Tíminn - 07.09.1983, Side 10
10
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983
MIDVIKUDAGUR 7. SF.PTEMBER 1983
11
íþróttir
umsjón: Jón Ólafsson
Enska knattspyrnan
■ Munchcstcr United vann góðan sigur á
liði Arscnal er liðin léku á Higbury í
gxrkveldi. Rauðliðarnir skoruðu 3 mörk
gegn tveimur heimaliðsins. Liverpoll gerði
jafntefli á heimavelli sínum gegn Southam-
pton og West Ham heldur áfram sigurgöngu
sinni því nú sigruðu þeir nýliða Leicester sem
ekkert virðast geta. Þar urðu lokatölurnar
3-1.
Annars urðu úrslit í 1. deildinni svona:
Arsenal-Man.Utd. 2:3
Birmingham-Stoke 1:0
Coventry-Notts County 2:1
Ipswich-Everton 3:0
Luton-Norwich 2:2
QPR-Watford 1:1
West Ham-Leicester 3:1
Liverpool-Southampton 1:1
í kvöld leika svo Sunderland ogh Wolves,
WBA og Tottenham og Nott. Forest og A.
Villa. Fyrrnefnda liðið leikur á heimavelli.
Urslit í 2. deildinni urðu sem hér segir.
Porstmouth-Barnsley
Brighton-Derby
Sheff. Wedn-Cambridge
Charlton-Carlisle
Hudd.field-C. Palace
Grimsby-Leeds
Middlesboro-Niwcastle
Swansea-Oldham
2:1
1:0
1:0
1:0
2:1
2:0
3:2
0:0
-Jól
■ Án Luther Blisset hefur liðinu hans
Elton John (Eltann Jón!) gengið treglega að
skora fleiri mörk, en andstæðingarnir.
■ Staðan í 1. deild ensku knattspyrnunnar. Staðan í 2. deild ensku knattspyrnunnar
West Ham 12 Sheffield Wed .... ... 4 3 1 0 5-1 10
Ipswich 10 Shrewsbury ... 4 2 2 0 5-5 8
Man. Utd ....4 3 0 1 8-5 9 Charlton ... 3 2 1 0 3-0 7
Coventry ....4 2 2 0 7-5 8 Middlesborough . . ... 3 2 1 0 6-4 7
Liverpool ....4 2 2 0 4-2 8 Chelsea ... 2 2 0 0 7-1 6
Southamton .... . . . . 4 2 2 0 3-1 8 Man. City ... 3 2 0 1 6-4 6
Luton 10-5 7 Newcastle ... 4 2 0 2 64 6
Aston Villa .... .... 3 2 0 1 6-5 6 Portsmouth . . 3 2 0 1 4-„2 6
Notts Country . . . .... 4 2 0 2 7-5 6 Cardiff ... 4 2 0 2 5-5 6
Arsenal ....4 2 0 2 6-6 6 Cambridge ... 31112-1 4
Birmingham .... ... 4 2 0 2 4-6 6 Grimsby ... 31114-4 4
Norwich ... 4 1 2 1 6-4 5 Blackburn ... 31113-4 4
QPR ... 4 1 2 1 4-5 5 Oldham ... 31111-3 4
Everton ... 4 1 1 2 2-5 4 Derby ... 31113-7 4
Nott.Forr ... 3 1 0 2 2-3 3 Leeds ... 41125-6 4
W.B.A 5-7 3 Barnslcy ... 3 1 0 2 6-5 3
Stoke City ... 4 1 0 3 3-4 3 Brigthon ... 4 1 0 3 4-6 3
Watford ... 4 0 2 2 5-8 2 Huddersfield ... 2 0 2 0 2-2 2
Wolves ... 3 0 1 2 2-6 1 C. Palace ... 20111-3 1
Sunderland ... 3 0 1 2 2-6 1 Swansea ... 30121-3 1
Tottenham ... 3 0 1 2 2-6 1 Carlisle ... 4 0 1 3 0-4 1
Leicester ... 4 0 0 4 1-11 0 Fulhani ... 2 0 0 2 0-5 0
■ Nú gengur allt eins og í Ijóði, æ nei sögu, hjá Alan Devonshire og kumpánum í West Ham.
Tróna þeir nú efstir í 1. deildinni. Munar sjálfsagt mestu um að gamla brýnið Brooking er aftur
kominn á ról. Þetta sem hér er fyrir ofan er þó hann Devonshire.
U-21 árs landsleikurinn:
H0LLAND MARÐIJAFN-
TEFU GEGN ÍSLENDING-
UM SEM LÉKU STÓRVEL
íþróttir
■ Sigurður Grétarsson Breiðabliki skoraði mark Islands í leiknum gegn Hollandi í
■ Frábært íslenskt unglingalandslið
gerði jafntefli 1-1 við það hollenska í
hörkuspennandi leik í Venlo í Hollandi í
gærkveldi. Hollensku atvinnumennirnir
voru hvað eftir annað yfirspilaðir af eld-
snöggum íslenskum strákunum og i seinni
hálfleik var svo komið að áhorfendur voru
farnir að klappa og hvetja íslenska liðið, til
enn frekari dáða. Þetta var leikur sem að
litla ísland hefði hæglega geta unnið 3-1.
Strax á fyrstu mínútunum var Ijóst
hverskonar leikur þetta yrði. Hollend-
ingarnir spiluðu meir og létu boltann
ganga sín á milli. íslendingarnir létu þá
þó aldrei í friði og beittu eldsnöggum
skyndisóknum, þannig að dúkku spil
Hollendinganna endaði yfirleitt á mið-
línunni. í öllum leiknum áttu þeir ekki
nema eitt verulega hættulegt marktæki-
færi.
íslensku sóknirnar voru hinsvegar
mun skæðari. Á 11. mínútu leiksins léku
þeir Kristján Jónsson, Þrótti og Sigurjón
Kristjánsson, Breiðabliki, snöggt og
skemmtilega upp vinstri kantinn og með
stórglæsilegri 30 metra sendingu sendi
Kristján boltann í eyðu inn á vítateig þar
sem Sigurður Grétarsson, Bliki, kom
aðvífandi og afgreiddi sendinguna
snyrtilega í hornið, óverjandi.
Hollendingar jöfnuðu sjö mínútum
síðar úr vafasömu víti sem Bene, Feyen-
oord tók, Út hálfleikinn varsvojafnræði
með Iiðunum en íslendingarnir þó áber-
andi sterkari í einvígum. Á 21. mínútu
var hreinu víti sleppt.
í seinni hálfleik voru íslendingarnir
hinsvegar sterkari og fór þá æ meira að
bera á mistökum hjá atvinnustrákunum
hollensku. Á 51. mínútu var Sigurjón
felldur inni í vítateig eftir fallega send-
ingu frá Kristjáni en óútreiknanlegur
dómari dæmdi ekkert. Á 65. mínútu
voru hollensku áhorfendurnir farnir að
púa á sína menn en hvöttu íslendingana
óspart. Upp úr því kom hvert tækifærið
á fætur öðru. Aðalsteinn Aðalsteinsson
átti tvö markskot framhjá og Sigurjón
eitt úr þröngu færi. Bestu marktækifærin
komu þó á 68. og 69. mínútu en þá missti
Óli Þór Magnússon knöttinn of langt frá
sér.
Eina hættulega tækifæri Hollendinga
kom á 78. mínútu, en með viðbrögðum
á heimsmælikvarða varði Stefán Jó-
hannsson glæsilega. Þeir Helgi Bentsson
og Jósteinn Einarsson komu inn á sem
varamenn í síðari hálfleik.
Hver einasti leikmaður íslenska liðsins
átti toppleik og synd væri að taka
einhvern einstakan út úr. Stefán mark-
vörður var afar öruggur í úthlaupum og
skotin 3 varði hann léttilega. Þeir Krist-
ján og Sigurjón eru báðir feikiskemmti-
lega útsjónarsamir leikmenn. Kristján,
að öðrum leikmönnum ólöstuðum.
gærkvöldi. Markheppinn strákurinn.
Tímamynd: Ari
bestur. Frábær bakvörður og oft í
fremstu víglínu. Enginn fór í gegnum
Guðjón Þórðarson, hægri bakvörð. Sig-
urður Jónsson var auðvitað góður og
Ragnar Margcirsson átti marga góða
spretti, eins og reyndar allir leikmenn
liðsins. Svo virðist sem efnilegasta lands-
lið íslendinga sé þegar fætt.
Hollenska liðið olli vonbrigðum og þá
sérstaklega Ajax og Feyenoord leik-
mennirnir. Besturvarsennilega Cruyes,
Utrecht. Dómarinn frá Luxemborg var
einkennilegur.
Magnús Ólafsson í Venlo:
„Ánægðurmeð
leikinn en
ekki úrslrtin"
- sagði Guðni Kjartanssor.
Frá Magnúsi Ólafssyni í Venlo:
Já ofangreind orð mælti þjálfari ung-
lingalandsliðsins er hann loks komst að
vegna fagnaðarláta í búningsklefa ís-
lenska liðsins eftir leikinn. Fagnaðarlæt-
in voru vegna þess að strákarnir voru
himinlifandi með góða knattspyrnu og
baráttu þá er einkenndi leik þeirra. Hins
vegar voru þeir ekki jafn hressir með
niðurstöður leiksins. En áfram með
Guðna: „Ég er nú þeirrar skoðunar að
við hefðum átt að vinna þennan leik.
Bæði áttum við opin dauðafæri og auk
þess sleppti furðulegur dómari tveim
augljósum vítaspyrnum“. Þar hafið þið
orð unglingalandsliðsþjálfarans. Og
vissulega er árangurinn góður því sam-
æfingin var ekki mikil fyrir leikinn og
keppt var við þrautþjálfaða atvinnu-
menn.
r.------------------1
8atvinnumenn með
gegn Hollendingum
— Pétur Pétursson leikhæfur!
i
Guðni Kjartansson
„Þeir komust aldrei í gegn“, sagði
Kristján Jónsson, bakvörður í Þrótti
en hann átti stórgóðan leik í sínum
fyrsta U-21 árs leik. „Eg er vitanlega
feykilega ánægður með þcnnan leik.
Hollensku strákarnir voru e.t.v. eins
góðir og búast mátti við en við vorum
einfaldlega betri. Þeir komust aldrei
upp að markinu“, sagði þessi ungi
bakvurður.
Magnús/-Jól.
■ „Pétur Pétursson er orðinn leik-
hæfur þannig að hann hefur leikinn
gegn Hollendingum“, sagði Jóhannes
Atlason landsliðsþjálfari í stuttu spjalli
við Tíimann í gær en í kvöld leika
landslið Hollands og íslands í Groning-
en í knattspyrnu. Péttur meiddist sem
kunnugt er í leik með liði sínu Ander-
lecht um helgina og á tímabili var talið
heldur ólílegt að hann yrði fær um að
leika. En lukkudísirnar urðu okkur
hliðhollar og við vonum bara að svo
verði í leiknum í kvöld.
„Það er ennþá gott hljóð í okkar
mönnum og við gerum auðtvitað okkar
besta til að standa okkur vel gegn
þessu sterka hollenska liði“, sagði
Jóhannes, en hann var að borða er
hann var kallaður í símann þar ytra.
Lið Islands hefur verið valið eins og
það hefur leikinn og er það skipað
cftirtöldum leikmönnum í eftirtöldum
stöðum:
I
Pétur
kvöld.
Pétursson verður með
Þorsteinn Bjarnason Kcflvíkingur
mun standa í markinu, bakverðir eru
Viðar Halldórsson og Ómar Rafnsson
og er Viðar fyrirliði. Miðverði verða
þeir Sævar Jónsson og Jóhannes
„Búbbi“ Eðvaldsson, Sævar fremri.
Ólafur Björnsson hefur því ekki leik-
inn eins og var í MBL í gær.
Leikið verður með 4 tengiliði, annað
væri fáránlegt á útivelli gegn svo sterkri
knattspyrnuþjóð. Kanttengiliðir eru
þeir Pétur Ormslev og nafni hans
Pétursson. Á miðjunni verða svo Ás-
geir Sigurvinsson og Arnór Guðjohn-
sen. ÞRUMUMIÐJA! Framherjarnir
heita Atli Eðvaldsson og Lárus Guð-
mundsson.
Hvorki meira né minna en 8 atvinnu-
menn eru í liðinu að þessu sinni og er
ár og dagur síðan jafn sterku landsliði
hefur verið stillt upp. Þó ber að varast
alla bjartsýni en eitt er víst að strákarn-
ir munu hvergi gefa eftir. _ Jó|
Jóhannes Eðvaldsson
■ Jock Wallace, framkvæmdastjóri
Motherwell.
Búbbi í „Murder Hill“
IVTW.U. 11 UIUIIU IITVI5.5WU Vllll. “ JOI J
■ Margir hristu hausinn er þeir fréttu
að Jóhannes Eðvaldsson ætti að leika
með landsliðinu gegn Hollandi í kvöld.
„Hann er ekki í neinni æfingu", heyrð-
' ist hjá mörgum. Enda eru ein 4 ár
síðan Búbbi lék síðast með landslið-
inu. En einn af „góðkunningjum"
íþróttasíðunnar rakst á ágætis viðtal í
enska blaðinu „SHOOT" við skoskan
leikmann er heitir Andy Ritchie og
framkvæmdastjóra Motherwell, Jock
Wallace, en með því liði leikur Búbbi
einmitt þessa dagana. Andy þessi var
fitubelgur þó nokkur er Wallace
keypti hann á 25 þús. pund. Var talað
um kaup ársins í þessu tilfelli. Það er
gaman að heyra Ritchie lýsa fyrstu
æfingu sinni. Lauslega þýtt kemst hann
svo að orði: „Nú skil ég af hverju lið
þau sem Wallace hefur þjálfað geta
keyrt af krafti í heilar 90 mínútur".
Þetta sagði hann eftir að æfingin hafði
farið fram á „Murder Hill“, eða Morð-
hæðinni (sú hlýtur að vera strembin).
Skv. þessu ættu Búbbi því að vera í
hinu besta úthaldi! _jój
Unglingalands-
leikur í dag:
ísland-
England
■ Enska landsliðið U-16 ára spilar
hér einn ieik gegn íslenskum jafnöldr-
um sínum miðvikudaginn 7. septem-
ber. Lið íslands er skipað eftirtöldum
mönnum:
Markverðir:
Björgvin Pálsson Þrótti
Sigurbergur Steinsson Víking
Aðrir leikmenn:
Eiríkur Björgvinsson Fram
Bjarni J. Stefánsson Fram
Jónas Björnsson Fram
Elías Friðriksson Þór Ve.
Theodór Jóhannsson Þrótti
Sigurður Jónsson Í.A.
Skúli Sverrisson Fylkir
Kristján Gíslason F.H.
Heimir Guðjónsson K.R.
Arnljótur Davíðsson Fram
Atli Einarsson Í.B.Í.
Atli Helgason Þrótti
Guðmundur Magnússon Í.B.Í.
Jónas Guðjónsson Fram
Leikur þessi er liður í Evrópukeppni
landsliða U-16 ára og hefst hann kl.
18.00. Með íslandi í riðli eru Englend-
ingar og Skotar.
Ekki vann
Antwerpen
■ Antwerpen, lið Péturs Pétursson-
ar, tapaði um síðustu helgi leik sínum
við Lokeren, liði því sem Arnór
Guðjohnsen gerði eitt sinn garðinn
frægan hjá. Leikslok urðu eitt núll
fyrir Antwerpen. Lið það sem Arnór
er nú í, Anderlecht, marði sigur gegn
Korteijk, eitt núll. Ekki setti Arnórþó
markið. Loks eru það úrslitin í leik
Watercshei og Beringen en þar sigraði
Waterschei með Lalla Gúmm innan-
borðs, 3-1. Lalli skoraði ei en bombaði
eitt sinn slána. _ Jól
Bannað að leika
með sólgleraugu
í handknattleik!
■ Réttur handbolti heitir bæklingur
sem Handknattleikssambandið hefur
gefið út í samvinnu við Osta- og
smjörsöluna og Mjólkurdagsnefnd. I
henni eru kenndar allar einföldustu
handboltarcglurnar. Fyrst eru kenndar
reglurnar í minni-handbolta. Undirrit-
aður fann ansi skemmtilegt á bls. 6 í
bæklingnum. Fyrirsögnin er: Þegar þú
leikur handbolta mátt þú ekki: Og svo
koma atriði nokkur alveg drepfyndin.
M.a. að ekki má keppa með Idukku
(það hlýtur að vera átt við úr því ekki
keppa menn með heila veggklukku á
bakinu í handbolta.) Svo er sagt að
ekki megi leika með sólgleraugu??!!
Það er nefnilega það. Annars er bækl-
ingurinn hinn vandaðasti og mjög gagn-
legur án efa. -Jól.
ísafjörður í
1. deildina í
kvennasparki
■ Lið ísafjarðar í kvennaknattspyrnu
hefur tryggt sér sæti í 1. deildinni að
ári með sigri yfir Fylki í Hafnarfirði,
2-1. ÍBÍ og Fylkir urðu númer tvö í
sínum riðlum í undankeppninni og
léku um laust sæti í fyrstu deild.
Sigurvegararnir í þessum riðlum, Þór,
Akureyri og Höttur Egilsstöðum munu
einnig leika í fyrstu deildinni að ári þar
sem ákveðið hefur vcrið að fjölga
liðunum úr 6 í 8. Neðsta lið 1. deildar
í ár, Víðir Garði, er aftur á móti látið
falla í 2. deild. Það hljómar eilítið
undarlega að Víðir skuli ekki fá leik
við ísafjörð um 8. sætið. Það aukast
því töluvert ferðalögin í 1 .deild kvenna
á næsta ári. Við bætast nú ferðalög til
ísafjarðar, Egilsstaða og Akureyrar.
-Jól.
Sighvatur vann
maraþonið
■ Sighvatur Dýri Guðmundsson varð
sigurvegari á Meistaramóti íslands í
maraþonhlaupi sem fór fram í Hafnar-
firði s.l. sunnudag. 17 keppendur hófu
hlaupi en 14 komust alla leið, sem telja
verður gott hlutfall. Sighvatur varði
titil sinn frá í fyrra eftir harða keppni
við Steinar Friðgeirsson. Félagar þeir
hlupu vel og eiga greinilega meiri
framtíð fyrir sér sem götuhlauparar en
brautarhlauparar. Tími Sighvats Dýra
er þriðji besti árangur Islendings í
‘maraþonhlaupi. Sérstaka athygli vakti
óvæntur árangur Braga Þ. Sigurðsson-
ar sem varð fjórði. -Jól.
Þessir leikir
eru eftir í
2. deildinni:
Völsungur-Einherji Reynir-Fram
Njarðvík-KA Fylkir-FH
KS-Víðir Fram-FH
Sveitakeppni
GSÍ á Akureyri
Frá Gylfa Kristjánssyni á Akureyri:
■ Flestir þekktustu kylfingar landsins
munu mæta á Jaðarsvöll um helgina og fer
þar fram Sveitakeppni Golfsambands
íslands. Vitað er um 6 karlasveitir sem mæta
til leiks en 4 keppa fyrir hverja sveit og telur
árangur þriggja bestu. Sveitir þær sem þegar
hafa tilkynnt þátttöku eru frá Golfklúbbi
Suðurnesja, Keili, Nesklúbbnum, Golf-
klúbbi Reykjavíkur, Golfklúbbi Akureyrar
og Gólfklúbbi Húsavíkur. Þær eru þannig
skipaðar: Golfklúbbur Suðumesja: Gylfi
Kristinsson, Sigurður Sigurðsson, Magnús
Jónsson og Hilmar Björgvinsson. Golfklúbb-
urinn Keilir: Úlfar Jónsson, Sveinn Sigur-
bergsson, Tryggvi Traustason og Hörður
Arnarson. Nesklúbburinn: Jón Haukur Guð-
laugsson, Magnús lngi Steíánsson, Gunn-
laugur Jóhannsson, óvíst er um 4. mann.
Golfklúbbur Reykjavíkur: RagnarÓlafsson,
Sigurður Pétursson, Sigurður Hafsteinsson
og ívar Hauksson. Golfklúbbur Akureyrar:
Björgvin Þorsteinsson, Magnús Birgisson,
Þórhallur Pálsson, Sverrir Þorvaldsson.
Golfklúbbur Húsavíkur: Skúli Skúlason,
Kristján Hjálmarsson, Kristján Guðjónsson
og Axel Reynisson.
Þá hefur heyrst að Golfklúbbur Vest-
mannaeyja, Leynir á Akranesi, og Golf-
klúbbur Borgarness muni senda sveitir til
keppninnar en það hefur ekki fengist
staðfest.
Einnig verður keppt í kvennaflokki og í 3
manna sveitum. Árangur tveggja bestu telur.
Vitað er-um sveitir frá Golfklúbbi Reykja-
víkur, Golfklúbbnum Kcili og Golfklúbbi
Akureyrar en ekki er vitað hvernig þær
sveitir verða skipaðar nema í Akureyrar-
sveitinni verða þær Jónína Pálsdóttir, Inga
Magnúsdóttir, og Auður Aðalsteinsdóttir.
Kcppnin hefst á laugardag og lýkur á
sunnudagskvöld. Leiknar verða 36 holur í
karlaflokki og 18 holur hvorn dag í kvenna-
flokki. - • gk/-Jól.
5 með 12 rétta
■ I 2. leikviku komu fram 5 seðlar með 12
rétta leiki og var vinningur fyrir hverja röð kr.
47.055.00. 86 raðir reyndust með 11 rétta og
var vinningur fyrir hvcrja kr. 1.172. Fyrirtvo
36 raða kerfisseðla, sem reyndust vcra með
12 rétta, var vinningurinn fyrir hvorn scðil kr.
54.087.00.
Opna Volvomótið
■ N.k. sunnudag. þ. 11. septcmbcr verður í
Grafarholti Opna Volvo-mótið í golfi. Kcppt
verður í 4 flokkum, með og án forgjafar:
Unglingar, öldungar, konur og karlar. Ræst
verður út frá kl. 9.00. Þátttaka tílkynnist í
símum 82815 og 84735 fyrir kl. 12.00 laugar-
daginn þ. 10. þ.m.
Bakhjarl þcssa móts er Veltir h.f., sem
hefur umboð fyrir Volvo-bifreiðar á íslandi,
og gefur það öll verðlaun til mótsins.
Úrslit í Gralarholti:
■ S.l. laugardag var í Grafarholti þríþætt
mót á vegum Júlíusar Guðjónssonar. Þátt-
takendur voru 69 og urðu þessi úrslit:
Tia Maria Kvennakeppni:
1. Aðalhciður Jörgensen 97-22=75 högg
2. Ásgerður Sverrisdóttir 88-9=79 högg
3. Sigurður Matthíasson 86-11=75 högg
Wildberry-Kirsberry
Öldungakeppni
1. Kári Elíásson 89-16=73 högg
2. Guðmundur Ófeigsson 90-15=75 högg
3. Sigurður Matthíasson 86-11 = högg
Bcsta nettoskori öldunga náði Ólafur Þor-
valdsson, sem keppti scm gestur, 70 högg. •
Smirnoff mót:
1. Þórður Óskarsson 87-20= 67 högg
2. Páll Vígkonarson 87-20= 67 högg
3. Ólafur Gunnarsson 80-13=67 högg
Keppt vars.l. sunnudag í undirbúningskeppni
um Nýliðabikar fullorðinna og unglinga. Úr-
slit urðu þessi:
Nýliðabikar fullorðinna:
1. Bjarni Gíslason 94-28=66 högg
2. Magnús Þórðarson 96-28=68 högg
3. Haukur Otterstcdt 100-26=74 högg
4. Hannes Guðnason 95-21=74 högg
Nýliðabikar unglinga:
1. Sigurður Sigurðsson 77-18= högg
2. Eiríkur Guðmundsson 79-17=62 högg
3. Jón Helgason 89-25=64 högg