hús byggt úr Barkar húseiningunt á stálgrind. „Stálgrindin er frá Garðasmiðjunni sem auk þess leggur til fellihurðirnar í húsið en einingarnar á þaki og veggjum eru frá okkur" sagði Matthías Valdi- marsson hjá Berki í samtali við Tímann er við báðum hann að lýsa húsinu. „Þessar einingar eru úr plasthúðuðum stálplötum með polyúreþaneinangrun á milli, öll framleiðslan er íslensk, aðeins hráefnið kemur erlendis frá. Við byrjuðum fyrir alvöru að fram- leiða þessi hús fyrir um tveimur árum síðan er við keyptum völsunarvélina og pressuna. Notagildi þessara húsa er margvíslegt og við höfum selt þau í alla landshluta síðan framleiðsla hófst, sem dæmi um notagildið má nota húsin sem íþróttahús, verslanir, iðnaðarhús og gripahús. Uppsetning er mjög einföld og auð- veld enda er allt húsið í stöðluðum einingum og miðað við önnur innflutt hús af sama toga og hús byggð með hefðbundnum aðferðum koma þessi hús ódýrar út, getur munað um 20% að meðaltali." sagði Matthías, Hann gat þess ennfremur að raunar væru möguleikarnir ótæmandi hvað hægt væri að gera úr einingunum..." jafnvel heilu frystihúsin og fiskvinnslustöðv- arnar, þannig höfum við reist frysti- geymslu á Eskifirði úr Barkar eining- um...“ en af þeim sem hafa byggt á þennan hátt má auk þess nefna, húsnæði Barkar hf., Fjarðarkaup í Hafnarfirði og verksmiðjuna Vífilfell. Hvað uppsetningartíma varðar sagði Matthías að hægt væri að reisa hús eins og sýnt var á iðnsýningunni á einni til tveimur vikum. Einingarnar koma í öllum stærðum og er hægt að fá þær allt upp að 12 m langar. Fyrirtækið Börkur er þess utan með ýmsar nýjungar í framleiðslu sinni. Inn- an hússins á Iðnsýningunni voru þannig kynntar staðlaðar einingar fyrir frysti- og kæliklefa og hita- og frostþolin plaströr, polybutilene, sem ekki hafa verið framleidd hérlendis áður. Þau þola 20 kg. þrýsting á meter og forráðamenn Barkar eru sannfærðir um að þarna séu á ferðinni plaströr sem á komandi árum verði notuð í lagnir fyrir heitt vatn bæði innan- og utanhúss í mjög ríkum mæli. - FRI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.